Alþýðublaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 2
AlþýðubiaSig
Fimmtudagur 1. desembcr 3 955
BARNASAGAN
31.
Samkvæmt samningi vorum við Vinnu veitendasamband íslands, atvinnurekendur í
Hafnarfirði, Árnessýslu, Akranesi, Keflavík, Rangárvallasýslu, Mýrarsýslu og á Akur-
eyri verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með deginum í dag og þar til öðruvísi
verður ákveðið, sem hér segir:
Tímavinna:
Fyrir 2% tonns bifreiðar
Fyrir 2 Vi til 3 tonna hlassþunga
Fyrir 3 til 314 tonna hlassþunga
Fyrir 3Vá til 4 tonna hlassþunga
Fyrir 4 til 412 tonna hlassþunga
Aðrir taxtar eru óbreyttir að þessu sinni.
Revkjavík, 1
Dagv. Eítirvinna, Nætur & helgid.v.
51.33 60.77 70.21
56.92 66.36 75.80
62.48 71.92 81.36
68.06 77.50 86:94
73.62 83.06 92.50
ifef’stöSin Þróttur
lleykjavík
Árnessýslu.
Vörubílstöð Keíiavíkur
Keflavík
BílstJóraféL IViýrarsýslii
Mýrarsýslu.
desember 1955.
VörubílstöÓ Hafnarfjaróar
Hafnarfirði
Bif reióastöð Akraness
Akranesi
Vörubílstjéraffél. Fylkir
Rangárvallasýslu
Vörubíistjórafél. Valur
Akureyri
FELAGSLIF
Frá Guðspekifélaginu:
Dögun heldur fund annan
föstudag, 2. des., kl. 8,30 í húsi
félagsins Ingólfsstræti 22. Er-
indi, upplestur og skuggamynd
ir frá Tíbet. Kaffiveitingar að
fundi loknum.
Tónlistarhátíð
(Frh. af 1. síðu.)
menn hafa heyrt þau oft og
lært lagið, sem kallað er. Það
getur tekið fleiri áratugi að
kynna þannig ný tónverk, en ef
þau hafa einu sinni náð varan-
legri viðurkenningu, þá stenzt
hún venjulega tímans tönn.
Úfbreiðið Alþýðublaðið
JÓTUich:
ttu upp, sthákur", sagði Ólafur heldur há-
vær.
Helgi anzaði ekki og hreyfði hvorki legg né lið.
„Berið þið drenginn“, sagði Hildur og strauk snjóinn
af vanga hans.
„Er hann Helgi dáinn?“ spurði Sigga ofurlágt,
þegar piltarnir komu með hann inn í bæjardyrnar.
„Ég veit það ekki, rýjan mín“, anzaði Hildur og
dustaði hressilega af sér fönnina.
Helgi var afklæddur og látinn niður í rúm. Hann
mælti ekki orð. Fólkinu virtist hann sofa.
Þegar á daginn leið, vaknaði hann með köldu og’
titringi.
Hildur hitaði honum kaffi og lét brennivín ut í,
síðan dúðaði hún hann í fötum aftur, breiddi ofan á
hann tvær sængur og harðbannaði honum að líta upp.
„Nú vona ég að slái út um hann, og þá er ég nú
vonbetri“, sagði Hildur.
Helgi lá í rúminu fulla sex daga og kvartaði mest
um höfuðverk og tilkenning í brjóstholinu.
„Þetta er eðlileg kvefvesöld“, sagði Hildur, „en
ég vonast eftir að koma stráknum á fætur, ef ekki
verður sóttur læknir.
Presturinn hélt þetta væri lífhimnubólga í drengn
um og hvatti að fara til læknisins, en Hildur réði.
Hún lét prestinn hvorki hlýða Helga yfir kverið
né lesa í bók og sagði að einatt mætti koma því við,
þegar svona stutt væri á milli.
í DAG er fimmtudagurinn 1.
desember 1955.
FLUGFERÐIR
Flugfélag íslands.
Millilandaflug: Millilandaflug
vélin Sólfaxi er væntanleg til
Reykjavíkur kl. 18.15 í kvöld
frá Hamborg, Kaupmannahöfn
og Osló. Innanlandsflug: í dag
er ráðgert að fljúga til Akur-
eyrar, Egilsstaða, Kópaskers og
Vestmannaeyja. Á morgun er
ráðgert að fljúga til Akureyrar,
Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur,
ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust-
urs og Vestmannaeyja.
— * —
Stjórnarpóstsendingar
verða sem hér segir í vetur:
Washington: Gengið frá póst-
poka kl. 12 mánudaga. Osló:
Gengið fr á póstpoka kl. 12
þriðjudaga. Kaupmannahöfn:
Gengið frá póstpoka kl. 12
föstudaga.
Listasafn Einars Jónssonar
er lokað frá 1. desember um
óákveðinn tíma.
Þær konur,
sem hafa í hyggju að gefa
muni ó bazar Kvenfélags Hall-
grímskirkju, eru vinsamlega
beðnar að afhenda þá sem fyrst
til þessara félagskvenna: Frú
Þóru Einarsdóttur, Engihlíð 9,
frú Sigríðar Jónsdóttur, Eiríks-
götu 29, frú Sigríðar Guðmunds
dóttur, Mímisvegi 6, frú Vilhelm
ínu Einarsdóttur, Leifsgötu 19.
Menningar- og friðarsamtök
kvenna halda bazar mánudag-
inn 5. desember næstkomandi.
Bazarmunum verður veitt mót-
taka hjá eftirtöldum koum:
Guðríði Þórarinsdóttur, Hjalla-
vegi 1, Sigríði Ottesen, Bollag.
6, Sigríði Jóhannesdóttur, Grett
isgötu 67, Ásu Ottesen, Guðrún-
arg. 8, Vigdísi Finnbogadóttur,
Ásvallag. 79 og Elínborgu Guð-
bjarnardóttur, Sólbakka við
Suðurlandsbraut.
Bazar
i til ágóða fyrir líknarsjóð Ás-
laugar Maack heidur Kvenfélag
Kópavogs í Barnaskólahúsinu
sunnudaginn 4. des. klukkan 2,
LJtvarpið
11 Hátíð háskólastúdenta: Messa
í kapellu Háskólans. (Prestur:
Séra Sigurður Pálsson í
Hraungerði. Organleikari: Jón
ísleifsson.)
14 Hátíð háskólastúdenta: 1)
Ræða (Halldór Kiljan Lax-
ess skáld). 2) 15.30 Samkoma
í hátíðasal Hóskólans: a) Á-
varp (Björgvin Guðmundsson
stud. ökon., formaður stúd-
entaráðs). b) Ræða (Sigur-
karl Stefánsson menntaskóla-
kennari). c) Einleikur á pí-
anó (Ásgeir Beinteinsson). d)
Ræða (dr. Björn Sigfússon
háskólabókavörður).
19.10 Tónleikar: Stúdentalög.
20.30 Dagskrá undirbúin af
Stúdentafélagi Reýkjavíkur:
a) Ávarp (Barði Friðriksson
héraðsdómslögmaður, formað
ur stúdentafélagsins). b) Ræða
(Gunnar Gunnarsson skáld).
c) Gamanvísur eftir Guð-
mund Sigurðsson (Gestur
Pálsson leikari). d) Einsöngur
(Guðmundur Jónsson óperu-
söngvari). e) Gluntasöngur
(Bjarni Bjarnason læknir og
Guðmundur Jónsson). f)
Ræða (Jóhann Hafstein banka
stjóri).
22.10 Danslög (plötur). _ .