Alþýðublaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.05.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. maí 1958 A I þýSublagið TANDUR bvœr og hreinsar allt. Viðkvæmustu lakkfletir sem sterkustu gólf, þynnstu næion- og skilkiíöt sem grófustu vinnuföt, hvers konar borðbúnaður úr málmi eða postulíni—allt verður jafn skínandi hreint og fógað úr TANDRI, því að TANDUR er sterkt og öruggt hreinsunarefhi, en samtímis afar milt og algjör- legalega skaðl'aust. Allt, sem þolir vatn, þolir einnig TANDUR. Ttmdur gerir tandurhreint, H AF-M'Afi Fi RDí r w Kona læknisins Frönsk-ítölsk stórmynd. — Kvikmyndasagan kom sem framlialdssaga í „Sunnudagsblaðinu.“ Aðalhlutverk: Þrjú stærstu nöfnin í franskri kvikmyndalist: Michele Morgan —- Jean Gabin og Daniel Gelin. Danskur skýringartextL — Myndin hefur ekld yeriS sýnd áður hér á landi. Sýnd klukkar. 7 og 9, hontna Reykjavíkur-revya í 2 þáttum, 6 ,,at“-riðum. 9. sýning annað kvöld klukkan 11,30. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói í dag og á morgun eftir klukkan 2. ATH. Vegna mikillar aðsóknar er fólki ráðlagt að tryggjá' sér aðgöngumiða í tíma. (Frh. af 5. síðu.) rýrðir á einn eða annan hátt. Til þess að bægja þeirri hættu frá er þörf á aðstoð og fræðslu þeirra eldri. En yngri kynslóðin ásamt þeirri eldri ætti að geta á- rekstralaust stáðið saman úm að kallandi endurbætur á fengn- um umbótum, með tilliti til breyttra aðstæðna á hverjum tíma. HAPPADRJÚG ÞRÖUN Við höfum þrátt fyrir allt á- stæðu til þess að vera bjartsýn á að okkur megi takast að koma þessari þróun á, því að þróun- arleiðin hefur orðið íslenzkri alþýðu happadrýgri en skyndi- upphlaupin og ævintýrin, sem frekast hafa skaðað og torveld- að okkar ágæta málstað. Með þróunarleiðinni á ég við hið markvísa og sleitulausa strit fyrir sjálfum málefnunum og að undansláttarlaust sé stað ið á fyllsta lagalega rétti þeirr- ar löggjafar, sem til er orðin fýrir baráttu alþýðusamtak- anna — vinnulöggjafarinnar, sem nú markar hið lagalega starfssvið samtakanna. En um þessa löggjöf mætti halda sér- staka ræðu, en hér skal þó að- eins á það minnzt, að þeir, sem hatrammast börðust gegn henni innan alþýðusamtakanna, er hún var að lögum gerð, eru nú háværastir um nauðsyn hennar. Ef við nú gerum ráð fyrir að vera sammála um það, sem á undan er sagt, hvaða starfsað- ferð er þá fýsilegust til árang- urs? Þegar við leiðum hugann að þeim baráttuaðferðum, sem okkur er boðið upp á af ýmsum leiðandi mönnum verkalýðs- hreyfingarinnár, þá virðast mér uppi þrjár meginstefnur. EÉg' hef ennþá engan heyrt, sem kjark hefur til þess að mót mæla þeirri nauðsyn, að verka- lýðssamtökin ættu sem sterkust ítök á vettvangi löggjafans — þ. e. á alþingi — til þess að verja fengin lagaákvæði, er. með limi samtakanna snerta sérstak lega og þá jafnframt til auk- inna réttinda og nauðsynlegra endurbóta og jaínvel lögfest- inga þeirra ákvæða, sem út úr átökum atvinnurekenda og okk ar koma, þarf sína vökumenn. Og hverjar eru þá þessar leið 1 ir? 1. Það er hægt, segja nokkrir, að koma fram og verja bai'áttu- mál verkalýðssamtakanna með mönnum eða þingfulltráum, sem engra hagsmuna eða skyldna hafa þar að gæta, sam- anber flokkur allra stétta. Ég held, að óhætt sé að af- skrifa þessa leið í hugum allra þeirra verkalýðssinna, sem vilja raunhæft um þessi mál hugsa, og þurfi því ekki frekari skýr- inga við. 2. Yerkalýðshreyfingin á sjálf að taka virkan þátt í stjórnmála átökunum og gegna jafnframt hlutverki stjórnmálaflokks og' hinnar faglegu hliðar segir einn hópurinn. Vissulega er þetta álcjósanleg aðstaða. En staðreyndirnar sýna okkur, að þetta er ekki jafnauð velt í framkvæmd. Það er sann anlegt, að innan allra starfandi stjórnmálaflokka í landinu er hluti hinna félagsbundnu karla og kvenna úr verkalýðshreyfing unni. Verkalýðshreyfingin myndi því ekki uppskera það fylgi, sem hún í raun réttri ætti, og í annan stað myndi hinni faglegu einingu stefnt í bráða hættu með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. 