Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 10
TIMINN FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 FÆREYINGUR b'ramtiaic1 <o <i4 síðu kkikkan 24—01. Síðan er vitað um hann í leigubífreið, sem talið er að hafi verið frá Bæjarleiðum, og var hann þá kominn í slagtog með einhverjum íslendingi. Þeir, sem geta einhverjar upp- lýsingar gefið um Samuel aðfara- nótt þriðjudagsins og síðar, eru beðnir um að láta lögregluna strax vita. BRÆÐURNIR Framhald af 14. síðu. kosta, svo hlédrægur sem hann þó var. Bókhneigður var hann og las mikið í frítímum sínum, einsium þjóðleg fræði. Hugstæð voru hon um rit um framhald lífs’.ns að þessu loknu. Nú sakna vinir og samferðamenn þessara mætu j bræðra, Emils Eyjólfssonar og Ragnars. Blessuð sé minning þeirra. gigurður Jónsson, Stafafelli. IWINNING Framhald af 14. síðu. þar á meðal var flutt kveðja frá eiginkonu hins látna, samin af henni, snjöll og fögur. Margir, sálmar voru sungnir og fágætlega ! vel. Erfisdrykkja var í Ásaskóla. Veður var gott. Þetta óvenjulega fjölmenni, sem var við jarðarför prófastsins, sýnir glögglega vinsældir hans, eiginkonu og heimilis þeirra í Skarði. Fjölskylda mín og ég kveðjum góðan dreng og heimil- isvin. Við sendum frú Áslaugu, J þrem dætrum, syni og barna- börnum þeirra hjóna hjartanlega, kveðju og vottum einlæga samúð okkar. Bjarni Bjarnason, Laugarvatni. ENGAR ÁÆTLANIR Framhald af 24. síðu. ingur sagði blaðinu í kvöld, að horfur væru áfram á kaldri1 norðanátt næstu tvo daga. í Grasfræ Grasfræblanda V (með 50% af Engmo vallarfox- grasi) Grasfræblanda H ( með háliðagrasi) Grasfræblanda S (hraðvaxnar tegundir með rý- gresi og smára) Óblandað grasfræ: Engmo vallarfoxgras Túnvingull Vallarsveifgras Rýgresi (hraðvaxið, skammærtj íslenzkt snarrótarfræ Fóðurkálsfræ: Mergkál Risasmjörkál :imj8 Rape Kale Silona Fóðurrófufræ: Aberdeen Purple Top Sáðhafrar: Svalöf Sólhafrar Birgðir takmarkaðar af sumum tegundum. Pantið í tíma. Mjólkurfélag Reykjavíkur Laugavegi 164 — Sími 11125. TIL SÖLU Byrjunarframkvæmdir á einbýlishúsi, á mjög góð um stað í Kópavogi eru til söiu. Húsnæðismálalán fylgir. j Upplýsingar í síma 4-15-85. M atreíðsla auðueld Bragðíð Ijúffengt Royal köldu búðingarnir dag var mikið frost um allt land, mest 19 stig á Egilsstöð- um, en Norðanlands var frost yfirleitt um 15 stig. Mörg flutningaskip hafa nú teppzt vegna íssins sem ligg ur fyrir landinu, og er víða landfastur. Blaðið hafði í dag tal af forsvarsmönnum útgerða félaganna sem eiga flutninga- skipin, og fara upplýsingar þeirra hér á eftir. Guðjón Teitsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins sagði að nú væru engar fastar áætlan ir hjá útgerðinni, vegna íss- ins. Herðubreið lagði af stað frá Kópaskeri í morgun klukk an sjö, og var ferðinni heítið á Austfjarðahafnir. Við Eauðu núpa varð skipið að snúa við. og kom klukkan fimm í dag til Húsavíkur. Fréttaritari Tímans á Húsavík, Þormóður Jónsson, átti tal við skipstjórann á Herðubreið, Stefán Nikulásson, við komuna til Húsavíkur, og sagði hann að þeir hefðu kom ízt fyrir Tjörnes með herkju- brögðum. Skjaldbreið fór í skyndiferð til Breiðafjarðar- hafna, með fóðurbæti, og er væntanleg^ til Reykjavíkur á morgun. Átti hún að ferma til Eyjafjarðarhafna, og fara aust ur um, en nú er allt í óvissu með ferðir skipsins norður. Esja fór til Vestfjarða í gær með vörur og marga farþega. Snýr hún við á ísafirði, en á laugardaginn átti hún að fara til Austfjarða, en