Tíminn - 02.03.1965, Page 5

Tíminn - 02.03.1965, Page 5
 MUÐJUDAGUR 2. marz 1965 Utgefandh FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krjstján Benediktsson. Kitstjórar: t'órarinn Þórarlnsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriÖi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjóm«r: Tómas Karlsson Aug- lýsíngastj.: Steingrlmur Glslason Ritstj.skrifstofur • Eddu- búsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti í. Af- greiSslusími 12323 Auglýsingasíml 19523 Aðrar sknfstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. Mikil hefnigirni Fátt hefur vakið meiri athygli um langt skeið en sú ákæra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á hendur Sveini Björnssyni, fyrsta forseta íslands, að hann hafi myndað utanþingsstjórn haustið 1942 til þess „að koma í veg fyrir endurreisn lýðveldisins á árinu 1944“. Ef þessi ákæra væri rétt, hefði Sveinn Björnsson gert sig sekan um hin mestu embættisafglöp, þar sem hann hefði þá hvorki meira né minna en reynt að misnota æðsta. valdið til að hindra framgang eindregins þjóðarvilja. Svo hlaut vitanlega að fara, að frændur og vinir Sveins Björnssonar létu þessu ekki ósvarað. Þeir Henrik Sv. Björnsson sendiherra og Björn Ólafsson fv. ráðherra hafa birt greinar í Mbl., þar sem þessari ákæru er rækilega hnekkt. Þar er sýnt fram á, að Sveinn Björnsson hafi ekki myndað utanþingsstjórriina fyrr en eftir að hafa fullreynt, að ekki var unnt að mynda meirihlutastjórn og að utanþingsstjórn væri sú stjórn, sem væri líklegust til að reynast starfhæf, unz þingmeirihluti hefði myndazt um nýja stjórn. Henrik og Björn færa jafnframt glögg rök að því, að Sveini Björnssyni hafi síður en svo komið til hugar í sambandi við stjórnarmyndunina haustið 1942 að hafa með henni þau áhrif að koma í veg fyrir lýð- veidisstofnunina 1944. Björn upplýsir, að Sveinn Björns- son hafi aldrei minnzt á þetta við stjórnina, og Henrik upplýsir, að Sveinn Björnsson hafi jafnan talið lýðveldis- stofnun sjálfsagða eftir árslok 1943. Eftir allar þessar upplýsingar, hefði Bjarna Benedikts- syni vissulega verið sæmzt að játa sig hafa farið með rangt mál og harma það að hafa reynt viljandi eða óvilj- andi að varpa skugga á minningu Sveins Björnssonar. Því miður hefur Bjarni ekki valið þennan kost, er einn hefði verið honum til sóma. í staðinn birtir hann mik- inn langhund 1 Mbl. síðastl. sunnudag, þar sem hann getur þó ekkert haggað röksemdum þeirra Henriks og Björns. Eftir þessa grein, er það því enn ljósara en áður, að hann hefur haft algerlega rangt fyrir sér. Jafnframt kemur það fram, þótt hann reyni að leyna því, að hann er enn reiður Sveini Björnssyni vegna þess, að hann lét ekki hina gæfulitlu minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks- ins halda áfram haustið 1942, enda þótt ljóst væri, að hún hefði meirihluta þings á móti sér. Það er hart að vita til þess, að forsætisráðherra lands- ins skuli vera svo hefnigjarn, að hann skuli 22 árum síðar reyna ranglega að varpa dimmum skugga á minn- ingu Sveins Björnssonar vegna þessa atburðar. Flestir munu hafa haldið, að nóg væri aðgert með hinni hneýksl- anlegu framkomu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins á Lögbergi 17. júní 1944. Brynjólfur Einn þekktasti leikari landsins, Brynjólfur Jóhannes- son, átti nýlega 40 ára leikafmæli hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Sennilega hefur enginn íslenzkur leikari lagt meira af mörkum en Brynjólfur fyrir lítið peningalegt endur- gjald. En hann hefur átt vinsældir og viðurkenningu fólksins. Sú viðurkenning verður þó kannske mikilvæg- ust, að starf Brynjólfs hjá Leikfélaginu mun eiga sinn þátt í