Alþýðublaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.05.1956, Blaðsíða 4
At þýSublaSia Miðvikudagur 9. maí 1956 Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjdri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarson. Elaðanienn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Kitstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuðL Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Mciður líttu þér nœr! r TVÍSÖNGUR andstæðing- anna heldur áfram. Morgun- blaðið sagði á dögunum, að bandalag Alþýðuflokksins og Eramsóknarflokksins eigi að Uyggja Alþýðuflokknum margfalt atkvæðamagn á við það, sem honum beri. Þjóð- viljinn boðar hins vegar í gær, að AlþýðufIþkkurinn sé ekki lengur til sem sjálfstæð samtök, þar eð hann bjóði fram í miklum minnihluta kjördæmu og ætlist til þess, að 2000 kjósendur, sem greiddu honum atkvæði síð- ast, styðji nú Framsókn. Samræminu er svo sem ekki fyrir að fara í málflutningi vinanna á Morgunblaðinu og Þjóðviljanum fremur en fyrri daginn. Þar rekur sig eitt á annars horn. Afstaða Morgunblaðsins er skiljanleg. Það óttast, að bandalag Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins fái hreinan meirihluía í næstu kosningum og íhaldinu verði þar með þokað til hliðar. Morgunblaðið liugs- ar til þess með sáran sting gegnum hagsmunahjartað, að Alþýðuflokkurinn verði stærri og sterkari en nokkru sinni fyrr að kosn- ingunum loknum. Stefna hans hefur sigrað í dægur- málabaráttunni. Alþýðu- flokknum auðnast að sam- eina vinstri öflin með það fyrir augum að losa ís- Ienzkt þjóðfélag við úrslita aðstöðu öfgaflokkanna. — Þannig er andúð íhaldsins og kommúnista til komin. Báðir aðilarnir kenna Ál- þýðuflokknum réttilega um þá tilraun, sem nú er gerð og allir lýðræðissinnaðir umbótamenn tengja við miklar vonir um réttlátari og farsælli stjórn landsins í framtíðinni. Málflutningur Þjóðviljans er sprottinn af sömu hvöt- Endurtekin spurning ÚTSÝN færist undan því að svara spurningunni, sem Alþýðublaðið hefur undan- farið beint til bræðranna Valdimarssona. Hún er þessi: Að hvaða leyti eru kommún- istar samstarfshæfari nú en 1938, þegar Hannibal og Finnbogi Rútur máttu ekki heyra þá eða sjá? Spumingin er endurtekin í þeim tilgangi að freista rök- ræðna við Hannibal Valdi- um og kveinstafir Morgun- blaðsins, en áróðurstæknin meiri og ófyrirleitnin aug- ljósari. Kommúnistar reyna að leyna þeim ótta, sem íhald ið fær ekki dulið. En blekk- ingar þeirra eru barnalegar í ljósi staðreyndanna. Mun- urinn á Alþýðuflokknum og Sósíaiistaflokknum er tal- andi tákn þeirrar heillavæn- legu þróunar, sem koma skal í íslenzkum stjórnmálum. Viðhorfin eru í örfáum orð- um þessi: Alþýðuflokkurinn ætlast til þess, að 2000 kjósendur, sem kusu hann síðast, styðji nú frambjóðendur Framsóknarflokksins. Þar með fær hann aðstöðu til að auka fylgi sitt um allt að 5000 atkvæði og verða aðili að nýjum landsstjórnar- meirihluta. Kommúnistum finnst þetta lítilmótlegt hlutskipti. Sjálfir misstu þeir í síðustu kosningum sama atkvæðamagn og Al- þýðuflokkurinn Ieggur nú Framsóknarflokknum að mörkurn til að fá meiri- hlutaaðstöðu með honum á alþingi næsta kjörtímabil. Og hver er svo að öðru leyti hlutur kommúnista í kosn- ingabaráttunni? Flokkur- inn, sem gefur út Þjóðvilj- an, býður hvergi fram að þessu sinni. Hann hefur orðið aö dulbúast eins og þjófur á flótta undan rétt- vísinni. Sósíalistaflokkur- inn hræðist dóm kjósend- anna og fer þess vegna huldu höfði. Hann fær eng- an þingmann. Stefna hans verður áhrifalaus eftir kosn ingar. Alþýðubandalagið, sem leysa á Sósíalistaflokk- inn af hólmi er braslcara- fyrirtæki, sem fer á haus- inn fyrr en varir. Og svo þykist ritstjóri Þjóðviljans þess umkominn að leggja Alþýðuflokknum Hfsregl- urnar. Maður Iíttu þér nær! í