Alþýðublaðið - 14.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞ YÐUBI3AÐIÐ -»• r-r~x K'*fl3 "“•** •. 'J'-JTT'" '7TW Haraldur Níelsson prófessor. Bardagamaður! Brostinn ei pinn vigur; bœnir og pakkir upp i hœðir stiga. Fyrir pitt starf vér fullan nálgumst sigur. Frömuður sannleiks, gott er pér að hniga! Þegar á mörgum andlegt' hvildi helsi, hamingjan gaf oss píg — og meira frclsi. Margs er að sakna; mikill var pinn styrknr; myrk yfir kirkjum hvíldl pokugríma. Þú komst með tjós í petta niðamyrkur. Þakka af hjarta börn hins nýja tima. Brauiin er rudd og birtir af fögrum degi; blikstöfum Ijómar sól i austurvegi. Grétar Fells. ALÞÝÐUBLAÐIÐ | kemur út á hverjum virkum degi. j Afgreiðsla i Alpýöuhúsinu við | Hverfisgötu 8 opin IrA kl. 9 árd. j til kl. 7 siðd. j Skrifstofa á sama staö opin kl. 1 9 >/s —10 >/* árd. og kl. 8—9 síðd. « Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ! hver mm. eindálka. 3 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j (i sama húsi, sömu slmar). Bókasöfn og alnienningar. IV. Sumir menn líta ef til viill svo á, sem það sé ofmælt, að óvíða í verulegum menningarlöndum eigi nú alþyða jafn erfitt um bóka- kost og hér á landi. Ein þeir, sem svo líta á, þekkja ekki nægilega til þessara mála. Eins og sakir standa nú/er það alþýðu mikiM vandi, að fá fylgst með í bók- mentum þeim, er út koma ár- iega. Ástandið hsr í Reykjavík er ekki betra en það, að enn þá er ekki til neitt alþýbubókasaín, er sæmilegt geti taliist, miðað við stærð borgarinnar. Og svo fram- kvæm/dasamir sem Reykvíkingur hafa verið, bendir það á alt ann- að en mikinn andlegan áhuga, að ekki skuli hafa verið reist virðu- ieg' bókhlaða og hún sæmilega búin að bókum. Á Akureyri og Húsavík eru dá- góð bókasöfn, miðað við stærð bæjanna og þeirra sveita, er að liggja, sömuleiðis á Isafirði. Safnið þar er nú orðið um 5000 bindi og vex óðum. All víða í sveitum og sjávar- þorpum eru lestrarfélög. Sum þeirra kunna að vera dágóð, en allur þorrinn er algerlega ófull- nægjandi, mikið af bókunum „Austra“-, „Heimskringlu‘‘-, „Lög- bergs“-, „Morgunblaðs“- og „Vís- is“-sögur. Enn fremur er óhætt að fullyrðn, að fiest þessi félöfg eiga alt of lítið af fræðibókum, enda fátt slíkra bóka á íslenzkri tungu. Þær sveitir munu og æði margar, er alls engin bókasöfn eiga, og er þá hægt að geta sér nærri um, hvem kost bóka fólkið á. Fæstir geta keypt nokkuð af bókum árlega, eins og bókaverðið og ástæður manna eru nú, nema þá að neita sér um sumar allra helztu Hfsnauðsynjar, en varia er von til, að lestrarfýsn manna sé svo rík, að þeir fórni fyrir hana líkamlegum nauðsynjum sínum. Svo er nú það, að ritdómar eru svo illa skrifaðix og óáreiðan- legir oftast, að fólk veit hvoxki upp né niður í því, hvað af bók- um þeim, er út koma árlega, er nokkurs virði — og hvað einskis vert. í nágrannalöndunum leggja rík- in fram rifiegan styrk til alþýðu- bókasafna á ári hverju, og sæta bókasöfnin betri kaupkjörum hjá útgefendum en einstakir menn. Gefin eru út rit til leiðbeimiing- ar við bókavalið, og hvert bóka- safn sendir áriega skýrslu til kenslumálaráðuneyti'sims um béka- kaup og heiMarstarfsemi bóka- safnsins. Sjómönnum er gefinn kostur á að fá á Jeigu bókaskápa með svo og svo miklu af bókum í.*) Ábyrgist útgerðin bækumar. Eftir vissan tíma er skápnum skilað og annar fenginn í staðánn með öðrum bókum. Gengur þann- ig koll af kolli. Hefir þetta orðið afar vinsælt meðal sjómanna, enda aukið mjög lestrarfýsn þeirra. En varla verður þessu við komið, nema á allstórum og rúm- góðum skipum. Atvinnuháttum á landi hér er svo hagað, að bæði í sveitunum og sjávarþorpunum gefast mönn- um, all miklar tómstundir, og er þeimi oft varið ver en skyldi.j Ungu fólki gæti, ef góður bóka- kostur væri fyrir hendi, verið fært að menta sig, bæðl í and- legum og verklegum efnum, og eldra fólkinu mætti takast að forða sér frá steingervingu hug- ans og öðlast þá mentun og það áhrifanæmi, er þarf til að geta skilið og veitt móttaku nýjum straumum á andlegum og verk- legum sviðum; en það er aðal- skilyrðið fyrir þróun, að þjóðin öll sé meira en í orði kveðnu áíf- ræn hugsandi og starfandi heild. Hér þarf skjótra úrræÖa og góðra. Það úrræði, sem allir sæmilega hugsandi og frjáisJyndiir menn ættu að geta sameinast um, er hið sama og nágrannaþjóðim- ar hafa valið. Öilum lestrarfélög- um og bókasöfnum, eT uppfylla viss skilyrði, er sett yrðu, veittist einhver styrkur til bókakaupa, og yrði hann það, sem svaraði ein- hverjum