Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 29. tbl. — Föstudagur 5. febrúar 1965 — 49. árg. Bátur brennur og sekkur MB-Reykjavík. fimmtudag. Vélbáturinn Inqólfur, KE 12, sem var 33 iesta bátur, brann og sökk I dag út af Garðskaga. Þriggja manna áhöfn var á bátnum og yfirgaf hún bátinn fljótlega eftir að eldurinn kom upp og bjargaði Stafnesið úr Sandgerði þeim skömmu síðar. Varðskip komu á staðinn og reyndu að slökkva eldinn, en það var árangurslaust. Mynd- ina hér að ofan tók Bjainni Guð- björnsson, annar vélstjóri á Óðni, um hádegisbilið. Við áttum í kvöld tal við Braga Björnsson, skipstjóra á Ingólfi, og sagðist honum svo frá: — Eldsins varð vart klukkan rúmlega sjö i morgun, í vélar- rúmi skipsins. Við lágum yfir línunni 24 mílur VNV af Sand- gerði, og tveir voru í koju, en einn stóð baujuvaktina. Eldur- inn varð strax mjög magnaður. og við réðum ekkert við hann, en enginn brenndist þó neitt. Við þorðum ekki annað en fara fljótlega í gúmbátinn, þvi öðru hverju heyrðust smáhvellir neðan úr vélarrúminu, og við vorum hræddir við að olíutank- arnir kynnu að springa. Áður en við fórum í gúm- bátinn, kallaði ég á aðstoð ná- lægra báta. Við vissum af þeim rétt hjá, en svarta þoka var á, svo við sáum enga. Stafnesið Eramhalci a il slðu Búnir að sprengja af sér gistirými hótelanna JHM—Reykjavík, fimmtudag- Eins og kunnugt er af fréttum þá kemur Norðurlandaráð saman til fundar hér í Reykjavík eftir viku. Upphaflega var gert ráð fyrir um að 200 manns kæmu frá Norðurlöndunum, en samkvæmt síðustu upplýsingum hefur talan hækkað í 250. f Reykjavík eru til rúm 200 hótelherbergi yfir vetrarmánuðina þannig að koma verður sumum af þessum fulltrúum fyrir í herbergj um víðsvegar um borgina. Hótel Holt mun verða tilbúið i tæka tíð til að taka á móti gestum, en um tíma var óvíst að svo myndi verða. City Hótel hefur auglýst eftir herbergjum til viðbótar við þau sem fáanleg eru i hótelinu sjálfu. Ingólfur Pétursson, hótel- stjóri, sagði í viðtali við blaðið að hann hefði auglýst eftir 50 her- bergjum og væri búinn að fá flest þeirra. Hótelin í borginni munu halda eftir um 15 prósent af her- bergjum sínum fyrir aðra gesti sem þurfa gistingu. Hóte) Saga mun einnig verða miðstöð fyrirl nefndarfundi ráðsins og svo fyrir fundi sendinefndanna sjálfra. Súlnasalurinn verður t.d. hólfað ur niður í fundaherbergi, sagði Konráð Guðmundsson, hótelstjóri Tímanum í dag. Vitað er nú hvaða ráðherrar koma frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku, en ekki er enn ákveðið hverjir koma frá Noregi. Frá Finnlandi koma eftirtaldir ráð- herrar: Söder Hjelm, dómsmála- ráðherra, T. A. Wiherhemo, við- skipta og innanríkismálaráðherra, Mauno Jussila, landbúnaðarráð- herra; Jussi Saukkonen, mennta- málraáðherra; Grets Teir, sam- göngumálaráðherra, og Juho Tenhiala, félagsmálaráðherra. Frá Svíþjóð eru væntanlegir þeir: Tage Erlander, forsætisráð herra; Gunnar Lange, viðskipta- málaráðherra; Hermann Kling, dómsmálaráðherra, Gustav Skog- lund, samgöngumálaráðherra: Ragnar Ediman, menntamálaráð- herra og R. Hermannsson. Dönsku ráðherrarnir verða þeir: Jens