Alþýðublaðið - 10.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1956, Blaðsíða 4
AlþySuhlaðia Fimmtudagur 10. maí 1Í556 Úigefandi: Alþýðuflökkuriim. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sfgvaldi Hjálmarson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími'. 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Hvar er Konni? MORGUNBLAÐIÐ Lyt- ur enn þann boðskap. að fundahöld Alþýðuflokksins Dg Framsóknarflokksins víðs vegar um land séu tal- andi tákn hræðslunnar viö kjósendur! Með öðrum orð- um: Mennirnir, sem ræða málefnin í áheyrn þjóðar- innar, eru hræddir við kjós- endur, en hinir, er sitja heima og forðast fólkið, eiga sigurinn vísan. Þetta er Morgunblaðsspeki, sem seg- Staðreyndirnar eru líins vegar í mikilli mótsögri við málflutning Morgunblaðs- ins. Fundir Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokks- ins eru mjög fjölsóttir og bera vitni um almennan á- huga. Sums staðar er kosningaundirbúningusinn lflcastur því sem kjördagur- inn væri um næstu hclgi. Og þetta er einmitt árang- ur þess að ræða málefuin í áheyrn þjóðarinnar og gefa fólkinu kost á því að taka þátt í umræðunum, setja fram skoðanir sínar og áhugamál og marka af- stöðuna í kosningabavátt- unni. Hræðslubandalagið þarf ekki á skemmtikröft- um að halda til að málsvör- um þess sé veitt áheyrn og athygli. En Sjálfstæðis- flokkurinn forðast umræð- ur eins og heitan eldinn, þegar undan er skilin þátt- taka Gísla Jónssonar í fundum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í Barðastrandarsýslu. Hann leitar í fjölmennið til að kveðja. Þegjandaskapur íhaldsins sýnir og sannar, hvað það tei ur sig standa höllum fæti á glímupalli opinberra um- ræðna. Sjálfstæðisflokkur- inn á ýmsum snjöllum ræðu Rógur dánarbúsins ÞJÓÐVILJINN kallar Al- þýðuflokkinn hlutafélag og ber honum á brýn þjófnaö. En væri ekki ástæða til þess fýrir skriffinna kommúnista blaðsins að athuga, hvað Finnbogi Rútur og Hannibal Valdimarsson höfðu að segja á sínum tíma um eignarná! verkalýðsfélaganna í Reykja vík? Umsagnir þeirra eru at hyglisvert fylgisskjal með úr Krústjov lét berast með streumnum - mönnum á að skipa. En þeir láta ekki til sín hr,ira. Hvers vegna ekki? Svarið liggur í augum uppi. Menn- ina vantar málefni. Þeir telja ráðlegast að sætta sig við flokksfundi. En þeir reynast ósköp fásóttir og svara því naumast kostnaði. Meginor sök þess er sú, að Sjálfstæð isflokkurinn hefur ir.isst bezta skemmtiatriði sitt með einhverjum einkenni- iegum hætti. Hér er átt við togleðms strákinn Konna, sem undan farin ár hefur fengið fóJk til að koma á fundi og skemmtanir Sjálfstæðis- flokksins og sætta sig við að hlusta á Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Nu er engu líkara en Konni hafi sagt skilið við íhaldið. Hann kemur hvergi við sögu í kosningabaráttumii, íhaldið verður þess vegna að koma sér upp nýju skemmtiatriði. Hvernig væri að nota tónlistavá- huga Bjarna Benediktsson ar í flokksþágu og láta hann syngja á almanna- færi? Eitthvað verður að gera í tilbreytingarskyni fyrst íhaldið er orðið hrætt við Konna eða togleöurs- strákurinn orðinn andvíg- ur Ólafi og Bjarna. En síð- ast af öllu mun Sjálfstæðis flokkurinn grípa til þess ráðs að reyna að rökræða málefni sín í áheyrn þjóð- arinnar eins og Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar flokkurinn. Það væri hræðslumerki að dómi Morgunblaðsins og spek- inganna í