Alþýðublaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1956, Blaðsíða 4
Afþýgublaðfg Laugardagur 5. maí 1956. Úígefandi: AlþýðuflokkuriiiB. Ritstjóri: Heigi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsoa. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Augiýsingasími; 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Samvizkan í ólagi ÞJÓÐVILJINN hefur í gær eftir ritstjóra Alþýðu- falaðsins, að engir séu hættu- legri baráttu alþýðunnar en menn á borð við Eðvarð Sig- urðsson, Bjöm Bjarnason og aðra forustumenn verkalýðs- félaganna úr Sósíalistaflokkn um. Hér er ógætilega farið með tilvitnanir, en hins veg- ar sízt að ástæðulausu að ræða málið dálítið nánar. Saga verkalýðsbaráttunn ar undanfarin ár leiðir í ljós, að samvinna jafnaðar- manna og kommúnista er Alþýðuflokknum engin frá gangssök. Þessir aðilár standa iðuíega hlið við hlið við að knýja fram réttindi og hagsbætur verkalýðsins. Eigi að síður er djúp stað- fést mllli Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. Þess gætir einnig í verkalýðs- máíunum. Kommúnistar ráðast jafnan á Alþýðu- flokksmenn að unnum sigri og bera þá verstu sökum. Minnisstæðast í því efni er tilræðið við Hannibal Valdi marsson eftir verkfallið mikla 1952. Þá kallaði Þjóðviljinn hann svikara við málstað verkalýðsins og kvað upp þann úrskurð, að sá maður mætti aldrei framar koma við sögu stéttabaráttunnar. Orsökin var auðvitað sú, að Hanni- bal var þá jafnaðarmaður og samkeppnisaðili komm- únista um fylgið í verka- lýðsfélögunum. Þessi við- horft gætu breytzt með skjótum hætti, ef kommún- istar færu að temja sér mannasiði. En ágreiningur- inn á vettvangi stjórnmál- anna hverfur ekki með öðru móti en því, að jafnaðar- mensi verði kommúnistar eða kommúnistar jafnaðar- menn. Alþýðuflokkurinn Ijær ekki máls á neinni stefnubreytingu. Og eim liggur ekkert fyrir um, að Eðvarð Sigurðsson, Björn Bjarnason eða aðrir forustu menn verkalýðsfélaganna úr Sósíalistaflokknum hafi látið sér segjast. Vissulega er vel farið, að jafnaðarmenn og kommún- istar beri gæfu til samvinnu um þau málefni verkalýðs- hreyfingarinnar, sem ekki eru ágreiningsefni. Ritstjóri Alþýðublaðsins þykist hafa lagt þeim málstað lið með góðum árangri, t. d. í síðasta verkfalli. En það samstarf getur ekki brúað bilið milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn fellur aldrei í faðminn á kommúnistum vegna vel- þóknunar á Eðvarði Sigurðs- syni og Birni Bjarnasyni. Hannibal Valdimarsson reyn ist heldur ekki þeim vanda vaxinn að breyta sundur- þykkja jafnaðarmanna og kommúnista í ást og ein- drægni með því að dulbúa Sósíalistaflokkinn og mis- nota Alþýðusambandið eins og hann virðist ímynda sér í fljótfærni sinni. Samstarf jafnaðarmanna og kommúnista um þjóð- málin almennt, eins og Þjóðviljinn kemst að orði, tekst því aðeins, að ágrein- ingur flokkanna verði jafn aður. Sú gerbreyting hugs- unarháttar og skoðana er óhugsanleg eins og stendur. Alþýðuflokkurinn fæst ekki til þess að trúa og treysta mönnunum, sem hafa sundr að íslenzkra alþýðu a£ þjón ustusemi við stjórnmála- stefnu, er enginn sannur ís lendingur getur aðhyllzt. Og þetta á við um fleiri en jafnaðarmenn. Ævintýri Einars Olgeirssonar og Hannibals Valdimarssonar hefur mistekizt af mörgum