Alþýðublaðið - 03.05.1956, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.05.1956, Qupperneq 1
1 XXXVII. árg. Fimmtudagur 3. maí 195(5. 99. tbl. asfa móti og gangan tóksf vel HÁTÍÐAHÖLD verkalýðsins 1. maí tókust mjög vel í Reykjavík. Útifundurinn var mjög fjölsóttur, enda var veður afbragðsgott, Gangan var einnig fjölsótt og tókst vel. Hæst bar !í göngunni kröfuna: Eflum bandalag fólksins til sjávar og 'sveita. En aðrar meiriháttar kröfur voru: 40 siunda vinnu- vika. Gegn kjaraskerðingu og fyrir auknum kaupmætti launa. I ; ur. Björn Bjarnason, formaður Fulltrúaráðs yerkalýðsfélag- anna í Reykjayík, setti fundinn, en ræður fluttu Óskar Hall- grímssón, • formaður Félags ísl. rafvirkja, og Eðvárð Sigurðs- ■son, ritari Dágsb'rúnar. Björn Bjarnasöh flutti éinnig ræðu og sleit síðan fundi. VEI. HEPPNUÐ HÁTÍÐAHÖLD Veður var mjög gott 1. maí og gerði það sitt til þess að há- tíðahöldin tækjust vel. Var 1. maí 1956 mjög vel heppnaður og glæsilegur hátíðisdagur reyk vískrar alþýðu. Óskar Hallgrímsson. Upp úr kl. 1 fóru meðlimir verkalýðfsélaganna að safnast saman við Iðnó og kl. 2.10 lagði ijölmenn kröfuganga af stað undir fánum verkalýðsfélag- anna og kröfuspjöldum verka- lýðsins. Lúðrasveitin Svanur og Lúði'asveit verkalýðsins fóru í broddi fylkingar og léku bar- áttulög. Gengið var Vonar- stræti, Suðurgata, Aðalstræti, Hafnarstræti, Hverfisgata, Frakkastígur, Skólavörðustígur og Bankastræti á Lækjartorg. GÓÐUR ÚTIFUNDUR Á Lækjartorgi hófst útifund- Fjölbreylt skemmt- un verkalýðslél. á ísafirði 1. maf ÍSAFIRÐI í gær. , VERKALÝÐSFÉLÖGIN héidu 1. maí hátíðlegan hér með (skemmtun í Alþýðuhúsinu kl. 4 (e. h. Húsfyllir var. Til skemmt- unar var leikur Lúðrasveitar ísafjarðar, undir stjórn Harrvs Herlufsen, Haraldur Stígsson las upp, Björgvin Sighvatsson, formaður Verkalýðsfélagsins iBaldurs, flutti ræðu, feðgarnir Framhald á 7. síð*i. ................................ w ■ | Kommúnisíar sviku samkomu- | lag um 1. maí hátíðahöidin I ÞAU tíðindi gerðust á útifundinum í Reykjavík 1. I maí, er ræðumenn þeir, er auglýstir voru, höfðu lokið ; ræðum sínum og komið var að fundarlokum, að fundar- ; stjórinn Björn Bjarnason, form. Fulltrúaráðs verkalýðsfé- : laganna í Reykjavík, dró skrifaða ræðu upp úr vasa sínum j og hóf lestur hennar. Sviku kommúnistar með þessu fram j íerði sínu samkomulag það, er gert hafði verið um undir ; búning hátíðahaldanna. Samkvæmt því samkomulagi ; skyldu aðeins tvær ræður fluttar. Fundarstjóri skvldi að- j eins samkvæmt venju segja nokkur orð í upphafi fuud- ; ar og slíta fundi að ræðum loknum. Björn Bjarnason hélt ; sér við venjuna í upphafi fundarins, en er komið var að ; lokum fundarins, hegðaði hann sér sem auglýstur ræðu- : maður og hóf ræðuflutning, Jaðraði ræða lians öll viö á- » róður fyrir alþýðubandalagi kommúnista. Þessi frámkoma ; Björns Bjarnasonar hlýtur að teljast fáheyrð ósvffni. j Sannast liér enn einu sinni að kommúnistar eru ekki sam- j starfshæfir þar eð þeir svíkja alltaf ef þeir sjá sér færi á. Mannfjöldinn á Lækjartorgi 1. maí. — Ljósmynd: Stefán Nikulásson. Siglufirði fagnar samstarfi bænda og verkamanna Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. FULLTRÚARÁÐ AlþýSuflokksins á Siglufirði samþykkti síðastliðinn sunnudag að lýsa yfir ánægju með það víðtæka samstarf, er náðst hefur í iandsmálum með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Ályktun fundarins fer hér á * Ákl J. Jakobsson í kjöri fyrir Álþýðu- flokkinn á Siglu- firði. eftir: „Fundur haldinn í Fulltrúa ráði Alþýðuflokksfélagaiina á Siglufirði sunnudaginn 29. aprí 195G íýsir ánægju sinni yfir því víðtæka samstarfi, er nú hefur tekizt milli Al- þýðuflokksins og Framsóknar flokksins I landsmálum. Heit- ir fundurinn á allt Aiþýðu- flokksl'ólk að vinna sem bezt að glæsilegum sigri þessara flokka í hönd farandi alþing- iskosningum.“ KOSNINGANEFND KOSIN Á sama fundi voru þessir menn kosnir í kosninganefnd: ( Sigurjón Sæmundsson fonnað- ( ur. Kristján Sigurðsson. Magn- ' ús Blöndal, Gísli Sigúrðsson og í Sigrún Kristinsdóttir. Afli glæðist hjá Ólafsfjarðarbáíum. Fregn til Alþýðublaðsins. ÓLAFSFIRÐI í gær. LHMNIÐ er við að moka Lág- heiði og verður því verki lokið eftir 2—3 daga og verður þá akfært héðan. Snjólaust má teljast orðið með öllu. Veiði hefur glæðst allmikið. Hefur aflazt allsæmilega á hand færi nokkra daga undanfarið, og er það óvenjulegt á þessum tima, einkum þar eð fiskurinn hefur veiðst svo til alveg upp í landsteinum. Veiði hefur einnig glæðst á línu og togbátarnir hafa einnig fengið dágóðan afla. RM. Veðrið í dag Vaxandi austanátt; allhvass, dálítil rigning. Áki Jakobsson. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Áki Jakobsson lögfræðingur verði í kjöri fyrir Alþýðuflokk- inn á Siglufirði í alþingiskosn- ingunum í sumar. Framsóknar- flokkúrinn býður ekki fram þar, en styður framboð Áka. Áki Jakobsson íæddist 1. júií 1911 á Húsavík, sonur Jóns Á. Jakobssonar borgara Hálfdan- Framhald á 7. síðu. •>]

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.