Alþýðublaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1956, Blaðsíða 4
AtþýSubtaSIP Föstudagur 25. . maí 195® ilv Cf Útgefandi: AlþýSuflokkurLaa. Kttstjéri: Helgi Sæmundssom. Fréttastjóri: Sigvaldí Hjálmarion. Bktðamenn: Björgvin Guðmundssom og Loftur Guðmundsson. Auglýsingasíjóii: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 1902. í’ ’ Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuBl. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8 — 10. Fararsnið hersins ALLMIKLAR UMRÆÐ- UR hafa orðið um það und- anfarið í blöðum og manna á meðal, að ameríska varn- arliðið sýni á sér fararsnið. íhaldsblöðin kenna um sam- þykkt alþingis varðandi varn armálin og segja, að efnaleg aíkoma íslendinga sé í hættu, Bandaríkjamenn séu staðráðnir að fara, ef kjós- endur biðji þá ekki að sitja kyrra með því að efla völd og áhrif Sjáifstæðisflokks- íns. Þannig er reynt að gefa í skyn, að stjómarherrarnir vestur í Washington muni sýna okkur í tvo heimana, ef við séum ekki góðu börnin. Hér er um að ræða stór- ámælisverðar getsakir í garð Bandaríkjamanna. í»eir hafa á engan hátt sýnt okkur ofriki varóandi tívöl vamarliðsins £ Iandinu og ekkert til þess reynt að beita okkur fjármálalegri þvingun. Þvert á móti hafa Islendingar þegið stórfellda • aðstoð Bandaríkjanna til endurnýjunar atvinnutækj- anna og annarra bráðnauð- synlegra framkvæmda, sem hefðu verið ckkur um megn einum og hjálparlausum. Sú skýring íhaldsins, að Bandaríkin ætli að sýna okkur í tvo heimana með því að fjarlægja varnarlið- ið, er móðgun við báða að- ila. Til þess hefur aldrei verið ætlazt, að varnarliðið leysti efnahagsmál íslenzku ■ þjóðarinnar. Hitt er annað mál, að gróðamennirnir í Sjólfstæðisflokknum vilja ekki missa þetta tækifæri til fjóröflunar. Þeim væri kærast, að herinn dveldi hér um alla framtíð, og til- finning þeirra stjórnar við- brögðum íhaídsins eins og fyrri daginn. En fararsnið varnarliðsins ér eigi að síður athyglisvert ög ætti að verða íslending- um fagnaðarefni. Það leiðir í ljós, að áróður kommúnista gegn Bandaríkjamönnum er tilefnislaus og órökstuddur og samþykkt alþingis um varnarmálin eðlileg og sjálf- sögð ráðstöfun. Sú niður- staða byggist á eftirtöldum atriðum: Framkoma Bandaríkja- manna eftir samþykkt al- þingis er ótvíræð sönnun þess, að valdhafamir í Washington muni virða sjólfsákvörðunarrétt ís- lendinga og ekki láta sér til hugar koma að beita okk- ur neinni þvingun, en halda gerða sanminga og auðsvna okkur skilning og dreng- skap. Ennfremur liggur í augum uppi, að brottför hersins nú hljóti að stafa af því, að Bandaríkjamenn viðurkenni breytt viðhorf heimsstjórnmálanna og bætta sambúð þeirra ríkja, sem harðast hafa deilt und- anfarin ár. Ummæli Eisen- howers og DuIIesar um samþykkt alþingis styðja og þá ályktun. Bandaríkja- menn færu ekki héðan með styttri fyrirvara en samn- ingar gera ráð fyrir, e£ þeir teldu ábyrgðarleysi að minnka hervarniraar. Og þá blasir við sú ömurlega staðreynd, að éini aðilinn, sem vill áframhaldandi dvöl varnarliðsins hér og enn auknar framkvæntdir á þess vegum, er íslenzki stjórnmálaflokkurinn, sem kennir sig við sjálfstæðis- hugsjónina. En ekki nóg með það: íhaldið vill vinna kosningasigur til að geta farið þess á leit við Banda- ríkin, að varnarliðið sitji hér um kyrrt, þó að stjórn- arherramir í Washington álíti sér og okkur óhætt, að hermennirnir flytji heim. Ólafur Thors og Bjarai Benediktsson líta á það sem virðulegusta hlutskipti sitt að snúa við ameríska hernum á vesturleið héðan. Þvílíkir íslenzkir föður- landsvinir, sem eru arrte- rískari en Eisenhower pg DuIIes! Er Alfreð kona? ÞJÓÐVIUINN flytur dag lega rosafréttir um það, að tilgreint Alþýðuflokksfólk Hafi neitað að vera á lista hræðslubandalagsins. í gær er röðin komin að frú Soffíu Ingvarsdóttur. Þar segir orð- rétt: „Soffía Ingvarsdóttir, sem verið hefur varaþing- maður Alþýðuflokksins í Rvík, þverneitaði að taka sæti á listanum, eftir að. íienni var stjakað burt úr varamannssæti . . .