Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 8
8 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR FÖSTUDAGTTR 5. febrúar 19G5 ATHUGUN A SAM- DRÆTTI I IÐNADI Þórarinn Þórarinsson, Ingvar Gíslason og Einar Ágústsson hafa lagt fram í sameinuðu Alþingi tiilögu til þingsályktunar um at- hugun á samdrætti í iðnaði. Er tillaga þeirra svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram í samráði við Félag íslenzkra iðn- rekenda og fulltrúa iðnverka- fólks athugun á samdrætti, sem orðið hefur í ýmsum iðngrein- um að ■ undanfömu. Athugun þessi skal beinast að því að finna þær orsakir, sem samdrætt- inum valda, og hvaða ráðstafan- ir megi gera til þess að koma í veg fyrir hann. í greinargerð með tillögunni segir. Verulegur samdráttur hefur | iðnaðurinn dregst mikið saman, eins og nú virðast verulegar horf- ur á. orðið undanfarið í ýmsum iðn- aði. Nokkur fyrirtæki hafa alveg hætt rekstri en önnur dregið rekstur sinn saman og fækkað starfsfólki. Margir þeirra, sem þessum málum eru kunnugastir, eins og forvígismenn iðnrekenda og iðnverkafólks, óttast, að þetta haldist áfram, nema gerðar verði sérstakar ráðstafanir til styrktar iðnaðinum. Ýmsir kunna að segja, að þetta komi ekki að sök, meðan at- vinna er næg í landinu af völd- um hagstæðs sjávarafla. Enginn veit hins vegar með vissu, hve lengi það kann að haldast. Þjóð- inni fjölgar ört. Hér getur orð- ið skammt til. atvinnuleysis, ef Af þeim ástæðum, sem að fram an greinir, er þessi tillaga flutt. Margar og mismunandi ástæður virðast valda samdrættinum í iðni aðinum. Sagt er, að í vissum tilfellum sé undirboðum á er- lendum iðnaðarvörum um að kenna. í öðrum tilfellum er um að kenna óhagstæðum lánskjör- um og skattakjörum. Eðlilegt er, að það verði athugað til hlítar, hvaða orsakir valda hér mestu og hvemig unnt sé að styrkja samkeppnisstöðu iðnaðarins. Sjálfsagt er, að Félag ísl. iðn- rökenda og fulltrúar iðnverka fólks eigi aðild að þessari athug- un. ÁnægSur verðlaunahafl. — Myndin er tekin af Olav Lagereranfz, rifhöfundi og aðalritstjóra Dagens Nyheder í Stokkhólmi, á ritstjórnarskrifstofu blaðsins . ' þegar honum barst tilkynning um að hann ásamt Faer- eyingnum Heinesen hefði hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. — Ljósmynd EPU. Gríma breytir um svip Margir hafa veitt eftirtekt 6 manna klúbbi áhugamanna um leiklist sem starfað hefur í Tjarnarbæ undanfarin ár og kallað sig „Leikklúbbinn Grímu“. Þessi klúbbur hefur verið all- merkur þáttur í leiklistarstarf borgarinnar. Af íslenzkum höfundum sem klúbburinn hefur kynnt má nefna: Halldór Þorsteinsson, en leikrit hans „Á morgun er mánu dagur“ var lesið af sviði í Tjamar bæ, Odd Björnsson eftir hann hefur klúbburinn sýnt 4 einþátt unga, Við lestur framhaldssögunn ar, Partý, Köngulóna og Amalíu. Síðastliðinn vetur var svo sýnt leik ritið Reiknivélin eftir Erling E. Halldórsson. Fyrsta verkefni Grimu var „Læstar dyr“ eftir Jean-Paul Sartere. í janúar 1964 var stofnað hér í Reykjavík leikfélag sem nefnd ist Tjarnarleikhúsið. Að stofnun þess stóðu nokkrir ungir leikarar, og var markmiðið m.a. að efla íslenzka leiklist og leikritun. Síðastliðið sumar hófust viðræð ur milli stjóma Leikklúbbs Grímu og Tjarnarleikhússins um