DAG — 9. maí 1956 — eru liðin 70 ár frá því að Unglinga- j reglan hóf starf hér á landi. — Unglingareglan er grein af stofni Góðtemplarareglunnar,! en hún var, sem kunnugt er, síofnuð í Bandaríkjunum árið 1851. Nokkrum árum síðar, eða 1 árið 1860, kom fram tilaga á hástúkuþingi um, að stofna barnadeildir innan reglunnar. Fyrsta barnastúkan — eða barnamusterið, eins og þær nefndust í fyrstu — var þó ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1874. Barnastúkurnar allar mvnduðu síðan þá félagsheild, sem nefnd er Unglingareglan. j Yfirmaður dtennar nefnist stór- gæzlumaður unglingastarfs, og 1 var embætti hans stofnað um svipað leyti og fyrsta barna- [ stúkan. I TILGANGUR I Tilgangurinn með stofnun þessara barnadeilda var fyrst og fremst sá, að veita börnum og unglingum fræðslu um hug- sjónir Góðtemplarareglunnar, sem eru fyrst og fremst: Bræðralag allra manna, efling bindindis og útrýming áfengis- nautnar. Hugðust forvígismenn reglunnar skapa þannig góða liðsmenn úr ungum efniviði. Unglingareglunni voru valin einkunnarorðin: Sannleikur, kærleikur, sakleysi. Um leið og börnin gengu í regluna, lofuðu þau að forðast áfengisnautn, tó baksnautn, peningaspil og ilít orðbragð. Er þetta enn sú skuld binding, sem þau gangast und- ir að því síðasta undanskildu, en þó er þeim talið skylt að forðast Ijótt orðbragð. Þetta lof orð er nú tekið af börnum 8 ára og eldri. Frá upphafi starfs ins hefur börnunum verið kennt að temja sér góða siði, hjálpfýsi og hlýðni við foreldra og kennara. nar f i í hverri umdæmisstúku (þær eru 4) og einn í hverri þing- stúku, en þær eru ein í hverju lögsagnarumdæmi, þar sem 3 eða fleiri stúkur eru.) Hver barnastúka hefur gæzlumenn, einn eða fleiri. Að öðru leyti skipa börnin sjálf öll embætti. Jafnan er reynt að láta sem flesta félaga taka þátt í starf- inu. — Aðalgæzlumenn Ung- lingareglunnar síðasta áratug- inn hafa verið þau Hannes J. Magnússo nskólastjóri, 1946— 48. frú Þóra Jónsdóttir, Siglu- firði, 1948—54 og Gissur Páls- son rafvirkjameistari síðan. FJÁRHAGUR Um fjárhag Unglingareglunn ar er það að segja. að hann hef- ur farið batnandi síðustu árin. Arið 1946 eru eignir taldar 30 131,00. en 1955 kr. 173 253,00. Styrkur Stórstúku íslands hef- ur síðustu árin verið 10 000,00 kr. á ári. Hefur honum verið varið til útbreiðslustarfs og til styrktar námskeiðum IJngtempl araráðs Reykjavílcur að Jaðri, en þau hófust árið 1948. Börnin læra þar gróðursetningu og hirð iiigu plantna, ýmsa innivinnu, leiki o. fl. Hafa þessi námskeið verið fjölsótt og vinsæl. STARFÍÐ Félagsskapur Ungtsmplara hefur jafnan haft margvíslega starfsemi með höndum vetur og sumar. Fundirnir setja aðal- svipinn á vetrarstarfið, ferðalög og námskeið á sumarstarfið. Börnin sjálf eru látin starfa sem allra mest. Þau inna af hendi margbreytt starf á fundunum, sem allt miöar að auknum þroska, andlegum og líkamleg- um. Leiðtogar barnanna — gæzlumennirnir — fórna mikl- um tíma og kröftum vegna þessa starfs, sumir áratugum saman og ævilangt. Margir viðurkenna að verðleikum starf barnastúknanna og vilja láta börn sín njóta leiðsagnar þeirra, enda eru þær hinn bezti skóla á margan hátt. Hafa gamlir barnastúkufélagar oft valizt til forustu í öðrum félögum síðar á ævinni, ekki sízt vegna þjálf- unar og kunnáttu á sviði fund- arskapa og félagsmála. Auk venjulegra fundarstarfa gera börnin sitt hvað sér til skemmt. unar á hverjurn fundi. Sögur eru lesnar, leikrit og kvikmvnd (sýnd, svo að eitthvað sé nefnt. I Jólaskemmtanir heldur hver stúka árlega. Stúkur í ólíkum (Frh. á 7. síðu.) i ** # ^ {( marsson og Finnboga Rút bróður hans um málefna- grundvöll samstarfs þeirra við kommúnista. Bræðurnir fást hins vegar ekki til að svara. Þeir missa mátt í tungu og höndum, þegar kemur að þessu