Alþýðublaðið - 17.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1956, Blaðsíða 4
■í 4 Atþý5ubia818 Fímmtudagur 17. mhí. 1956. ::>! * r'rj ■*íí 1 % ;;Y ’< Útgefandi: A1 þvðuflokkurÍM. Bitstjóri: Helgi Sæmundssoa. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsos. Biaóamenn; Björgvin Guðmundsson «g Loftur Guðmundsson. A.uglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsírr.ar: 4901 og 4992. Auglýsingasími; 4996. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald br. 20.00 á mónnði. Aíþýðuprentsmiðjan, Hverfisgöta S — 10. Blaðran er sprungm KOMMÚMSTAR hafa undanfarið reynt að stilla í hóf heift sinni vegna fram- boðs Áka Jakobssonar á . Siglufirði. En nú er blaðran aprungin. Tilefnið er fundur inn, sem Áki hélt nyrðra á mánudagskvöld og varð fjöl sóttasti stjómmálafundur, er haldinn hefur verið á Siglufirði. Sendimenn Sós- íalistaflokksins sálaða og aft urgengna misstu vald á skapsmunum sínum. og sjö þeirra tóku til máls eftir að Áki hafði gert upp reikning- ana við forustuliðið með því að ræða ágreiningsatriðin málefnalega. Bandalagi um- bótaflokkanna virðist vís sig ur á Siglufirði, og tilhugsun þess gerir kommúnista æra. Þjóðviijinn í gaer veit ekki sitt rjúkandi ráð fyrir reiði sakir. Áki á að vera svikari og vísvitandi ósannindamað- ur. Ákærurnar minna helzt á réttarhöldin í Rússlandi með an Stalín var og hét. Alþýðublaðið mun við tækifæri birta röksemdir Aka Jakobssonar, sem kom ið hafa Þjóðviljanum svo eftirminnilega úr andlegu jafnvægi. Þannig gefst kost ur þess að meta orð hans annars vegar og heift kom múnistablaðsins hins veg- ar. En upphrópanir Þjóð- viljans eru vægast sagt hlægilegar. Hann verður að una því, að Áki Jakobsson geri upp ágreiningsatriðin i'ið fyrri samherja, sem brugðizt hafa vonum hans og reynzt ósamstarfshæfir. Og ósamræmið i málfutn- ingi Þjóðviljans dylst ekkí. Hann staðhæfir, að Áki Jakobsson sé með herseí- unni af því að hann heíur ekki fellt sig við utanrík- ismálastefnu Sósíalista- flokksins, sem enginn tek- ur mark á nema öfgafyilstu Moskvukommúnistar. Enn fremur fullyrðir komimra- istablaðið, að Áki sé svik- ari og ósannindamaður, en játar þó um Ieið, að AI- þýðubándalagið hafi gjarna viljað hann í framboð fvr- ir sig á Siglufirði’ Vitnis-: burðurinn mvndi víst allt annar, cf af því hefði orðið. Kommúnistar eru ósköp fljótir að snúa við blaðinu, þegar þeim sýnist svo. Þjóðviljanum þýðir ekk- ert að reyna að stimpla Áka Jakobsson sem svikara og vísvitandi ósannindamann. Staðreyndin er sú, að Áki hefur revnt fyrri samherja sína að því að vera ósam- starfshæfa. En hann lætur þeim ekki takast að einangra sig. Kommúnistum auðnaðist að gera Héðin heitinn Valdi- marsson áhrifalausan í ís- lenzkum stjórnmálum ef.tir að í odda skarst með honum og Brynjólfi Bjarnasyni og Einari Olgeirssyni. Sama hef ur gerzt um suma aðra af fyrrverandi fyigismönnum Sósíalistaflokksins. En þessi tími er liðinn. Áki Jakobs- son gengur til samstarfs við nýja samherja reynslunni ríkari. Alþýðuflokknum er ljúft að vinna með honum og öðrum, sem vilja af heilum hug leggja starf af mörkum til framdráttar jafnaðarstefn unni á íslandi. Og vitundin um þetta er eitur i beinum kommúnista. Þeir óttast, að fleiri fari að