Alþýðublaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1956, Blaðsíða 3
MiSvikudagur 23. maí 1956 AiþýliibIa$(S Bodit Begtrup: KVEÐJA ÍIL VEGIR SKILJAST, og kveðju stundin er runnin upp. í minja- safn okkar bætist endurminning :in um sjö farsæl ár á íslandi. Fegurð þessa lands og litir, þjóð- in, sem hér býr, menning henn- ar og saga — allt hefur þetta fengið okkur mikiis og mun ekki gleymast. Við hugsum til vina okkar á landsbyggðinni, og ég minnist þá fyrst Eyrarbakka. Þar vor- um við gestir í ,,Húsinu" svo- nefnda, sem svo margar minn- ingar eru við tengdar, og ég lifði það að sigla þar inn úr brim- garðinum, eins og gömlu menn- irnir, á leið úr Vestmannaeyj- um. í Eyjum var mér vel fagn- að, og ég var þar einnig í fé- lagsskap Færeyinga. Við minnumst ferðar inn á Þórsmörk í roki og rigningu, ökuferðar með suðurströndinni iil Víkur og Kirkjubæjarklaust- 'urs og flugferðar tii Hornafjarð- ar, en þaðan fórum við yfir fjall- ið á sólhýrum sumardegi og vor- um við vígslu stórbrúar á Jök- ulsá í Lóni. Einnig heimsóttum við Nes- kaupstað og Seyðisfjörð, feng- um þar góðar viðtökur og nut- um frábærrar gestrisni. Ógleym- anlegur verður okkur hinn dá- samlegi Hallormsstaðarskógur, sem veitir fögur fyrirheit um, hvað vaxið getur hér á landi í framtíðinni. Og næturgistingin á Egilsstöðum. Sá staður minnir á danskan lýðháskóla. Og ekki að gleyma bóndanum í Möðrudal og ævistarfi hans, kirkjunni, sem hann reisti guði til dýrðar og íorfeðrum sínum til vegsemdar. Þá vil ég nefna Grímstaði, en þar er framleidd bezta sýra á landinu, að því er samferðafólk- ið sagði. Á þessum slóðum gnæf- Ir Herðubreið í baksýn eins og þögull minnisvarði. Á ferðinni í sumar lögðum við leið okkar austur á bóginn til Vopnafjarðar. Þar rættist sú ósk min að mega gista í íslenzkum torfbæ frá fyrri tíð og búa þar ' við sama híbýlakost, sem íslenzk ! ir bændur gerðu í þúsund ár. ' Dagana, sem við vorum hjá bónd janum á Burstarfelli og frú Jak- . obínu stóð tíminn kyrr í ,,vor- I aldarveröld" og fortíð og fram- tíð runnu saman. Á heimleiðinni um Mývatns- sveit, sem drottinn hefur sýni- lega haft sérstakt dálæti á, átti ég þess kost að vera viðstödd vígslu félagsheimilisins Skjól- breklcu, og þar hitti ég í fyrsta skipti nöínu, Bóthildi Benedikts- dóttur. Ég dáðist að áhuga fólks- ins, sem hlustaði í langan tíma á flutning eða lestur kvæða, þó að æskulýðsins biði borðhald og dans. Eitt sinn lá leið okkar einnig til Húsavíkur. Þar gerði Júlíus Havsteen sýslumaður ekki enda- sleppt við okkur, hann fylgdi okkur alla leið í Ásbyrgi. Ég minnist Akureyrar og töfra henn ar, bæjarins. sem við nefndum fyrr meir Öfjord, og var heimili margra Dana. Nú keppist þessi höfuðborg Norðurlands við að vaxa og verða mikilvæg. Ég sá ullarverksmiðjuna og bragðaði á osti og súkkulaði. Skagafjarðar minnast allir, 'sem þaðan koma, með hrifningu 'og viðkvæmni. Þar fara beztu hestar landsins í stórhópum, og sögupersónurnar þyrpast fram í hugarm. Við hugsum okkur dal- inn þéttskipaðan fólki, og ó- gleymanleg er sú stund, þegæ forna biskupssetrið Hólar með gömlu kirkjunni, sem Thura gerði uppdrátt að, kemur í Ijós af þjóðveginum. Ég minnist dvalarinnar í Vatnsdalnum, sem er einhvers G^SLOH gerir þad sterkt gersr jþað mjúkft og hiýtft $ konar dularfull paradís á kyrr- látum sólskinsdegi. Ég var þar með Sigurði Nordal og Niels Bohr, og við sáum dalinn í ljóm- anum af bernskuminningum Sig- urðar og frásagna hans af Ingi- mundi gamla. Af mikilli varfærni var ekið yfir fjöllin frá