því, að hér muni senn rísa nýtt leikhús á vegum þess. Slíkur áfangi hefur náðst vegna þess, að félagið hef- ur notið leikara einsmg Brynjólfs. TÍMINN Jón Kjartansson, forstjóri: Síldarflutningar í Eins og á®ur hef ur veriff. skýrt frá í blöðum var sildaraflinn, sem veiddist norðanlands og austan sl. sumar og haust hag- nýttur þannig, að saltaðar voru rúmlega 360 þúsund tunnur, frystar voru 51 þús. tunnur og 2.713.000 mál fóru í bræðslu. Aldrei fyrr hefur jafn mik- ið magn síldar borizt á land í sumar- og haustvertíð, og er það að sjálfsögðu öllum sér- stakt fagnaðarefni. Þrátt fyrir þessa góðu veiði, þrátt fyrir það, að á land bár- ust á nokkrum mánuðum þrjár milljónir og tvö hundruð þús- und mál og tunnur sfldar, reynd-ist ekki unnt að salta upp í fyrirfram gerða sölu- samninga og vantaði þar ca. 74.000 tunnur. Ennfremur er upplýst af formanni sfldanít- vegsnefndar, að unnt hefði ver- ið að semja fyrirfram um sölu á mun mcira magni en gert var, og skiptir því það magn, sem hægt var að selja en ekki tókst að salta, líklega hundr- uðum þúsunda tunna. Harma fcer, að svo skyldi til takast, og það er engin furða, þótt spurt sé, hvað olli, að svo fór, að eigi reyndist unnt að nýta nema ca. 10% alls aflans til söltunar. Þegar tillit er tekið til, þversd mjög verðmætari síld- ín er til útflutnings, þegar hún fer fIutt 'útf' söltuð, en ekki sem mjöl og lýsi, má gera ráð fyrir, að gjaldeyristapið vegna þess, að ekki var einu sinni hægt að salta upp í gerða samninga, hafi orðið um 60 milljónir króna. Opinberir aðilar, sem að sjálfsögðu ættu að hafa for- ustu í þessum málum bera fram sér til málsbóta, að síld- in, sem veiddist s.l. sumar hafi svo til ÖII veiðzt austan Langa- ness óg örðugt hafi verið um flutninga af veiðisvæðinu til stærstu síldveiðistöðvanna norðanlands og framkvæmd slíkra flutninga sé í höndum sfldarsaltenda sjálfra. Jafn- framt hafi sfldin verið mjög misjöfn að stærð og blönduð og það torvelÆað söltun. Það þýðir ekki að hafa stór orð um það, sem er liðið, en víti ber að varast og læra skal hver af reynslu. Sagan má ekki endurtaka sig. Það er þjóðarskömm að geta ekki saltað meira en 10% af heildarafla á sumarsíldveið- um, ekki sízt, ef það ekki einu sinni nægir upp í gerða sölu- samninga. Sfldarsöltunarstöðvar á Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Dalvík, Hrísey, Hjalteyri, Akureyri og Húsa- vík, svo staðanöfn séu nefnd, skipta tugum. Sfldarverkunar- fólkið á þessum stöðum er sér- hæft atorkufólk. Það er erfitt fyrir bryggjueigendur, síldar saltendur og verkafólk á þess- um stöðum að kingja þeirri staðreynd, að á sama tíma sem þessir aðilar sáu vart síld s.l. sumar, skuli hafa vantað stór- lega á, að staðið væri við gerða sölusamninga við erlend ríki. Ef sagan frá s.I. sumri end- urtekur sig, að sfldin keinur ekki á miðin fyrir Norðurlandi en heldur sig fyrir austan, þarf Síldarútvegsnefnd að skipu- Jón Kjartansson leggja síldarflutninga frá mið- unum fyrir austan til Norður- landshafna, þannig að tryggt sé. að söltuð verði öll sú síld, sem ueint er að selja. Mér er ljóst, að Síldarútvegsnefnd ber ekki í dag samkvæmt lögum að annast slíka flutninga, en vissulega ætti það að vera í hennar verkahring, og ef nauð syn ber til verður að setja um það lög. í sambandi við síldarflutn- inga minnist ég blaðaviðtals, sem fnrstjóri Síldarútvegs- nefndar, Gunnar Flóventz átti við Morgunblaðið í nóv. s.I. Þar segir forstjórinn m.a.: „Sfldina verður að flytja til þeirra staða á viðkomandi síld- arvinnslusvæði, sem verst verða úti vegna fjarlægðar veiðisvæðanna hverju sinni. Á ég þá fyrst og fremst við sfld til söltunar og frystingar, en það er fyrst og fremst