Alþýðublaðið - 27.05.1956, Page 8

Alþýðublaðið - 27.05.1956, Page 8
 FEJÁLS ÞJÓÐ skýrir frá því í gær, að andstöðuflokk ar Hræðslubandala;;sins hafi komið sér saman mn að kæra sameiginlega framboð Alþýðuflokksiiis og Fram- sóknarflokksins. Landskjör- stjórn barst hins vegar að- eins kæra fró Sjálfstæðis- flokknum. Er þvi engu hk- ara en að íhaldið hafi gleypt bæði Þjóðvörn og komma, a. m. k. í þessu máli. Nýlega var steinhúsið Skothúsvegur 7 brotið niður til grunna á hálfum degi. Mvndirnar hér að ofan sýna aðfarirnar. Á neðri myndinni til hægri sér í hjúkrunarheimilið Sólheima. Tuftugasfa og fimmta sfarfsári Gagnfræiaskófa Isafj. iokið Isafirði, 1S. maí. GAGNFRÆÐASKÓLA ÍSAFJARÐAR var slitið í dag, en þetta var 25. starfsár skólans, sem hóf starfsemi sína 1. okt. 1931. Verður þessa merka afmælis minnst í haust, en þá eru eiinnig liðin 50 ár síðan unglingaskóli var stofnsettur á ísafirði. SUNDMEISTARAMÖT ÍS- LANDS verður háð í Sundhöll Hafnarfjarðar í dag og á morg- un. Hefst mótið kl. 2 e.h, í dag, en heldur áfram kl, 8,3ð annað kvöld. Þátttakendur í mótinu eru að sjálfsögðu allir beztu sundmenn landsins og er keppt í sautján greinum. I dag verður keppt í eftirtöld um greinum: 100 m. skriðsundi karla, 400 m. bringusundi karla, 50 m. bringusundi telpna, 100 m. skriðsundi drengja, 100 m. baksundi kvenna, 100 m. bringu sundi drengja, 200 m. bringu- sundi kvenna og' 4X100 m. fjór- sundi karla. Annað kvöld verður keppt í 100 m. flugsundi karla, 400 m. skriðsundi karla, 100 m. skrið- sundi kvenna, 100 m, baksundi karla, 50 m. skriðsundi telpna, 100 m. baksundi drengja, 200 m. bringusundi karla, 3X50 m. þrísundi kvenna og 4X200 m. skriðsundi karla. í haust innrituðust 139 nem- eadur í skólann' en það er 10 nem. færra en vrar í skólanum ácið áður. Á skúlaárinu hættu 6(1 nemendur námi, þar af 3 vegna veikinda. Heilsufar var gotí í vetur, en leikfimi féll niður nokkrar vik u,r vegna mænuveikihættu. Sundkennsla féli niður allan veturinn sökum viðgerðar á Sundhöllinn.i Félagslíf í skólanum var með líkum hætti og áður. Guðmundur G. Hagalin og Erynleifur Tobíasson heim- sóttu skólann og fluttu þar er hrdi. Við skólaslitin var úthlutað verðlaunum úr sjóðnum Aldar minning Jóns Sigurðssonar, en sá sjóður var stofnaðu 1911 og skal veita styrk úr sjóðnum til efnilegra nem. í G. í. Að þessu sinni hlutu verð- launin þær Alda Sigtryggsdótt i'r og Rannveig Guðmundsdótt- ir. KITGERÐARSAMKEPPNI. Umdæmisstúkan nr. 6 hefur þrjú s.l. ár efnt til ritgerðarsam keppni um bindindismál með- at nemenda framhaldsskólanna á Vestfjörðum. Að þessu siimi 'bárust aðeins ritgerðir frá G. í, og hlaut 1. verðlaun Stein- 'unn Gunnlaugsdóttir og 3. verð laun Brynjólfur, Sigurðssoh, — en fimm nem. hlutu 3. verð- iaun. HÆSTU EINKUNNIR. Hæstu einkunn yfir skóiann h.iaut Brynjólfur Sigjurðsson, 4 b. v'erknáms, 