Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 5. febrnar 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tedriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Stetagrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur ) Eddu- húsinuj siTnar 18309—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýstagasiml 19523. Aðrar skrifstofur, gfml 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 5,00 etat — Prentsmiðjan EDDA h.f. Kaupmáttur daglauna Tíminn hefur margsinnis skorað á Mbl. að gera sam- P’ b"rð á nokkrum atriðum efnahagsmálanna í árslok ] ' og í ársbyrjun 1965. Mbl. hefur jafnan færzt und- an þessu þangað til í gær, að það þykist ætla að gera samanburð á einu atriðinu, er Tíminn hefur spurt um, þ. e. hvort kaupmáttur venjulegra daglauna hafi aukizt síðan 1958. Ekki tekst þó betur til en svo hjá Mbl., að það forðast alveg að gera samanburð á kaupmætti dag- launa, heldur kemur með samanburð á heildartekjum verkamanna- og sjómannafjölskyldna, sem fengnar eru með mjög ófullkomnu úrtaki. Þar eru ekki aðeins taldar fram tekjur viðkomandi manns, heldur konu og barna og ekkert tillit heldur tekið til vinnutíma. Þessar tölur segja því ekkert um hvort kaupmáttur venjulegra dag- launa hefur aukizt eða minnkað á þessum tíma. Svar Mbl. er þannig alveg út í hött. Hvarvetna annars staðar er þessi kaupmáttur fundinn út með því að leggja tímakaupið til grundvallar, þ. e. hvort kaupmáttur þess hefur vaxið eða minnkað. Sem lítið sýnishorn þess skal þess getið hér, að hið þekkta blað „The Christian Science Monitor“ birti 13. janúar síðastl. yfirlit um þróun efnahagsmála í löndum Efna- hagsbandalags Evrópu og ræðir þar m. a. um kaupmátt launa. Eins og eftirfarandi úrklippa úr þessari grein blaðsins sýnir, leggur það annars vegar til grundvallar Iweytingar á „consumer prices” (verð vöru og þjónustu) og hms vegar „hourly rates of wages” (tímakaup ): Taking 1960 as the hase, consumer prices have risen in Belgium 8 percent, in West Germany 11, in the Netherlands 15, in Brance 16, and in Italy 21. Söurly rates of wages have risen from 32 percent to 52 percent, in almost the same örder of ascent. Eins og þessi úrklippa sýnir, hefur vöruverð hækkað í löndum Efnahagsbandalagsins síðan 1960 um 8-21%, en tímakaupið hefur hækkað um 32—52%. Hér eru hliðstæðar tölur þessar: Síðan núverandi vísi- tölufyrirkomulag tók gildi 1. marz 1959 hefur vísitala vöru og þjónustu hækkað um 89%, en tímakaup Dags- brúnarmanna um 63.6% (úr kr. 20.67 í kr. 33.81). Hér hefur því kaupmáttur tímakaups stórminnkað á sama tíma og hann hefur aukizt hvarvetna annars staðar. Þó hefur góðæri hvergi verið öllu meira en hér. Það er því skiljanlegt ,að Mbl. færist undan að bera saman kaup- mátt daglauna nú og 1958. Ópólitískt verkfall Menn fagna því, að lokið er 34 daga verkfalli bátasjó- manna suðvestanlands. Af hálfu stjórnarblaðanna er því oft haldið fram, að öll verkföll séu af pólitískum rótum runnin. Erfitt er þó að halda því fram um þetta verk- fall, þar sem það voru stjórnarsinnar, er höfðu forustuna bæði hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Svo hefur þetta verið um flest verkföll undanfarið. Þau hafa ekki verið sprottin af pólitískum rótum, þau hafa verið sprottin af þeirri dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar, að ekki síður stjórnarsinnar en stjórnarandstæðingar hafa tahð nauðsynlegt að heyja verkfallsbaráttu. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Þingskörungur heldur heim Fáir vissu, aö hann var einn voldugasti maður Bandaríkjanna. ÞEGAR hin nýkjðrna full- trúadeild Bandaríkjaþings kom saman eftir áramótin, söknuðu margir þar eins manns sérstak lega. Hann var í augum margra orðinn fastur hluti af deildinni Hann var búinn að eiga þar sæti lengur en nokkur cnaður annar í sögu hennar eða rétt 50 ár. Sá, sem komst næst hon- um, var Sam Rayburn, þingleið toginn frægi, sem átti þar sæti í 48 ár, átta mánuði og 13 daga nákvæmlega talið. Þingmaður sá, sem hér er átt við ,er Carl Winson, sem um nær tuttugu ára skeið hafði verið mesti áhrifamaðurinn í hermálanefnd deildarinnar, en verk hennar er að fjalla bæði um útgjöld til landhers, flug- hers og flota, vopnabúnað og skipulag. Þetta er því ein mesta vinnunefnd þingsins og á ýmsan hátt hin voldugasta. Þar hafði Winson drottnað sem einskonar kóngur í ríki sínu. Við brottför hans af þingi, komust sum blöðin svo að orði, að hann hefði lengi verið einn af voldugustu mönnum lands ins, en þó var hann tiltölulega lítið þekktur utan þingsins og kjördæmis síns. Winson tilkynnti það fyrir meira en ári, að hann myndi