Alþýðublaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 2
2 -rn AlþýCufoiaSlð Föstudagur 25, maí lí)56 Hafnarfjörður. Haf narf j örðu r Fjáröflunardapr Ðagheimilisins hefst með dansleik í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 26. maí kl. 9 s. d. Sunnudaginn 27. maí kl. 2 e. h. verður skrúðganga frá Ráðhúsinu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur f.vrir göngunni. Kl. 3 s. d. skenimtun i Bæjarbíói: 1. Skemmtunin sett: Snorri Jóíisson kennari. 2. Þjóðdansar. 3. Upplestur: Sigríður Hannesdóttir, leikkona. 4. Börn þriggja — fimpa ára, af Dagheimilinu skemmta. 5. Brúðuleikhúsið, Jón E. Guðmundsson. 6. Kvikmvnd. Merki seld allan daginn — Styrkið gott máiefni. Börn, sem selja vilja merki, komi á Reykjavíkur- vcg 1, kl. 10 f. h. Dagheimilisnefnd. bifreiða í Árnessýslu 1956 hefst á Selfossi þriðjudaginn 22. maí. Eigendur eða umráðamenn bifreiða skulu mæta t.il skoðunar með þær, sem hér segir; Þriðjudagur 22. maí X-1 til X-75 Miðvikudagur 23. maí X-76 - - X-150 Fimmtudagur 24. maí X-151 - - X-225 Föstudagur 25. maí X-226 - - X-300 'ánudagur 28. maí X-301 - - X-350 Þriðjudagur 29. maí X-351 - - X-400 Miðvikudagur 30. maí X-401 - - X-450 Fimmtudagur 31. maí X-451 - - X-500 Föstudagur 1. júní X-501 - - X-550 Mánudagur 4. júríí X-551 - - X-600 Þriðjudagur 5. júní X-601 - - X-650 Miðvikudagur 6. júní X-651 - - X-700 Fimmtudagur 7. júní X-701 - - X-7.50 Föstudagur 8. júní X-751 - - X-800 Mánudagur 11. júní X-801 - - X-850 Þriðjudagur 12. júní X-851 - - X-910 Öll hjól með hjálparvél, sem í sýslunni eru, mæti 12. júní til skoðunar. Skoðun fei fram kl. 10—12 og 1-—5 alla dagana. Við skoðun séu greidd öll gjöld af bifreiðunum og sýnd skilríki fyrir því, að tryggingar þeirra séu í lagi, Tengivagnar og farþegábyrgi vörubifreioa skulu fvlg'ja bifreiðunum til skoðunar. Stjórnendum biíreiðanna ber að sýna ökuskirteini sín við skoðunina. Ef eigerídur eða umráðamenn vanrækja að koma bix reiðum sínum til skoðunar á framannefndurn döguin, varðar það sektum. Einnig mega þeir vænta þess, að bif- reiðar þeirra verði teknar úr umferð fyrirvaralaust. Selfossi, 7. maí, 1956. Sýslumaður Árnessýslu. Framhald af 1. síðu. ir kvörtuðu undan óþarílega miklum aga flokksins gagn- vart bókmenntum og nefudu ýms dæmi um það, FLOKKSSTARFS- MANNASTÍLL. Sérstaklega bóru þeir sig upp undan því að reynt hefði verið að þrýsta upp á þá eins- konar flokksstarfsmannastíl, en amazt hefði verið við öllu persónulegu, sérstæðum og sjólfstæðum aðferðum í list- sköpun. Einnig gagnrýndu valdamenn rithöfundafélags- ins sjáli'ir störf sín mjög harð- lega, tíunduðu veilur sínar og viðurkenndu að það væri mjög röng aðferð að beita ströngu og skipulögðu eftirliti ofan frá; það befði dregið dug úr tékkneskum bókmenntum". ÁKAFLEGA FRÓÐLEGT. Svo spyr Magnús, hvaða á- hrif þessi gagnrýni hafi haft á Laxness, og nóbelsverðlauna- skáldið heldur áfram: ,,Það var ákaflega fróðlegt og ánægjulegt að koma austur og sjá að þessi reikningsskil eru að gerast, að þau fara fram fyrir opnura tjöldum og að menn tala óhræddir um þau efni sem þeim eru hug- stæðust og gagnrýna yfirvöld- in óhikað, en það eru auðvit- að frumskilyrði allrar lýðræð- isstefnu". REIKNINGSSKILIN KOMU HELZT TIL SEINT. Og enn bætir skáldið við þessum orðum: „Þótt umræðurnar væru á- deilukenndar voru þær með mjög akademískum svip, virðu legar og í jókvæðum anda. En ég varð var við að ýmsum rit- höfundum og menntamönnum þótti leiðara að þessi reikn- ingsskil skyldu koma sem eins konar afleiðing af 20. flokks- þinginu í Moskvu; þeir hefðu heldur kosið að þau hefðu sprottið úr sjálfstæðu mati á ástandinu heima fyrir án ut- anaðkomandi áhrifa“. ÞVÍ EKKI FYRR? Þessi síðasta ályktun Hall- dórs er harla athyglisverð. Vissulega er það leiðara, að tékkneskir rithöfundar skyldu verða að bíða eftir því, að Stal- ín væri steypt af stalli austur í Rússlandi. En hvers vegna töl- uðu mennirnir ekki fyrr? Var það kannski vegna þess, að þeir óttuðust að missa þá málið í eitt skipti fyrir öll að tilhlut- un stjórnarvaldanna? Halldór ætti að segja meira. Honum er óhætt. Sfarfssfúikuí óskast Vífilsstaðahælið vantar stúlkur til að leysa af í sumarfríum. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkon- an í síma'5611 klukkan 2—3, SKRIFSTGFA RÍKISSPÍTALANNA. Aðaifundur bankans verður haldinn í Þjóð.leikhúskj.allaran,um í Reykjavík laugardaginn 2. júní næstk. id. 2 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu bankans dagana 26. maí til 1. júní næstk. að báð- um dögum meðtöldum. lönaðarbanki íslands h.f. í DAG er föstudaguxinn 25. maí 1956. FLUGFERÐIK Flugfélag íslands h.f. Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til Keupmannahafnar og Hamborgar kl. 08.30 í fyrramál- ið. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blöndu óss, Égilsstaða, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Siglufjarðar, Skóga- sands, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þórshafnar. SKIPAFRETTIS Eimskip. Brúarfoss fór frá Reyðarfirði 22.5. til London og Rostock. Dettifoss kom til Reykjavíkur 18.5. frá Helsingfors. Fjallfoss kom til Reykjavíkur 18.5. frá Leith. Goðafoss kom til Reykja- víkur 19.5. frá New York. Gull- foss fór frá Thorshavn 24.5. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 23.5. frá Hull. Reykjafóss fer frá Antwerpen í dag 24.5. til Rott- erdam og Reykjavíkur. Trölla- foss fer frá New York 28.5. til Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Hamina 25.5. til íslands. Helgá Böge kom til Reykjavíkur 23.5. frá Rotterdam. Hebe fór frá1 Gautaborg 19.5. til Reykjavík- ur. Canopus lestar í Hamborg um 31.5. til Reykjavíkur. Trolle- nes lestar í Rotterdam um 4.6. til Reykjavíkur. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Reykjavík. Arnarfell losar í Halmstad, íer þaðan áleiðis til Leningrad. Jök- tdfell fór frá Akranesi 23. þ.m.. j áleiðis til Leningrad. Dísarfell |fór í gær frá Rauma áleiðis til _ Austfjarða. Litlafell losar á Norð urlandshöfnum. Helgafell er í Kotka. Karin Cords losar kol á Vestfjörðum. Cornelia BI. lestar ’ í Rauma. Ríkisskip. Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Reykjavík í gærkvöldi austúr um lancl í hringferð'. Herðubreið fer væntanlega frá Reykjavík á morgun austur uni land til Þórshafnar. Skjaldbreið fer frá Reykjavik á morgun austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun vestur um land til Akúr- eyrar. Þyrill er í Hamborg. — * —• Barnaheimilið Vorbo'ðinn. . þeir sem óska að koma börn- um á sumarheimilið í Rauðhól- um í sumar sæki um fyrir þau. iaguardaginn 26. og sunnudag- inn 27. maí kl. 2—-6 e.h. í skrif- stofu Verkakvennafél. Framsókn. í Alþýðuhúsinu. — Tekin verða börn á aldrinum 4—7 ára, MIMÐ MÆÐRADAGINN N. K. SUNNUDAG. Listasafn Einars .Tónssonar er opið á sunnudögum og mið- vikudögum kl. 1,30—3,30. Sparisjóöur Kópavogs er opinn virka daga kl. 5—7, nema laugardaga, kl. 1.30— 3.30. Jón' Stormi veittist enn örð- ugt að venjast því að ekki var 'um ne tt aðdráttarafi að ræða. *Og nú þegar hann stóð öruggur á þiljum lasltaða geimfarsins, við hlið Shor Nuns, tiltölulega ■öruggur, að því er hann bezt fvissi, gleymdi hann þessu ger- Bamlega, og þegar þeir höfðu lyft fellihurðinni og lögðu af stað niður stigann, reyndist honum sú gleymska örlagarík. Shor Nun fór á undan honum niður stigann, og þegar Jón Stormur hugðist vega sig fram af brúninni, aðgætti hann ekki að segulmagnið var hið eina, sem hélt honum við geimfarið. Þegar hann sveif þannig með fætur í lausu lofti og ætlaði að ná taki, greip hann í tómt, sér til mikillar skelfingar. Og ekki nóg með það, heldur sveif hann upp um stigaopið eins og í draumi, upp frá skipinu. Skelf- ingu hans verður ekki með orð- um lýst. Hann rak upp vein til að vekja athygli Shor Nuns á hvernig komið væri fyrir sér. Og Shor Nun, sem ekki hafði hugmynd um annað en að Jón Stormur kæmi á eftir honum niður stigann, varð litið upp við ópið, og Jóni Storm til mestu undrunar rak hann upp skelli- hlátur . . . Útvarpið 20.30 Breiðfirðingakvöld: Erindi, upplestur, kórsöngux’, upplestur, kveðjuorö. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Gai’ðyrkjuþáttur. 22.30 „Lögin okkar“. 23.15 Dagskrárlok. „3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.