Alþýðublaðið - 13.03.1928, Page 2

Alþýðublaðið - 13.03.1928, Page 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ \erkamaimabúsfaðir. Fromværp nm að bæta ilr básBaæðis-' vanáræðum verkafólks. Hébinn Valdimarsson flytux frumvarp á alþingi um opinber- an styrk til að byggja verka- maunabústaöi í kaupstöðum og ráða þar með bót á húsnæðis- vandræðunum. Segir svo í grein- argerð frumvarpsins: „Eitt ihið mesta verkefni núlif- anidi kynslóðar er að koma upp fiolium og vönduðum fhúsakynn- um yfir íslenzku þjððina, í stað kaldra og óhollra bústaða þeirra, sem hún hefir lifað í á undan förnum öldum. .Víða um land hafa reistar verið traustar og sól- ríkar byggingar á siðasta manns- aiidri, en næstum eingöngu þó handa efnafóiki. til lands og sjáv- ar. Alþýðan í sveitunumi býr enn í lélegum húsakynnum, og hefir verið viðurkent af alþingi, að bxýna nauðsyn beri til að bæta úr því, með frumvarpi því um Byggingax- og landnáms-sjóð, sem allir fiokkar viröast n,ú vera isamimáia um að samþykkja á þessu þingi. Er þar farin sú leið, að ríkið styðji nýbyggingar til sveita með lánum og hagkvæm- um vaxtakjörum. En alþýðan í bæjunum býr engu síður í lé- legum húsakynnum helidur en til sveita, sérstaklega þó í Reykja- vík. Kjaliarakompurnar þar og köid og rakasöm loftherbergi stytta æfi verkalýðsins, auka barnadauðann og eru gróðrarstía fyrir berklaveiki og aðra riæma sjúkdóma. Hin mikla fólksfjölgun í bæjunum hefir orðið þéss vald- andi, að mikil þrengsli eru í í- búðum fátæka fólksins í ýmsum af bæjunum, þó sérstaklega í Reykjavjk. Þar sem varia má bú- ast við því, að íbúar bæjanna streymi á næstu árum þaðan aft- ur til sveitanna, enda þótt fólks- straumurinn til bæjanna geti stöðvast, þá eru ekki önnur ráð fyrir hendi en að bæirnir fái vist- lega bústaði fyrir íbúa sína, engu síður en sveitimar. En enda þótt efnaða fóikið í bæjunum geti séð sjálfu sér fyrir nægu og góðu húsnæði, getur verkalýðurinn það ekki, nema því að eins, að hið oþinbera hlaupi undir bagga, ^eins og ætlast er tii, að gert verði til sveita með Byggingar- og land- náms-sjóðnum. Þess vegna er frumvarp þetta fram komið. Samkvæmt frumvarpi þessu ■styrkir ríkissjóður kaupStaði til þess að koma upp verkamanna- bústöðum með því að leggja fram Vio hluta byggingakostnaðar, er sé varið til að lækka verð húsanna, og jafnframt ábyrgist ríkissjóður fyrir bæjaxfélögin lán, sem þau taka í þessu ,skyni.“ Styrkur r íkisins veitist með þessum skiJyrðurn: Bæjarfélagið komi upp bygg- ingunum. Húsin séu sambyggingar, gerð- ar úr varanlegu efni, með aðal- lega tveggja herbergja íbúðum auk eidhúss, með venjulegum nú- tímaþægindum og sérstökum bietti handa hverri íbúð, en að öðru leyti sé fyTirkomulag bygg- inganna samþykt af atvinnumála- ráðuneytínu. Ibúðirnar séu falar verkafóiki til kaups fyrir það verð, sam þær kosta uppkomnax, álagning- arlaust, að frádregnum rikissjóðs- styrknum, gegn 20% útborgun, en eftirstöðvar kaupverðsins hvíli á eigninni með 1. veðrétti og á- vaxtist með 5o/o vöxtum, og end- urgreiðist lánið með jöfnum greiðslum — þar í taldir vextir — á 42 árum. Byggingarnar séu reistar á leigulóðum, sem kaupstaðirnar eiga, ög