3. Af framantöldu verður aug Ijóst, að verkalýðshreyfingin þarf að eiga bandamenn í öðr- um stéttum, sem næst henni standa og líkra eða sameigin- legra hagsmuna hafa að gæta, og ná á þann hátt þeim ítökum, sem engan greinir á um að henni eru nauðsynleg til þess að verja og sækja sín mál á vettvangi löggjafans. Þetta verður þó ekki ger til hlítar, nema með sterkum ítökum hinna vinnandi stétta og algjöru meirihlutavaldi fulltrúa þeirra í slíkum hópi. En þar verður af framantöldum ástæðum að skilja skýrt á milli hlutverks alþýðusamtakanna og stjórn- málasamtaka. Ég hef hér með fáum orðum reynt að draga upp mynd þess, sem' í mínum huga er mest nauðsvn á að hugað sé að á þess um hátíðis- og sigurdegi verka- lýðsins um allan heim. íslenzkum verkalýð eru eng'- in mál þjóðarinnar óviðkom- andi, því að jafnframt þeirri á- byrgð og þeim skyldum, sem á okkur hvíía við félög okkar og heildarsamtök, þá eru skyldur okkar við þjóðfélagið í heild samhliða. Þetta þýðir, að félög- in eiga sem heild skyldurnar við óbornar kynslóðir. Jafnframt því að strengja þess heit í dag að reynast trúir þessum skyldum, þá ber að þakka allt það, sem unnið hefur verið í þágu samtakanna og' ein stakra eldri verkalýðsfélaga sl. 40—50 ár. Við skulum einnig minnast þeirra skyldna, sem á herðum okkar hvíla, um að verja hinn fengna árangur. Það eru raun- hæfustu þakkirnar til barut- ryðjendanna. Aðstæðurnar til þess að írarn kvæma og uppfylla þessar lang- þráðu óskir hafa aldrei verið betri en einmitt nú, þegar viS njótum í svo ríkum mæli ávaxt anna af aírekum brautryðjend- anna og hins þögla fjölda, er dyggilega fylgdi- þeim. Góðir félagar! Með bjartsýni um velferð bar áttumála okkar í huga óska ég ykkur gleðilegrar hátíðar. fyrkir (Frh. af 4. síðu.) Eyst. Tryggvas., veðurfr. 2500 Eyþór Einarsson, grasafr. 2500 Ginnur Guðm.s., fuglafr. 4000 Geir Gígja, skordýrafr. 1500 Guðbr. Magnúss., kennaii 1500 Guðm. Kjartanss., jarðfr. 400Q' Hálfdán Björnsson frá Kví- skerjum 15.00 Ingimar Óskarss., grasafr. 2500 Ingólfur Davíðss., grasafr. 2500 Ingvar Hallgrímss., fiskifr. 2500' Jakob Magnússon, fiskifr. 2500 Jóhannes Áskelss., jarðfr. 400Q Jón Jónsson, fiskifr. 2500 Jón Jónsson, jarðfr. 2500 Jónas Jakobsson, veðurfr. 2500 Kristján Geirmundsson, taxi- dermist 1500 Ólafur Jónsson, ráðun. 1500 Sigurður Jónss., náttúr.ufr. 1500 Sigurður Péturss., gerlafr. 2500 Sigurður Þórarins., jarðfr. 4000 Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari 4000 Tómas Tryggvas., jarðfr. 1500 Unnsteinn Stefánsson, efna- fræðingur 2000 Þorleifur Einarsson, stud.. geol. 200Ö Þ.orsteinn Einarsson, íþrótta- fulllrúi 1500 Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri 2000 —----------*■ -_________ Aíhugasemd (Frh. af 5. síðu.l Að síðustu viljum við beina þeim tilmælum til þeirra manna, sem eru meðlimir í trún aðarmannaráði félagsins, að ef þeir fara aftur á stúfana með mótmæli eða athugasemd í dag blöðin að gera þá svo vel, aS birta sín eigin nöfn þar undir, en ekki nafn trúnaðarmanna- ráðs Verkalýðsfélags Hólma- víkur. Hólmavík, 30. apríl 1956. í stjórn Verkalýðsfélags Hólmavíkur. Hans Sigurðsson, Pétur Bergsveinsson, Magnús Svelnssoö, Bjarni Halldórsson, Þorkell Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.