óvíst er hvort af þeirri ferð verður. Herjólfur er í sínum föstu ferðum eins og venjulega, og Hekla er í klössun i Dan- mörku, og Þyrill fór þangað með lýsi. Hjörtur Hjartar, framkvæmda stjóri Skipadeildar SÍS, sagði að Stapafell hefði farið frá Akureyri í nótt, og siglt út í mynni Eyjafjarðar, þar sem það hefði beðið birtingar í morgun. Sigldi Stapafeli síðan í austur og að Rauðunúpum, en snéri þar við, og kom til Siglufjarðar síðla dags í dag, þar sem það bíður átekta. Dís arfell kom til Hornafjarðar í morgun frá útlöndum, og fer þaðan í fyrramálið norður með fjörðunum. Hvað langt það kemst er ekki vítað, en eftir útlitinu að dæma núna verður það varla langt, líklegast ekki lengra en til Djúpavogs. Leigu skipið Petrell kemur upp að austanverðu landinu í nótt, en ekki er vitað hvar það verður. Bakkafoss var á leið frá Aust fjörðum til Akureyrar, en varð að snúa við. Hélt skipíð fyrst til Seyðisfjarðar, en vegna þess hve hætt er við að ísinn loki Seyðisfirðí, færði skipið sig suður á Reyðarfjörð þar sem það verður í nótt að minnsta kosti, hvað svo sem síðar verður. Goðafoss er á leið frá Hull til Austfjarða, en í kvöld var ekki vítað hvort áætlun skipsins yrði breytt, vegna íssins. JAPANSKIR BÍLAR H'ramHa.o aí 24 slðu aprílbyrjun, og í maí kemur önnur sendingin. Þessi tvö skíp munu koma með 1330 Toyota-bíla til Erla Auto-Import, og verður þeim skipað á land í Fredericiu eða Ár- ósum í Danm., en í árslok er búist við, að 3 þús. Toyota bílar hafi ver ið fluttir frá Japan. Bílarnir verða síðan allir yfirfarnir í Danmörku, áður en þeir verða sendir áfram til kaupenda sinna í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og íslandi, að því er segir í tilkynningunni. Erla Auto-Import hefur yfir stórum varahlutalager að ráða í Dan- mörku, og verða varahlutir send- ir þaðan um alla Evrópu eftir þörfum. Úr „Stóru bílabókinni" fengum við þær upplýsingar, að Toyota framleiddi fjórar tegundir fólks- bíla, Corona, sem er stór bíll, Tiara og Trown, sem eru 4—5 manna bílar, og Publica, sem er lítill bíll, fyrir 2—3. RANNSÓKNASKIP Framn i A siðu 46 m langur og um 790 rúmlestir. Skipið verður smíðað sem alhliða rannsóknaskip, búið öllum nauð- synlegustu rannsóknartækjum, og veiðarfærum í fréttatilkynn ingu bygginganefndarinnar segir, að þar sem hér sé um að ræða skip af sérstakri gerð, þurfi mjög víðtækan undirbúning, og verður hann framkvæmdur að miklu leytl í samvinnu við rannsóknarstofnan ir erlendis og skipasmíðastöðvar, er mikla reynslu hafa í smíði slíkra skipa. . Kostnaðaráætlun um byggingu þessa rannsóknarskips liggur ekki fyrir, en þegar áætlun var síðast gerð um það var búizt við að skip milli 700 og 800 lestir myndi kosta um 30 milljónir króna, að því er blaðið hefur fregnað. Mannfagnaður í Njálsbúð PE-Hvolsvelli, miðvikudag. Um síðustu helgi bauð Kven- félagið Bergþóra í Vestur-Land- eyjahreppi Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi til mannfagnaðar, sem haldinn var í Njálsbúð. For- maður Bergþóru, frú Magnea Ág- ústsdóttir í Hemlu bauð gesti vel- komna og kynnti skemmtiatriði, sem öll voru hin beztu, þótt eigi væru þau sótt út fyrir sveitina. Milli skemmtiatriða söng tvöfald- ur karlakvartett heimamanna við frábærar undirtektir áheyrenda. Veitingar og dagskrá öll var gest- gjöfum til hins mesta sóma og samkoman hin ánægjulegasta. Frú Birna Frimannsdóttir formaður Einingar þakkaði fyrir hönd! kvenfélagskvenna og karla þeirra