Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUít 25. marz 1965 TBMBNN 17 MINNING Valgerður Þorsteins- dðttir Dalman Fædd 5. nóvember 1894. Dáin 29. nóvember 1964. Náðugur og miskunnsamur er drottinn, þolinmóður og mjög gæzkuríkur. „Konungurinn konunganna kemur nú til sinna cnanna". Þegar sá náðarríki boðskapur barst út um allan kristinn heim, fyrsta sunnudag í jólaföstu, bár- ust boðin frá hinum himnesku bú- stöðum til frænku okkar, Valgerð- ar Þorsteinsdóttur Dalman. Hún lézt í New York þann 29. nóv. s.L eftir stutta legu. Valgerður Þorsteinsdóttir eða Vala, eins og nún var ævinlega kölluð, var fædd í Reykjavík þann 5. nóvember 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jóns- dóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, sem bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Vala ólst upp hjá for- eldrum sínum, hún var yngst fjögurra systkina, er náðu full- orðins aldri. Móðir hennar var mjög áhuga- söm um trúmál og bindindismál og starfaði mikið í góðtemplara- reglunni. Vala gekk líka í stúku strax og hún hafði aldur til, og starfaði þar af lífi og sál meðan hún var hér heima. Þá var oft glatt á góðra vina fundi. Það stafaði birtu fegurðar og gleði frá þess- ari heillandi konu. Vala stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík einn vetur áður en hún fluttist vestur um haf til Kanada árið, 1913. Þá var hér fátækt og atvinnuleysi og systkini hennar öll farin vestur og bjuggu þar við góða afkomu. Vala ætlaði sér ekki að dvelja lengi vestanhafs, aðeins sjá sig um til fróðleiks og skemmtunar. En það fór á annan veg. Hún fór fyrst til Winnepeg og þar kynntist hún manni sínum, Konráði Frið- rik Dalman sellóleikara. Hann var af íslenzkum ættum, en fæddur í Kanada. Þau giftust árið 1915. Bjuggu þau fyrst nokkur ár í Winnipeg, en fluttu svo til New York, og þar átti Vala heima æ síðan. Konráð starfaði sem hljóð- færaleikari á ýmsum stöðum, og var oft langdvölum að heiman vegna atvinnu sinnar. Hann var mesti ágætismaður, en missti heilsuna á bezta aldri. Þá reyndi á Völu, dugnað henn- ar og viljafestu að koma börnum þeirra tveimur til mennta, og hún brást ekki því hlutverki. Conráð Dalman yngri, sonur þeirra, er doktor í rafmagnsverkfræði og prófessor við Cornell-háskóla. Olga, dóttir þeirra, lauk stúdents- prófi og starfaði lengi á skrif- stofu dr. Vilhjálms Stefánssonar. Þau eru bæði gift og eiga efnileg böm, sem Vala hafði mikið yndi af. „Þau eru öll ljóshærð og blá- eygð. sannir íslendingar", skrif- aði hún einu sinni. Vala unni landi sínu heitt og þráði að geta heimsótt það, og henni varð að þeirri ósk sinni. Hún^kom fyrst heim 1930. Þá kom hún með skipi, sem flutti hingað fólk á Alþingishátíðina. Maðurinn hennar var í hljóm- sveit skipsins, en þar sem skipið hafði hér aðeins viðdvöl um nótt- ina, voru kynni hans af íslandi mjög lítil. Þau hjónin gengu um nóttina inn að Þvottalaugum Á leiðinni mættu þau manni, sem rak stóran hestahóp. Þau fóru út af veginum og horfðu með undr- un og aðdáun á íslenzku hestana, Brýnast að tengja byggðirn- ar saman með góðum vegi Rætt viS Benedikt Grímsson, hreppsstjóra, Kirkjubóli viö SteingrímsfjörS. á Benedikt Grímsson, hrepp- stjóri á Kirkjubóli vi'ð Stein- grímsfjörð, var fulltrúi á ný- loknu búnaðarþingi og hefur átt þar sæti lengi. Blaðið átti stutt spjall við hann í lok þings ins og spurði um málefni byggðarlags hans og sveit- anna í Strandasýslu. — Fækkar fólkinu þessi missiri í þínu byggðarlagi, Benedikt? — Já, því fækkar alltaf held ur. Unga fólkið fer í atvinnu suður, og æ fámennara