Alþýðublaðið - 15.03.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1928, Blaðsíða 3
JCLÞVÐUBLAÐIÐ 3 ÍNHIHflM X OlSEM Ef þér viljið fá verulega gott hveiti, þá biðjið um Cream of Manitoba, Glenora eða Canadian Maid Höfum einnig kökuhveiti: Onota, Buffalo. ÍO stk. 50 an. 20 stk. 1 kr. BRIDfiE Virginla-cigarettur. Tvær | í rauðum pökkum: Mildar tegundir j 1 bláum - Bragðmeirl. Báðar eru tegundirnar kaldar og ábyggilega langbeztn cigaretturnar, sem hér eru seldar við pessu verði. Heildsölubirgðir hjá Halldéri Eirikssynl, Hafnarstræti 22. Simi 175. til pess að halda prettvísinnj) í skefjum. Ekki getur Magjaús Guðmundsf- son afsakað sig með pví, að honr um séu ekkl vel kunn lögin um éígnarrétt og afnotarétt útlend- inga af fasteignum, pví lög pessi, sem hann nú sjálfur hjálpar út- lendu auðfélagi til að smjúga fimlega á bak við, eru að nokkru Ieyti hans verk., Hann var ritari allsherjarnefndar neðri deildar á þinginu 1919, sem málinu var vís- að tíl, og sem lagði eindregið til að frumvarpið yrði gert að lög- um. Þegar frumvarpið var fyrst bor- ið fram í pinginu 1919, fylgdi pví greinargerð, og stóð par meðal annars petta: „Smápjóðum er pað frægu NÆRFÖT gul og hvit. - Allar stærðir. - - Reynast bezt. - hin mesta hætta, að fasteignir peirra eða afnot, . . . lendi í höndum erlendra manna." 1 framsöguræðunni sagði sá, er málið flutti: „Þykir mér óliklegt, að til sé nokkur, sem álíti pörf- ina minni hér en t. d. í Noregi, par sem öllum er vitanlegt að á síðustu áratugum hefir hópur manna haft pað fyrir augum að auðga sjálfa sig á pví að selja útlend'ngum skika úr landinu." Nokkru síðar segir hann: „Þessar „Ættjarðarrætur", sem ég hefi leyft mér að neína svo, hafa peg- ar unnið landinu stórtjón með féglæfrum sínum og prangi með réttindi landsiins, enda selt alt, er peir hafa komist yfir.' . . Verður ekki á neinu séð, að a Magnús Guömundsson hafi pá verið á öðru máli en sá, sem framsöguna hafði, svo nærri ligg- ur, að það séu hans eigin orð, sem hér hitta hann. Það, sem sjá má af staðreynd- um pe'm, sem tilfærðar eru hér að framan, er pá petta: Otlenda oliufélagið Anglo Saxon Petro- leum Co. (og ef til vill A. S. Debenham í London) hafa látiÖ byggja olíustöð við Skerjafjörð, sem ásamt olíubirgðum og olíu- geymaskipinu, sem á að vera hér í strandferðum (og sigla undir ís- lenzkum fána!) kosta samtals 3 og 3V2 millj. króna. Til pess að fara á bak við íslenzk lög, og eingöngu í peim tilgangi, siofnar Magnús Guðmundsson og fjórir aðrir Islendingax „ShellfélagiÖ á íslandi". Félag petta leppar olíu- stöðina og olíubirgðirnar fyrjT ut- lenda félagið og stofnun pess hef- ir engan verzlunarlegain eðja yið- skiftalegan tilgang, pað er ein- göngu stofnaö til pesis að stunda leppmenskuna. Fyrir petta fær Magnús Guðmundsson (og hver hinna fjögurra) 2000 kiónur á ári, eftir pví sem segir í tilkynnimg- unni til hluthafaskráriinnar í Haifn- arfirði. Ætli pað verði ekki ein- hverjum á að segja að Magnús sé ódýr eftir gæðum? En hvenær byrjaði Magnús samband sitt við þessi útlendu ojíufélög? Var pað áður en hann réði því að einkasala landsins á steinolíu var lögð niður? Það er atriði, sem almenningur krefst að fá að vita. Alþlngi. Efri deild. Til n. d. voru send frv. um breytingu á innheimtu lsgkaups í Rvík, og frv. um breytingu á pinglýsing skjala. Sem lög var sampykt frv. um kynbætur nautgripa. Til 2. um- ræðu fór frv. um að bæta við sáttanefndarmanni í Reykjavík, en til 3. umræðu fóru pessi frv.: Frv. um að láta amtsbókasafn Færeyinga fá eintak af öllu prent- uðu, frv. um útvarp, frv. um sundhöilina og frv. um 25°/o gengisviðauka. Urðu umræður að- allega um prjú síðast nefndu málin. I viðvarpsmálinu benti Jón Baldvinsson á nauðsynina á pví, að pólitísk hluídrægni