Alþýðublaðið - 27.05.1956, Page 5

Alþýðublaðið - 27.05.1956, Page 5
Sraitmictagw 27. maí 1956 AlþýSublaSiS r r Árni Árnason: 101,1 MÁNUDAGINN 13. febrúar 1928 fóru allflestir bátar í Vest- mannaejfjum í róður. Þá var Idukkan 04.00 og komið hæg- viðri af austri, en veðurútlit ó- lryggt, og leit helzt út fyrir vaxandi austanvind, er liði á daginn. Veður hafði undanfar- iö verið mjög erfitt til sjósókn- ar, og þann 11. febrúar varð ein -tnesta útilega, sem orðið hefur á bátum hér um áraraðir. Þá iágu úti 19 bátar vegna ofveð- urs. Komu þeir síðustu ekki .faeim fyrr en eftir hádegið þann 12. febrúar og gátu þess vegna ekki róið þennan dag, þ.e, 13. febrúar 1928, er átti eftir að verða svo minnisstæður í sögu Eyja, þar eð vitanlega var ekki -faægt að Ijúka við að beita línu hinna siðkomnu bátá svo snemma, að þeir næðu róðri 13. febrúar. Þeir voru því í landi. Er leið á daginn þann 13. febrúar, fór veður að aukast, .favessa af austri, og tók þá sjór að ókyrrast að mun. Bátar Jfaéldu þó áfram veiðum, þ. e. lágu yfir línunni venjulegan iíms. Veður gekk stöðugt upp, er á leið, og var orðið mjög slæmt, er allur meginþorri bát- anna fór að leggja af stað heim- leiðis. Náðu sumir landi með aaumindum, og margir með að- stoð björgunarskipsins Þórs. Einn komst þó ekki heim og fórst, en það var Bb. Sigríður, Ve. 240, eign Vigfúsar Jónsson- ar útgerðarmanns í Holti og Kristmanns Þorkelssonar, Stein ífaolti. Formaður á bátnum var Eiður Jónsson, tengdasonur Vig íúsar, harðduglegur og þekktur formaður og fiskisæll, stýri- maður Sigurður Vigfússon frá Akureyri, vélstjóri Jón frá Holti Vigfússon og hásetar Ág- úst Petursson frá Reykjavík og Frímann nokkur, Húnvetning- Mr. Nú skal eftir föngum skýrt frá atburði þessum. Klukkan 18.30 bjuggust þeir & Sigríði af stað heimleiðis. Var þá komið ofsaveður, stórsævi :©g hríðarbylur af suðaustri. Ferðin gekk þó sæmilega vel fceimundir Heimaey að vestan, pg voru þeir einn og hálfan tíma á leiðinni vestan frá mið- 'um sínum og þangað, sem marg ir togarar lágu í skjóli af Ofan- leitishamri. Hvar þeir annars yoru, vissu þeir ógjörla, þar eð GREININ fjallar um björgunarafrekið mikla, þeg- ar vélbáturinn Sigríður fórst við Vestmannaeyjar 13. febrúar 1928, en það mun einstakt í sinni röð. Rekur höfundurinn atburð þennan vel og skihnerkilega, ert greinin er endurprentun úr tímaritimi SOS, sem gefið er út í Vestmannaeyjum og flytur sannar frásagnír a£ slysum og svaðilförum. ekkert sást til lands vegna byls- ins. Létu þeir bátinn lóna þarna í námunda við einn togarann, sem lá með fullum ljósum, svo sem eina klukkustund. Þá fór formaðurinn á Sigríði frám í lúkar til þess að fá sér einhverja hressingu, þar eð ekki hafði hann bragðað vott né þurt all- an daginn. Bað hann mann þann, er við stýrinu tók og stjórn bátsins, að halda í horf- inu á meðan. En er Eiður hafði verið svo sem 20 mínútur niðri, rakst báturinn á sker eitt. sem er skammt undan Ofanleitis- hamri. Þaut þá Eiður og aðrir skip- verjar upp á þiljur. og var bát- urinn þá fastur á skerinu. Rétt síðar tók stór alda bátinn og henti honum af skerinu upp. að þverhníptum. klettaveggnum. Þegar bátinn bar þar upp að. stökk Jón vélstjóri upp á stall í berginu og náði fótfestu. en í sama svip sogaðist báturinn aftur frá, svö enginn hinna hafði tíma til að hlaupa upp til Jóns á stallinum. ■Var báturinn að velkjast þarna fram af nokkra stund, en þá kom stórt ólag, sem kastaði honum aftur