ástæðum. Alþýðuflokkur- inn sagði nei. Þjóðvarnar- flokkurinn lét ekki heldur glepjast. Málfundafélag jafnaðarmanna sprakk í loft upp við innlimunartil- raunina í kommúnistaflokk inn. Vinstri Framsóknar- mennirnir, sem Þjóðviljinn þóttist eiga von í, liafa sömuleiðis staðizt freisting una. Jafnvel fyrrverandi þingmenn Sósíalistaflokks- ins hafa kvatt herbúðir kommúnista og fást ekki til að Ieita þangað aftur. Þjóð- viljinn man áreiðanlega eft- ir nöfnum eins og Her- manni Guðimmdssyni, Þórði Benediktssyni og Áka Jakobssyni. Og allir vita hvernig fór fyrir Héðni heitnum Valdimarssyni. Ritstjóri Alþýðublaðsins hlýtur að ræða ágreininginn við kommúnista á þessum grundvelli. Þjóðviljinn er hins vegar tregur til sííks. Þeð sýnir og sannar, að sam- vizkan sé í ólagi. En þó bera mennirnir ekki gæfu til að skammast sín eins og drengj- um sæmir. Telft á tvœr hœttur angurgapans. WILLIAM E. R. PIDÐING- TON heitir maður nokkur brezkur. Hann tók þátt í síðari heimsstyrjöld, þá kornungur, og reyndist dugandi hermaður. Þó var einn Ijóður á ráði hans sem hermanns. Hann vissi flest bet- ur en yfirmenn hans, jafnvel herstjórnin brezka var síður en svo fjölvitur, hvað þá alvitur í hernaðarfræðum að hans dómi. Engu að síður virðast yfirmenn hans hafa haft öllu betra álit á honum en hann á þeim, þar eð þeir völdu hann í sveit fallhlífa hermanna, en til þess að geta talizt hlutgengur þar, verða menn að \æra hinir mestu garp ar, sem kunnugt er, ekki aðeins hvað líkamsburði og hreysti sner.tir, heldur og snarráðir, fífl djarfir og vígfúsir. Piddington var gæddur öllum þessum kost- um í ríkum mæli, sumum ef til vill í helzt til ríkum mæli. Þeg- ar þess er gætt, að ævintýraþrá hans var einnig sterkari en í meðallagí, er sízt að undra þótt það ætti fyrir honum að liggja að lenda í ýmsu, sem einstaka maður mun ef til vill öfunda hann af, — en flestir ekki. Piddington hafði lokið her- þjálfun sem fallhlífasveitarmað ur um það leyti sem innrás bandamanna í Þýzkaland hófst, og munaði því minnstu að hann yrði af öllum ævintýrunum. Sveit hans tók þó þátt í innrás- inni, var meira að segja látin svífa í fallhlífum niður á þýzka jörð, — en ekki til þess að berj- ast, heldur var henni fengið það hlutverk að gera við járnbraut- ir, svo að þær yrðu aftur akst- urshæfar. Þótti Piddington þar alli farið með hrausta stríðs- menn og bætti þó nokkuð úr skák að honum var fengið bif- hiól til afnota og hann gerður að sendiboða. En hvað stoðaði það? Aðrar brezkar hersveitir voru, ásamt rússneskum og bandarískum hersveitum, að vinna sigur á herjum Hitlers án virkrar þátt- töku hins baráttufúsa og rauð- hærða Piddingtons. Það þótti honum súrt í broti; hann vildi geta þakkað sér að einhverju leyti hrun og endanlegan ósig- ur þriðja ríkisins; en þar sem brezka herstjórnin virtist helzt vilja losna við að veita honum hlutdeild í þeim heiðri, afréð hann að verða sér úti um hann án hennar atbeina. Að vísu sótti hann um það, svona til mála- mynda, að vera sendur í bar- daga, en þegar þeirri beiðni hans var neitað, yfirgaf hann járnbrautalagningaherdeildina í leyfisleysi, barðist í þrjá daga með kanadískri hersveit: en þá varð nægilegt hlé á bardagan- um til þess að þeir kanadísku veittu því athygli að þessum rauðhærða Breta mundi vera ofaukið