Alþýðublaðið - 10.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1928, Blaðsíða 2
a ALÞÝÐUBLAÐIÐ ]ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ' Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. i til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9*/j—10Va úrd. og kl. 8—9 siðd. • Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 < hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (í sama húsi, sömu simar). Spisrniir og bjargiráð. Álllir menn hryggjast af óhappi því og álysi, sem fyrir kom hér v'ið 'land 27. febrúar síðast lið- inn, pegar Jón Forseti stranidaði og 15 manns fórust. Fjö'lmargar spurningar koma í huga þeirra, sem eftir íifa. Ein- ar verða á'leitnari en aðrar. Verður ekki komist hjá svona SÍysum ? Eru þau að einhverju 'leyti ákveðin? Hvað er hægt að gera, ti'l þess að afstýra slysi e'ins og pessu? Eru vitamir og vitajjósin ófullnægjandi? Valda áttavitaskekkjur svona óhöppum? Er nokkurn tima yfirmannajaust uppi á pÉfari? Stjórna skip- verjar skipunum á víx'l ? Hvað er hægt að gera eftir að skip strand- ar? Er óiíklegt, að flugvélar gætu bjargað mönnum, pegar 'líkt stæði á og við strand Forsetans? Hvað segja þeir menn um það, sem kunnugir eru meðfram ströndum 'lands vors? Og hvað segja þeir um þetta efni, sem þékkingu hafa á f'luglist og flug- vé]um ? Þessar spurningar eru birtar hér, svo að góðir menn og gætnir, vitrir og viðsýnir, hugsi um þær og komr einhverju í framkvæmd, sjem að gagni mætti koma. H. J Alpingl. Efrl deild í gær. Vörutollslögin voru samþ. við 3. umr. og send neðri deild. Enn fremur voru til umræðu jarð- ræktarfrumvarpið, frv. um 25<>/o gengisviðauka og frv. um skift- ingu núverandi bæjarfógeta- og lögreglustjóra-embætti í þrjú em- bætti. Urðu töluverðar umræður um síðastnefnda málið, tailaði Jón Þorláksson all-mjög á móti, en idómsmálaráðherra með. Málið fór til 3. umr. Neðri deild. Togaravökulögin. I gær var 2. umr. um aukn- ingu hvildartíma togaraháseta lokið og frv. afgreitt til 3. umr., eftir að framhaldsdeilur um það höfðu staðið nokkuð á 6. kl.stund. Jón öl. hóf andmasli gegn frv. og síðan komu Ól. Thors og Jó- hann úr Eyjum, svo og Jón Auð- un, sem þóttist ætla að sanna, að útgerðarstjórar fengju ekki hærri laun an hásetar á togurum.. Þótti öðrum en holnum sjálfum Sá reikningur svo fjarri veruleik- anum, að lítil ástæða væri tiJ að svara honum sér.staklega. Frum- ræða Jóns Ól, var gagmsýrð af illkvittni. KaJlaði hann frumvarp- ið óþarft hégómamál og lét jafn- vel í veðri vaka, að kröfur sjó- manna um aukna hvíld væru sprottnar af hatri á útgerðinnk iÞá rausaði hann um háar kröfur, en litla vinnu; en síðar á funidin1- um, þegar Haraldur Guðmunds- son lýsti það meiri óþokkaskap og ósvífni en hann vissi önnur dæmi til, að Jón hefði slik um- mæli um verkafclkið, sem skap- að hefði velmegun hans, þá sló Jón undan og þóttist ekki hafa meint það. Annar þáttur í ræðu jfúns var tap útgerðarinnar og að kaup hásetanna væri eini liður- inn, sem unt væri að spara á. Eftir það labbaöi hann út og var æðistund utan deEtiar. Mun hm>,, ekki hafa fýst að heyra tölu sinni svarað. Sigurjón sagði, að við ræðu eins og þeirri, sem Jón Ól. hált, hefði mátt búást fyrir 