9.40. í 1. b. verkn. var Freyja jECristjónsd. efst með 8.69, en meðal einkunn í þeirn bekk var 6,25. í 1. b. bókn. v'ar Elma Magn- úsd. efst og fékk í eink. 9.03. Þar var meðal-eink. 7,05. í 2. b. verkn. var Guðmund- ína Þorláksd. efst með 8.66, cn meðaleinkunn var þar 6.37. í 2. b. bókn. var Ingibjörg Guðmundsd. efst með 9,15 Þar var meðaleinkunn 6,61. í 3. b. verknáms var Agnes Óskarsdóttir efst með 9,37, en þar var meðaleinkunnin 6,62. í 4. b. verkn. gagnfræða- deild var Brynjólfur Sigurðs- son efstur með 9,40. Steir.unn Gunnlaugsdóttir hafði 0,22. Meðal-einkunn var 7.27. Framhald á 7. síðu. Frá kosninganefnd FJÁRAUSTUR andstæð- inganna um þessar kosning- ar er gengdarlaus og verður meiri en oft áður, enda hafa þeir digra sjóði til að ausa af. Okkur vantar peninga til ag kaupa leigubíla, borga fundarhús, auglýsa í útvarpi o.fl. o.fl. — Eflum kosninga- sjóð Alþýðuflokksins og ger- um honum fært að standa straum af nauðsynlegum út- gjöldum. Hlutur hvers og eins þarf ekki að vera stór. Kornið fyllir mælirinn, og margt smátt gerir eitt stórt. Kosninganefndin. Frá kosninganefnd: Tækifærið að fefla íhaldið NÚ ER tækifærið fyrir alla íhaidsandstæðinga í höf uðborginni að fylkja sér um Alþýðuflokkinn og fella í- haldið. Starf ykkar fyrir kjördag og atkvæði á kjör- degi kemur íhaldinu verst, ef þið vinnið fyrir Alþýðu- flokkinn fyrir kosningar, og kjósið A-listann á kjördegi. Umbótamenn, hafið sam- band við kosningaskrifstofu flokksins og látið skrá ykk- ur til starfs. Bílaeigenclur, lánið flokkn um bíla ykkar á kjördag og látið skrifstofuna vita sem fvrst um það. Hverfisstjórar. Vinnið vel í hverfunum. Á ykkur velt- ur hve árangursrík vinnan á kjördag reynist. Starfið verð ur að leysast af hendi fyrir kosningar, eftir kosningar er hægt að taka það rólegar. Alþýðuflokksfólk á okkur hvílir meginþungi kosninga- baráttunnar, þó að frjáls- lyndir menn og konur hjálpi til. Komio því strax til starfs ins og vinnið fyrir flokkinn. Ef allir leggjast á eitt er sigur vís. Kosninganefndin. S s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Þjéðviijinn hrifnari af kæruþvæiu íhaidsins en Morgunbiaðið LEYNIÞRÁÐURINN milli íhaldsins og kommúhista kemur glöggt í ljós við að lesa Morgunblaðið og Þjóðviij* ann í gær. Bæði blöiðn flytja fréttina um þá kröfu Sjálf stæðisflokksins, að landskkjörstjórn kveði upp úrskurð um Jandslista Alþýððnflokksins og Framsóknarflokksins. Og viti menn: Þjóðviljinn birtir greinargerð umboðs- manna Sjálfstæðisflokkksins orðrétta, en Morgunblaðið lætur sér nægja að koma hluta af langlokunni á framfær.S. við lesendur sína. Með öðrum orðum: Þjóðviljinn hefur meiri xelþókn un á kæruþvælu íhaldsins en Morgunblaðið. Og enn einu sinni hafa öfgaflokkarnir í íslenzkum stjórnmálum fund ið hvorn annan — að þessu sinni í skilningi sínum á því. hvernig túlka