í liði þeirra. Sneri Pid- dington þá aftur til stöðva her- sveitar sinnar, ríðandi á bifhjóli sínu, og yfirmennirnir, sem ekki kunnu að meta bardaga- fýsn hans. guldu honum afrekið með sjö daga varðhaldi. Þegar varðhaldinu lauk. mælti ofursti hersveitarinnar við Piddington, að þar sem hann hefði nú sýnt það í verki að hann vildi berjast, skyldi hann enn sækja um leyfi til að vera settur í bardaga. Pidding- ton hugði ofurstann tala af ein- lægni og endurnýjaði umsókn- ina, sem hann fékk síðan í hend ur ofurstanum, vongóður um að nú mundi betur til takast. Leið nú nokkur tími, en ekki barst Piddington neitt svar við umsókninni. Tók honum að leiðast biðin, bandamenn sóttu sífellt fram, þýzki herinn hörf- aði sífellt undan, svo að það fór að verða hver síðastur að geta sér frægðarorð í orustum. Fór hann nú að spyrjast fyrir um urnsóknina með þeim árangri, að hann komst að því að ofurst- inn hafði haft hann að fífli og hent umsókninni í pappírskörf- una. Reiddist þá Piddington, og þótti sú smán sýnu verri en varðhaldið, kvaddi félaga sína, sem reyndu eftir megni að aftra honum farar, steig á bak bif- hjóli sínu og ók.í átt til víg- stöðvanna sem mest hann mátti. Er hann hafði ekið sem leið lá um nokkrar borgir og bæi, er báru greinileg merki þeirra á- taka, sem hann hafði ekki feng- ið að gerast þátttakandi í, tók hann að heyra skotdunur í fjarska. Fvrir utan sveitaþorp nokkurt fann hann birgðir þýzkra skotvopna og skotfæra í hlöðu, valdi þar þau, er hann hugði sér bezt henta, og að nokkrum klukkustundum liðn- um var hann kominn til vígvall- anna og í orustuna þar sem hún var horðúst. Ekki hafði hann þó lengi barizt er liðþjálfi skozkur veitti honum athygli og gerði herlögreglunni aðvart, sem tók Piddington höndum og fylgdi honum til herdeildar hans. Enn hlaut Piddington refs- ingu fvrir bardagafýsn sína. Og enn léí hann sér ekki segjast. Þegar hann var aftur orðinn ifrjáls ferða sinna, ! miklu að svo jiiiixnu leyti sem hægt er að 'segja það um hermenn, vopnað ist hann léttri vélbyssu og skammbyssu, tók sér gnægð skotvopna, brennivínsfleyg, á- . breiðu og eitthvert nesti, steig enn á bak bifhjóli sínu og hélt ! af stað, að þessu sinni til Tange- 'múnde, í átt til Gennep, og ók hratt í gegnum borgarrústir Múnster. Qxnabryggju og.Min- . den. í Hannover urðu fyrstu bandarísku hersveitirnar á vegi hans; veittist honum auðvelt að sannfæra þá bandarísku um að allt væri með felldu um ferðir hans og það svo, að þeir létu hann hafa benzín á geyma bifhjólsins, að hann gæti hald- ið áfram för sinni. Þegar kom jnorður fyrir Brúnsvick reynd- ist þjóðvegurinn honum með öllu ófær sökum bandarískra herflutninga. Gerði hann sér þá lítið fyrir, klippti sundur gadda , vírsgirðinguna við veginn, fór (yfir járnbrautarteina, komst á annan veg og ók eftir honum (um hríð unz hann hitti fyrir jbandaríska hermenn í skógar- jrjóðri, sem tóku honum hið bezta, gáfu honum mat og vind- linga, spurðu ekkert um ferðir- hans, en vísuðu honum leiðina til Gardelegen. Þaðan hélt hann ferðinni áfram til Tangemúnde, aðeins sextíu mílur vegar frá jsjálfri Berlín. Það var á bökk- J um Elbe, sem bandarískur vörð jur bað hann hæversklega að Framhald á 7. cíðu. Vi ■ m ■ 24 5.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.