sé ársleigan metin á 5 ára fresti. Bæjarfélag, sem lætur reisa verka ma nnah ú s taðí samkvæmt lögum þessum „skal koma á fót byggingarsjóði, er myndaður sé á þennan hátt: 1. Bæjarfélagið leggur í sjóðinn árlega upphæð, sem svarar til 2 króna fyrir hvern íbúa kaupstað- arins. • S 2. I sjóðinn rennur andvirði seldra íbúða, vextir og afborgan- ir, sem og leiga fyrir þær íbúðir, er bæjarfélagið hefir ekki enn selt. tír byggingarsjóði greiðist af- borgun og vextir af láni því, er bæjarfélagið hefir tekið til að koma byggingunum upp, svo og einnig til að koma upp nýjum íbúð/um, eftir því sem fjárhagur leyfir." Þetta er nánar skýrt í greinar- gerbinni þannig: „Gert er ráð fyrir, að sambygt sé og aðallega tveggja herbergja íbúðir, ásamt eldhúsi og nútíma- þægindum, en minni kröfur má ekki gera til íbúðar verkamanns, sem fjölskyldu hefir. — íbúðirn- ar séu síðan seidar verkafólki fyrir það verð, sem þær kosta upp komnar, gegn þvi, að það leggi þegar fram fimtung kaup- verðsins, en fái eftirstöðvamar að láni með sams konar kjörum og bændur [eiga að] fá til bygginga úr Byggingar- og landnáms-sjóöi, þ. e. a. s. með 5% á ári qg afborgunum á 42 árum. Ríkið hjálpar þannig til að gera íbúðir þessar cdýrar með nokkru fiam- lagi í byrjun og ábyrgð á láni bæjarsjóðs. En kaupstaðimir létti síðan undir með byggingunum með þvi að leigja lóðir undir þær með vægu vérði, útvega lán tíl bygginganna og greiða árlega til slíkra byggkiga töluvert gjald, er gangi til þess, að hægt sé að halda vaxtakjörunum lágum og annars til aukningar slíkra bygg- inga. Sé í þessu skyni hafður sérstakur byggingarsjóður í hverjum kaupstað, og gangi til hans árgjaldið úr bæjarsjóði og tekjur af húsasölu eða leigu, en úr honum séu greidd öll gjöld vibvíkjandi þessum byggingum. Ákvæði eru og sett um viðhald á þessum. bygginguni, sem nauð- synleg eru vegna þess, að ætl- ast er til, að sérstakar íbúðir skuli seldar og húsin séu sambygð, svo að margir eigendur konra þar til að hafa sameiginlega hagsimuni af góðu viðhaldi.“ „Kostnaður við viðhald húsanna hið ytra skal lagður á bygginguna í heilid, en síðan jafnað niður á éigendur eftir eignarhlutföíium þedrxa í byggingunni. Viðhald hið innra á hvexri íbúð skal hún bera, en um sameiginleg tæki innan- húss, svo ssm leiðslur allar og hitunartæki, fer eftir því, sem segir í reglugerð", sem sett vexði þar um og atvinnuimálaráðuneyt- ið staðfestf. Bæjarfélagíð hafi eftirlit á viðhaldi húsanna. Þar sem byggingar þesisar verða þannig styrktar af almanna- fé,_verður að sjá um, að þær verði einnig framivegis ódýrar fyrir notendur, en kpmið sé í veg fyrir, að kaupendur afli sér söluhagnaðar af styrkveítingunni. Eru því sett ákvæöi um, að kaup- staðurinn skuli hafa forkaupsrétt á íbúðunum. og að ekki megi selja þær né leigja fyrir meira en sannvirði. Eru ákvæðin þann- ig: „ibúðir í byggingum. þessum má sá, er keypt hefir, ekki selja nema bæjarfélagið hafi áðurhaín- að forkaupsrétti, og ekki frarri- leigja nema með leyfi bæjar- stjórnar. Söluverð slíkrar íbúðar má ekki vera hærra en síðasta kaupverð hennar, að viðbættu virðingarverði þeirra endurbóta, sem á hafa verið gerðar eftir að síðasta sala fór fram, en að frá- dreginni hæfilegri fyrningu sam- kvæmt mati. Sé um framleigu að ræða, ákveður bæjarstjóm, hve há leigan megi vera, og miðast hún við raunverulegan kostnað eiganda af íbúðinni eða hluta hennar, sem leigður er.