atriSi. Ekk- ert sýnir betur ólánsskap þeirra og rökþrot. Þögnin er líka svar. En til hvers er fyr- ir málefnalausa nienn að gefa út fjölskyldublað? ÆSKAN NR. 1. Starf Unglingareglunnar hér á landi hefst með stofnun barna stúkunnar „Æskan“ nr. 1. Björn Pálsson Ijósmyndari stofnaði hana 9. maí 1886. Stofn félagar voru 30. Fyrsti æðsti templar stúkunnar var sr. Frið- rik heitinn Hallgrímsson, þá 13 ára gamall, og fyrsti gæzlumað- ur Björn Pálsson. Verndarstúka Æskunnar var st. Verðandi nr. 9 og er það enn ásamt st. Ein- ingin nr. 14. ,,Æskan“ er fyrsta barnafélag, sem stofnað var hér á landi. útbreiðslan Þetta sama ár voru stofnaðar 4 barnastúkur til viðbótar, og voru félagar orðnir tæp 200 í árslok. Næstu árin fjölgaði þeim jafnt og þétt. Árið 1911 — á 25 ára afmælinu — voru barna- istúkurnar orðnar 40 og töldu 2400 félaga. Árið 1946 voru þær 160 með rúmum 6000 félögum. Síðasta áratuginn hefur félaga- tala enn aukizt, þannig að fé- lagar eru nú 6400 í 60 barna- stúkum. STJÓRN Frá árinu 1925 hefur Ung- lingareglan háð þing árlega. Þing þetta er þó einungis ráð- gefandi. Framkvæmdavaldið er í höndum stórgæzlunianns ung- lingastarfs og stórstúkuþings, sem á sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. (Hann hefur sér til aðstoðar einn gæzlumann Sýning Veturliða HÉR um árið, þegar Vetur- liði hélt sýningu sína, var það von manna að þarna væri að rísa upp einn meðal hinna yngri málara, sem ætlaði að taka upp þráðinn þar, sem gömlu málararnir koma til með að hverfa frá, í þróttmikilli túlkun hinnar íslenzku náttúru í fegurð sinni og mikilfengleik. Að vísu var hann þá enn ekki fullþroska á því sviði, en verk þau, er hann sýndi, gáfu góðar vónir. Nú hefur Veturliði opnað sýningu á ný, en hvað ber hér fyrir augu? Það er vissulega þroskaðri málari, sem hér er á ferð, en ekki á því sviði, sem hann var áður á: Landsýn hefur hingað til þótt ágætis yrkisefni, ekki sízt málurum, en fáa hygg ég hafa fundið þörf til að lita austur- lenzka stafi á léreft er þeir vildu túlka landsýn, 1 það minnsta ef hún átti að vera ís- lenzk, en Veturliði hefur kann- ske austurlenzka landsýn í huga. Þannig er nú komið, að Vet- urliði virðist leggja aðaláherzl- una á þá tegund listar, sem viss hópur manna skilur ofurvel og sér þá í myndunum andlit, stiga og ýmislegt annað, sem hvorki er eða á að vera samkvæmt ætl un Iistamannsins eða lögmáli listarinnar. Og því ber ekki að .neita að Veturliði hefur náð I furðugóðum þroska á þeim tíma er hann hefur varið í nám þess- arar tegundar myndlistar. Hann hefur náð tökum á margs konar tækni í túlkun sinni og í mörg- um tilfellum er skemmtilegur persónuleiki í myndum hans, sem skipar honum á bekk með betri listamönnum okkar. Þar eru sérstaklega ýmsar af smærri myndum hans, hinar „figurativu“, sem velcja athygli eins og myndir hans frá Róm, sem vissulega eru verk þrosk- aðs listamanns. Capri er einnig eftirtektar- vert dæmi upp á túlkun hans á því, sem myndar aðalatriði myndarinnar, en hann sleppir sannarlega aukaatriðunum. — Þess háttar túlkun má finna í einhverju fullkomnasta dæmi sínu í skreytingu Picasso á kap ellu í klaustri einu, en þar mál- ar hann krossgöngumyndir í þessum stíl, sem getur verið hrífandi ef vel er á haldið. Er Veturliði enn búinn að finna sjálfan sig? spyr maður eftir að hafa skoðað þessa sýn- ingu hans. Jú, hann er búinn að því, en reynir hann ekki að ná tökum á ýmsu, sem hann undir niðri hefur ekki löngun til að ná tökum á? Og enn ein spurning vaknar við skoðun. sýningarinnar. Býr ekki enn í Veturliða tjáningarþörf á ís- lenzkri náttúru, sem enn hefur ekki fengið fulla útrás? Það væri óskandi, þó svo að Veiur- jliði sé sannarlega góður á því I sviði, sem hann nú hefur valíð > sér. S.Þ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.