Alþýðublaðið - 12.02.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.02.1956, Blaðsíða 4
4 Alfrýðubíaðig Sunnudagnr 12. febrúar 195® Útgefandi: Alþjðuflol(l(mriu». Ritstjóri: Helgi Samunáttuu. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmuruuu. Blaðamenn: Björgvin Guðmuuátuu mg Loftur Guðmundssou. Auglýsingastjóri: Emilía Samútliááttér. Ritstjórnarsimar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, HverfitgðHt I—íi. Atþriftarverð 15JX) á mánuði. t huuotðim ljOO. Hlœgilegur tvísöngur MORGUNBLAÐIÐ hefur öðru hvoru vikið að því und- anfarna mánuði, hvað það sé furðulegt uppátæki, ef stofn að verði til kosningabanda- iags milli tveggja eða fleiri flokka. Kommúnistar tóku svo undir þennan íhaldssöng c útvarpsumræðunum á dög- unum. Hvorugum ferst þó að vera með þessi sýndarlæti. Hér eru sem sé hafðar í frammi hlægilegar blekking- ar, þegar stríkkar á leyni- þræðinum milli Ólafs Thors og Einars Olgelrssonar. Tilgangur kosningabanda- lags er sá, að tveir eða fleiri flokkar, sem gera með sér málefnasamning, reyna að fá hreinan meirihluta í kosn ingum með stjórnarmyndun fyrir augum. Nú er flokka- skipunin hér á landi með þeim hætti, að enginn stjórn málaflokkur getur gert sér von um þingmeirihluta í náinni framtíð. Þess vegna hljóta tveir eða fleiri flokk- ar að efna til samstarfs, svo að landið verði ekki stjórn- Iaust. Þetta hefur reynsla undanfarinna ára sannað. Og vissulega er lýðræðis- legra að gengið sé frá mál- efnasamningi fyrir en eftir kosningar. Þá gefst kjósend- um kostur þess að fella dóm um stefnu og úrræði væntan legrar ríkisstjórnar í stað þess að fela flokksforingj- unum allt vald og alla ábyrgð í þessu efni. Hug- myndin um kosningabanda- Iög eru þannig lýðræðinu til styrktar, þó að íhaldið og kornmúnistar vilji ekki við- urkenna þá staðreynd af því að öfgaaðilarnir í íslenzkum stjórnmálum telja umrætt fyrirkomulag óhagstætt sér eins og nú horfir. Sú var samt tíðin, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekkert á móti hugmyndinni um kosningabandalag. Öðru nær. Hann reyndi ekki alls fyrir löngu að ná meirihluta á alþingi með kosningabandalagi við Bændaflokkinn sáluga. Þá var þetta fyrirkomulag lýð- ræðislegt og farsælt að dómi Morgunblaðsins og foringja Sjálfstæðisflokks- ins af því að það gat orð- ið íhaldinu til framdráttar. Ennfremur er vitað mál, að nágrannaþjóðir okkar tíðka kosningabandalög með svip uðu fyrirkomulagi og nú er ráðgert hér. Þær hafa Fór vegabré þó ekki verið sakaðar um ólýðræðislegt stjórnarfar í Morgunblaðinu hingað til. Þannig er hægt að færa mörg rök að því, að afstaða íhaldsins í þessu sambandi stafar af því einu, að það óttast um völd sín og áhrif. Auðvitað datt engum í hug að telja kosn- ingabandalag Sjálfstæðis- flokksins og Bændaflokksins ólýðræðislegt. Það var ekk- srt annan en skiljanleg við- leitni til að ná þingmeiri- hluta. Flokkunum tókst að gera með sér samkomulag um málefni og frambjóðend- ur, og þar með var ekkert við því að segja, þó að þeir efndu til kosningabanda- lags. Og hafi Morgunblaoið skipt um skoðun í þessu sam bandi, þá verður það að byrja á því að fordæma at- hæfi Sjálfstæðisflokksins og stimpla það ólýðræðisleg't Sennilega verður bið á slíku. Kommúnistum ferst því síður að hamast í ræðu og riti gegn hugmyndinni um kosningabandalög. Sain- herjar þeirra víðs vegar um heim hafa þennan bátt á og telja hann í samræmi við fullkomnasta lýðræði veraldarinnar! Sósíalista- flokkurinn myndi heldur ekki hafa neitt við hug- myndina um kosninga- bandalög að athuga, ef jafnaðarmenn eða einhverj ir aðrir fengjust til sam- starfs við Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og sálu félaga þeirra. Afstaða Sósí- alistaflokksins markast af einangrun hans og feigðar- ótta. Og honum er sæmst að játa, að harm sé á móti hugmyndinni um kosninga bandalög þangað til hann fái að vera með. Það er sannleikur málsins, og sann leikurinn er sagna beztur. Oft er réttilega á það bent, að íslenzku stjórnmála- flokkarnir séu of margir og allt of mikil tvísýna á því í kosningum, hverjir veljist til landsstjórnar. Úr þessu er hægt að bæta með kosninga- bandalögum. Þau tryggja kjósendum úrskurðarvald, sem þeim ber, og myndu kannski smám saman þoka flokkaskipuninni í áttina að tveggja flokka kerfinu. Sú þróun er æskileg að dómi allra annarra en þeirra, sem kvíða hlutskipti utanveltur.n ar. í lítið þorp á er Schatten- Landamærin kirkjunni og KUNNINGJAR mínir verða undrandi þegar ég segi þeim að ég hafi farið inn fyrir járntjald ið án vegabréfsáritunar, meira að segja án vegabréfs. Ég hef haft gaman af að segja þá sögu síðan ég kom heim frá Austur- ríki fyrir nokkrum vikum. „Þið getið auðveldlega leikið þetta eftir sjálf“, segi ég hógvær mjög til þess að koma í veg fyr- ir að fólk haldi að ég sé að grobba eða fari með ýkjusögu. AUÐVELD FERÐ. Þannig er mál með vexti, að ég ók, ásamt austurrússneskum kunningja mínum frá Vínar- borg að ungversku landamær- unum suður af Eisenstadt í Burgenlandi, þar sem mig lang aði til að líta þetta „járntjald“ eigin augum. Nú er orðið auð- velt að ferðast að ungversku landamærunum síðan Rússar kvöddu heim setulið sitt úr aust urhluta Austurríkis síðast lið- ið haust. Við ókum inn landamærunum dorf nefnist. liggja meðfram við gengum um kirkjugarðinn að gaddavírsgirðingunni. Þorps búar voru margir að vinnu í gárðinum, slógu grasið, snyrtu umhverfis leiðin og skreyttu þau því að Allra sálna messa fór í hönd. Allar voru konurn- ar svartklæddar, báru klútskýl- ur um höfuð sér og unnu þegj- andi. Það var eins og dapurleiki umhverfisins hefði náð tökum á þeim. VIÐ JAÐAR JÁRNTJALDS- INS. Þokumistur hvíldi yfir land- inu, en upp úr þokuhafinu gnæfðu varðturnarnir, þar sem óséðir varðmenn fylgdust með öllu, er gerðist í nágrenninu. í hverjum slíkum turni, — en þeir standa með tæpra fimm hundrað metra millibili með- fram öllum landamærunum, — standa tveir ungverskir her- menn vopnaðir hríðskotabyss- um, reiðubúnir að framkvæma þá skipun að skjóta vægðar- laust hvern þann, sem leita kann yfir landamærin. Handan við gaddavírsgirð- inguna var breið ræma, þar sem jörðin hafði verið plægð og jarð sprengjum komið fyrir. Þar tók við Ungverjaland, og Rúmenía enn fjær, — síðan hin víða rússneska slétta alla leið til Vladivostock, um heiminn hálf- an. Skammt frá Schattendorf er lítið brautarstöðvarþorp, Leip- ersbach. Þaðan halda lestirnar inn í Ungverjaland, inn fyrir jaðar járntjaldsins. Þarna geng- ur tota úr Ungverjalandi inn í Austurríki, og járnbrautin ligg- ur þvert yfir þessa totu og síð- an aftur út fyrir jaðar járn- tjaldsins, inn í Austurríki. „NEI!“ SAGÐI ÉG. Við stigum úr bifreiðinni í nánd við járnbrautarstöðina og báðum bifreiðarstjórann að aka eins og leið lág meðfram landa- mærunum, fyrir totuna, og bíða okkar við járnbrautarstöðina í Deutschkreuz fyrir handan. Síð an gengum við upp þrepin að brautarstöðinni og inn í gegn- um afgreiðslusalinn, út á braut arpallinn, og rakleitt inn í lest- ina, sem þar beið búin til brott- ferðar. Aðeins tveir farþega- vagnar voru í lestinni og báðir tómir. „Ætla herrarnir að fara úr vegninum í Ungverjalandi?“ spurði brautarþjónninn. „Nei!