“ „Loks er gert ráð fyrir því, að svipuð hlunnindi sé hægt að veita byggingarfélögum gegn ábyrgð bæjarsjóðs, þar sem. sums staðar kynni það að þykja heppilegra en að kaupstaðurlnn sjálfur ann- aðist slikar byggingar." Þar um segir í frv.: Nú ganga menn í félag tií að koma upp byggingum samkvæmt því, sem segir hér að franran, „og leggja fram að minsta kosti 20% af kostnaðarverði, og veitist þá úr rikissjóði sem styrkur 10% kostnaðax, og ábyxgist hann þá og lán það, er þarf til bygginjgt- anna, enda sé bæjárfélagið lán- takand nn og veiti lánið bygging- arfélaginu gegn 1. veðrétti í byggingunum.“ Skal öllum sömu reglum fylgt, eftir því, sem vi5' getur átt, eins og bæjarfélagið léti sjálft reisa byggingamar. Ársreikningar slíks byggingarr félags „skuiu ætíð lagðir fyrfr bæjarstjórn til athugunar, og get- ur hún krafist allra skýrslna uml hag og rekstur félagsins, svo lengi sem nokkuð stehdur eftir af láni því, er veitt hefir verið til bygginganna. Sama rétt sem bæjarstjórnin hefir og lanðs- stjórnin, svo fxemi ríkissjóður: stendur í ábyrgð fyrir láni.“ Alþýða kaupstaðanna þarf að gefa glöggvan gaum að frumj- varpi þessu og undirtektum al- þingis. Þýðing slíkrar löggjafar er sögð í fáum orðum í lok greinargerðarinnaT. Þau orð eru. á þessa leið: „Með slíkum lögum mundi vera hægt smámsaman að útrýma: myrkra- og sagga-íbúðum þeim, sem mikill hlutí verkalýðsinis býc nú í, og gefa honum í þeirra stað kost á að kaupa smámsaman í- búðir sínar og búa við höflega leigu. Mundi slík löggjöf veral stærsta sporið til að lækk'a hina sérstöku dýrtið bæjanna, og þq fyrst og fremst Reykjavíkur, eins og sakir standa. Kosínaður hinsl opinbera við lögin mundi verða lítill í samanþurði við bættan hag verkalýðsins, sem af þeim mundi leiða.“ Khöfn, FB. 11. marz. Frá þjóðabandalaginu. Frá Gefn er símað: Ráðsfundi Þjóðabandalagsins er iokið. Nefnd- in, sem skipuð vár til þess að í- huga, hvað gera skyldi í sambandl við vopnasmyglunina til Ungverja- Iands í vetur, skilaði áliti sínu í fundarlokin. Álítur nefndin nauð- synlegt að rannsaka málið ítarlega og býst við því, að eigi verði hjá þvi komist að senda rannsókna- nefnd til Ungverjalands. Vegna þeSs hve seint nefnarálitið kom fram, verður það eigi Xætt fyrr en á júni-fundi ráðsins. Ófríðurinn milli Breta og Wahabita. Frá London er símað: Samkvæmt' fregn, er borist hefir frá Basra til blaðsins Morningpost, hefir flug- vélum Breta tekist að halda Wahabitum langt inni á eyðimörk- inni. Tvær brezkar flugvélar hafa verið skotnar niður. Brezk herskip hafa sett herlið á land í borginni Kowit. (Basra eða Bassora er borg í samnefndu héraði í Mesopotamíu, 60 milur frá hafinu. — Kowit stendur við persneska flóann). Manntjón af skriðum i Brazilíu. Frá Rio-de-Janeiro er símað: Skriður hafa hlaupið á bæinn Santos og eyðilagt mörg hús. Um, tvö hundruð menn hafa farist.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.