Alþýðublaðið - 08.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐÐBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Aigreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 91/*—10 V* árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Jarðarförin í dag. Eftir skiptapann. Við fæddumst og kystum klæðafald pinn konungur lífsins, í fyrsta sinn og aftur og aftur við lífsins leitum, í lifandi starfii, í bænum heitum, í eigin barmii, í barnsins trú — alt breytist héldum við, nema þú. Við fæddumst og háldum við föður ættum, fólum þér líf í gleði og hættum. Nú angist og kvíði augun birgir, ástvini horfna hvert mannsbarn syrgir. Kærleiki! Upphaf allra vona, af ekka stynur hver sjömannskona. Kondu til vor! Pær komast ekkí konumar lengra í fómarlíki — pær lúta þér, en alt sem pær eiga, unnusta, menn og syni fleyga, atvinnulífið óskert tekur. Ertu ekki Drottinn líka sekur, að vita petta alt, en vera pó að viðhalda krafti á landi og sjó. Viltu ekki taka okkur öll í einu, eins pær konur sem heima bíða, purfa pær enn að pjast og líða ? Þekkirðu engar betri leiðir? Þig', sem um grundu blómin breiðir biðjum við tár af hvörmum þerra, líknaðu okkur ljúfi herra! Gudrún StefánsdótVr. I dag verða llk 10 vaskra drengja borin samtíxnls til grafar. Slysið, isem varð pess valdandi að peir mistu lífið, hefir snert svo hjörtu bæjarbúa, að líklegt er að pessi líkfylgd verði fjölmennari en við eigum að venjast hér. Sorgarathöfnin hefst kl. 2 í frí- kirkjunni. Líkkisturnar verða fluttar í bifrejðum suður í kirkju- garð og munu 6 líkmenn fylgja hverjum vagni. Sjómannafélagar ganga fylktu liði un'dir fána sín- um. ESs*i deiid í gær Frv. um breytingu á laxafriðun- arlögunum var sent n. d. með peirri breytingu að laxakistur voru bannaðar alveg. Frv. um stofnun síldarbræðslustöðva var samp. og sent til n. d., sömul. þingsályktunartillagan um að fella niður toillinn af síldinni, sem seld var til Rússilands í fyrra. Til 3. umr. fór frv. um breytingu (úr 1 kr. 50 aur.) og korntollur- á vörutollslögunum; vas salttoll- urinn lækkaður í 1 kr. á smálest og korntolluTinn fddur alveg. Keópi deild. Þar varð í gær að lögum frv. um eftirlit með verksmiðjum og vélum, pörf lög og nauðsyraleg verkafólki. Un,dir eitirlit með verksmiðjum og vinnustöðvum heyra þær stöðvar, par sem prir menn eða flsiri vinna sarnan að jafnaði. Lögin gilida frá 1. júlí nr k. H,itt var aftur á móti óheppileg og ranglát 1-eið til að afla ríkimu fjár, að framleng'mg gengisvi'ö- aukans á tiltekna tolla og gjöld, par á meðal á kaffi- og sykiur- tollinn, var endanllega saimþykt í deildinni og frv. afgreitt til e. d. Með viðauka pessum er hver króna í tollinum gxeidd með meir en 100 gullaurum, auk álags kaupmanna á tollinn. Nauðsyn ber til að afla ríkinu tekna, en pað á að gera á réttlátari hátt, en ekki taka þær að mestum mun úr vösum fátækxa fjölskyldu- manna, sem hafa engin eða lítil Kijólkurráð. Frv. um heimild fyrir stjórnina til að láta reisa betrunaihús og letigarð var vísað til 3. umr. Höfðu Ihaldsmennirnir í allshn. (M. G. og Hákon) sömu aðfeð og Jón Þorl. áður í e. d., að flytja dagskrártillögu um, að málinu væri slegið á frest, en hún fór í sömu gröfina og dagskrá Jóns. Það kdim í ljós við umræður um níálið, að sjúkrahúsið á Eyrar- bakka imun vera fáanlegt hjá Land'sbankanum fyrir rúmar 20 þúsund kr., en fjrrir páð verð keypti hann pað á nauðungarupp- boði. Er pað rúmlega V« hluti pess fjár, sem notað var til hús- byggingarinnar, samkvæmt . því, sem Jónas ráðhejrra skýrði frá. Kvað hann rannsóknum verða hraðað um það, hvort unt verði áð gera úr pví vin-nuhæli fyrir slæp- ingja og aðra vandræðamenn pjóðfélagsins. Yrði þar pá oig sjúkraideíld fyrir fanga. Síðar verði að reisa minna hús hér við rteykjavík, og verði pað fangar hús. Á Eyrarbakka verði pá sjúkraideild og vinnuhæli fyrir slæpingja, þar . sem peir vinni fyrir mat sínum a. m. k. Verði sjúkrahúsið keypt, pá hafi Lands- bankinn lofað að selja ríkinu einnig jarðarblett við húsið, par sem gott sé að vinna að kartöflu- rækt og ýmsum fleiri bústörfúm, sem vinnuföngum .verði haídið að. Þá hófust umræður um smíði og rekstur strandferðaskips, en ekki lauk 2. umr. á þeim fundi. Saimgöngumálanefndin hefir klofnað um málið, eins og á fyrri pingum. Leggja þeir SigurjöB og Hannes til, að