Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 4
4 AlþýðubfaðiS ÞriSjuÆagur 29. maí 1356. Útgefandi: Alþýðuflokkurinm. Ritstjóri: Helgi Sæmundssom. Fréttastjóri: Sigvaldi Hiálmarsom. Blaðamenn: Björgvin Gœðmundssom og Loftur Guðmundsson- Auglýsingastjóri: Emilía Sa'náelsdóttir- Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Askriftargjald kr. 20.00 a mámuði. Alþýðuprentsmiðj an, Hverfisgötu 8 — 10. Bomban9 sem sprakk öfugt KOSNLNGAÞVÆLA íhalds- ins út af landslistum Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins var kosninga- bomba, sem sprakk öfugt og á þann, er á hélt. Landskjör- stjóm gat að sjálfsögðu ekki tekið klögumálin til greina, þar eð þau eiga enga stoð í lögum og eru því tilefnis- laus eins og rakið er í grein- argerð umboðsmanns Alþýðu flokksins gagnvart landskjör stjórn, Guðmundar í. Guð- mundasonar, á öðrum stað hér í blaðinu. íhaldið hefur þannig áunnið það eitt með málarekstrinum að sýna eðli sitt og innrœti, ofríkið og aíðingsháttinn, sem leiðir til fyrirlitningar á lögum og rétti. En ekki nóg með það: Alþýðubandalagið og Þjóð- varnarflokkurinn gerðust samsekir íhaldinu um óhæf- una. Leyniþráðurinn er orð- inn að blóðböndum. Málatilbúnaður íhalds- ins er svo furðulegur, að slíks rnunu fá eða engin dæmi. Árið 1937 efndi Sjálf stæðisflokkurinn til banda- lags við Bændaflokkinn á sama grundvelli og Alþýðu flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn nú, án þess að nokkur aðili sæi ástæðu til unikvörtunar, hvað þá kæru. Árið 1953 lýsa for- ustumenn Sjálfstæðisflokks ins því yfir í umræðum á alþingi, að kosningabanda- lag eins og það, sem Al- þýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa til stofnað, sé lögmæt og sjálf- sögð ráðstöfun og telja lög- gjöf varðandi það óþarfa með ölht. En 1956 kærir Sjálfstæðisflokkurinn til Iandskjörstjórnar yfir því sama, sem Sjálfstæðisfloklt urinn gerði 1937 og áleit löglegt og sjálfsagt 1953. Þvílík framkoma er áreið- anlega met í ósvífni. Og hvers vegna greip í- haldið til þessa ráðs? Þeirri spurningu er fljótsvarað. HræðsLan við bandalag Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins hefur komið and stæðingunum úr andlegu jafnvægi. Nú er ekki talað um það, að Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn séu hræddir. Ekki er heldur reynt að’ halda til streitu þeirri fullyrðingu, að fylgið hrynji af bandalagi umbótaflokkanna. Þvert á móti: Þjóðviliinn og Útsýn viðurkenna á sunnudag og í gær, að kæran sé fram kom- in í því skyni að forða þeim stórsigri umbótaflokkanna, að þeir fái hreinan meiri- hluta á alþingi að kosning- unum Ioknum. íhaldið ætlaði að koma í veg fyrir það með því að láta landskjörstjórn raunverulega semja viðbót- arákvæði við kosningalögin. Og svo var til þess ætlazt, að jafnmætur og reyndur lög- fræðingur og Jón Ásbjörns- son hæstaréttardómari fremdi aðra eins óhæfu og þessa. En skömmin er ekki einka mál íhaldsins. Alþýðubanda- lagið og Þjóðvarnarflokkur- inn löfðu aftan í Sjálfstæðis- flokknum. Frjáls þjóð skýrði frá því í síðasta tölublaði sínu, að andstöðuflokkar hræðslubandalagsins hefðu náð samkomulagi um að kæra landslista Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins. Þau ummæli sýna og sanna makkið, sem átt hef ur sér stað, þegar lejmiþráð- urinn varð að blóðböndum. Kærandinn reyndist hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn einn, þegar málið kom fyrir landskjörstjórn. Samt höfðu ástirnar tekizt. Umboðs- menn Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins lýstu sig ynnilega sammála kæru- þvælu íhaldsins. Sjálfstæðis- flokkurinn naut þannig stuðnings og velþóknunar Alþýðubandalagsins og Þjóð- varnarflokksins í viðleitni sinni til valdníðslu og ofrík- is. Glókollum Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar hefur fjölgað. Skyldleiki níðings- skaparins segir til sín. Árangurinn verður að- eins skaði skammarinnar, en málið mun hafa mikil á- hrif í kosningabaráttunni. Nú veit þjóðin, hverá má vænta af íhaldinu, ef það fengi meirihluta. Ennfrem ur mun henni ljóst, að Al- þýðubandalagið og Þjóð- varnarflokkurinn eru ekk- ert annað en hjálpartæki Sjálfstæðisflokksins, for- ustumennirnir hlýðnir og auðsveipir glókollar, sem dansa eftir púkablísíru. Ekkert sýnir betur nauð- syn þess, að íhaldið