að sam eina þessi félög og var það gert í haust. Var ákveðið að kalla félag ið „Leikfélagið Grímu“ og telur félagið nú 30 meðlimi. Þrír af stofnendum „Leikklúbbsins Grímu' starfa ennþá með og eru 2 þeirra í stjórn, þeir: Guðmundur Steins- son, formaður og Erlingur Gísla- son, gjaldkeri, aðrir í stjórn em Bríet Héðinsdóttir Kristín Magn- úss og Guðjón Ingi Sigurðsson. Leikfélagið Gríma er nú með tvö leikrit í æfingu. Annað er nýtt íslenzkt verk eftir Guðmund Steinsson, en hitt er nýstárlegur amerískur söngleikur, eftir Tom Jones og Harvey Schmidt. íslenzka verkið verður fmm- sýnt í næstu viku, en frumsýning á söngleiknum mánuði síðar. Leik rit Guðmundar Steinssonar heit- ir Fósturmold og setur hann það sjálfur á svið ásamt konu sinni Kristbjörgu Kjeld. Þórhildur Þor leifsdóttir sér um kóreógrafí og Jón Ásgeirsson hefur samið tón list. Jón Gunnar Árnason smíðar leiktjöldin og sér um sviðsbúnað. Leikendur eru 13 auk aukaleikara. Fósturmold gerist í herstöð og fjallar öðram þræði um sam- skipti hinna erlendu hermanna við heimamenn. Á ÞINGPALLI irk Frumvarpið nm launaskatt var tfl 3. umræðu í neðri deild í gær- Hannibal Valdimarsson sagði, að félagsmálaráðherra hefði lofað að athuga, hvort ekki væri rétt að hlífa vörubifreiðastjómm við greiðslu skattsins, þar sem þeir væru í raun launþegar og óskaði eftir því við forseta, að hann frestaði umræðunni meðan það mál væri í athug- un. irk Bjöm Pálsson mælti fyrir breytingartillögu er hann flytur ásamt Jóni Skaftasyni nm að skatturinn verði ekki heimtur af tekjum sjó- manna á fiskiskipum, sem eru minni en hundrað smálestir, en við 2. xunræðu var felld tillaga þeirra um að skatturinn skyldi aðeins greiðast af kauptryggingu sjómanna. Björn I’álsson sagði, að þessi nýi skattur á átgerðina væri bæði ósanngjam og óviturlegur. Út- flutningsatvinnuvegurinn getur ekki velt þeirri rekstrarkostnaðar- hækkun, sem af skattinum hlytist yfir á verðlagið eins og aðrar at- vinnugreinar í landinu, þar sem útflutningsatvinnuvegurinn yrði að sæta verðlagi erlendis. irk Þessi skattur legðist mjög þungt á útveginn, því að hann þyrftí að greiða bæði af launum sjómanna, af vinnu í fiskverkun og af öllum viðgerðar og þjónustustörfum fyrir útveginn og myndi hann þegar öll kurl væru komin til grafar jafngilda um 5% kauphækkun fyrir útgerð- ina og þegar hinir nýju hlutaskiptasamningar væru reiknaðir með væra þeta 12—15% samtals fyrir útgerðina. krk Bjöm sagði, að mestir væm erfiðleikamir hjá bát'um undir 100 lesturn. Þeir hefðu ekki getað staðið í skilum með afborganir og vaxtagreiðslur, og svo ætti að leggja þennan skatt á óraunverulegar tekjur í mörgum tilfellum, því smærri bátarnir á Norðurlandi hafi ekki aflað fyrir tryggingu. Þar við bætist að bátar undir 100 smálestir verða að sæta miklu verri tryggingakjörum en stærri bátar og nem- ur það jafnvel 2-300 þús. krónum í útgerðarkostnaði yfir árið. Það er ekki viturlegt að leggja aukna skatta á atvinnuveg sem er að slig- ast og stendur ekki undir rekstrinum. Þetta ætti útvegurinn að greiða ofan á vaxtahækkunina, en allir vextir hefðu nú verið lækkaðir aðrir en vextir af föstum lánum til fiskiðnaðarins. Hér væri um fjáröflun til íbúðabygginga að ræða og sagði Björn nær að