eigistjórnarskrána og kosningalögin. Eim ber það við, að Heródes og Pílatus gerist vinir. V s, V L 1 Si V £-1 s1 S <3 V ý V v 20 þús. tonnum minni fiskafli, S fyrstu mánuði ársins nú en í fyrra FRÁ ÁRAMÓTUM til apríl- loka var fiskaflinn á öllu íand inu 179.488 smálestir. Af þessu magni var bátafiskur 123.551 smál., en togarafiskur 55.937 smál. Á sama tímabili 1955 var heildaraflinn 199.115 smál. bátafiskur: 144.890 smál., tog- arafiskur: 54.526 smáh), en fyrstu fjóra mánuði ársins 1954 var heildaraflinn 173.352 smál. Aflinn 1.1—30.4 1956 befur verið hagnýttur sem hér segir: ísfiskur Til frystingar Til herzlu Til söltunar Til mjölvinnslu Annað 781 smál. 77.058 smál. 29.427 smál. 68.760 smáh 1.764 srnál. 1.698 smái. Samtal 179.488 smál. Af helztu fisktegundum heí uru aflast á tímabilinu ,1.1..— !, 30.4 1956 og 1.1. —30.4 1955 (smálestir: 1956 1955 Þorskur 148.968 174.774 Ýsa 9.887 7.761 Ufsi 6.044 3.210 Karfi 5.075 5.00T Steinbítur 3.875 2.331 Langa 2.345 2.918 Keila 2.145 2.903 Aflamagnið er miðað \I5 slægðan fisk með haus. _________*——-----■ i Frá kosninpiieínd SÍMAR kosningaskrifstof- unnar eru 5020 og 6724 Bezt er að koma sjálfur, enn ef það er ekki hægt, þá notið símann. 9.474 úflendingar komu fil lands ins 1955 en 7.112 Islendingar 358 fleiri komu heldur en fóru á árino 16.586 MANNS komu til íslands frá útlöndum á árií’.m 1955, að því er segir í Hagtíðindum. Af þessum fjölda vom 9.474 útlendingar og 7.112 íslendingar. Af utlendingum kom:s 2.838 með skipum, en 6.636 með flugvélum. Af íslending um koxnrá 2.732 með skipum, en 4.380 með flugvélum. Fjöldi þeirra, er komu til landsins á ári hefur aukizt um næstum 7000 síðaii ’52, 'Frá íslandi til útlanda fóru 9.107 útlendingar árið 1955 og virðast af því 367 hafa ílenzt hér, eða a.m.k. verið hér fram yfir áramót. Fleiri þeirra fóru héðan með flugvélum heldur en komu. 7,221 íslendingar fóru utan á árinu, eða 9 fleiri en komu. Einnig af íslendingum fóru fleiri fljúgandi en komu. ÞJÓÐERNI. Af útlendingum, sem komu til landsins 1955 voru langflest- ir Bandaiákjamenn, eða 3,778, en næst flestir voru Danir, 2,431. Norðmenn voru 661, Bret ar og Þjóðverjar 648 af hvor- um. Þá komu hingað 518 Svíar, 106 Hollendingar, 101 Frakki, 76 Rússar, 72 Finnar, 72 Kín- verjar, 57 Kanadamenn, 52 Tékkar og 51 Svisslendingur„ Af öðrum þjóðernum vom miklu færri, en þó má nefna 30 Belga, 23 Austurríkismenn. 15 Spánverja, 10 Japani. Einn Ný’ Sjálendingur kom á árinu og 9 Ástralíumenn. RÍKISFANGSLAUSIR. Fjórir ríkisfangslausir meir: komu til landsins 1955, þ.e.a.s. vegabréfalausir, en aðeins eina þeirra fór aftur á árinu, hvorf: sem hinir eru hér enn eða ekki Yfirlit hagstofunnar er sam- ið eftir skýrslum, sem útlend* ingaeftirlitið hefur gert um fap þegaflutning til landsins og frá Því. ,„;j

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.