ekki gefa kost á sér við þing- kosningarnar 1964. Það kom ekki á óvart, þótt heilsan væri enn furðu góð. Hann varð 81 árs gamall 18. nóvember síð- astl. CARL WINSON er á margan hátt glöggt dæmi um, hver munur er á stöðu og störfum bandaríska þingsins og þjóð- þinga í Evrópu. Það bar aldrei mikið á Winson í fulltrúadeild inni, en þeim mun meira í her- málanefndinni. Bandaríska þingið er alveg aðskilið fram- kvæmdavaldinu, sem forsetinn fer með, og því leggur þingið kapp á að láta ekki fram- kvæmdavaldið fara inn á verk svið sitt. Það eru sérstaklega þingnefndirnar, sem eru hér á verði. Þær taka til vandlegrar athugunar öll frumvörp og til- lögur frá forsetanum eða stjórninni, afla sér víðtækra upplýsinga og gera svo meiri og cninni breytingar á tillögum stjómarinnar eða leggja þær til hliðar. Jafnhliða þessu halda Carl Winson 1964. Carl Wlnson kemur fyrst tll þings 1914. nefndirnar uppi mjög víðtæku eftirlitsstarfi, bæði varðandi framkvæmdavaldið og dóms- valdið. Þessi aðstaða og vinnubrögð valda því að þingnefndirnar eru mjög valdamiklar og atorku- samir formenn þeirra geta því ráðið mjög miklu um gang mála. Carl Winson var einn þeirra. Hann stjórnaði störfum nefndarinnar með enikilli festu og var þolinmóður og laginn við að koma þar fram sjónar miðum sínum, Forsetar, vamar enálaráðherrar og herforingjar gerðu sér líka vel ljóst, að ekki væri komizt hjá því að taka mikið tillit til Winsons. Það þýddi lítið fyrir þóttafullan hershöfðingja að ætla að sýna nefndinni, að hann vissi bet- ur og hún yrði því að fara að ráðum hans. Þá lét Wilson gleraugun síga og horfði ber- um augum á hrokagikkinn Kunnugir menn vissu þá, að Winson myndi gera við'komandi manni það ljóst, að það væri herinn en ekki þingið, sem ætti að taka við fyrirm'ælum. Þótt Winson væri áhrifamik- ill, lét hann ekki bera á því. Hann vann störf sín í kyrrþey og var ósýnt uen að halda sér fram. Hann sótti aldrei síðdeg isdrykkjur og fór í vínbindindi fyrir meira en 30 árum. Starf hans allt var helgað þinginu og ■■MMMaHHMVBaKtaamaMMawi þeim nefndum, sem hann vann í. Hann fékk sæti í flotanefnd- inni fljótlega eftir að hann kom á þing og studdi þáv. flotamála ráðherra, Franklín. D. Roose- velt ötullega í þeirri viðleitni hans að efla flotann. Árið 1947 var flotanefndin lögð niður og sett á laggirnar ein sameigin leg nefnd fyrir allar greinar vamanna. Þar varð Winson brátt aðalmaðurinn. Það átti hann etoki sízt að þafcka því, hve vel hann kynnti sér málin enda eyddi hann nær öllum stundum til þess. Sérstaklega fylgdist hann vel með öllum nýjungum, en þó var hann ekki nýjungagjarn. Honum er t.d. meinilla við að fljúga og hefur undantekningalaust ferð ast með jámbraut milli Was'h- ington og kjördæmis síns. CARL WINSON er fæddur og uppalinn í Georgíu. Hann gekk fyrst á herskóla, en lagði síðan fyrir sig laganám. Að loknu námi var hann fyrst kos- inn saksóknari, en síðan dóm- ari, þá sat hann tvö kjörtíma- bil á þinginu í Georgíu. í nóv- ember 1914 náði hann kosn- ingu til fulltrúadeildarinnar og var endurkosinn jafnan síðan. Þegar kynþáttamálin eru und- anskilin, fylgdi hann yfirleitt hinum frjálslyndari demókröt- um að málum, studdi t.d. und- antekningalítið öll umbótalög Roosevelts, Trumans og Kenne dys. Góð vinátta er með Win- son og Johnson, enda átti Johnson eitt sinn sæti í her- málanefndinni og segist síðan vera einn af „drengjum Win- sons”. Svo era ýmsir þing- menn nefndir, sem hafa starfað með Winson og talið sig hafa lært af honum vinnubrögð. Winson var formfastur í fundarstjórn sinni og hafði gott skipulag á vinnubrögðum. Ungur þingmaður spurði hann einu sinni að því, hvemig hann færi að því að koma fram málum í nefndinni, því að oft hafa átt þar sæti sérlundaðir og stífir málafylgjumenn. Mað ur gætir þess, sagði Wilson, að espa þá ekki upp alla í einu. Annars ræddi hann yfirleitt lítið um vinnubrögð sín, og hann hefur harðneitað að skrifa endurminningar sínar. Winson missti konu sína fyr- ir 14 árurn. Þau voru barn- laus. Helzta tómstundaiðja hans hefur verið að fara í langar gönguferðir. Hann á allstóran búgarð í Georgíu og mun eyða þar seinustu áram ævinnar í kyrrþey, eins og hann hefur líka oftast unnið, þótt að tjaldabaki væri hann um alllangt skeið einn af voldug- ustu mönnum Bandaríkjanna. f sögu Bandaríkjaþings mun hann jafnan skipa virðulegan sess, — ekki aðeins sem sá maður, sem hefur setið öllum öðrum lengur í fulltrúadeild- inni, heldur vegn^ þess, að hann rækti þingstórfin flest- um betur í samræmi við þá hefð, sem þar þykir mest til fyrirmyndar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.