Borðeyri á stöðv- ar Laxdælu. Sú ferð var eins og pílagrímsför með bókina í hendi. í Það fékk á okkur að sjá Hvamm í Dölum, hinn dýrðlega taústað Auðar djúpúðgu, og Sæl- ingsdaistungu, með þá torráðnu gátu í huga, hvers vegna Snorri hafði landskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur. Við sáum Hösk- uidsstaði og fengum á því stað- festingu, að Höskuldur gat stað- ið úti og horft á ferð Ólafs pá með kvikfénaðarlest sína heim í Hjarðarholt. Allt var þetta rifjað upp með fróðlegum frásögnum um kvöld- ið hjá Þorsteini sýslumanni, sem lií'að hefur á þessum slóðum mikinn hluta ævinnar. Þaðan brugðum við okkur til ísafjarðar, lentum þar í flugvél á Pollinum og hlutum svo góð- ar viðtökur í þessum notalega bæ, að það er auðskilið, að allir ísfirðingar hafa heimþrá. Mér þótti vænt um, að þar á Dansk- íslenzka félagið flesta félags- menn utan Reykjavíkur. Á heimleið með ströndinni komum við í Stykkishólm og gengum á Helgafell án þess að líta aftur klukkan tólf á hvíta- sunnunótt, hugsuðum til forn- manna og nutum þessarar dular- fullu dýrðarstundar á mörkum dags og nætur. Heim var ekið um Borgar- fjörð. Þar sáum við árnar renna gegnum hraunið fyrir framan Gilsbakka, og við hugsuðum til Snorra Sturlusonar og Égils Skallagrímssonar á Borg. Oft var haldið til Akraness, Siglufjarðar, Hafnarfjarðar og annara staða, sem luku upp fyr- ir sjónum okkar íslandi eins og það er á vorum dögum og at- (Frh. á 7. síðu.) Eiginkona mín, AÐALFRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, andaðist á Landakotsspítala 21. þessa mánaðar. Herniann Jóhannsson, Jófríðarstöðum, Kaplaskjólsveg. Maðurinn minn, EINAR KRISTINN GUÐMUNDSSON múrari, andaðist að heimili sínu, Laugarnesvegi 42, laugar- dagínn 19. maí. Una Guðmundsdóttir. Kft-OSSGATA NR. 1037. ' i '3 V í J í <? IC it n íH IS ií ' n l% l L— Lárétt: 1 gælur, 5 saklaus, 3 kvenrnannsnafn, 9 tveir eins, 10 til kaups, 13 greinir, 15 gevmslu 16 horfði, 18 merki. Lóðrétt: 1 á hurð, 2 reiðing- ur, 3 gangur, 4 ílát, 6 verzlun, 7 líkama, 11 hraði, 12 ófus, 14 líkamshlutí, 17 umbúðir. Lausn á krossgáíu nr. 1036. Lárétt: 1 trappa, 5 ljót, 8 rita, 9 la, 10 meta, 13 ær, 15 farg, 16 raft. 18 kutar. Lóðrétt: 1 torfæra, 2 reim, 3 alt, 4 pól, 6 jata. 7 tangi, 11 eff, 12 arða. 14 rak, 17 tt. Nýkom Hvítir inatardúkar úr hör með sverviettum, 6 og 12 manna — einmg dumaskdúkar kvítir og mislitir Ásg. G. Gimntaygrsson & Co. Austurstrætí 1. Landslistar, sem eiga að vera í kjöri við alþingis- kosningar þær, sem fram eiga að fara 24. júní næst kom andi, skulu tilkynntir landskjörstjórn eigi síðar en 4 vik um og 2 dögum fyrir kiördag eða fyrir kl. 24 fimmtu- daginn 24. þ. m. Fvrir hönd landskiörstjórnar veitir rit ari hennar Vilhjáimur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, iistum viðtöku í Sambandshúsinu, en auk þess verður landskjörstjórnin stödd í lestrarsal Alþingis (gengið inn .um austurdyr Alþingishússins) fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 21—24, til þess að taka á móti listum, sem þá kynnu að berast. Landskjörstjórnin, 18. maí 1956. Jón Ásbjörnsson Sigtryggur Klemonssoti Eínar B. GuðSmundsson Vilmundur Jóitsson Vilhjáimur Jónsson Baðker Handlaugar WC-skáíar WC-kassar WC-setur Blöndunarkassar fyrir fcaðker Blöndurtarkranar í eldfcús Sturíubaðstæki Skolbyssur Vafnslásar og fcatnventlar í baoker og Isandlaugar Handlaugatengi, framleigingar o. fl. TNSVIR Skioholíi 1. 4 H.F. Sími 82562. slursfræli Mrritt kr* i-*sr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.