“ Hér er blandað málum. V araþingmaður A.lþýðu- flokksins í Reykjavík síðasta kjörtímabil var ekki frú Soffía heldur Alfreð Gísla- son læknir. iSpurningin er því sú, hvort Þjóðvilý.nn sjái frú Soffíu gegnum Alfreð lækni eða viti ekki, hvað hann er að segja. Um full- trúaleysi kvenþjóðarinnar þarf ekki að ræða. Tæknin er raunar flughröð nú á tím- um, en sjálfsagt er Alfreð Gíslason samt ekki orðinn kona. Á ANNAN ÍHVÍTASUNN 0 fór flokkur frjálsíþróttamanna úr ÍR til keppni á Selfossi. — Veður var gott, suðvestan and- vari og hlýtt, aftur á móti var völlurinn ekki sem beztur, ó- sléttur og laus í sér. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu, m. a. 4,05 í stangar- stökki hjá Valbirni, sem er vallarmet á Selfossi. Torfi stökk þar hæst 4,00 m. Val- björn reyndi við 4,21 og var nálægt því að fara yfir. Skúli er orðinn alveg ör- uggur 15 m. kastari, hann hlýt- ur að nálgast mjög 16 m. á næstu vikum. Ingólfur Bárð- arson náði sínum bezta árangri í hástökki, 1,76 m., hann er í framför og hefur alla mögu- Ieika til að stökkva 1,85 sírax í sumar. í spjótkastinu kom fram al- veg nýr maður, Ólafur Gísla- son. Hann átti lengsta kast keppninnar tæpa 53 m„ en það var því miður hárfínt ógílt. Ólafur hefur alla möguleika til að ná langt í spjótkastinu, sérstaklega er athyglisvert, hve hratt hann hleypur í at- rennunni. HJaupahringurinn er aðeins 227 m. og má því telja tímann í 1500 allgóðan. ÚRSLIT. 100 ni. Daníel Halld., ÍR 11.2 Björgvin Hólm, ÍR, 11,7 Einar Frím., KR, 11,8 ÓI. Gíslason, ÍR, 12,4 1500 m. Síg. Guðnason, ÍR, 4:21,8 Hafst. Sveinsson, KR, 4,26,8 Kristján Jóh., ÍR, 4:37.2 Kringlukast. Skúli Thor., ÍR, _ 37,52 Björgvin Hólm, ÍR, 36,10 Sveinn Sveinss. UMFS. 35,98 Helgi Björnsson, ÍR 35,85 Kúluvarp. Skúli Thor., ÍR, 15,10 Sigfús Sig. UMFS. 12,56 Helgi Björnsson, ÍR, 1.2,36 Sveinn Sveinss. UMFS. 11.27 Spjóitkast. Björgvin Hólm, ÍR, 50,52 Ólafur Gíslason, ÍR, 49,92 Skúli Thor., ÍR, 40,98 Langstökk. Daníel Halld., ÍR, 6.48 Helgi Björnsson, ÍR, 6,40 Ing. Bárðarson, UMFS. 6.09 Björgvin Hólm, ÍR, 6,04 Hástökk. Ing. Bárðarson, UMFS, 1,75 Björgvin Hólm, ÍR, 1,73 Valbjörn Þorl., ÍR, 1,65 Heiðar Georgss., ÍR, 1,60 Stangarstökk. Valbjörn ÞorL, ÍR., .4,05 Heiðar Georgss., ÍR., 2,60 T^ltir keppnina bauo Umf. Selfoss ÍR-ingunum til kaffi- drykkju. Þar þakkaði Kristján Jóliannsson, form. frjálsí- þóttadeildar ÍR, Selfyssitigum fj'rir ágætar móttökur og skemmtilega keppni. Kristján Guðmundsson þakkaði ÍR-ing- unum komuna og óskaði þeim góðs gengis í hinni orfiðu keppni, sem þeir eiga fram undan, en það er keppnin við ‘ Bromma, sem mun vera sterk- I asta frjálsíþróttafélag Sví- iþjóðar í ár. Félagskeppni þæssi tfer fram 27. og 28. júní næstk. MacLeish launin ARCIHBALD Mc LEISH hef ur unnið ljóðaverðlaun listahá- tíðarinnar í Boston f.yrir árið 1956. Verðlaunin verða afhent á Bostonlistahátíðinni, sent fer fram dagana 9. til 24. júní í sumar. Eins og venja er mun verðlaunahafinn flytja nýtt kvæði, ort í tilefni hátíðarinn- ar, og lesa úr verkum sínum. MacLeish hefur tvisvar hlotið Pulitzerverðlaunin. Stofnað var til þessara verð- launa árið 1952, og eru þau veitt árlega amerísku ljóðskáldi „fyrir merkilegt framlag til Ijóðlistarinnar um langt skeið“ eða fyzúr „nýútkomið, merki- legt verk“. Meðal þeirra, er áð- ur hafa hlotið þessi verðlaun, eru þeir Robert Frost og Carl Sandburg. Nýjasta