verður á heimilum. Samt hafa jarðir ekki farið í eyði þessi árin í hreppunum við Steingríms- fjörð svo að heitið geti. Norð- ar í sýslunni er meira um að fólk flytji brott, þó að þar séu enn hin traustustu byggðarlög, sem lengi munu standa. — Eru ræktunarfram- kvæmdir miklar? — Já, þær hafa verið tölu- verðar. Svo var komið, að þurrkað land var víða orðið af skornum skammti til ræktunar. en í fyrra kom stórvirk skurð- grafa til okkar og vann í Bæj- arhreppi og Bitru og færist síð an norður til okkar. Við erum raunar um þessar mundir að 'éndumýja vélakost ökkar í ræktunarsambandinu, en hann var nokkuð úr sér geng- inn. — Þið takið allan heyfeng nú orðið á ræktuðu landi. Hvemig er heyverkunin aðal- lega hjá ykkur? — Við verkum mjög mikið vothey, höfum byggt hálftuma svonefnda. Þessi heyverkunar- aðferð hefur gefizt okkur mjög vel, og við gefum sauðfé stund- um nær eingöngu vothey. Við höfum ekki orðið fyrir barð- inu á sauðfjársýki af þessum sökum eins og sumir aðrir. Þessi heyverkun virðist hæfa allvel hjá okkur, því að þar er ekki þurrkasamt. — Þið stundið litla mjólkur framleiðslu? — Heldur litla. Bæir hið næsta Hólmavík sjá um mjólk- ursölu þangað. S.l. sumur höf- um við þó sent mjólk alla leið austur á Hvammstanga, flutt hana inn í Bæjarhrepp, þar sem mjólkurbílar hafa tek- ið við henni. Annars er sauð- fjárbúskapurinn allsráðandi hjá okkur. — Er féð vænt? — Já, það er allvænt. Við höfum góð sauðfjárkyn. Nú orð ið er allt að helmingur ánha eða jafnve) meira tvílembdur. í haust var meðalþungi slátur- dilka á Hólmavík 16,12 kg. og mestur á landinu, en næst mun Borðeyri hafa komið. — Er gott að nota vélar við votheysverkunina? — Já, mjög þægilegt. Þegar hæfilegur raki er í grasi má tengja sláttutætara við drátt- arvélina, og hann skilar hey- inu á vagn, sem losa má af beint í votheyshlöðuna. Þá verður enginn rakstur. Sláttu- tætarinn skilar heyinu líka hæfilega smágerðu og kem- ur það sér vpl, þar sem um stórgert nýræktarhey er að ræða. Hann er gott tæki. — Þið eruð í nágrenni við Hólmavík Blómgast atvinnu- líf þar vel núna? — Þar er því miður heldur dauflegt. Útgerðin dafnar ekki sem skyldi.Fisklaust má kalla í Húnaflóa ár eftir ár. Það er mikið mein, að þar skuli ekki geta dafnað myndarleg útgerð. Við vonum þó alltaf, að fiskur komi í Húnaflóa á nýjan leik. Nokkuð hefur ver- ið reynt að stunda þar hrogn- kelsaveiðar en gengið í öldum, enda verð á hrognum mismun- andi. í vetur var þó mikill hug- ur í mönnum og undirbúning ur .nokkur -fil þessara veiða, enda verð á hrognum nú gott og hækkandi. En nú er ísinn kominn upp í landsteina, og ekkert líklegra en hann girði alveg fyrir þessar veiðar. Er það illt. þvi að góð atvinnubót hefði orðið að þessu og menn eru búnir að leggja í mikinn undirbúningskostnað, bæði í Hólmavik og Drangsnesi og vafalaust víðar. — Eru íbúar í Kirkjubóls- hreppi margir? — Þeir eru nú um hundr- að. Fólksfæðin gerir okkur erf- itt fyrir um samkomuhald, en við reynum að bæta úr því með því að heimsækja nágrann ana eða bjóða þeim heim. Eru slíkar gagnkvæmar heimsókn- ir nágrannahreppa nú orðnar uppistaðan i félagslífi á vetrum á þessum slóðum. — Þið hafið nýlega byggt ykkur félagsheimili. Var það ekki mikið átak? — Jú, en menn lögðu sig fram. Það telst ef til vill til nokkurra tíðinda, að öll verka- mannavinna og raunar meira var unnin í sjálfboðavinnu í þessu fámenna hreppsfélagi, og varð það allt að mánaðarvinnu hjá ýmsum. Við byrjuðum á fé- lagsheimilinu 1953. — Er það notað til skóla- halds? — Já, í vetur. Við höfum ver ið í samvinnu við Hrófbergs