Alþýðublaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 6
8 ALÞYÐUBLAÐBÐ Sunnudagur 30. janúar 1955, ÚTVÁRPIÐ 9.20 Morguntónleikar: Slav- nesk tónlist. 11 Messa í kapellu Háskólans. (Prestur: Séra Jón Thorar- ensen. Organleikar: Jón ís- leifsson.) 13.15 Erindi: Um áfengismál og ofdrykkju (Ezra Péturs- son laeknir). 15.30 Miðdegistónleikar. pl. 17.30 Barnatími (Þ. Ö. St.). 18.30 Tónleikar: a) Jórunn Við ar leikur á píanó. b) Maggie Teyte syngur (plötur). c) Lúðrasveit Reykjavíkxir leik ur; Paul Pampichler stj. 20.20 Tónleikar (piötur). 20.45 Leikrit: „Browning-þýð ingin“ eftir Terence Ratti- gan, í þýðingu Bjarna Bene diktssonar frá Hofteigi. Leik stjóri: Þorst. Ö. Stephensen. 22.05 Danslög (plöíur). Æviatriði T Hans Hedtofts Framhald af 1. síðn. STARF í NEÐANJARÐAR- HREYFINGUNNI Upp frá því var honum falið hvert starfið öðru vandasam- ara. Hann varð þingmaður, rit ari þingflokks jafnaðarmanna, önnur hönd Staunings, og árið 1939 var hann kosinn formf»ð- ur flokksins. Þá gegndi hann því starfi skamma hríða því að eftir að Þjóðverjar hertóku landið var hann neyddur til að segja af sér — og fór árum saman huldu höfði. Starfaði hann mjög í neðanjarðarhreyf ingu Dana og fór meðal annars til Svíþjóðar til þess að semja við Svía um vopnakaup handa neðanjarðarhreyfingunni. Það var árið 1944. Á þessum árum var hann og annar ritstjóri leyniblaðsins „Danske Tiden- de“. __ FORSÆTISRÁÐHERRA FYRST 1945 Þegar Þjóðverjar gáfust upp og lögleg stjórn var mynduð í landinu, varð Hedtoft verka mála- og félagsmálaráðherra, en þegar Alþýðuflokkurinn hafði unnið á við kosningarnar 1947, og jafnaðarmenn mynd- uðu stjórn, varð hann forsætis ráðherra. Aftur varð hann for sætisráðherra árið 1953 og var það til dauðadags, Það ár voru tvennar kosningar í Dan- mörku og einu sinni þjóðarat kvæðagreiðsla. _____ ____ ÍSLANDSVINUR Hedtoft lagði þá mjög að sér og veiktist um vorið, á fimm- tugasta afmælisdegi sínum, og var veikur langt fram á sum- ar. Upp úr þeim veikindum kenndi hann hjartabilunar, sem að lokum leiddi hann til dauða. Hans Hedtoft kom hing að til lands fjórum sinnum. Hann hafði ríkan skilning á að stöðu íslenzku þjóðarinnar og studdi málstað hennar í hví- vetna. Má óhikað fullyrða, að hann hafi verið einn bezti vin- ur, sem ísland hefur átt á er- lendri grund. íTYftTfTfrnYTTíTxTTYTYTfiYTxTYTYTTíTYTYíYT*^^ GRÁHAM GREENE: NJÓSNARINN 89 Þeir komu ekki nær, virtu karlmennina fyrir sér rannsakandi. Annar þeirra sagði: Jú, það erum við. Hérna er maðurinn. Eruð þér D.? spurði annar mannanna. D. stóð líka á fætur. Já, það er ég sagði hann. Við leyfum okkur í nafni laganna að hand taka yður; þér eruð ákærðir fyrir. Látið það kyrrt liggja, sagði D. Ég veit hvert er erindi ykkar. Hafið þér nokkuð fram að færa? Já, aðeins það, að við skulum halda héðan. Og við stúlkurnar sagði hann: Nú getið þið feng ið að hafa hann Curly ykkar í friði. Þessa leið, sagði annar lögreglumannanna. Það bíður bíll eftir okkur hérna úti fyrir. Engin handjárn? spurði D. Ætli pess þurfi. Það var alltaf sá sami, sem talaði. Svona nú. Af stað. Annar þeirra tók undir handlegg hans, þétt ingsfast, þó ekki óvingjarnlega. Þetta gátu eins vel verið þrír kunningjar, nýstaðnir upp frá drykkju og á leið heim eftir góða kvöldskemmt un og ánægjulegan félagsskap. Svona voru Eng lendingar, þrátt fyrir allt, reyndu að gera sem