Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 1
♦ FER SUNNAN Ósvaldur Knudsen er merki legur maður. Hann er iðnaðar maður að mennt og starfi en gæddur rflcri listhneigð og ó- venjulegum dugnaði. Hann hef ur um langa tíð bundið sér- stakt ástfóstur við l.iósmyndir og kvifcmyndir, sinnt því hugð arefni sínu öllum frjálsum staaáium og ná mlfclum og óvenjulegum árangri. Við teljum ofckur nú á dög- um vera í mikilli þakkarskuld við gengna sagnaþuli, sögurit- ara og skrásetjara liðinna at- burða. Þeir hafa gert samtíð okfcar miklum mun ríkari að menningu minninganna og feng ið okkur í hendur mikilvægan íslenzkan efnivíð, sem nú er unnið úr. Þeir hafa bjargað frá glötun menningarverðmæt um, sem eru fcjami íslenzkrar menningar. SURTUR Nauðsynin á varðveizlu vit- neskjnnnar um það, sem er að líða, þá atburði, áhöld, athafnir og menn, sem eru að kveðja, er enn hin sama og jafnvel enn ríkari en fyrr vegna hrað- ari þróunar. Og við eigum enn okkar sagnaritara. Það er aðeins tæknin, sem breytist. Ósvaldur Knúdsen hefur tekið liósmynda- og kvikmyndatækn ina í þessa þjónustu. Hann skráir á filmur sínar myndir og stafi þess, sem er að líða, og varðveitir það til menningar komandi kynslóðum. Hann skráir á þessí nýtízkulegu sögu spjöld atburði líðandi stundar, svipmyndir lands og manna. Hann varðveitir mjmdir þess, sem tíminn er að færa í kaf. Þetta menningarstarf, unnið af einstakri ósérplægni og fóm fýsi, verður seint þakkað eem skyldi. Ósvaldur hefur hvoki notið opinberra styrkja né launa fyrfr þessi störf. Hann hefur lagt í það fjármuni sína og elju, hug sinn og hjarta — og það lyftir verid hans í æðra veldi. Undur íslenzkrar náttúru eru ævarandi og síung. Surts- eyjansköpunin er síðasta og stórbrotnasta nývirki ^ náttúr- unnar. Auðvitað hélzt Ósvaldur Knudsen ekkí við nema freista þess að skrá þá sköpunarsögu á söguspjöld sín. Hann hefur verið iðinn við þennan kola síð asta árið, farið margar ferðim ar og lagt sig í erfiði og hætt- ur. Nú er fyrstí árangur þess korninn í Ijós. Hann hefur sam an setta mikla kvikmynd af fæðingu landsins sunnan við Vestmannaeyjar. Sú mynd er í senn meistaraverk og einstök heimild. Við gerð þessarar ein- stöku myndar hefur Ósvaldur notið ágætrar aðstoðar vísinda manna og listamanna, sem sfcilja vel gildi kvikmyndunar starfs Ósvalds. Hann nefnír myndina „Surtur fer sunnan“ svo sem bezt hæfir. Dr. Sig- u* Efri myndin: Ósvaldur Knudsen viS töku Surtseyjarmyndar. (Ljósm.: Kári Jónasson). NeÖri myndin: Gufumökkurinn upp af Surtsey snemma í gos- inu. Mynd úr kvikmynd Ósvald- ar Knudsen. urður Þórarinsson, sem bezt þekMr Surtsey allt frá fæðingu (þ.e.a.s. eyjarínnar) hefur gert skýringartexta og lesið hann inn á myndina. Þá ber það og til nýlundu, að í myndína hef ur verið samin og ofin elek- trónisk tónlist, en hún er ný- aldarbam eins og Surtsey, og satt að segja verður maður undrandi við að heyra, hversu vel hún hæfir þeim hamförum náttúrunnar, sem á myndinní sjást. Magnús Blöndal Jóhanns son, tónskáld, er höfundur tón listarinnar. Þegar Ósvaldur sýndi blaða mönnum myndina heima hjá sér í Hellusundi á dögunum, lét Magnús svo um mælt um tónlistina: Tónlistín við þessa mynd flokkast undir hina svokölluðu „Elektrónisku-Concert" — tón- list, þ.e.a.s. hún er ekki fram- leidd af elektrónískum tóngjöf um, heldur er hún flutt af hljóð færaleikurum og leiMn á al- geng hljóðfæri. Hljóðfærin, sem notuð eru í þessarí mynd, era að mestu leyti ásláttar- hljóðfæri, þ.e.a.s. Cymbalar (Málmibjöll) Gong, Páfcur, Víbrafónar, klukkuspil og píanó. í öskugosinu eru a»uk þess notuð strengjahljóðfæri og er því í því tilefni notaður þáttur úr „Punktum“, sem þó er breytt frá sinni uppruna- legu mynd, með ýmsum mjög flóknum aðferðum, sem yrði of langt mál að segja frá hér. Með öðrum orðum, í stað þess að „orkestrera“ verMð á papp- ír ,er það orkestrerað beint inn á segulband, til þess að skapa eina listræna heild, þann ig að útkoman verða ekM meiningarlausir og tilviljana- kenndir effektar, heldur kompositíon í hljómlitum, er stuðla að því að skapa músík- alska heild. Það mun láta nærri að hljómefni af hátt á 2. hundr að segulböndum af misimrn- andi hljómblöndum hafi verið blandað saman á mismunandi vegu til að koma tónlistinní í það form, er hún hefur fengið í þessari mynd og til að draga fram þau áhrif, sem tónlistinni er ætlað að undirstrika. Eg vil að lokum þakka for- ráðamönum Ríkisútvarpsins, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarps stjóra, Sigurði Þórðarsyni skrifstofustjóra og Árna Kristj ánssyni tónlistarstjóra fyrir þann mikla velvilja og skiln- ing, sem þeir hafa sýnt með því að veita þá aðstöðu, sem með þurfti til þess að gera þessa tónlist framkvæmanlega, sagði Magnús. Surtseyjarmynd Ósvalds er satt að segja svo áhrifamiMl, að sjáandinn situr agndofa, og miMll vafi hlýtur að leika á því, að jafngóð eða betri heim ildarmynd um eldgos af siávar botni og myndun lands með þeim hætti sé til 1 heiminum. Ósvaldur mun hefja sýningar fyrir almenning á mynd sinni í Reykjavík í þessari viku, og varla þarf að efa, að aðsófcn verður mikil, enda er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur stór- brotnari mynd verið sýnd á tjaldi kvikmyndahúsanna hér. Jafnframt mun Ósvaldur sýna tvær fyrri myndir sínar, sem hvor um sig eru einstök verk. Önnur er myndasafn af ýmsum kunnum og öldruðum borgur- um í Rvík, mönnum, sem eru að kveðja eða hafa þegar kvatt Þarna sjást þeir á starfsvangi lífs síns eða í heimaranni, koma fyrir sjónir í réttri um- gerð. Er þessi mynd afar skemmtileg. Þá er hin kunna mynd hans um sveitina milli vatna — Öræfin. Þar fer allt saman, stórfögur og hrikaleg náttúrufegurð, hamfarir elds ísa, hafs og fljóta, og fagurt en örðugt mannlíf þess íslands, sem var. Þegar tímar líða verð ur þessi mynd eins og sýn í horfinn heim. Dr. Kristján Eld járn hefur samið og flutt sikýr ingar í þessar myndir. Og nú er aðeins að hvetja fólk til þess að láta ekM þess ar myndasýningar Ósvalds fram hjá sér fara, og það er hægt að gera með góðri samvizku. A. K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.