Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 2
2 A 3 þ ý ð :u b ! a cM O Laugardagur 28, maí 195S Velheppnuð íónleSkaför Sinfóníu hljómsveifarinnar íil Norðuria EINS og áður hei'ur verið skýrí frá efndi Sinfouítihijpm- sveit íslands til tónleikaferðar til Norðurlands utn hvítasunnu helgina. í förinni voru 34 hljóðfœraleikarar, auk híjómsveitar stjóra, dr. Páls Isólfssonar. Einleikari á tónleikunum nyrðra var Egill Jónsson klarinettleikari. Flogiö var til Ákureyrar um hádegi annan hvítasunnudag, og hafði brottförin þá tafizt um 3 .klukkustundir vegna slæmra veðurskilyrða fyrir norðan. Frá flugvellinum á Akureyrí var ekið rakleitt austur að Skjól- brekku í Mývatnssveit. Á und- an tónleikunum þar bauð Kirkjukórasamband Suður- Þingeyjarprófastsdæmis hljóm- sveitarmönnum til kaffidrykkju og Páll H. Jónsson skáld og tón- skáld á Laugum bauð hljóm- sveitina velkomna. Tónleikarn- ir fóru síðan fram 1 hinu nýja og myndarlega. félagsheimili að. Skjólbrekku. Voru þeir vel sótt- ir, þrátt fyrir það að vorannir standa nú sem hæst í sveitinni, og fóru að öllu ’leyti hið bezta fram. Var hljómsveitinni ákaft fagnað af áheyrendum, og í lok tónleikanna flutti hreppsnefnd- aroddviti sveitarinnar. Jón Gauti Pétursson á Gautlöndum, ávarp og þakkaði hljómsveit- inni komuna. Jón Þórarinsson framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar þakkaði fyr- ir hennar hönd hlýleg orð og ágætar móttökur. Að þessum tónleikum lokn- um var ekið tafarlaust til Akur- éyrar. Félagsmenn í Tónlistar- félagi Akureyrar skiptu hljóm- sveitarmönnum á milli sín og buðu til kvöldverðar í heimil- um sínum þeim, sem ekki áttu kvöldverðarboð hjá vinum eða venzlafólki, Þegar séð var. að bvottförin frá Reykjavík mundi1 tefjast svo sem raun varð á, var tónleikunum á Akureyri frest- að um eina klukkustund, og hófust þeir kl. 10 um kvöldið. Fóru þeir frám í Akureyrar- kirkju, og vár hún þéttskipuð áheyrendum. Kirkjan er sem kunnugt er ein hin glæsileg- asta á landinu, og kom nú einn- ig í ljós, að hún er hinn ákjós- anlegasti tónleikasalur. Voru þessir tónleikar rrij’ög vel heppn aðir og hiriir ánægjulegustu í alla stgði. í lok tónleikanna kvaddi sér hljóðs Þórarinn Björnsson skólameistari og á- varpaði hljómsveitina með fag- urri ræðu. Jón Þórarinsson þakkaði fyrir hönd hljómsveit- arinnar ávarp skólarrieistara, svo og stjórn Tónlistarfélags Akureyrar fyrir ágæta sam- vinnu við undirbúning tónleik- arina og einstökum félagsmönn- um rausnarlegar móttökur. Eftir tónleikana bauð stjórn Tónlisíarfélagsins til kaffi- drykkju í gildaskála Hótel KEA og flutti þar ræðu formaður fé- lagsins, Stefán Ágúst Kristjáns son, en dr. Páll ísólfsson svar- aði. Hljómsveitarmenn flugu fléstir heimleiðis um kl. 2 um nóttina. Tónleikaför þessi tókst í alla staði svo sem bezt verður á kos- ið og mun verða minnisstæð bæði þeim, sem þátt tóku í henni, og þeim, sem sóttu tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinn- ar nyrðra. Uppáslunpa m málamiðlun i ilunni í Aigier komin fram Orðsending }>ar um send síjórn Júgó- slavíu í gæv RELGEAD, fimmtudag. Samtök Norður-afrískra þjóðern issinna stungu upp á því í dag, að Egyptaland, Júgóstavía og eitt livert þriðja ríki fái það verk að vinna að útkljá deiluna í Algi er. Uppástungan var sett fram í orðsendingu til júgóslavnesku istjórnarinnar