Otto Krag, forsœtisráðherra; |Per Hekkerup, utanríkisráðherra; | K. Axel Nielsen, dómsmálaráð- herra; K. B. Andersen, mennta- | málaráðherra; Henry Grunbaum, efnahagsmálaráðherra og Kai Lindberg. Veröfall á rækju GS-ísafirði, fimmtudag. Veitt hefur verið leyfi til þess að veiða meira magn af rækju hér í Djúpinu en upp haflega var leyft. Bátarnir hér áttu eftir að afla sem næst 60 tonn upp í fyrra leyfið, en nú hefur verið leyft að veiða 100 lonn til viðbótar. Hins veg- ar er nokkur uggur í mönn um hér vegna þess að spurzt hefur að nokkurt verðfall hafi orðið á rækju á Evrópumark aðnum, en vafalaust verður engu að síður veitt það magn, sem leyfilegt er að veiða. Samkvæmt upplýsingum Ole Olsen forstjóra hér á ísa- firði, eru fregnir af þessu enn mjög óljósar, en útlit er fyr- ir að allmiklu meira berist af japanskri rækju á Evrópumark að en verið hefur og það komi til með að valda allmiklu verð falli fyrir vorið, og verð á rækju er þegar farið að lækka. Þá er einnig stóraukið fram boð á rækju bæði frá Græn landi og Noregi, en framboð þaðan eykst ávallt upp úr ára mótunum. Nú eru horfur á meira framboð verði á græn- lenzkri rækju en fyrr, þar eð Danir hafa stóraukið rækjuveið ar við Grænland. Ole kvaðst vonast til að verðlag hækkaði að nýju þeg ar kæmi fram á sumar eða haust og yrðu framleiðendur hér sjálfsagt að geyma eitt- hvað þangað til. Ole kvað liðin eitthvað um fimm ár síðan japönsk rækja kom á Bandaríkjamarkaðinn og síðan hefði ekki verið unnt að selja neitt af íslenzkri rækju þangað. Sem dæmi um verð fallið mætti nefna, að verðið á einu pundi af frystri rækju hrapaði úr 120 sentum niður í 65 sent. Japönsk rækja hef ur eitt.hvað verið á boðstólum í Englandi, en ef hún veldur verðfalli á Evrópumarkaðnum nú, verður það í fyrsta sinni. Japanir hafa stóraukið rækju veiðar sínar á undanförnum ár um og stunda þær nú víða, senda stór móðurskip með veiði skipunum til að geta verkað rækjuna um borð. KING SITUR ENNINNI NTB-Selma, Alabama, fimmtud. Lögreglan I Marion handtók í dag 200 blökkumenn, sem fóru í mótmælagöngu þar, og hafa nú alls rúmlega 1400 blökkumenn verið handteknir þar og I borg inni Selma, sem er rétt hjá. Dr. Martin Luther King, sem setið hefur í fangelsi í Selma síðan á mánudag, stjórnar mótmælaað gerðunum úr fangelsinu. Leiðtogi svörtu Múhammeðstrúarmann- anna, Malcolm X, kom til Selma í dag, og sagði hann, að óvíst væri hversu lengi barátta blökku manna myndi halda áfram þar án þess, að þeir gripu til róttæk ari aðgerða. Eiginkona Luther Kings og Malcolm X komu bæði til Selma í dag, og héldu ræður á fundi æskufólks í kirkju einni í bæn- um. Frú King sagði, að hún væri stolt af mótmælagöngunum í Selma og Marion, en Malcolm X kvað hugsanlegt, að núverandi bar áttuaðferð blökkumanna, þ. e. bar átta án valdbeitingar, yrði ekki notuð mikið lengur, en gripið til annarra og róttækari aðgerða. Lögreglan í Marion handtók í dag um 200 blökkumenn, og hafa Framhald á 11. síðu. Nemendur íþróttakennaraskólans sofa uppí á borðum vegna ágengni músa! BJA IÞRDTTA- FRÉ.TTIR BLB. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.