minnst úr öllu; uppþot og háreysti var þejm ekki að skapi. Hótelið uppljómað að utan til þess að draga að sér athygli vegfarenda eftir hæðunum fyrir ofan. Mikilfenglegt tómstundai starf hjá herra Forbes, að annast svona rekstur. Úti á sjónum sé hann glytta í Ijós. Það var sjálfsagt skipið hans, sem átti að flytja1 hann heim, þeim. Þama fór sú von að komast heim. Hann velti því fyrir sér, hvað herra Forbes myndi verða að orði, þegar hann læsi morgun blöðin og sæi með eigin augum hversu honum hefði hrapallega mistekizt. Svona, höldum áfram, sagði lögreglumaður inn og herti takið um handlegg D. Við höfum skammtan tíma til stefnu? Þeir hertu gönguna. Gegnum anddyrið lá leið in út á götuna. Þeir veifuðu hendi til dyravarð arins í kveðjuskyni. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af að því yrði bætt á syndalistann, þótt hann yfirgæfi hótelið án þess að greiða hótelreikninginn. Þeir voru komnir út. Hann sá bílinn þeirra. Hann stóð þarna svartur og ljóslaus við gangstéttina. Af nærgætni við hótel gestina var það venja lögreglunnar að láta sem minnst á því bera, þótt hún ætti erindi við ein hvern þeirra. í þessu landi einstaklingsfrelsins ins var skattborgarinn varinn fyrir öllu hnjaski, andlegu og líkamlegu, í allrg lengstu lög. Þegar nær kom, sá D., að maður sat við stýrið í bílnum. Hann ræsti bílinn í sama bili og hann sá til ferða þremenninganna. Þeir stigu inn í bílinn, settust í aftursætið og höfðu hann á milli sín. Bíllinn ók af stað í áttina til Southcrawl. Annar mannanna þerraðj svita af enni sínu. Þá er það búið — dæsti hann. Bílstjórinn vék fljótlega út af aðalveginum. Annar fylgdarmanna hans tók til máls eins og upp úr eins manhs hljóði: Þegar þeir sögðu mér að þín væri gætt á hótelinu af þremur mönn- um, þá hefði verið hægt að kollvarpa mér með dúnfjöður, sagði hann. Þið eruð þá ekki lögreglumenn, ekki leynilög reglumenn? Hann fann ekki til léttis. Allt var að byrja aftur að nýju. Vitanlega erum vjð alls engir lögreglumenn. Það, sem mest kvaldi mig, var tilhugsunin um það, að þú myndir krefjast þeiss af mér að sýna handtökuskipunina. Skilurðu það núna, hversu hætt þú varst kominn. Sjáðu til: það eru aðrir menn á hælum þín. um. Þeir hafa handtökuskipunina. Spýttu í, Joe, skipaði hinn. Þeir óku í loftinu í átt til hafnarinnar. Hann sá vel til sjávar núna. Bárugjálfrið við strönd ina varð sífellt greinilegra. Ertu mikill sjó- maður spurði annar. , Jájþaðhedég. r. 7777 7777 Veitir ekki af því, karlinn. Það er að koma vont veður. Talsverður sjór komjnn á sund. inu. Bíllinn hægði skyndilega á sér. Bílljósin lýstu upp veginn framundan. D. sá ósléttan, nýofaníborinn veg; síðan hurfu Ijóskeilurnar út í ekki neitt. Hann sá hvers kyns var: Bíll. inn var á sæbröttu klifi. Svona, svona, Joe, við megum engan tíma missa. Þeir eru sjálfsagt þeg ar á hælum okkar. Skyldu þeir reyna að stöðva skipið? Það reyna þeir. Og svo senda þeir út loft- skeyti til annarra skipa. Ekki trúi ég því að þeir sendi skip á eftir okkur, ef við komumst um borð, svo framarlega sem þeir vita ekki vissu sína um í hvaða skip við höfum farið. Nú nam bíllinn staðar fyrir fullt og allt. Þeir fetuðu sig niður tröppur og niður í fjöru. Þar var bátur bundinn við festi. Hvað um bílinn? spurði D. Hugsum ekki um hann. Hann finnst. Getur það ekki orðjð okkur ó- þægilegt? Við keyptum hann í morgun