upp að hamrinum. Gátu þá allir mehnirnir stokk- ið upp á stallinn til-Jóns, en báturinn sogáðist á sömu mín- útu aftur út. Rétt á eftir kom feiknamikill brotsjór, sem mol- aði bátinn við klettavegginn. Gáfust ekki fleiri tækifæri til að bjargast á land utan þessi tvö, en þau notuðust svona vel vegna þess, að Sigríður hafði ljóskastara, svo að þeir gátu upplýst umhverfið með honum, sem var mjög mikil hjálp. Áð öðrum. kosti mundu þeir alíir hafa farizt þarna við Ofanleit- ishamarinn. Enginn meiddist að ráði nema Eiður förmaður, er slasaðist nokkuð á hendi. Þegar þeir voru komnir þarna upp á stallinn í berginu, var klukkan 22.30. En þótt þeir m.eð. því hefðu sloppið úr bráð- asta háskanum, var útlitið eng- an veginn glæsilegt. Þeir voru þarna utan í 18 metra háu berg inu á dálitlum bekk. en fvrir neðan var hyldjúpur sjórinn í versta vetrarham, sem sleikti fætur þeirra, er brotsjóirnir sópuðust upp í Hamarinn. Kom ust mennirnir þó undan þeim, með því að þreifa sig áfram í myrkrinu efst upp á bekkinn. Blautir voru þeir au.ðvitað frá hvirfli til ilja, svo aðbúðin þarna á bekknum var állill, þar eð veður var, sem sagt, mjög slæmt, hvasst og kalt og gekk á með byljum, en á allar syllur og snasir hafði hlaðið svo mikl- um snjó. sem frekast gat á þeim tollað. Svigrúm var harla lítið á bekknum, svo ekki gátu þeir haldið á sér hita að neinu ráði með hreyfingum til eða frá, og vart var hægt að „berja sér“ vegna þess, hve bekkurinn var mjór. Þarna urðu þeir þó að hírast alla . nóttina. Voru þeir að vonum órðnir allþrekaðir vegna vosbúðar og kulda, er tók að birta af degi. Alla nóttina var nærri stöð- ug snjókoma, og hlóð svo mikl- um snjó niður. að firnum sætti. Ekki vissu þeir glöggt, hvar í Hamrinum þeir voru, þar eð allur er hann líkur í lögun í myrkri og snjó. Er birti, könn- uðust þeir strax við staðinn og fannst út jitíð ekki gott að held- ur. Þeir 1 vor'u stáddir þar í Hamrinum, sem illmögulegt var sagt að komast upp, og þess ve'gna nær engar - líkur ;til að svo mætti verða undir þvílíkum kringumstæðum, sem þeir voru nú háðir, en þær voru iangt í CFrh. á 7. síSu.) já þann hi ikfa flokk mennina. Bókhu sem dílir tula mn. ENGUM getur dulizt hvílíkan. greiða svonefnt ,,Aj|þýðuþandalag“ geVir í- haldinu með framboðíim sínum í þeim kjördæmum, þar sem frambjóðendur í- haldsins eru tæpir og jafn- vel vissir með að falla, ef beinn og óbeinn stuðning- ur hinna grímuklæddu kommúnista kæmi ekki íjl. Einna bezt má marka, ao þessi þjónkun sé í té látin af fúsum vilja og að ýfir- lögðu ráði, af því, að flótta- bandalag kommúnista og Hannibals leggur mesta á- herzlu á fundahöld og út- breiðslustarfsemi þar sem íhaldið á í mestri velc að verjast, t. d. fyrir vestan og norðan, en á staði einr, og t. d. Vestmanhaeyjra er engin áherzla lögð af þeirra hálfu. Sem vonlegt er. á íhaidið erfitt með að dylja ánægju sína með svo liðtæka hiálp arkokka. Þetta kom nýiega skýrt j Ijós vestur á ísafirði. Þar var sögð þessi saga af. kjósendafundi flóttabanda- lagsins 17. þ. m. Sigurður Bjarnason. al- þingismaður var staddur i piientsmiðjunni ó staðnum þennan dag, ásamt 7 öðrum mönnum, og bar margt á góma, og m. a. sagði Sig- urður: ,,Það er annars einkenni- leg rás viðiburSanna, drcng- ir góðir. Hérna er maiur búinn að hafa Hannihal Valdimarsson á móti sér sem harðskeyttan andstæð- ing í baráttumri í 10—12 ár. En alít í einu stenáur hann svo við Miðina a manni.