“ svaraði ég, hátt og á- kveðið. FJOLGAR I VOGNUNUM. Nokkrum mínútum síðar stað næmdist lest frá Vínarborg við pallana. Fjöldi farþega kom út Framhald á 7. síðu. KVIKMYNÐIR Rainier prins og Grace Kelly á heimili hennar í Philadel- phiu er trúlofun þeirra varð gerð opinber. UNDANFARIÐ hefur ekki vrerið svo lítið rætt um Rain- er prins og Grace Kelly og mætti kannski segja, að það sé að bera í bakkafullan læk- inn að fara að minnast á þau hér. Þó langar mig til að eyða nokkru rúmi til að minn ast fáum orðum á þau. Það mun hafa verið hiirð- prestur Rainers, sem átti ekki hvað minnstan þátt í að hann íét af hinu fyrra líferni sínu og ævintýrum, m.a. með leik- konunni frönsku, Gisele Pa- eal, og ákvað að lokum að Leita sér kvonfangs' í fullri alvöru. Prestur þessi heitir Francis Tucker og er frá Wilmington, Del., í Banda- ríkjunum. Auk þess að vera hirðprestur' Rainers var hann einnig ráðgjafi hans um flest mál, og má segja, að öll stjórn dvergríkisins Monaco hafi breytzt til batnaðar við komu hans til staðarins. Einkunn- arorð Grimaldi ættarinnar, „Deo Juvante“, eða „Með guðs hjálp“, voru á ný í heiðri höfð og allt breyttist til batnaðar. Svo var það eitt sinn að kvikmyndaleikkona að nafni Grace Kelly var stödd í I,as Vegas Miðjarðarhafsins, en þar var verið að taka kvik- myndina „To catch á thief“. Prins staðarins, Rainer III., sýndi henni við þetta tæki- færi höll sína og blöð stað- arins sögðu samstundis, að hér væri eitthvað á seiði. Prinsinn mótmælti þessu ekki aðeins við vini sína, held ur einnig í útvarpi staðarins og réðst harkalega á „sorp- blaðamennskuna“. Eftir þessu að dæma hefur hvorugu þeirra dottið í hug, að þessi höll yrði seinna meir sameig- inlegt heimili þeirra. Eittlivað hefur þeim þó far ið fleira á milli en venjulegt kurteisishjal, því að upp frá þessu tókust með þeim vin- samleg bréfaskipti. Þegar svo séra Tucker og prinsinn fóru til Bandaríkjanna á síðast liðnu ári hitti prinsinn leik- konuna á ný og lauk þeim kynnum svo, að faðir hennar, jack Kellv, tilkynnti opin- berlega að þau væru trúlof- uð, frá lieimili sínu í Phila- delphiu. Viðbrögðin í Mona- co voru snögg og var tilkynnt þar litlu seinna að brúðkaup þeirra, borgaralegt og kirk-ju legt, myndi fara fram í Mona- co. Prinsinn afturkallaði til- kynningu þessa þó fljótlega og sagði, að aðeins myndi fara fram kirkjuleg vígsla í heimakirkju brúðarinnar, þar eð þau væru bæði kaþólsk og því í einskis þágu að láta fara fram borgaralega vígslu. Grace Kelly á þó enn ólok- ið leik í tveim myndum fyrir kvikmyndafélagið Metro- Goldwin-Mayer og eiga þær að heita „High Society“ og „Designed Woman“. Talsmað ur félagsins sagði í blaðavið- tali í byrjun janúar, að er hún hefði lokið leik sínum í fyrri myndinni, væri lík- legt að bruðkaup þeirra færi fram og gætu þau jafnvel far- ið í stuíta brúðkaupsferð áður en taka seinni myndar- innar hæfist. E£ svo færi, sem þessi talsmaður segir, myndi það verða í fyrsta skipti, að furstafrú leikur aðalhlutverk í kvikmynd. Það verður þægilegt fyrir Grace Kelly, að flytja til Mo- naco með allar eignir sínar, því að þegnar dvergaríkisins eru skattfrjálsir. Hitt gæti svo haft alvarlegri afleiðing- ar, ef þau hjónin skyldu ekki eignast afkomendur, því að þá verður landið hluti af Frakklandi og verða þegnarn ir að gjalda skatt samkvæmt frönskum lögum. Því mun það verða númer eitt hjá þeim hjónum að eignast af- komendur til að tryggja við- hald ríkisins þó að smátt sé, eða lítið stærra en Gentral Park. Vafalítið eiga svo frímerkja safnarar eftir að sjá Grace Kelly oft á frímerkjum ríkis- ins. S.Þ. S S S S S S ;.S S s s s s ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V V s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.