ætti' sér fekkl stað í sambandi við víðvarp, t. d. að fréttir væru ekki lesnar eingöngu upp úr einu hlaði eins og nú á sér stað. Á d jmsmála!1- ráðherranum var að heyra, að ekki væri víst að stjórnin. réðist pegar í pað að koma upp víð- varpsstöð, þótt iögin yrðu sam- pykt, aðalatriðið væri að - stðiön yrði góð, en ekki hvort hún kæmi hálfu árinu fyrr eða síðar. Jón Þorláksson var framsögu- maður nefndar að sundhallar- málinu og mælti eindregið með pví að frv. yrði sampykt. Sagðist hann viija pakka djmsmálaráð- herranum fyrir að hafa komið tfram með þetta mál, og kom mörgum petta á óvart, svo kalt hefir andað til sundhallarinnar frá íhaldsblöðunum og ýmsum í- haldsmönnum. Halldór Steinsison talaði á móti sundhöllinni og greiddi atkv. á móti frumvarp- inu. Það gerðu líka Jónas Krist- jánsson og Guðm. Ólafsson, en Páll Hermannsson, sem flutti til- lögu urn að lækka rikisstyrkinn niður í 75 pús. kr., greiddi atkv. með frv., þó hann kæmi ekki sinni tillögu fram. Frumvarp stjcrnarinnar um 25% gengisviðauikann var sent með þeirri breytingu til neðri deildar, að sampykt var breytingartil- laga Jóns Baldvinssonar um Mergð af eggjum Jafnvel á hin- um kSIdnstn vetrarmánuð Htll. — Sérfræðingar í alifngiarækt í Danmorku og Englandi. — Ráðunauturinn hjá „Aliíuglaræktunarfélagi Dana“ hr. C. W. Rasnrasaen~Igle~ kjæpgaapd, frú Agnes Seemann, Har- aldslund, Lyngby, Mr. Powel Owen, F.B. S. A. stjórnarmeðlimur í Counsil and Excutive of National utility Society, England, mæla öll með Karswoodhænsna óðursbiöndun.sem heimsins beztu og mest notuðu eggjafram- leiðandi fóðurblöndun. — Fru Hoífjæger- mesterSnde Dagmar Castenskjold nKongstedlandu skrifar eftirfarandi með- mæli: „Yðar ágæta hænsnafóður, „Kors- wood“, hefi ég notað síðustu 2 mánuði með mjög góðum árangri. Hænsnahópur minn, ca. 50 að tölu, hefir daglega orpið oq. 30—40 eggjum, jafnvel á hinum köldustu vetrar- mánuðum. — Fæst hjá kaupmönnum, mjöl- sölum og kaupfélögum í pökkum á2ö aura. í heildsöluhjáKarlSchultz&Co., Köbenhavn K. að fella niður gengisviðauk- ann af kaffi og sykri. Móti pví að fella niður gengis- viðai^kann á kaffi og sykri tal- aði aðallega Jónas Kristjánisson, en Erlingur svaraði. Sagði Jónas að kaffi væri óhollur drykkuú og 'tipm með gömlu bábiljuna um að útrýma mætti pví meÖ háum tollum. Eriingur spurði hvað fólk- ið ætti að drekka í staðinn fyrir kaffi, hvort pað ætti að vera upp á vatn og brauð, en Jónas svaraði ekki hvað ætti að koma í stað- inn. Neðri deild. í gærkveldi afgreiddi n. d. fjár- lögin til efri deildar. Skal hér getið nokkuxra breytingatifiagna við pau og afdrifa þeirra, er pær fengu. Sampykt var að veita alt að 10 þúsund kx. til slysavarna. Full- trúar Ai^ýð^flokksins lögðu til, að Slysavarnafélagi íslands væri veitt fé þetta. Orðabreytingin, scm var frá atvinnumálaráðherra (Tr. Þ.), mun varla vaida ne'nni breyt- id|pu par á f reynd, en mun hafa komið fram til pess að tryggja enin betur, að pingmenn sampyktu pessa einkar-nauðsynlegu fjárvcit- ingu, enda fór svo, að enginn gre'ddi atkvæði gegn henni. — Slysavamafélagið er nú að vinna að pví að fá bjöxgunarbát, sem kosta mun um eða yfir 100 pús- und kr. Er svo til ætlast, að hann hafi bækistöð sína í Sandjerði. Varatillagan um fjárvei ingu til Sjúkrasamlags Reykjavílur, til pess að vin-na að sambandi milli allra sjúkrasamlaga á land nu og stofnun nýrra samlaga, 1500 kr., var samþykt. Hins vegax var tillaga Héðiins og M. J. um lækkun skólagjalda feld með jöfnum atkvæðum (14 gegn 14). Námsskatíuxrm er pví óbreyttur. Fjárveitingar til verklegra fram- kvæmda voru hækkaðar að mun. (Símar, brýr, vegir vitabygging- ar.) Stjórninni var heimilað að ganga í ábyrgð fyrir lánum til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.