Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR 12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 5. febrúar 1965 Nemendur íþróttakennaraskól- ans sofa á borðunum meðan mýsnar hernema rúm þeirra! LISTON Liston var ekki dæmdur Sonny Liston, fyrrum heims- meistari i þungavigt, var hreinsaður af þeim áburði að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis. Rétturinn í Denver í Colorado komst að þessari niðurstöðu í fyrri viku. Liston var handtekinn af lög- reglunni í Denver fyrir nokkr- um vikum, en keyrslulag hans þótti grunsamlegt. Liston mót- mælti þessari ásökun og tók Framhald á 11. síðu. Björn Davidson skorar fyrir Redbergslid í leiknum gegn Dynamo. Tapaöi illa fyrir Dynamo Sænsku meistararnir í hand | knattleik Redbergslid, sama lið I ið og sigraði Fram í fyrstu j umferð Evrópubikarkeppninn | ar, tapaði illilega fyrir rúm- lí ensku meisturunum Dynamo í 2- umferð keppninnar í fyrri leik liðanna Leikurinn fór i fram í Gautaborg og lyktaði j| 24:11 fyrir Dynamo, en í hálf * leik var staðan 9:5. Sáralitlar líkur eru því fyrir, að Red bergslid komizt áfram í keppn j£ innL Ófremdarástand ríkjandi í húsnæðismálum íþrótfakennaraskóla íslands Alf—Reykjavík, fimmtudag. Mjög alvarlegt ástand ríkir nú í húsnæðismálum iþróttakennaraskólans að Laugarvatni, — og á það sérstaklega við um vistarverur nemenda. Segja má, að alla tíð hafi skólinn verið á hrakhólum með vistarverur fyrir nemendur í þau 22 ár, sem hann hefur verið ríkisskóli, og hefur ekkert stórátak verið unnið í þeim efnum, Þegar þetta er skrifað, býr stór hluti nemenda í óhrjálegum timb- urskála. Þessi vistarvera er ekki glæsileg, — og þegar frost eru, smjúga mýs inn um hverja rifu, sem á þessum kumbalda finnst, og gera mikinn usla. Hefur kveðið svo rammt að þessu nú í vetur, að dæmi eru til um það, að nemendur hafi orðið að hreiðra um sig uppi á borðum, því að mýs hafa hreinlega hernum- ið rúm nemenda. lýsingum má sjá, að mfkið ófremdarástand ríkir í hús næðismálum íþróttakennara- skólans, þessarri miðstoð í- þróttamennta á íslandi. Er virkilega hægt að bjóða nemendum skólans upp á sam býli við mýs í niðurníddum timburskála á hörðum vetri? Stjórnarliðinu á Alþingi fínnst Og á sama tíma stendur hálf- köruð bygging steinsnar frá, upp- steyptur kjallari — verðandi heimavist og mötuneyti nemenda í framtíðinni. En ekki er fyrir sjáanlegt, að þeirri byggingu verði lokið á næstunni. f fjárlögum fyr- ir árið 1965 er gert ráð fyrir, að veittar verði 700 þúsund krónur til byggingarinnar, en samkvæmt upplýsingum Áma Guðmundssonar skólastjóra fþróttakennaraskólans, vantar 3 millj. króna til þess, að j hægt verði að Ijúka við að steypa upp hæð. Við áttum stutt viðtal við Áma um þessi mál. Árni kvað aðstöðuna ekki vera glæsilega. Stúlkumar í skólanum búa f kjallara skóla- stjórabústaðarins, en piltarnir í fyrrgreindum timburskála. Árni sagði, að þessi skáli hafi verið reistur fyrir u.