síldar- söltunin, sem mesta atvinnu hefur skapað í síldarbæjunum norðanlands á undanfömum áram. Á sl. vori ræddi ég við nokkra aðila um möguleika á að flytja sfld af AUsturlands- miðum til söltunar á Norður- landi, ef veiði kynni að bregð- ast nyrðra. Lagði ég m.a. til, að stofnaður yrði sérstakur sjóður til þess að gera þessa flutninga kleifa. Á þessu voru talin einkum tvö tormerki. Ekki væri unnt að flytja sfldina óskemmda svo Ianga leið og flutningarnir yrðu óheyrilega dýrir, cf leigja ætti sérstaklega útbúin flutn- ingaskip í því skyni. Þá var því einnig haldið fram, að síld- veiðiskipin myndu ekki fást til þess að flytja síldina alla þá leið, þótt ráð yrði fundið til að flytja hana óskemmda. Síldina er hægt að flytja óskemmda frá Austurlandsmið um til Norðurlandshafna. í því sambandi þykir mér rétt að benda á, að meirib’u*; þeirrar síldar, sem Vestur-Þjóð verjar taka til alls kyns vinnslu i hafnarborgum sínum, er ísuð um borð í veiðiskipun- um og er hún venjulega margra d-aga gömul er vinnslu- stöðvarnar taka við henni. Einnig er nauðsynlegt að kanna, hvort unnt sé að flytja síldina óskemmda langa leið á annan hátt en ísaða. Hvað kostnaðarhliðina snert 0 ir tel ég að hama megi leysa þannig, að ákveðnum hluta síldarverðsins verði ráðstafað í sérstakan sjóð, sem varið verði til að greiða fyrir flutn- ingi söltunarhæfrar síldar til þcirra staða, sem skortir sfld vegna veiðibrests á nærliggj- andi miðum. Á ég þá við, að sjóðnum yrði varið til þess að greiða sérstakar uppbætur til þeirra veiðiskipa, sem flytja vildu síldina ísaða og til þátt- töku í kostnaði við flutning söltunarhæfrar síldar með sér- staklega útbúnum sfldarflutn- ingaskipum. Ekki teldi ég óeðli legt, að sfldarsaltendur á við- komandi vinnslusvæði, sem ekki fengju síld ella, legðu eitt hvað af mörkum í sama til- gangi. Fleiri fjáröflunarleiðir fyrir slíkan sjóð kæmu cinnig til greina.“ Ég vil einnig vitna til orða formanns Síldarútvegsnefndar, Erlendar Þorsteinssonar, en hann segir syo í febrúarhefti Ægis: „Það hlýtur að verða aðal- viðfangsefni þeirra, sem þenn an atvinnuveg — síldarsöltun —stund-a, og allra þeirra ann- arra, sem um þennan atvinnu- veg fjalla, að finna úrræði til þess að nýta velbúnar sfldar- verkunarstöðvar og staðbund- inn mannafla á þeim stöðum, sem nú liggja svo fjarrí sfld- veiðisvæðunum, að síldin verð- ur ekki nýtt til söltunar á venjulegan hátt. Verður ekki í fljótu bragði komið auga á aðra leið en flutning sfldar- innar og geymslu hennar um lengri tíma en áður hefur líökari. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar, en ekki mun ég ræða þær hér. Vissulega eru mörg Ijón á veginum, en ég hef þá trú, að ef allir, sem hlut eiga að máli, taka saman höndum, þá megi leysa þenn- an vanda.“ Þessi orð forstjóra Síldarút- vegsnefndarinnar í Reykjavik og formanns Síldarútvegs- nefndar eru í tíma töluð, en hvað verður um framkvæmdir? Ekki er hægt að ætlast til þess, að févana síldarsaltendur á Norðurlandi, sem goldið hafa afhroð s.l. ár, hafi forgöngu hér um, enda á ríkisvaldið hér hagsmuna að gæta ekki síður cn saltentí'ur. Eigi að síður mættu þessir aðilar, þ.e. saltendur, láta meira frá sér heyra um þessi mál, meðal annars ræða þau við síldarútvegsnefnd, ríkis. stjórn og Alþingi, því að það er ekkert lítið í húfi, ef sum- arið 1965 leikur Norðlendinga jafn grátt og hið siðasta. Til þess þarf ekki að koma, ef skipúlag verður viðhaft. Sé til þess stofnað af heilum hug af. löggjafar- og framkvæmdavald inu með nægilegum fyrirvara, er unnt að bægja atvinnuleys- inu frá Norðlcndingum á kom- andi sumri og stórauka gjald- eyristekjur þjóðarinnar. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.