dæmi Áka Jak- obssonar. Þeir hatast við hvern og einn, sem lætur þá ekki einangra sig, en vex af nýjum viðfangsefnum og öðl ast traust og tiltrú eftir von- brigðin af samneytinu við kommúnista. Sú er skýring þess, að Þjóðviljinn missti vald á skapsmunum sínum/í gær og mun fá mörg köst næstu mánuði, þegar skrif- finnum hans verður hugsað til Áka Jakobssonar. Það er sannarlega góð þröun og at- hyglisverð. Hannihal og íhaldið ÞAÐ er víssulega athygl- isvert, að Morgunblaðið e.r alveg hætt að deila á Hanni- bal Valdimarsson. Nú er hann ekki lengur „óheilla- fugl“, heldur friðhelgur í dálkum Morgunblaðsins. — Hvað kemur til? Svarið ligg- ur í augum úppi: Nú líkar í- haldinu við Hannibal. I JÚGÓSLAVNESKA hrað- lestin smáfikrar sig áfram suð austur á bóginn, og við auguni ferðamannsins blasir, svo langt, sem augað eygir, aki:r- lendi mikið, hið serbneska ak- urland, sem er hvort tveggja í senn, víðlent með afbrigðum og frjósamt. í aprílsólinni getur maður ekki komizt hjá að véita því athygli, að bændurnir eru búnir að ryðja það og eru að undirbúa það undir næsta sumar. Verkafólkið á ökrunum. rétt ir úr sér augnablik um leiö og lestin fer hjá og lætur líða úr þreyttum bökunum. Það veitir athygli hinum fjarlægu borgar nöfnum, sem skreyta ýmsd vagna lestarinnar, eins og Múnchen og Hook van Hölland ásamt öðrum fleirum, Síoan beygir það sig á ný og fer a5 strita, gamla:.konan með frum stæða hakann sinn, maðurinn á bak við pióginn og stjórnandi dráttarvélarinnar knýr járnfák Athyglisvert dærni þessa er ummæli, sem einn feigð- arframbjóðandi Sjálfstæðis- flokksins lét sér nýlega um munn fara. Hann ræddi erf- iðleika sína í liðsbón, og sagði svo, þegar atkvæða- sníkjunum sleppti: Sárgræti- legt, hvað Hannibal virðist fylgislaus hér í sýslunni. sinn sporum a ny. Á hinum iðjagrænu grasslétt jum eru þúsundir svartra grísa á beit. Þeir eru feitir og patt- 'aralegir og næstum höfðingleg ir í hreifingum. Storkurinn ráf ar ásamt öðrum fuglum eftir plógförum, og þeir tína úr þeim maðka, láta hvorki dráttarvél né járnbrautarlestir rugla sig í ríminu. Gegnum þetta allt sam an flýtur svo Sava, breið og mikilfengleg, þar til hún mæt- ir félaga Donau rétt hjá hin- um gamla serbneska höfuðstað. Belgrad — hin hvíta borg — er nú í raun og veru fremur grá á litinn, en hún getur huggað sig við, að það er sami liturinn og hvílir yfir flestum öðrum stórborgum. En einmitt þessa dagana hefur borgin rétt einu sinni steypt sér kollhnís út úi vetrarhíðinu og inn í sumarland ið, og samkvæmt gamalli venju hefur hún hafnað í glituð- um blómafaðmi vorsins. Kinir stoltu lögreglumenn og Tito marskálkur eru komnir í júní fötin sín. Og í görðunum standa ávaxtatrén í fagurlitu blómskrúði. NYIR ÐRÆTTIR I MYN'D- INNI. Við fyrsta augnatillit er borg in ekki mikið breytt frá því sem hún var fyrir fjórum ár- um síðan. En við nánari athug un má sjá, að ým'slegt hefur breitt um svip. Eins og fyrr eru aðalgöturnar fullar af fólki á kvöldin, en allir eru eitthvað frjálslegri í fasi en áður, auk þess sem flestir eru betur bún ir. Það væri að vísu rangt ?,ð segja, að fólk sé klætt eftir nýj ustu Parísartízku, en það er þó þokkalega klætt og yfir leitt í vönduðum fötum. Verzl unargluggar hafa sömu