“ — Um leið og Sig- urður mælti síðustu orðin, sýndi hann með höndnm, eins og góður leikari, hvar Hannifoal stóð við híiðina á honum, svo áheyrendur sáu þetta gjörlá fyrír sér. Þar með hefur Hanuibal hlotið álíka viðurkenningu sem hjálparkokkur íhalds- ins og ..glökollarnir hans Ólafs Thors" í Þjóðvörn; og svo ánægður var Sigurður Bjarnason með fundahöld Hannibals vestra, að hann taldi ekki ástæðu til aó mæta á fundum. Mun hann hafa talið, að sjálfur gæti hann varla gert betur en hjálparkokkurinn og íylgd- arlið hans. (NB. Þessi út- reikningur Sigurðar getur þó brugðizt, því daginn eft- ir að harrn gaf hjáipar- kokknum framangreinda viðurkenningu, mættu að- eins tvær sálir á flótta- bandalagsfundi i. Súðavík, svo að messufall varð hjá hjálparkokknum í það skiptið). Frímerhjaþðffu T H U L E . STANLEV GIBBONS LTD. HUNÐRAÐ ÁRA. í ÁR ERU hundrað ár liðin frá því að ungur maður i Eng- landi, Stanley Gibbons að nafni hóf að selja frímerki í einu borði í lyfjaverzlun föður síns. Gibbons er fæddur árið 1840, sama árið og fyrsta frímerkið kom út. Hann var því aðeins 16 ára, ér hann hóf feril sinn sem frímerkjakaupmaður og átti þessi ferill eftir að gefa honum heimsfrægð sem' einhverjum mesta frímerkjakaupmanni allara tíma. í fyrstu hét fyrirtæki hans E. S. Gibbons og síðar meir, er hann dró sig í hlé, nefndist það Stanley Gibbons & Co. Ltd. Þegar faðir hans dó tók Stan- ley við fyrirtæki hans, en þar sem það varð tarátt að lúta fyrir hinni miklu umsetningu frí- merkjaverzlunarinnar, lagði hann lvfjabúðina niður, ætt- ingjunum til mikillar skelfing- ar og helgaði sig algerlega frí- merkjaverzluninni. Brati var einnig hafin útgáfa verðlista og nú er Gibbons verðlistinn með þeim þekktustu í heimi. Gibbons hefur oft tekizt að gera göð innkaup, en frægast mun, þó vera. er hann keypti fullan sekk af þríhyrningum frá Góðravonarhöfða fyrir ö pund ,og seldi megnið úr honum |yr- ir 500 pund, en vörumerki firm ans, sem er þríhyrningur, stafar frá Góðravonarhöfða frímerki. SKAKKT .VATNSMERKI. Englendingar hafa nú skipt um vatnsmerki i frímerkjum sínum og lagt niður Tudorkór- ónun'a og handskrifuou CA, en taka í þess stað upp St. Játvarðs kórónu og venjulega prentsafi CA. Þétta nýjá yatnsmerki mun þó aðeins eiga að verða á ai- veg nýjum merkjum. Endur- prentanir gömlu merkjanna eiga að vera áfram með sama vatnsmerki. En nú bíða allir frímerkjasafnarar eftir því að pappírinn ruglist í meðferð, svo að eitthvað af gömlu merkjun- um komi fram með nýja vatns- merkinu. Frímerkjaverzlanir í Bretlandi búast við að selja upp birgðir sínar af vatns- merkjaskálum og tækjum til að leita að vatnsmerkjum. Hér eru svo nokkur ný nöfn: 35. Laza Milovanic, Rue Kos- anðicev 4 111, Beograd, Júgó- slavíu. Skrifar frönsku, vill skipta á frímerkjum við íslend- ing. 36. Werner Eisenberg, Els- tralsa, Kr. Kamenz, Lange Gasse 217, Germany DDR. —• Skrifar þýzku og ensku. Vill skipta á frímerkjum við íslend- ing. 37. Knut B. Ttaune, Ringerike vei 106, Sandrika, Norge. •—• Skrifar norsku. 38. William White, 145 Rid- geway Avenue, Norwood, Dela- xvare County, Pa. USA. Skrifar ensku og vill skipta merkjum við íslending. 39 Gúnter Kannerburg, Eúh- walde bei Berlín, Heinrich Heine Alle 2, Germany. Skrifar þýzku. Óskar eftir frímerkja- skiptum. 40. H. Bonde, Skandeborg- vej 7, Aahus, Danmark. Skrifar dönsku. Frímerkjaskipti. 41, Andrés Pastrana, Juan do Frarohald á 7. síðu. .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.