þ.b. 10 árum og Innanhúss- æfingar hjá Golfkíúbbnum i Golfklúbbur Reykjavíkur er aðj byggja nýjan 18 holu golfvöll fyr- ir ofan Grafarholt. Þar er einnig að rísa nýr golfskáli, sem er kom- inn undir þak. Með þessum fram kvæmdum gjörbreytist aðstaða öll til batnaðar fyrir þá, sem þessa hollu og skemmtilegu iþrótt vilja stunda. f golfklúbbnum eru rúm- lega tvö hundruð félagar, en skll- yrði eru nú fyrir hendi til mik- illar fjölgunar félagsmanna. Er þetta ólík aðstaða samanborið við við ýmis nágrannalönd okkar, þar sem raargir golfklúbbar eru iöngu hættir að fcaka nýja félaga vegna þrengsla á golfvöllum. Eru þar víða hundruð manna á biðlista, svo miklar eru vinsældir golfsins. Golfklúbbur Reykjavíkur vill eftir beztu getu greiða fyrir því, að nýir félagar bætist í hópinn, og í því skyni er m.a. sú golfkennsla ínnanhúss, sem fram fer hér i í- þróttasalnum í Laugardal Það er ástæða til að vekja athygli þeirra, sem hug hafa á að byrja golfleik á því, að slík tilsögn innanhúss er Framhald á 11. siðu. þá verið ætlaður sem efnisgeymsla en aldrei sem mannabústaður. „Samt sem áður höfum við neyðzt til að nota skálann, en ástand hans befur aldrei verið eins slæmt og nú, sérstaklega hef- ur músagangurinn verið hvimleið ur. Það er varla hægt að bjóða upp á þetta”. — Hvað um nýju bygginguna? „Kjallarinn var steyptur upp á s.l. sumri. Eg held, að það hafi verið gert í þeirri góðu trú, að haldið yrði áfram skipulega við verkið. Nú eru hins vegar veittar aðeins 700 þúsund krónur til verksins á þessu ári, en vantar u.þ.b. 3 millj. svo ljúka megi við að reisa fokhelda hæð”, sagði Árni. Svo mörg voru þau orð. Samkvæmt ofangreindum upp ekkert athugavert við það og felldi breytingartillögu Fram- sóknarmanna um að hækka fjárveitingu til nýbyggingar- innar í 3 millj. Hér er á ferðinni vandamál, sem krefst skjótrar úrlausnar. Á ekki íþróttakennaraskólinn betra skil- ið en þennan miðaldabrag í húsa- málum? —alf. Þarna sækja KR-ingar að Ármanns-markinu í fyrrakvöld. Tímamynd KJ HRAFNHILDUR OG GUDMUNDUR UNNU I FLESTUM GREINUM Ármann sigraði KR örugglega í Sundknattleiksmótinu 8:4 Alf—Reykjavik, fimmtudag. . Næsta sviplítið og bragðdauft Sundmeistaramót Reykjavikur var háð í Sundhöllinni á miðvikudagskvöld. Sæmilegur tími náðist í sumum greinum ,en engin afrek voru unnin. — Eftir keppnisgrein arnar var. svo háður úrslitaleikurinn í Sundknattleiksmeistaramóti Reykjavíkur, milli Ármanns og KR. BREZK knattspyrna Það var trú margra, að í þetta skipti myndi KR-ingum loksins takast að sigra, því mikl forföll voru í liði Ármenninga. Þetta fór þó á aðra leið.forföll voru einnig hjá KR. Ármenningar sigruðu örugglega 8:4 og höfðu þeir náð 8:2 eftir þriðju lotu. Pétur Kristjánsson var maðurinn að baki sigurs Ármenninga skoraði 6 mörk, sem er vel af sér vikið. Helztu úrslit í sundinu: 100 m. skriðsund karla: Reykjavíkurmeist ari Guðmundur Gíslason, ÍR, 59.2 sek. 200 m bringusund kvenna Reykjavíkurmeistari Hrafnhildur Guðmundsdóttir, ÍR 3:04,0. 50 m. skriðsund drengja: Sigurvegari Framhald á 11. síðu. Úrslit í tveimur „umleikjum” úr 4. umferð ensku bikarkeppn innar: Manchester Utd.—Stoke 1:0 Stockþort—Liverpool 0:2 Manchester Utd. leikur á heimavelli gegn Burnley í 5. umferð, og Liverpool gegn Bolt on. í Bolton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.