hrepp um skólahald, en nú eru skólaböm í Kirkjubólshreppi fleiri en áður, svo að fært þótti að hafa sérstakan kennara. — Vegamálin eru ykkur vafalaust ofarlega í huga? — Já, þau eru ofar flestu öðru. Nú er kominn allgóður vegur til Hólmavíkur þó að enn vanti mikið á, að hann sé upp- hleyptur alla leið, og víða þarf að laga á örðugum stöðum. En það kemur smátt og smátt. Nú síðast var lagður góður kafli um Húsavíkurkleif, en hún var brött ns; torfær. Mesta og næsta át: 1 er að halda vega- gérðinni afram norður frá Hólmavík og tengja saman með öruggu vegasambandi helztu byggðarlögin allt norður í Ár neshrepp. Þetta er auðvitað all mikið átak, en hinum stórvirku vélum, sem nú eru notaðar við vegagerð, er allt fært. — Hvað um rafmagnsmálin? — Þverárvirkjun hefur reynzt allvel, og þar er enn lítið eitt af rafmagni afgangs, sem koma þyrfti út um næstu sveitir. En mikilvægast í fram- tíðinni er að leggja raflínu norður Strandir' og tryggja byggðunum þar öruggt raf- magn. Við bíðum með óþreyju eftir framkvæmdum í raf- magnsmálum eins og vafalaust fleiri. — Nú gerist hafísinn ágeng- ur við ykkur? — Já, ,hann er orðinn tölu- vert áleitinn. Raunar er hann flesta vetur ekki langt undan landi, og tilviljun veðurlags ræður miklu um það, hve nærri hann leggst. Þeir gömlu sögðu, að fyrstu tvær heimsóknir íss- ins á hverjum vetri væru sjald- an hættulegar, en sú þriðja yrði oftast langæ og landföst. í þriðju atrennu kæmi ísinn inn. Og nú hefur hann gert tvær atrennur. — Menn eru hættir hákarla- veiðum á Ströndum? — Já, alveg hættir. Síðasta hákarlaaskipið, Ófeigur, stend- ur nú með rá og reiða í sér- stöku húsi á Reykjatanga við Hrútafjörð, þar sem lands- menn geta horft inn í liðna tíð. Við Strandamenn erum þar í félagi við Húnvetninga um byggðasafn, sem kominn er góður vísir að og vex von- andi vel. — Enn standa þó hákarla- hjallar hér og hvar, er það ekki? — Jú, þá má enn sjá, en þeim fækkar. Þó að þeir væru flestir rammlega viðaðir, fúna þeir og falla eins og annað, sagði Benedikt að lokum. A.K. sem hann hafði aldrei áður séð. Konráð langaði mjög að dvelj- ast lengur á íslandi, en hann vildi ekki bregðast trausti yfirmanna sinna og hélt ierðinni áfram. en Vala dvaldi hér um tíma með ætt- ingjum og vinum. Svo kom hún aftur sumarið 1956 og gat þá ferðazt nokkuð um landið Enda pótt tíminn væri stuttur. sem hún mátti dvelja hér, var nún innilega þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að heimsækja landið. Og nú, þegar hún er farin af þessum heimi. finnum við bezt hvað það var mikil hamingja að fá að njóta þessara siðustu sam- funda. i Þótt Vala ætti oft erfitt á fyrri : árum. eftir að maður hennar veiktist, var hún gæfukona, hún sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu, og hún hélt glæsileika sínum og sálarkröftum ævilangt, og hún fékk margar óskir sínar uppfyllt- ar. Á seinni árum ferðaðist hún mikið, ýmist með börnum sínum eða i hópferðum. Þá fór hún einn- ig að læra að mála, því hún var mjög listhneigð og náði ótrúleg- um árangri í þeirri grein. Þegar hún kom hingað heim árið 1956, kom hún með málaöa andlitsmynd eftir sjálfa slg af móðurbróður sínum, Páli Jónssyni vegaverkstjóra, sem hún gaf þjóð- minjasafninu. Vala var framúrskarandi trygg- lynd landi sínu og móðurmáli. Og gömlum vinum gleymdi hún aldrei. Maður hennar lézt þann 1. júlí 1960. Við vottum bömum hennar. Sólveigu systur hennar og öðrum ættingjum og vinum, dýpstu sam- úð okkar og biðjum þeirn öllum blessunar Guðs um alla framtíð Frænkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.