100 árum, en ekki á vorum dögum. Benti hann á, hve það er fyrir neðan allan menningarsnefil, að kalla það alt hégómamfál, sem miðar áð því, að skapa verkalýðnum betri lífskjör. Út af staðhæíingum Jóns og' íhaldsfélaga hans um, að útgerðin myndi tapa á hvíld- arauka sjómanna, sýndi Sigurjön fram á, samkvæmt hagskýrslum og skýrslum í „Ægif, að síðan hvíldarlögin voru sett hefir afli togaranna aukist, en hásetum ,'þó fremur fækkað en fjölgað á skipi. Út af söngnum: „Alt af að tapa“ oenti hann á „beina“-feng þann, sem sumum mönnum hefir verið veittur af útgerðarfé, þótt á eng- an hátt hafi þeir starfað henni til gagns, en reikningarnir lok- uð bók fyrir almenningi, og jafn- vel, að sumir af smærri hluthöf- um telji sig ekki hafa næga vit- neskju um þá. Einnig minti hann á kaup útgerðarstjóra og skip- stjóra annars vegar og hásetanna hins vegar, þann mi'kla mun, sem á því er, svo sem efnahagurinn ber Ijósast vitni um, hvað sem Jón Auðun ímyndar sér. — ól. Thors vildi þakka skipstjórunum einum aukningu aflans á togur- um, en hásetunum gleymidi hann. Út af andmælum hans gegn aukn- ingu hvíldartímans sagði Sigur- jón, að Ólafur þyrfti að vera á togara 'eina aflaferð, þegar mes! væri að gera og vinna eiins og hásétarnif. Þá fyrst gæti hann dæmt um málið af reynslu. Ól- afur kannaðÞst við, að ekki værx það sitt meðfæri, en engu að síður þóttist hann hafa þekkingu íil að dæma um, hvað óhætt væri að leggja á sjómennina í erfiði og vökum. Haraldur benti á, að andmæl- enidur hvíldaraukans, J. Ól. o. fl., sem töluðu um kaup verkafólks- ins að eins svo sem éinn liðinn í atvinnurekstrinum, virðast líta á verkafólkið, hvort sem er á sjó eða landi, líkt og það væru dauð- ar vélar, og vinnu þess að eins sem verðmæti á sama hátt og kol eða salt eður aðra slíka hluti. lýsti hann því, þversu. ósæmilegt slíkt mat er. Að lokum hóf J. Ól. upp harma- grát út af því, hvað þekking sín á vökuþolí sjómanna væri lítils metin. Hrópuðu þeir félagar, Jón Ól. Th. og Jóhann, á aðstoð bænda gegn frv. og gáfu þeim í fyrstu bænheit biölaaugu. Varð Ásgeir Ásgeirsson fyrstur fyrir- svörum af hálfu Framsóknar- manna. Ásgeir talaði eindregið með frv. Kvaðst hann fyrst hafa verið í 5 nokkrum vafa í fyrra, en síðan hafi hann reynt að kynna séF mál- ið betur og viti nú af viðtali við sjómenn, að meginhluti háset- anna óskar að hvíldartíminn verði aukinn. Benti hann á, að nú er al- viðurkent, að báðir aðiljar, há- setar og útgerðarmenn, hafa grætt á hvíldarlögunum. Fyrir því þurfi ekki að færa sérstakar sannaniir, að 5 stunda svefn í sólarhring' við erfiðisvinnu dag eftir dag er alt of lítiill. Og þótt það sé enn ekki fullvitað, hver sé hinn hæfi- legasti hvíldartími, ef miðað er vsð, hvernig afköstin verði mest við vinnuna, þá muni takmörkin fremur verða fyrir ofan en neðan 7 stunda svefn, en meiri verður svefninn ekki á 8 stunda hvíldar- tíma. Þess verði að minnast, að maÖurinn er ekki dauður hlutur, sem á sarna istendur um, hvernig farið er með. Hann getur ekki unnið ótakmarkaðan tíma, eins og vél. Þess sé enn að minnast, að á togurum fá sjómennirnir engan helgidag. Því fremur sé skylt að Þyggj3 þeim nauðsynlega næt- urhvíld. Deilurnar um hvildartím- ann nú minni á deilurnar á Bretlandi á öldinni sem leið, um vinnutímann í verksmiðjunum. Þar varð löggjafarvaldið að taka í taumana og vemda verkafólkið, og þess þurfi einnig hér til vernd- unar togarahásetum. Sama gætil verið að sé um sjómenn á stórum vélbátum og línubátum, sem fara í langar veiðiferðir. Kvaðst hann skyldi verða með öllum sann- gjörnum kröfum þar um, sem síðar kynnu að koma til löggjaf- arvaldsins. 