sögu að segja. Mun méira vöruúrval er nú á boðstólum, og auk þess eru vörugæðin að því er virð ist mun meiri. Það vantar stund um nokkuð á að júgóslavnesk- ar vörur hafi sömu giansáferð og vörur frá Vesturlöndum hafa almenn, en það er varla von, að enn sé hinn júgóslav- neski iðnáður orðinn íullkom- inn á þessú sviði. En hvað sem öllu líður, þá er hér um síór- kostlega framför að ræða, enda eru verzlunarhúsinu í Belgrad ( farin, að standa hvaða öðrur.i evrópskum verzlunarhúsurn á sporði í vöruútstillingu og vöru úrvali. FLEIRI NAUÐSYNJA- VÖRL’R. Norðurlandavinurinn Vtako Begovic, sem er einn af hinuri leiðandi hagfræðingum í Júgó- slavíu, segir, að bæði yerði að auka framleiðsluna að magni og gæðum og þá fyrst og fremst. að aiika afköstin. í -bil-i verður víst happasælast, segir hann ennfremur, að draga úr þunga- iðnaðinum og auka aftur '4 móti framleiðslu nauösvnja- várá, því að þótt mikil áherzla sé Iögð á framleiðslu nauð- synjavara, verður sú fram- leiðsla ertn að aukast. Að vísu héfur verið um einhvexjar cöru verðshækkanir að ræða á síð- ustu fjórum árum, en þrátt fyr ir það ðer t. d. fatnaður á rnjög svipuððu verði og á Norður- löndunUm yfirleitt. Og á júgó slavneskan mæíikvarða þýðir það, að vara sé eiginlega ódýr. Aftur á móti hefur • ýmislegt annáð hækkað í verði t. d. em staka matvörur, og er það án alls vafa sökum þess, að frjáls álagning er nú leyfð í Júgc- slavíu, þó í því formi, að verði meiri eftirspurn eftir vörunni en framboðið á henni er, þá leyfist að hækka hana til hlut falislegs jafnvægis. Þrátt fyrir að kaupmáttur launanna er ekki mikill, er furðu rhikið keypt. Og má segja, að það sé nær furðulegt hve vel hefur tek izt til í landi, þar sem iðnaðar þróunin hófst fyrst í alvöru ar ið 1945. THEMA NR. EITT. Svo eru aftur aðrar vcrur, sém fara hátt yfir allt skyn- * ‘samlegt verð að okkur fiunst. | T. d. kostar kannske reiðhjóJ 33,000,00 denara eða u. þ. b. 1,400,00 krónur, og minnsía gerð útvarpstækja kostar kannski það sama. Laun eru áft ur lægíi en hér, og sjáum ýið þá, að þrátt fyrir allt er ékki að undra, þótt samtalsthemrt. fólksins nr. eitt, sé verðlagið. Á stöðlum, í sporvögnum og lestum og á veitingahúsuru er umræðuefnið oftast hið sama, verðlag hinna dýrari vara. Þáð er varla nein örinur borg í heím inum, þar sem verðmiðar í verzlunargluggum eru lesnir af éins miklum áhuga eða þar sem þeir eru tilefni jafnfjör- legra athugasemda. En sá, sem kynni að halda, að verðlag sé það eina, sem rætt er um í>höfuðborg. Tstos, hefur alrangt fyrir sér. Þar er einnig rætt mjög mikið um fréttir . þær, sem urri besriar mundir hafa verið að berast áð austan. . VIÐ HÖFUM RÉTT FYRIR . OKKUR. : Og vorþeyrinn, sem borizt hefur að austan, hefur vakið gleði hjá íbúum borgarinnar, því að þeir vonast eftir, að frið ur fari að komast á á ný méð fram landamærunum og að ör yggi þeirra sé ekki lerigúr hætta búin úr austri. Auk þessa geta þeir nú sagt með sig urhreim í röddinni: Við höf- um þá alltaf rétt fyrir o):kur um Stalín“. Þar með voria þeir að lokið sé hinum blóðugu harmleikjum, sem átt hafa sér stað öðru hvoru við landam.ær (Frh. á 7. síðu.) i ew PERLU þvottaduft • tif.. * £r ■uG'lP*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.