bók Mae- Leish, Collected Poems, Ljóða- safn, hlaut þrenn verðlaun árið 1952, þ.e. Pulitzerverðlaunin, Bollingenverðlaunin og Nation- al Bood Award. Árið 1933 hlaut hami í fyrsta skipti Pulitzer- verðlaunin fyrir söguljóð sitt ,,Conquistador“. Undanfarin ár hefur sá þátt- (ur hátíðarinnar, sem helgaður • er ljóðlistinni, verið einna vín- i sælastur, en annars éru þar I sýndar óperur, listdans, nútíma jdans og leikrit, haldnir jazz- jtónleikar, kórsöngur og sinfó- I níuhljómleikar. Auk þessa eru þar haldnar list- og handiðnað- arsýningar, o.fl. rr Pylon" Faulkners kvikmynduð. KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Uni versal-International hefur keypt rétt til að kvikmynda skáldsöguna „Pylon“ eftir Nób- elsverðlaunahöfundinn William Faulkner. Skáldsaga þessi var gefin út árið 1935, og segir hún frá klaufalegum flugmanni, konu hans og félaga, erfiðleik- um þeirra og ástarraunum. Sag- an gerist í Suðurríkjunum kringum 1930. Jerry Wald, sjálfstæður kvik mvndaframleiðandi í Holly- wood, keypti s.l. september rétt til, að kvikmynda aðra skáld- sögu Williams Faulkners, „Sold ier’s Pay“. Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir ÞAÐ HEFUR verið töluvert um rigningu undanfarið, svo að vonandi hafið þið, sem keypt hafið Poplinregnkápur haft full not fyrir þær. Annars var ekki meiningin að fara að ræða um regnkápur í þessum þætti, heldur hvað á að gera við hús- bóndann, svo að hann sé hvergi fyrir í íbúðinni. Ágætt ráð er að láta hann fá horn fyrir sig í stofunni, þar sem um litla íbúð er að ræða. Hann á a.m.k. í mörgum tilfeil- um bókaskáp og skrifborð. Þá má hafa bókaskápinn við ann- an hornvegginn og borðið svo fram á gólfinu fyrir framan skápinn, þannig að hann snúi bakinu í hann, er hann situr við það. Ágætt getur verið að hafa svo til dæmis armstól fyrir framan borðið og standlampa milli stólsins og borðsins. Þarna fær þá húsbóndinn fyrirtaks horn fyrir sig. Þegar hann er að vinna við borðið sitt er Ijósið á lampanum vinnuljós við |það, en vilji hann svo hvíla sig 1 og lesa, þá setzt hann bara í stól inn fvrir framan borðið og læt- ur fara vel uin sig og er þá Ijós- ið frá lampanum ágætis lesljós fjTÍr hann. Eins og ég hef áður niinnst á í þáttum þessum, þá er það rnikils virði að búa svo í hag- inn fyrir eiginmanninn á heim- ilinu, að honum finnist sér ekki ofaukið og að hann sé alls stað- ar fyrir. Hann þarf að finna, að hann er velkominn heim á héím ilíð og að honum sé fremur skipaður heiðurssess þar en annað. Aðlaðandi er konan ánægð, segir máltækið, en líði mannin- um vel og fari vel um hann, er hann ánægður, að ekki sé talað um, ef hann á líka aðlaðandi konu. iSvo má ekki heldur gleyma mataræðinu, en það hefur sitt að segja gagnvart eiginmann- ] inum. Því miður hefur það orð- I ið útundan liér í þáttunum und- anfarið, en vonandi tekst mér að ráða bót á því á næstunni. Og vel væri þegið að þið send- i uð sjálfar inn eitthvað ,af ykk- ar eigin uppskriftum, t. , d. því að er ekki sjálfsagt að gefa sem flestum tækifæri á að gera góðan mat handa manninum. Segja má, að þáttur þessi hafi ekki verið í of lífrænu sam- bandi við lesendur sína. Þetta þyrfti að breytast. Bréf frá ykk ur með húsráðum eða húsrabbi, eins og ég hef kallað það, væru sannarlega kærkomin, þá mætt uð þið gjarnan segja álit ykkar á þáttunum, sem enn eru ungir að aldri og gefa ykkar ráðlegg- ingar um tilhögun þeirra. Þá er eins og áður er á bent vel þegið að fá frá ykkur frumlegar upp- skriftir og yfirleitt hvers konar efni. Vona ég, að þið lesendur góð- ir bregöizt vel við og sendið línu til Kvennalþáttarins, ■] Alþýðublaðinu. ______

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.