Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.05.1956, Blaðsíða 3
JLaugardagur 26. maí 1956 JT 3 A i þ ý g u b I a -8J $ uft RANNES ÁHORNIN.U VETTVAmUR DAGSim Blómapiöntur stórhækka í verði — Mismunapdi verð — Svanirnir farnir til Krísuvíkur — Nýr har —Beindós — Svangt fólk og þyrst — Verkamenn kvaría undan of mörgum frídögum BLÓMAVINUR skrifar: „Ég Jiief verið' að vinna í garðimim •mmum undanfarið. Svo ætlaði ég að kaupa cláiítið af plöntum, en mér brá í brún, þegar ég kom í stöðina og komst a'ð raun um að plönturnar höfðu stórhaekkað í verði síðan í fyrra — og það, sem verra er, að þar sem ég keypíi þær, voru þær 50 aurnrn dýrari en annars staðar. Ég keypti stjúpmæður og önnur blóm og þær kostuðu kr. 2,50, en ails staðar annars stað'ar kosí- uðu þær kr. 2,00. ' MÉR ÞYKIR þetta mikil hækkun og enn verra, að ekki skuli vera sama verð á plöntun- um í öllum búðum. Ég skil ekki .hvers vegna þetta er svona og settu blómavinir að vara sig á .þeim, sem selja miklu dýrar en aðrir. Ég gat elrki betur séð en að plötunrnar væru Víðast hvar alveg eins.“ SVANAUNGARNIR eru horfn ir úr TjarnargarcSinum, þar eru aðeins gömlu hjónin og nú er búið að girða þau ai'. Kunningi minn, sem var að koma úr ferða- lagi iil Krýsuvíkur, sagðist hafa séð þar fyrir utan veg fjóra svani og mundu þangað vera komnir svanirnir, sem voru hér. Þeir hafa rekizt á vötnin í Krýsu vík og setzt þar að. „ÍSBORG“ NEFNIST nýr ís- bar, eða hvað menn vilja kalla það í Austurstræti. Þar er seld- ur ís og einnig heitar pylsur. Þarna hefur verið blindös síðan opnað var. Ég hef oft verið að hugsa um það, hve fólk, sem gengur um Austurstræti, hlýtur að vera svangt og þyrst, því að alltaf er ös í sjoppunum. Mér hefur jafnveí dottið í hug, hvort ekki væri rétt að setja upp mat- gjafir fyrir svanga borgarbúa. ANNARS ER RÉTT að minn- ast á annað í þessu sambandi. Ýmsir hafa faorn í síðu þess að smábúðsr, sem ýmsir kalla sjopp ur, skuli háfa opið til klukkan hálf tólf á kvöldin. Ekki get ég séð neitt athugavert við þaö. Þetta er til þæginda fyrir fólk, en nú er svo komiö að húsmæð- ur standa í erfíðleikum vegná þess hve búðirnar eru oft lok- aðar. ' KINS VEGAR er ekki nema eðlilegt að verzlunarfólk vilji fá eins mifcið frí og það getur. Eng inn kvartar undan of mörgum jfrídögum nema verkamenn, sem ! vinna fyrir tímafcaupi. Maður hittir ekki verkamann, sem vill átta stundir og jafnvel þó að þeir vinni tíu stundir, það er hafi tyo tíma í eftirvinnu á dag, er það með herkjubrögðum að hægt sé að lií'a af þeim og alls ekki þá mánuði. sem útsvar er tekið af kaupi. j VERKAMÖNNUM þykja því i fríin alltof mikil. Allt snarast I uni hjá þeirn þær vikur, sem frí eru. H ?rgi á Norðurlöndum eru eins rnargir frídagar og hér, enda hugsa ég að . erkamenn þar yrðu fyrsíir til að mótmæla aukningu frídaga -na. Haiihcs á horninu. st.ato • ÁKVEÐIÐ er nú hver börn- in eru, sem Loftleiðir bjóða hingað frá Vestur-Berlín og hafa eftirfarandi upplýsingar um þau borizt hingað: Yngsta barnið er 11 ára gamalt, en hið elzta 16 ára, 1 er 12 ára, þrjú 13 ára„ fimm 14 ára og tvö 15 ára gömul. Sjö búa á barnaheimilum, fjögur komu til Berlínar í hópurn flóttafólks, þrjú eiga enga að- standendur á lífi, svo vitao sé, níu hafa misst annað foreldri sitt, en foreldrar tveggja eru öryrkjar. Af Ijósmyndum og öðrum upplýsingum er auð- sætt, að börnin eru andlega og líkamlega heilbrigð og rnörg þeirra hafa sýnt sérst.akan dugnað eða eru búin miklur.i hæfileikum. Þau hafa því bæði verið valin rneð hliðsjón af því, að þau væru fær um að þroskast af ferðinni og, að vegna örðugra aðsíæðna mvndu þau ekki í náinni fram tíð hafa orðið fær um að gera sér mikinn dagamun. Skemmtiferð. Auk þeirrar fyj.rirgreiðslu, sem ákveðin er af hálfu Loft- leiða meðan börnin dveljast hér, hefur þeim nú verdð boð- ið af fræðsluyfirvöldum bæj- arins í skemmti- og kymns- för um Reykjavík og nágrenni. Allmargir einstaklingar hafa óskað þess að fá að hafa börn- in á heimilum sínum, en nokkr um börnum er þó enn óráð- stafað. Fyrri hópurinn, sjö börn og fylgdarkonan. er væntanlegur hingað 27. þ. m. KROSSGÁTA NR, 1040. Lárétt: 1 snúa, 5 reykir, 8 10 grannur, 13 reið. 15 fjöldi, veiðitækni, 9 einkennisstafir, 16 ögn, 18 hætta. Lóðrétt: 1 andlegur, 2 vcik- indi, 3 níð. 4 framkoma, 6 kona, 7 vog, 11 hestur. 12 mannsnafn, 14 fantur, 17 úttekið. Lausn á krossgátu nr. 1039. Lárétt: 1 rekkja, 5 Eros, 8 Kata, 9 ði, 10 taut, 13 tu, 15 snót. 16 urin, 18 tálga. Lóðrétt: 1 rakstur, 2 erat, 3 ket, 4 joð, 6 raun, 7 sigta, 11 asi, 12 tólg, 14 urt. 17 nl. Jarðarför mannsins míns EINARS KR. GUÐMUNDSSONAR Laugarnesvegi 42 fer fram frá Fossvogskirkju klukkan 1,80 mámidaginn 28. maí n.k. L’na Guðmundsdótt.ir hörn og tengdabörn. FLÁSI- 6ALLÁBUXUR fyrir teipur og drengi. Verð kr. 98,00. Eimfremur: regnkápur, allar síærðir. Laugavegi og við Miklatorg. tífti utankjörsfsSar-atkvæða- greíðslu. Skrifstofu embættisins í lögreglustöðinni hér, verð- ur opin til utankjörstaðaratkvæðagreiðslu utan reglulegs skrifstofuííma, sem hér segir: Surmudaga kl. 14—16. Alla virka daga kl. 20—22 nema laugardaga þá kl. 14—16. Atkvæðagreiðslan hefst sunnudaginn 27. þ. rn. Lögreglstjórinn á Keflavíkurflugvelli, 23. maí 1956. Björn Ingvarsson. í Iðnó í kvölá kl. 9. 5 Snanna hljómsveit leikur. Aðgöngumiðar seklir í Iðnó frá kl. 8. Sími 3181. 9*c • ««i*aU»r iiricb ..« 'tiisr Mttmt * % r k ai* »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.