Holsteini! Hræðslubandalagið mun aftur á móti halda funda- höldunum áfram. Það hefur heldur ekki misst neinn Konna. skurði dómstólanna. Annars lætur Alþýðublaö ið sér í léttu rúmi liggja. þó að dánarbú Sósíalistaflokks- ins rifji upp gamlan og dæmdan róg í rökþrotum sínum og vonbrigðum. Hitt er talandi tákn um siðferði Valdimarssona í nýju vist- inni, að þeir skuli levfa róg inn, sem þeim var áður við urstyggð. ISAAC DEUTSCHER, höf- undur hinnar miklu og frægu ævisögu Stalins, vinnur nú að því að skjrifa ævílsögu Trot- skys. Að undanförnu hefur hann dvalizt í Noregi til að afla sér upplýsinga um dvöl Trotskys þar 1936—37. Isaac Deutcher var einn af sambylt- ingarmönnum þeirra Lenins, Trotskys og Stalins, en fór út af línunni og hefur síðan gerzt sagnfræðingur byltingariima- bilsins. Norskir blaðamenn áttu tal við hann í Osló og inntu hann álits varðandi þróun málanna í Moskva að undanförnu. Fór- ust honum meðal annars orð á þessa leið. KOM EKK.I Á ÓVAET. Ekkert af því, sem fram hef- ur komið að undanförnu, reynist meira en ég vissi Því til sönnunar get ég bent á það, að ég tel mig ekki þurfa að breyta einni einustu setningu í ritverki mínu um ævi Stal- ins vegna þeirra „upplýsinga“ sem félagar hans hafa um hann gefið. Ef til vill getur afsiöðu- breytingin gagnvart Stalin orðið sterkari en staðreyndir standa til, enda þótt sú sé ekki raunin enn sem komið er. Eg hef ekki talið Stalin einan eiga sök á öllu, sem úrhendis fór, enda tel ég það ekki rétt. Félagar hans legg'ja mikla á- herzlu á það, að hann hafi gerzt einráður í flokknum, en sést yfir það, að það gat hann etiki orðið nema fyrir þeirra at- beina, beinlínis og óbeinlínis. Þeir, sem gera einn mann á- byrgan fyrir öllu því, gera að honum harðari hríð en sagn- fræðingar, er reyna að lesa atburðarásina hlutlaust niður í kjölinn. SAGNFRÆÐILEGT RÉTTLÆTI. Eg tel með öllu ósennilcgt, 'að rússneskum sagnfræðingum takizt að halda dómi Stalins yfir Trotsky óbreyttum í aug- um almennings, um leið og þeir rífa niður Stalindýrkun- ina. Þeir hljóta að neyðast til að segja sannleikann. Eg er ekki neinn dullliiúarsinni, en einmitt það, sem nú hefur ver- ið að gerast í Rússlandi, sann- færir mig um, að kenningin um hið svonefnda „sagnfræðiiega réttlæti“ hafi við rök að styðj- ast. Sannleikurinn er sterkari en nokkurt kenningavald. — Kvörn sögunnar getur mala<5 hægt, en að þessu sinni snýsí. hún hraðara en mig eða nokk- urn annan gat grunað fyrir 4 til 5 árum. í raun réttri höfðu ákærurnar frá Moskvarétta- réttarhöldunum þegar verið dæmdar dauðar og marklausar. MIKIL ÁTÖK. Vegna ónógra upplýsinga af gangi málanna á flokksþinginu gæti svo virzt sem þessi leið- rétting málanna hefði fyrst komið frá þeim æðstu, og þá fyrst og fremst Krútsjov. Hið sanna er, að á flokksþinginú urðu allmikil átök, og að það var einmitt Krústjov, sem beið að minnsta kosti hálían ósia- |ur. í upphafi þingsins kallaði hann hina gömlu andstæðinga Stalins ..