lækka vextina af húsbyggingalánunum og láta hinn stóra atvinnuleysistryggingasjóð lána til íbúðabygginga. -kk Bjöm sagði, að þjarmað væri að útgerðarmönnum úr öllum áttum og það nýjasta væri að koma á þrælakerfi í útlánastarfsemi til þeirra. Þeim væri markaður bás og þeir værii ófrjálsir að því, við hverja þeir skiptu. Hins vegar er milljónum fleygt í togara, sem sigla með aflann óunninn á erlendan markað en sliga svo bátaútgerðina, sem stendur undir þjóðfélaginu og helöur uppi atvinnu í sjávarplássum. Þrátt fyrir allar þessar aðfarir virtist útvegsmannastéttin engan mál- svara eiga á þinginu. Aldrei heyrðist orð frá þingmönnum stjómar- flokkanna til andófs gegn þessum þrælatökum á bátaútveginum. irk Emll Jónsson hafði framsögu í efri deild í gær fyrir stjórnar- framvarpi um heimild ráðherra til að hækka bætur almannatrygginga tfl samræmis við kauphækkanir í fiskverkunarstöðvum og að greiða nú 5% uppbót á lífeyri frá 1. iúlí 1964. krk Ólafur Jóhannesson taldi það rétta stefnu að binda það í lögum, að bætur skuli hækka til samræmis við kauphækkanir svo ekki þurfi að setja um það nýja löggjöf hverju sinni, en hins vegar kvaðst hann telja æskilegra að hér væri ekki aðeins um heimlidarákv. fyrir ráðh. að ræða heldur yrði kveðið á um það, að bæturnar skyldu hækka til samræmis við kauphækkanir. — Ráðherrann taldi sig eins geta fellt sig við það, en heimildarákvæðið væri sett vegna þess að áhöld gætu verið um mat á hve mikil kauphækkun hefði orðið og ráð- herrann myndi þá úrskurða það. Áskorun til Þingeyinga Hinn 19- apríl n.k. era 22 ár liðin frá stofnun Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga. Það er því eitt af elztu skógræktarfélögum í land- inu. Frá upphafi hefur félagið leit ast við að styðja einstaklinga til trjáræktar, með því að koma upp trjágörðum við bæi í sveitum til menningar og fegurðarauka. Á annað hundrað bændur hafa þann ig um árabil notið stuðnings félags ins. Starfa nú félagsdeildir í flest um hreppum sýslunnar. En aðalhlutverk félagsins og marbmið er að vinna að rœktun nytjaskógar í héraðinu. Árið 1960 hóf félagið skógrækt í Fossselsskógi, og er nú búið að gróðursetja þar í 25 ha. lands. Samkvæmt áætlun á að vera lokið að gróðursetja í helming skógarins árið 1970. En til þess að sú áætl un standist þarf að afla félaginu meiri tekna en verið hefur. Að öðrum kosti munu fjárhagsörðug leikar tefja fyrir eðlilegri starf- semi þess. Stjórn félagsins hefur þessvegna ákveðið að hefja almenna fjársöfn un meðal Þingeyinga í héraði og utan þess og treystir því að Þing- eyingar í Reykjavík og nágrenni leggi fram nokkurn skerf til að efla skógrækt í ættarhéraði sínu og stuðla þannig að fegrun þess og vaxandi hagsæld. Fjárframlögum til félagsins er veitt móttaka hjá eftirtöldum að- ilum: Skrifstofu Skógræktarfélags ís- lands, Grettisgötu 8, sími 1-81-50. Kristjáni Jakobssyni, Skála G. 9. v. Kaplaskjólsveg, sími 1-77-34. Páli H. Jónssyni, Bogahlíð 14, sími 3-00-26. Það skal tekið fram, að gjafir til skógræktar má draga frá skatt skyldum tekjum gefenda. ATHUGID! IYflr 75 þúsund mannt lesa Tlmann daglejp. Auglýsiagar i Tlmanum kuma kaujp* endum samfojgun I samhand «15 seQanf* nw.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.