skipið verði af líkri stærð og „Esja“, en frv. stjórnaTinnar gerir ráð fyrir minna skipi. Samkvæmt frurnv. stjórnarinnar yrði skipið einkum vöruflutningaskip, en eftir tillög- um peirra Sigurjöns verður betuir bætt úr pörfinni á hröðum og mörgum fólksfiutningaferðum og jafnframt bættum póstflutningi. ITins vegar er líka pörf á öðru sk'ipi, sem einkum annist vöru- flutning, og parf rikið ehxníg 'að eignast það innan fárra ára, en á góðu-m hraðferðum er pörfin pó brýnust. Sa.mkvæmt báðum til- lögunum sé skipið útbúið með 70 til 80 tenmgsmetra stóru kælirúmi. ihaldsmennirnir í samgöngumála- nefndinni (Jón Auðunn og Há- kon) vilja aftur á móti láta felllia frv., og fylgir Gunnar þeim, en pó aneð fyrirvara. Jónas ráðhenra kvað stjórnina vita um úrræði til að útvega um 400 þúsund kr. með góðum kjörum til byggingar strandferðaskips. Væntanlega strandar málið ekki á pví, pó að nokkuð meira fé purfi til, ef’ sk'ipið verður peiim mun full- koimnara. — Magnús Kriistjánsson fjármála- herra lagði fram í deildinmi tvö stjórnarfrumvörp. Er annað um fjáraukalög fyrjr árið 1927 að upphæð rúmlega 150 púsun-d kr. Hefir mestum hluta þess fjár v-er- ið variö ti-1 verklegra fram- kvæmda, einkum til að bæta húsakynni sumra skólanna. Hitt frv. er heimild fyrir veðdeild Landsbankanis til að gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa. Sá ljóð- ur er á pví frv., að par er ekki( gert ráð fyrir aðstoð ríkisins til veðdeildarbréfakaupa, og verða þá útlánin takmörkuð við pað, sem bankinn getur sjálfur komið í verð af veðdeildarbréfunum. Jóíhann Jós&fsson og Pétur Otte- sem flytja pingsályktunartaiögu í n. d. um að skora á stjórnina aö láta rarmsaka, hvað valda muni, „að oeöurspár veðurstofunnar hafa gengið ver eftir nú en í fyrra og ráða bót á því, sem af- laga fer í pví efni, eftir því, sem unt er.“ Jón Eyþórsson veðun- fræðingur telur hins vegar, að pað sé ekki rétt athugað, að spárnax hafi reymst vler nú en i fyrra. — Um tillöguna var á- kveðin ein umræða, en tvær um þingsályktunartillögu frá J. Þorl., sem e. d. hefir sauiþykt og sent n. d., um hagskýrslur. Iöraðiist hann eftir dauðann og vill nú láta nýju stjórnina koma pví í kring, að skýrslurnar komi venjulega ekki seinna út en á naasta ári eftir lok pess tímabilis, sem þær ná yfir. — 3. umr. fjárlaganna á að byrja á laugardaginn. ÞingíuBdir hefjast ekkii fyrr en !kl. 4 í dag sökum greftrunar sjó- mannamna. Leiðréttingar■ Tvær argar villur komust í pingfréttimar í gær. f öðrum staðnum var kúabú ísa- fjarðarkaupstaðar í Tungu kallað kúabú hreppsins, en átti auðviitað að vera: kaupstaðarins, sem á mikinn hluta jarðarinnar. Þá var og eyða fyrir tölu, par sem standa iskyldi, að hingað til hafa verið áskildir prír fimtu greiddra atkvæða til þess, að fsfirðángar mættu taka sér bæjarstjóra. Af ávðxtannm skuluð þér Hekkju ðá. Það er gleðilegt, pegar gamlir og reyndir menn sjá, að peir hafa farið rangt með mál og reyna til pess að bæta fyrir yfirsjónir sín- ar. — íhaldsmanna-samábyrgöar- frumvarpið, isem peir Björn KTÍstjánsson og samherjar hans flytja nú, er átakanlegt merki um, að pieir kannast við afglöp áín gagnvart samvinnufélöguum og samábyrgö o-g vilja reyna að- verða góðir drengir og batnandi! Það er virðingarvert, pegar blöð, sem eru málgögn pólitískxa andstöðuflokka jafnaðarmanma, taka upp skoðanir peirra og sýna réttmæti peirra skoðana. Þetta gerir Morguniblaðið 19. p. m. í „Liesbók“ sinni á bls. 51. Þar .stendur: „Það eT mörguim á- hyggjuefni, að pað er einkum betra f-ólkið, sem beitir takmörk- un barnisfæðinga.“ Betra fólkið er á Moggamáli íháldsfólk; pað býst ég við áð „Moggadótið“ kanniist við. Blað>- ið segir enn fxemur: „F-ólk vill losna við pað erfiði og umstang, sem börnin hafa í för með sér.“ Með ööýum oxðuim, siðfræði| „bet.'ra fólksins“ hans Mogga er sú, að loisna við að ala upp böm. Á öðrum stjqð í sarna bláði stendur: „Ríkra mann-a böm vita ekki hvað pau eiga að gera við tímaimn og peningana. Qg svo giftast pau ■sér til dægrastyttingar, en upp- götva von bráðar, að þeim leiðist meira en áður. Og síðasti pátt- hTinn í leiknum verður svo skiln- aður — og bæði hrósa happi." Svona segir Mog-gi að þetta sé í Ameríku, í því góða landi, par sem isamkeppnin er mikil og auð- íuriun í hrúgum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.