1 sveitunium sé aukn- ing hvíldartímans komin á, án þess að grípa þyrfti til Iðggjafar. Þar vinni húsbændurnir með verikiafólfcii sínu. Þar í liggi mun- urinn. Næstur talaði Halldór Stefáns- son úr flokki bænda. Kvaðst hann ekki vita þess dæmi í sveitumr þar sem hann þekki til, að fólik- inu sé neitað um 8 stunda hvíld, en ef í ljós kæmi, að svo værí annars staðar, þá yrði hann með því að lögtryggja sveitafólki slíka lágmarkshvíld og myndi þá jafn- vel krefjast þes.s sjálfur að svo væri gert. Eftir að þeir Ásgeir og Halldór höfðu talað, fór ól. Thors enn í liðsbón til bændanna gegn frv. Þá varð Jónas ráðhertra fyrir svörum. Jónas sagði, að það ætti alls ekki við að deila um það í dajg, hvort sjómenn þurfi 8 stunda hvíld. Vegna dagsins á undan hefði farið bezt á því, að sam- þykkja það frv. á þessum degi umyrðalaust. í gær hefðu menn. einróma dásamað dugnað sjó- mannastéttarinniar, en í dag komí eigendur skipanna og berjist gegn 8 stunda hvíld hásetanna. Kvaðist hann vona, að menn athuguðu, að það tvent gæti ekki samrýmst. að halda annan daginn lofræðut yfir hinum dánu, en berjast hiinn daginn gegn sjálfsögðustu mann- réttindum stéttarbr.æðra þeirra, — Nafnakall fór fram um frv. og var það samþykt með 6 atkvæða mun. Greiddu íhaldsmenn og Lár- us í Klaustri atkvæði gegn frv., en allir áðrir með því. Tveir voru þó ekki við, sinn af hvorra hálfu,. H. Stef. og Magn. Guðm. Hegningarlöggjöfin. Frv. um bleytingar á hegningar- lögunum var afgreitt til e. d., en áður samþyktar viðbætur, er Sig. Eggerz flutti við það. Er önnur þeirra forml&Qt afnám dauö.arefsinc/ctr. úr íslenzkum lög- um. Er nú næstum öld, síðan af- töku var síðast beitt hér á landi. Samkv. tillögunni kemur „typt- unarhússvinna“ æfilangt í stað líflátiS. Hin breytingin er afleið- ing þess, að fsland er sjálfstætt ríki. Ákvæði um föðurfandssvik og þvi um likt miðiast þess vegna að sjálfsögðu við það, en ekkj danska ríkið. Auðvitiað voru þing- menn allir sammáia þar um. Frv. um betrunarhús og letigarð var endursent e. d. með þeirri breytingu að tillögu Ásgeirs, að heiti stofnunarinnar skuli vera vinnuhæli, en ekki letigarður. / Landbúnaður o. fl. Bændaskólafrv. varð að lögum. Á því hafði e. d. gert þá breyt- ingu að tillögu Jónasar ráðherra, að heimila stjórninni að setja undirbúningsdeild í þjóðlegum fræðum við Háskóla, ef húsrúm leyfir. Frv. um varnir gegn gin- og klaufna-veiki (komið frá e. d.) var vísað til 2. umr. og landbún- aðarnd. i Strandarkirkjufrv. fór til 3. um- ræðu með þeim breytingum, að feld voru úr því með litlum at- kvæðamun ákvæðin um, að síð- ar megi endurreisa prestakallið, og gjaldi kirkjan prestslaunin, en fái aftur eignir þær og réttindi, er hún hafði til forna. Hins vögar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.