ákveðnum hluta af því, sem kæmi annars staðar frá, — frá sveitum, bæjum eða félögum. Leiðbeiniingar skyldu gefnar út árlega um bókakaup, og væru söfn'n eða félögin skyld að fara eftir þeim í aðalatriðunum. Nú er það svo, að á sumum stöðum safnast saman á ýmsum tímum árs allmargt vermanna. Ætti þeim að gefast kostur á að nota sér bókasöfn þau, er væru á staðnum, gegn vissu gjaldi, en annars ætti ríkið að láta þeim í té lítiJ vaJin bókasöfn gegn ábyrgð útgerðarinnar og ákveðinni borg- un. Einnig veeri sjálfsagt að sjó- mönnum, er dvelja langdvöllum í skipum, gæfist kostur á að fá á sama hátt leigð bókasöfn, væri vinnunni svo háttað, aö tóm gæf- ist til lestrar — og rúm íiskdpun- um svo ^emilegt, að þar væri hægt að koma fyrir litlum bóka- (* Alþýðubókasafnið hér mun láta sjómönnum í té bækur á svipaðan hátt Þ. E. skáp. Fé það, er rikið legði fram til þessa, væri ef til viQl sá hluti fræðslukostnaðarins sem bezt væri varið, og mestan og nota- drýgstan ávöxt bæri. V. Nú er eitt atriði í þessu, er at- hugavert mundi þykja. Munu ekki bókakaup réna svo mjög við þetta, að ófært yrði að gefa út bækurð 1 Vil ég nú í sambandi við þessa spurningu athuga nokkuð ástand- ið eins og það er og mun verða, ef ekkert verður að gert. Allir bóksalar fullyrða, að bóka- kaup fari svo mjög rénandi, að til vandræða horfi. Hafa hér verið færðar tvær ástæður fyrir því, hve fólk kaupi lítið af bókum. Önn- ur er sú, að það hefir ekki efni á því, hin, að það veður í villu og svíma um, hverjar bækur kaupa skal. En nærri liggur að ætla, að þriðja ástæðan sé fyrir hendii sú, að auknar skemtanir, lítiis- verðar margar, og hreint og beint erfiðleikarnir um að ná í bækur, dragi úr lestrarfýsninni. Og fari slíku fram, að unglingunum gef- ist kostur á margskonar Iítils- veTðum skemtunum, en ekki kost- ur góðra bóka, þá verður smátt og smátt upprætt bókhneigð almenn- ings. Og fyrir hverja á svo að skrif a ? Aftur á móti mun óhætt að full- yrða, að söfnin auki fljótt bók- hneigðina, og margir, sem ella mundu ekki kaupa þessa eða hina bök, kaupi hana, þá er þeir hafa heyrt henni hælt af kunningjum þeirra, er þeir taka mark á — eða lesið hana sjálfir í safni og líkað hún vel. Mundu þá söfnin, ef góð væru, auka bókakaup frá þvi, sem, nú er, minsta kosti þá er fram í sækti, og þaö, sem bezt er; betri bækur myndu yfirleitt verða keyptar en nú er almennast, en óhroðinn, sem er þjóðinni bæði til skammar og skaða, mundi frekar verða út undan. Munu sæmilega skynbærir menn vart harma, þótt svo færi. Þá munu vera þeir, er vildu spyrja: Komist nú ríkisforlag á stofn, er þá ekki óþarfi aÖ styðja að því, að á fót komist sem víðast lestrarfélög og bökasöfn? Ég svara spurn'ngunni hiklaust neit- andi. Þótt ríkisforlag verði stofn- að, vearða bókakaupin aldrei svo almenn, að bókasafna og lestrar- félaga sé ekki full þörf. Vil ég og geta þess, að ég tel alis eng- in líkindi til, að ríkisforiag fengi neitt svipað því jafn margai fasta kaupendur að bókum sínum og hr. Kristján Albertson gerir ráð fyrir. Jafnvel af vinsælustu bókum vinsælustu íslenzku rithöf- undanna og skáldanna hafa yfir- leitt ekki selst neitt svipað því svo mörg eintök, sem Kristján gerir ráð fyrir að seljist af rikis- forlagsbókunum. Hafa þó bækur þessara rithöfunda og skálda flestar komið út með nokkurra áTa millibiii og ekki kostað neitt líkt því eins mikið og bækur rík- isforlagsins myndu samtals kosta; árlega. Þá ber þess og aÖ gæta í þessu sambandi, að bækur er- Jendra rithöfunda verða yfirledtt ekM eins vinsælar og bækur inn- lendra. Það eru óhagganleg sann- indi, að menn fýsix yfirleitt meira að lesa um sveitina sína og fólk- ið þar en um önnur lönd og íbúa þeirra. En allmikill hluti bóka ríkisforlagsins yrði þýðingar. En hvað sem þesisu líður er sjálfsagt, að memamálastjórn landsins hefjist sem fyrst handa um að stuðla að því, að sem flest og bezt bökasöfn og lestrarfélög verðS stofnuð í sveitum, sjóþorp- um og borgum þessa lands, því að hér er um mikla þörf að ræöa4 Þengill Eiríksson. Þjáist þér af líkpornum ? Hörðu fótaskinni? Sárum á tám? Eða fótasvita? Radox fótabað er hið eina örugga og bætandi meðal við þessum kviljum. Radox er nauðsynlegt á hverju heimili, eitt Radox fótabað gefur yður „nýja og betri fætur“. Hvers vegna þjáist þér þá lengur af fótakvillum? — Kaupið einn pakka í dag i sápubúð, lyfjabúð eða í verzlun. Agætar Kartöflur nýkomnar i Grettisbúð. Simi 2258.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.