fyrir tvö þúsund krónur. Það má hver eiga hann, sem finnur hann og vill hirða hann. Það getur ekki orðið neitt óþægilegt fyrir okkur, þótt þeir finni hann. Þeir verða lengi að komast að því að við höfum átt hann, og þótt þeim takist það, þá verður það of seint. Tvö þúsund krónur. — Það var líklegt. Sjálfsagt hefði herra Forbes líka lagt út fyrir honum. Þeir ýttu bátnum á flot og stigu upp í hann. Hann skoppaði á öldunum; sælöðrið lék um þá. S s s s s félags Alþýðuflokksins í Alþýðu-S S s s s s Munið barnaskemmtun Kven- húsinu í dag klukkan 2. Hans Hedfoft látinn Framhald af 1. síðu. og efnaleg, gerir mennina þroskaðri, víðsýnr.i og starf- hæfari, sem eykur trú þeirra á lífinu og man.ngildi sjálfs sín, hann eykur auðlegð þjóðar sinnar, þann auð, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Hedtoft hefur ávaxtað vel það pund, sem honum var falið til varðvelzlu. Hann heíur aukið auðlegð þjóðar sinnar, og um leið sameign allra þeirra, sem trúa á lífið og framtíðina. Hedtoft var mikill íslands- vinur. Hann leit svo á, að hin- ar smáu þjóðir ættu fullan rétt til sjálfstæðis og hefðu mikils- vert hlutverk að vinna í ál- þjóða samstarfi. Hitt var hon- um, raunsæismanninum, vel ljóst, að þeim var nauðsyn að vinna saman og gefa þanni^ öðrum þjóðum fordæmi. Þess vegna gerðist hann forgöngu- maður að stofnun Norðurlanda ráðsins og var fyrsti forseti þess. í gærkveldi, að loknum fundi Norðulandaráðsins, sem nú er haldinn í höfuðborg Sví- þjóðar, gekk hann til hvíldar glaður og reifur, en þreyttur eftir langan vinnudag. Hann vaknaði ekki aftur til þessa lífs. Þannig er gott að kveðja líf og starf. Hedtoft er fallmn frá. En minning hans lifir í hugum fólksins, sem hann vann fyrir og nú harmar fráfall hans, ekki aðeins á danskri grund — líka á íslandi, um öll Norður- lönd hvarvetna þar, sem barizt er fyrir rétti fólksins til að lifa eins og menn. 29. janúar 1955. Ilaraldur Guðmundssoiii Jóngeir D. Eyrbekk (Frh. af 5. síðu.) hinir, sem fljóta á milli bjart sýni og ibölsýni, um 1%. Sé þetta rétt, þá er alltaf á öllum tímum fengur í þeim mönnum, sem l'íta á hlutina frá björtu hliðinni. En svona er það nú samt, Jóngeir er hinn lífsglaði sveinn, sem jafnán andar þann ig í kringum sig að viðstaddir komast í gott skap, hvort sem hann dvelur heima í Hafnar- firði eða á langleiðum á er- léndri grundu. Jóngeir vill kryfja hvert mál til mergjar og sér oft leiðir, þegar öðrum sýnast þær luktar, en segir jafnan hlutina svo sem honum sýnist, hvort sem öðrum líkar betur eða vefr. Allir Hafnfirðingar þekkja Jóngeir og munu þeir margir á morgun senda honum hlýjar kveðjur og þakka fvrir liðnar stundir. Öll sín beztu mann- dómsár hefir hann dvalið hér í bæ og tekið þátt í ýmsum störfum á sjó og á landi. Hann hefir starfað hér að félagsmál um sjómanna og var um mörg ár í stjórn Sjómannaíélag Hafn arfjarðar og þar jafnan traust ur útvörður fyrir hagsniuni og velferð stéttar sinnar, er hann sjómennzku sjundaði. Eftir að hann hætti sjómennsku fyrir röskum áratug stundaði hann verkamannavinnu í landi, en eins og áður segir hefir hann rekið myndarlega fisksölu nú í nokkur ár. Og þó að 50 ár séu að baki, þá eru vonandi mörg hressandi bjartsýnisár hjá Jóngeiri fram undan, og ábyggilega munum við vinir Jóngeirs óska honum. langra lífdaga í landinu. Ó. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.