Alþýðublaðið - 10.03.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1928, Blaðsíða 4
4 ft&ÞÝÐUBMAÐZÐ oneyndist alveg ókleyft að bjarga jjeixn. GuÖjón Jónsson frá Skeið- flöt í Mýrdal var 22 ára og ó- giftur, og Siguröur Böðvarsson frá Bólstað í Mýrdal var 25 ána Dg einnig ógiftur. Petta er anmað sjóslysið, sem hefir orðið í Vestmannaeyjum í vetur, og hafa nú prir sjómenn ilátið lífið þar. íim daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Ámi Pétursson, Upp- söium, srmi 1900. „Kyndiir Fyrsta blað af pessu málgagni ungra jafnaðarmanna er nú kom- 5ð, pg mun fiestum Alþýðuflokks- nrönnum forvitni á að sjá þetta yngsta Alþýðuflokksblað. í dag. kemur út sérprentað kvæði eft- Sr Porstein Bjömsson frá Bæ um „Jóns forseta" mannskaðann. Mynd eftir Arreboe Clausem, er á framsíðunni. Kvæðið verður seJt á götunum. Prentsmiðjan „Acta“ annast útsölu þess og eru söludrengir því beðnir að snúa Bér þangað. Allur ágóði af söl- unni rennur til aðstandenda hinna drukknuðu. f Danzsýning Ruth Hanson verður á morgun í Gamia Bíó kl. 31/2 e. h. Alt, sem inn kemur, fer til ekkna og barna þeirra, Bem drukknuðu af „Jcni forseta“. Aðgöngumiðar fást í dag til kl. 7 í verzlun H. S. Hanson Lauga- vegi 15, og í Gamla Bíó eftir kl. 1, verði nokkrir eftir. Messur á morgun I fríkirkjunni ld. 5 séra Árni Sigurðsson, í dómkirkjutini kl. 11 séra FriÖrik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. 1 Aðvent- kirkjunni Jd. 8 sd. O. J. Olsem, Ármenningar allir þeir, sem verið hafa á hnefaleikaæfingum í vetur, eru beðnir að mæta á morgun kl. 11 árd. á venjulegum stað, því vigt- að verður í þyngdarflokkana. Hjálpræðisherinn. Samkomur á morgun: Kl. 11 árd. og kl. 8 síðd. opinberar sam- Jromur. Kl. 2 e. h. sunnudagav- skóli og kl. 514 síðd. opinber barnasamko ma. Leikfjelag Reykjavíkur. „Stubbur“ verður leikinn í kvöld í 3. skifti. Leikurinn er bráðskemtilegur og fjörugur frá upphafi til enda. Gamla Bió sýnir í kvöld kvikmynd í 7 þáttum, sem heitir „Knapinn". Hinn vinsæli Jackie Googan leikur aðalhlutvelkið. Sjúkrasamlag Hafnarf jarðar og Garðahrepps heldur aðalfund sinn á morgun 11. marz kl. 4, en ekki kl. 3 eins og áður var auglýst. Seinkar hon- um um 1 klst- vegna minningar- guðsþjónustu, sem haldn verður kl. 3. Félagsmeún eru beðnir að mæta vel og stundvislega. Gunn- laugur Claessen læknir flytur er- indi. MuniÖ kl. 4. Sjómannasiofan biður getið að guðsþjónusta verði á stofunni kl. 6 á morgun og að allir séu velkómnir. Lúðrasvettin cskar eftir fjórum ungum pjlt- um tií að iæra á blásturshljóð- fæTÍ og tveímur til að iæra á sláttarhljóðfæri (trommur). Þeir, sem vilja sinna þessu, komi til viðta'ls í Hljómskálanu á morgun (sunnud.) kl. 21/2- — Þeir, sem hafa hljóðfæi'i frá sveitinni í ó- skflum, eru beðnir að skila þeim í Hljómskálann sem fyrst. Happdrætti K. R. I gær kl. 3 var dregið hjá bæj- arfógetanum og komu upp þessi númer: 2520 (ítalíuförin), 7875 (stigin saumavél), 4512 (vegg- klukka) og 2010 (legubekkur með flosábreiðu). Fyrsta dráttinn, It- alíuferðina, hrepti Adolf Bergsf- son lögfræðingur. Munanna sé vitjað sem fyrst til Haralds Árnasomar. Samskotin Frá /. s. kr. 10,00. í T. H. kr. 20,00. H. E. kr.'50,00, G. kr. 10,00. Nýtt gamanblað er farið að konia út. Fyrsta blaðið kom í gær, heitir „Doktom inn“. Álveg nýtt er það sem lanidsistjórnin hefir gert, að veita sjómönnum, sem missa farangur sinn við að skip þeirra ferst, 50 kr. uppbót hverj- um, svo sem nú sjómönnum, er lífs komust af á „Jóni forseta". Vona ég að þetta verði fyrirboði, þess, að lögin um skylduvátrygg- ing á farangri ,sjómanna verði samþykt á þes-su þingi, þó ihald- ið sé á móti. Sjómcidur. Hitt og þetta. Fasistar í útlægð. Vmsir af leiðandi mönnum fas- rsta í ítálíu, sem eru á öðru máli en Mússólíni, hafa verið Eva Sokkarnir komnir. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstr®Ö 18, prentar smekklegast og ódýr- uat kramzaborða, erfUjóð og all« smáprentKn, aími 2170. Rjómi fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. Sólrik stoSa til leigu á Berg- þórugötu 43. Að eins fyrir ein- hleypa. gerðir rækir úr Fasistaflokknum og sendir í útlegð til Lípariisku eyjanna. Meðal þeirra eru Farin- acci, er áður var aðálritari flokks- ins, og Rossini, sem er ritari verkafélagssambands fasista. Frægur flugmaður i fangelsi. Flugmaðurínn ameriski, Bert Acosta, sem ilaug ásamt Byrd yfri Atlantshaf, var um daginn handtekinn og dæmdur í fimm daga fangelsi fyrir að hafa flog- ið nær jörðu en fluglögin leyfa. En hann hafði þá verið að reyna að fljúga undir járnbrautarbrú eina. Ritstjóri og ábyrgðarmaðiu Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan. Wiillam le Queux: Njósnarinn mikli. skjótt úr skugga um, að ég var aíls ekki óvelkominn. Glampar í augum hennar sýndu mér þetta ótvíræðilega. Henni þótti gaman hð daðri. Hún var á að giízka um það bil tuttugu og fimm ára að aldri, þótt hún eins og flestar franskar stúlkur hefði útiit fyrir að vera eitthvað eldri. I vafningum á hrafn- svarta hárinu hennar glitraði ijómandi de- mantsstjarna. I armbandi hennar glitraði gimsteinn af frábærri gerð og afar-verð- mætur á að líta, hinn fegursti, er ég minnist að hafa séð um dagana. „Vinur minn, Lorenzo, er ekki hér í kvöld,“ sagði ég blátt áfram. „Nei; þvi er nú miður. Skyldur hans í hermannsstöðunni hamla því, pð hann geti verið hér með oss. Skyidan er það versta við það að vera hermaður, eða finst yður það ekki?“ „Jú, en slíkt getur oft verið ágæt afsökun, sem hægt er að bregða fyrir sig, þegár maður vill vera fjarverandi,“ sagði ég og hló. „En auðvitað veit ég, að hvað Lorenzo snertir, þá myndi hann að öllum likindum feginn vera hér nú og væri það, ef mögu- leikar leyfðu.“ „Þið eruð góðir vinir, monsieur —! Fyr;- irgefið mér, ég hefi gleymt því, hvað þér heitið, þótt Lorenzo gerði okkur hvort öðru kunnug. Ég er svo heimsk, sjáið þér til!“ „Vesey,“ svaraði ég. „Francis Vesey. Já; þegar ég var hér í Rómaborg fyrir þremur árum, vorum við allmikið saman,“ „Fyrir þremur árum, segið þór. Þá var hann sem sé ekki orðinn liðsforingi. Hann var þá að eins undirforingi." „Stendur heima. . Þér eruð lífi hans og starfi auðsæilega nákunnug.“ „Hann hefir verið mér og föðursystur rninni mjög góður. Það er honurn og skyld- fólki hans að þakka, að dvöl okkar hér hefir ekki verið dauf og leiðinieg." „En nú getið þér víst skemt yður ágæt\- lega,“ sagði ég. „Ég heyri frá því sagt, að þér séuð alls staðar í veizlusölum sendiherr- anna og jafnvel á Quirin;al.“ Hún hló og kánnaðist við, að hún væri oft i heimboði að mannfagnaði hjá sendiherr- um hinna ýmsu þjóða og hefði auk þes.sa verið á tveimur danzleikjum í konungsí- höllinni." „Greifainna de Suresnes er vinur yðar?“ dirfðist ég að spyrja hana. „Já; því fer nú betur, enda hefir sá kunn- ingsskapur gert mér greiðaln aðgang að hærri stétta íélki hér í borginni eilífu. Þekk- ið þér nokkurn, í sendiherrabústað yðar eigin þjóðar ?“ „Ég þekki Claucare lávarð lítið eitt,“ sagði ég og hló með sjálfum mér. „En samt en ég þar auðvitað eins og hvert annað að<- skotadýr, eins 0g þér getið ímyndað yður.“ „Mér skildist, að Lorenzo héldi því fram við mig, að þér væruð ávalt velkominn gestur hjá brezka sendiherranum.“ „Já; það er nú reyndar satt,“ sa^ði ég rólega. „En þó svo sé, þá get ég ekki verið að gorta af því, hve hátt ég er kominn í tröppur mannvirðinganna." „Ég skil’ yður,“ sagði hún kæruleysislega. En ég fór að velta því fyrir mér, hvað Lorenzo myndi nú eiginlega hafa sagt henni um mig. Við röbbuðum og þvöðruðum saman langa stund. Hún kvað sér þykja Rómabor'g s'kemtilegri en Paris, að minsta kosti enn ■ fjörugri en Paris, — eins og París væri ekki: nógu skemtileg og heillandi ! Annars þarf að leita til Bandaríkjanna og Kanada til þess að finna spiltara umhverfi en Rómaborfg er og sumar aðrar borgir suðurlanda. Hún sagði, að föðursystir sin ætlaði sér að kaupa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.