þjóðniðinga". Það |var í .síðasta skiptið, sem þeir , voru nefndir því nafni á flokks- þinginu. Nú er aðeins talað um ,,frávik“, — ekki svik. —- fullnægir ekki menntaðri verkamannastétt. Eg tel Trotsky að mörgu leyti hafa staðið Lenin framar. enda þótt Lenin væri gæddur ýmsum eiginleikum, sem hinn skorti. Og sem sagnfræðingur ber Trotsky höfuð og herð'ar yfir alla þá, sem um bylcing- una hafa ritað. Titoisminn er nú sem stend- ur sterkari í Moskva en í sjálf- um leppríkjunum, en forustu- menn leppríkjanna eru hins vegar ekki þess umkomnir að hlýða eggjuninni frá Moskva og standa á eigin fótum. Það er haft eftir Krútsjov, er har.n var í Varsjá við jarðarför Bei- ruts forseta, að miðstjórnin þar gæti ekki vænzt þess léngur, að þeir í Moskva segðu henni fyrir verkum. Hins vegar verð- ur ekkert um það sagt, að svo stöddu, hver þróunin í lepp- ríkjunum kann að verða. Kirkjuvö Isaac Deutscher. Straumflóðið var svo öflugt, að Krútsjov neyddist til a3 láta berast með því. Stalinism- inn hefur sjálfur grafið sér þá gröf, sem hann er nú fallinn í, með iðnvæðingunni og rikis- uppeldi verkalýðsins. Nú eru 75% iðnaðarverkamanna í þungaiðnaðinum sérmenntaðir menn, en voru aðeins 25% fyr- ir tuttugu og fimm árum. Stjórnarhættir Stalins voru miðaðir við lítt menntað verka- fólk í smærri þorpum. En sú furðulega blanda af marxisma og einfeldnislegum átrúnaði FYRIR FORGONGU kirkju- kórs Bústaðasóknar, en organ- leikari og stjórnandi hans er Jón G. Þórarinsson, verður haldið kirkjukvöld í Háagerð- | isskóla að kvöldi uppstigning- ardags kl. 9,30. Aðalefni dag- skrárinnar er: Sóknarprestur flytur ávarpsorð. Þórir Kr. Þórðarson dósent flytur erindi. Söngur kirkjukórsins. Einsöng- ^ ur. Allir eru velkomnir og er !aðgangur ókeypis. | Kórinn hefur frá fyrstu tíð (verið mjög áhugasamur um allt er varðar starf hans og ( heill safnaðarins. Tel ég óhætt ! að fullyrða, að menn muni sækja þessa samkomu sér til ánægju. og uppbyggingar. Ætti hún að geta orðið til aukinnar kynningar innan safnaðarins. Gunnar Árnason. Fyrirlestrar Sigurðar Þórarissonar - Þúsund ára sfríðið við eldinn og ísinn ÚT ER komið hjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs rií, er nefnist „The Thousand Years Struggle against Ice and Fire“ (Þúsund ára stríðið við sld og ís). Höfundur er dr. Sigurður Þórarinsson, og er ritið að efni til tveir fyrirlestrar, sem hann hélt í Lundúnum í boði Lund- únaháskóla í febrúar 1952. I fyrri fyrirlestrinum rekur höf- undur sögu þjóðar sinnar i ■ þúsund ár í ljósi náttúruf.-æði ■ ilegra staðreynda, svo sem loftslagsbreytinga, breytinga á útbreiðslu hafísa og jökla, I eyðingu jarðvegs vegna upp- blásturs o. s. frv. Eldgos og jarðskjálftar komu og að sjál!„, sögðu hér við sögu. í fyrir- lestrarlok er yfirlit um bróur: atvinnuvega landsins á þessari öld, Er það bæði til að sýna, að landið er betra en e. t, v. mætti ætla af ýmsu því, er á undan er sagt, og svo til að sýna, hversu ör þróunin hefur 1 verið síðan íslendingar tóku fjárforráð í sínar hendur, en. höfundurinn telur þó, að ekki megi gleyma því, að hin öra þróun á þessu sjálfstæðishma- bili eigi einníg sínar nátf.úru- | fræðilegu orsakir á sama báít og blómaskeið þjóðveldistíma- , bilsins og að baráttan við nátt- , úruöflin eigi einnig sinn þátt, ■ í niðurlægingu einokunarald- anna. j Síðari fyrirlesturinn fjallar um Austur-Skaftafellssýsiu og j er að verulegu leyti dreginn saman úr greinaflokki, er bírt- ist fyrir nokkrum árum í Les- bók Morgunblaðsins, en efnið er fært hér í vísindalegri bún- ing án þess þó að vera þungt ! aflestrar. í ritinu er fjöldi korta og línurita, auk 16 ljósmynda prentaðra á myndapappír Ijiit- ið er prentað í prentsmiðjunni Hólum og vandað að frágangi. Útlendingar, sem til fslands ^ koma, og hafa hug á að kynn- ast landi og þjóð, kvarta oft, Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.