Aðalfundur trésmiðafélagsins Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur var haldinn sunnu- daginn 14. þ. m. Á fundinum flutti formaður félagsins og for- menn nefnda skýrslur um starf- semi félagsins á árinu. Trésmiðafélagið átti 65 ára af- mæli 10. desember s. 1. Kom þá einnig út saga félagsins: „Tré- smiðafélag Reykjavíkur 1899— 1964, sem Gils Guðmundsson rit- höfundur skráði. Var þessara tveggja merku atburða minnzt á veglegan hátt með hátíðafundi í Gamla bíó og hófi í Sigtúni. Félagið starfrækir skrifstofu í eigin húsnæði að Laufásvegi 8. Hefur starfsemi hennar aukizt mjög undanfarin ár með tilkomu ákvæðisvinnunnar. en allar upp- mælingar húsasmiða í Reykjavík og víðar eru reiknaðar út á skrif- stofunni. Auk þess hefur skrif- stofan á hendi margskonar þjón- ustustörf fyrir félagið, meðlimi þess og aðra sem þangað leita. Á aðalfundinum lagði stjórnin fram endurskoðaða reikninga þess fyr- ir síðasta ár. Samkvæmt þeim j námu styrkveitingar til félags-' manna á árinu rúmum fjögur hundruð þúsund krónum. Heildareign félagsins er nú rúm ar þrjár milljónir króna. Samþykkt var að hækka árgjald félagsmanna í kr. 1500.00 og mæl- ingagjald í 2%%. Við stjórnarkjör kom fram að- eins einn listi, listi uppstillingar- nefndar félagsins. Varð því sjálf- kjörið í stjóm og aðrar trúnað- arstöður. Stjórn félagsins er skipuð þess- um mönnum: Formaður Jón Sn. Þorleifsson, i varaform. Benedikt Davíðsson, rit! ari Hólmar Magnússon, vararitari) Marvin Hallmundsson, gjaldkeri Þórður Gíslason. í Trésmiðafélaginu eru nú 630 meðlimir. Framkvæmdastjóri félagsins er Jón Snorri Þorleifsson. Gjafir til Borgarneskirkju. í tilefni 5 ára afmælis Borgar- neskirkju gaf Stefanía Þorbjarn- ardóttir, organisti kirkjunnar, kr. 10.000,oo í orgelsjóð, ennfremur gaf Kirkjukórinn kr. 25.000,oo í sama tilefni til orgelsjóðs. Frið- rik Þórðarson gaf kr. 7.000,oo til minningar um móður sína Hall- dóru Vilhjálmsdóttur, Borgarnesi. Einnig var áður afhent frá frú Guðleifu Jónsdóttur og dótt- ur hennar Ásu Ólafsdóttur kr. 10.000,oo í skírnarfont, til minn- ingar um mann hennar og föður Ólaf Þórðarson járnsmið, Borgar nesi. Bachmannssystkini hafa gefið til orgelsjóðs kr. 10.000,oo til minningar um foreldra sína Guð- jón og Guðnínu Bachmann. Hjón in Stefán Ólafsson, skósmiður og Sigurbjörg Magnúsdóttir hafa gef iu ivii ivj uiiiii ötumcuiuiiiera-SLaii i kassa að verðmæti kr. 2.500,oo. Rótaryklúbbur Borgarness gaf 2 hökla og Lions-klúbburinn gaf flóðlýsingu á kirkjuna, auk þess hefur hreppsfélagið stutt kirkju- sjóðinn myndarlega. Samtök kvenna hafa haft árlegan bazar til ágóða fyrir orgelsjóð. Á þessu ári er 1 ráði að festa kaup á vönduðu pípu-orgeli, og er það von sóknarnefndar að gaml- ir og nýir Borgnesingar styðji þá framkvæmd. Þýzkur styrkur Háskólinn í Köln býður íslenzk um stúdent styrk til sumardval- ar þar við háskólann frá 1. maí til 31. júlí þ.á. Styrkurinn er 350 DM á mánuði eða samtals 1050 DM. Kennslugjald þarf styrkþegi ekki að greiða, og reynt verður að útvega honum vist á stúdenta- garði. Stúdent, sem leggur stund á germönsk fræði, mun að öðru jöfnu ganga fyrir. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands ekki síðar en 30. marz n.k. FRÍMERKJA- SAFNARAR Mikið af íslenzkum frí- merkjum fyrirliggjandi. Fyrirframgreiðsla. Sendið kr. 90 og þér fái^ verðlistann 1965, sendan burðargjaldsfrítt. Frímerkjasalan, Njálsgötu 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.