frá Bouhafa, sem er fulltrúi nefndarinnar til feelsunar Norður-Afríku í Bandaríkjuwuin. ©ouhafa neitaði að láta uppi blanda sér í innanríkis stjórn- hvert þriðja ríkið væri, er taka mál landsins. í orðsendingunni skyldi að sér málamiðlunina,1 er skilgreining á afstöðu en gaf þær upplýsingar, að beg'gja aðila til vandamálsins og störf nefndarinnar skyldu mið- : lýkur henni með tillögu um ast við að hafa eftirlit með grundvöll fyrir sáttum þjóðern- vopnahlé í landinu án þess að íssinna og Frakka. eimðeifmgar Framhald af 1. síðu. deliingar sýndu Ingólfi Jóns- syni viðskiptamálaráðherra þá ókurteisi að ætla að ganga út úr salnum, þegar hann hóf mál sitt. En ekki nóg með það: Þeg- ar pabbadrengirnir urðu að sitja kyrrir ásamt vinstúlkum sínum, sern fermdust 1 fyrra eða hitteðfyrra, hefndi söfnuð- urinn sín á Ingólfi með því að hlæja að honum og reitti bæði hann og Jóhann Þ. Jósefsson tjl reiði. Hins vegar er ástæðulaust fyrir Morgunblaðið að tala um sögusmettur Alþýðublaðsins í þessu sambandi. Heimildarmað urinn var góður og .gegn Sjálf- stæðismaður úr Vestmannaeyj- um og landskunnur góðtempl- ari„ svo að hann hefur áreið- anlega verið algáður um hvíta- sunnuna. En skýzt þótt skýr sé. EKKI ÖLL KURL KOMIN TIL GRAFAR. Leiðtogar Heimdallar hafa nú náð sér svo eftir hvítasunnu ferðina, að Morgunblaðið gat flutt í gær frásögn af sigling- unni miklu. Henni fylgja mynd- ir af nökkrum einstaklingum, mannfjöldanum við skipshlið og Vestmannaeyjum, en prent- unin er svo dauf, að enginn þekkist og því síður hægt að sjá hvernig unglingarnir eru á sig komnir. Margt vantar líka á myndum þessum eins og kannski er við að búast. Til dæmis verður þar hvergi vart við smáræðið, sem Heimdell- ingurinn skildi eftir í forstof- unni hjá einni af forustukon- um Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum. Myndavélin hef- ur annaðhvort verið f jarverandi eða vant við látin. Franco (Frh. af 5. síðu.) verið veitt aðiid að Sameinuðu þjóðunum, og það getur smám saman orðið spænskum lýðræð- issinnum til aðstoðar. Valda- bandalag við Franeo yrði hins vegar til að festa stjórnina í sessi. Eða hvar yrðum við þá staddir, ef sömu aðilarnir og forðum gerðu uppreisn á Spáni? FÉLA6SLÍF FerSafélag íslands fer í Heiðmörk i dag kl 2 frá Austurvelli til að gróðursetja trjáplöntur í landi félagsins þar. Félagsmenn eru vinsam lega beðnir um að fjölihenna. )ulsr fil solu 3. herbergi og eldhús á Víðimel 2 hcrbergi og eldhús í kjallara á Grenimel 3. herbergi og eldhús á Baránsstíg Uppíýsingar gefur: Egill Sigurgeirsson hrl. Austurstræti 3 — Sími 5958. inpr H.f. Eimskipafélags Island fyrir árið 1955 liggur frammi á skrifstofu félags- ins, frá og meo deginum í dag að telja, til sýnis fyrir Mutliaía. . Reykjavík 26. maí 1956. Sijórnin. I DAG er laugardagurinn 26. mí 1956. FLCGFEKÐIE Flaugfélag Islands h.f. MiIIilandaflugvélin Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Flug vélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 15,15 á morgun og fer áleiðis til Osló og Kaup- mannahafnar kl. 16,30. Millilandaflugvélin Sólfaxi er væntanleg tii Reykjavíkur kl. 17,45 á morgun. Flugvélin fer áleiðis til Thule á Grænlandi kl. 19,00. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Skógasands, Vestmánná eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Á morgun er ráðgert að flúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa- fjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f. Saga millilandaflugvél Loft- leiða h.f. er væntanleg í dag kl. 09,00 frá New York. Flugvélin fer kl. 10,30 áleiðis til Gauta- borgar og Hamborgar. Einnig er Hekla væntanleg kl. 19.00 í dag frá Stavangri og Osló. Flugvél- in fer kl. 20,30 í kvöld til New York. MESSUK Dómkirkjan. Messa kl. 11 f.h, Séra Jón F L j s u T G j Ú M | R A í m Ð ■ u U 9 R „HvrS í ósköpunum ertu eig- Sníega að gera?“ spurði Shor .Nun og hló dátt. En Jón gerði ílvorttveggja í senn að skamm- ast sín fyrir klaufaskapinn og óítast um afdrif sín. Honum var Jíkt innanbrjósts og ósyndum anannia mundi vera,.sem fallið Jhefði fyrir borð úti á Aflants- hafi miðju. Hann sveif enn frá geimfarinu, án þess að geta nokkuð að gert, og loks gat hann komið upp orði aftur. „Gerðu eitthvað til að bjarga mér, Shor Nun“, hrópaði hann. „Hvernig geturðu staðið þarna og hlegið eins og fífl, þegar þú sérð mig í slíkri hættu?“ Þeg- ar Shor Nun sá hversu alvar- lega Jón Stormur tók þetta, hætti hann að hlæja. „Þú hefur ekkert að óttast, Jón Stormur“, sagði hann. „Ég hef gleymt að sýna þér hvernig þrýstilofts- skammbyssunni er beitt“. Um leið leysti hann skammbyssu úr belti sínu, sleppti takinu og' skaut, og á sömu andrá var hann kominn að hlið Jóns. Hann greip til hans, miðaði skamrn,- byssunni upp fyrir sig og skaut aftur, og á sömu andrá voru þeir aftur komnir í öryggi geim farsins. Auðuns (Mæðradagurinn). Nesprestakali. Messa í kapellu háskólans kl, 11. Séra Jón Thorarens.en. Hallgríínskírkja. Messa á morgun kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Þ, Árnason. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e.h. Séra Þorsteina Björnsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. . Messa kl. 2 e.h. Séra Kristimi Stefánsson. BLÖfl O G TlMAKIT Gangleri, tímarit Guðspekifé- lags íslands, 1. hefti 30. árgangs,, hefur borizt blaðinu. Efni þess er m.a.: Guðmann hinn ungi, Örkin, Táknfræði -leikja eftir ritstjórann, Gretar Fells, og einn, ig flytur heftið kvæði eftir hanr,,. Þá er greinin litið 'um öxl og leitað svara eftir Jakob Kristins son og greinarnar Hinn fornl: arfur og Indland fyrir daga: Búddha eftir Sigvalda Hjálmars son. -- >J< -- Merki niæðrastyrksnefnclar5 MÆÐRABLÓMIÐ, verður aí- hent sölubörnum í öllum barna- skólum bæjarins frá kl. 9 f.h. á sunnudag. Ennfremur verftur merkið afhent á skrifstofu fé- lagsins á Laufásveg 3. Barnaheimilið Vorboðinn. . Þeir sem óska að koma börn- um á sumrheaimilið í Rauðhól- um í sumar sæki um fyrir þau í dag og á morgun kl. 2—6 e.h. í skrifstofu Verkamannaíelags- ins Framsókn í Alþýðuhúsinu, Tekin verða börn á aldrinury 4—7 ára. MUNIÐ MÆÐRADAGINN 1 Á MORGUN. ÍJtvarpiB 12.50 Óskalög sjúklinga, 19.00 Tómstundaþóttur barna og: unglinga. 20.30 Upplestur: „Kirkjuþ.iónn- iruv, smásaga eftir Somersefe. Maugham (Klemenz Jónsson leikari). 20.40 Vladimir Horowitz leikun sónötu nr. 1 í Es-dúr eftir Ilaydn, og Kathleen Long leilr, 'ur stef og tilbrigði í a-molS eftir Rameau (plötur). 21.00 Leikrit: „Gamli bærinn^ eftir Niels Th. Mortensen. —* Leikstjóri: Indriði Waage. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög' (plötur). j 24.00 Dagsskrárlok. „ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.