og sprengiflokkarnir verði í sameiginlegum minniljjluta að kosningunum loknum. Það nytjaverk er skyldu- kvöð allra lýðræðissinnaðra umbótamanna á íslandi. Skáldið, sem d rakk sig f hel DYLAN THOMAS, velskur skólakennarasonur og undra- barn, útskrifaðist sem stúdent frá menntaskólanum í Sv/an- sea, gaf tvítugur út fyrstu ljóða bók sína, hafði þrítugur hlotið heimsfrægð sem skáld, lézt 39 ára að aldri, gereyðilagður af ofdrykkju; bar dauða hans að höndum í New York og þótti mikill atburður. Nú er koxnin út fyrsta bókin um ævi hans, frægðarferil og ill örlög, — ný endurtekning gömlu sögunnar um gjaldið fyrir snilligáfuna. Það er bandarískur fornvmur snillingsins, sem bókina skrif- ar, og vilja nú sumir telja það lítinn vinargreiða, þar eð bók- in er rituð af næstum því hræði legri hreinskilni — og ef tii'vill einmitt mikilvægust fyrir það. Einhvern tíma verðum við að horfast í augu við það, að sann leikanum verði ekki breytt þótt við lokum augunum fyrir hon- um. Þó ber að gæta þess, að í bókinni er aðeins sagður sann- leikurinn um ýmiss atriði hins ytra lífs og framkomu skáids- ins síðustu æviárin, en hins- vegar ekki allur sannleikurinn um það. Þess verður maður að minnast við lestur þessarar harmsögu um sjálfseyðilegg- ingu snillingsins. HARPA ANDSTÆÐNANNA Dylan Thomas er ekki al- menningi mikið kunnur hér- lendis, enda torlesinn og þó mun torþýddari, hann kveður oft í líkingum, líkingarnar oft sóttar í líkamlega nautnskynj- un, en flest kvæðanna þó svo látlaus að þau virðast ósköp sakleysisleg við fyrsta lestur. Yfirleitt er ljóðharpa hans stillt við andstæður, — ástríður og iðrun, eðlisfýsn og rökskyggni, geðró og örvæntingu. í þýð- ingu verða kvæði hans ljóð- ræn og hljómræn þegar bezt tekst til, og hafa þá óbein áhrif þótt þau verði ekki skilir. til fulls. Hann var ekki nema 34 ára að aldri þegar gefin var út bók á Bretlandi um skáldskap hans, rituð af mikilli djúp- hygli, og fyrir nokkxum árum birtu bandarísk blöð og tíma- rit margar og langar ritgerðir um skáldskap hans, síðar rnest- megnis um sjálfan hann, en þá var hann þegar dauðadæmdur maðður. Mörgum mun hafa gef ist það bezt til skilnings á kvæðum hans að lesa fyrst það, sem eftir hann liggur í ó- bundnu máli. Nú stendur manni til boða að kynnast honum fyrir hina hárnákvæmu persónulýsingu í bók Brinnins. Það verður manni dapurlegur lestur. Frá fyrstu kynningu af skáldinu í flughöfninni í Idlewid þann 21. febrúar 1950, unz maður stend ur við dánarbeð þess í sjúkra- húsinu í New York þrem árurn síðar, kynnist maður svo tak- markalausum einstæðingsskap og örvæntingu, að ekki einu sinni ölæðið getur brotið þá girðingu, sem umlykur hann frá samborgurunum, sem hann þráir þó að blanda geðí við. ERFIÐUR FÉLAGI Brinnin var einn af þeim mörgu, ungu Bandaríkjamönn um, sem lesið hafði Ijóð Dyl- ans Thomas af slíkri hfifningu, að hann varð að komast í snert ingu við skáldið sjálf persónu- lega. Sjálfur var Brinnin hneigður til skáldskapar, há- skólakennari, prúður og fágað ur, dýrkaði hetjur sínar og varð að gjalda þá dýrkun fyllsta verði. Sú raun, sem hið nautna þyrsta. velska skáld olli iion- um hlyti að hafa orðið 'ofraun mörgum, sem máttu þó teljast veraldarvanari. PÍLAGRÍMSFÖR — Á KNÆPURNAR Dylan Thomas var ekki f\ rr komínn til Bandaríkjanna, cn hann hóf svo harða sókn i knæpúrnar, að hann varð að leita sjúkrahússvistar. Hinn drykkjuþrútni líkami hans, tó- baksgular, skemmdar tennurn ar og flókni hárklubbbinn tók neinum batnaðarbreytingum við það taumlausa drabb. Enda þótt hann gæti á stundum sígr Ðylan Thomas. að fólk viðstöðulaust með fram komu sinni, hneykslaði hann menn oftar, enda ef til vill ekki laust við að hann sækt- ist eftir því. Hann var úr hófi fram grófyrtur, réðist á kon-ur með dónalegu orðavali og klámi, kvað það erindi sitt til Bandaríkjanna að leita upp alls naktar stelpur í blautum regn kápum. Öðru hvoru fékk hann svæsin hóstaköst, sem enduðu með uppsölum, -— það er lifr- in, sagði hann og harðneitaði að leita læknis. Engu að síður hélt hann á- fram upplestraferð sinni sam kvæmt áætlun og hlaut hvar- vetna hið mesta hrós fyrir. Áð- ur en hann gekk fram fyrir á- heyrendurna var hann að lot- um kominn af kvíða. En um leið og hann stóð á sviðir.u, eftir að hafa neytt drjúgrar hressingar að tjaldabaki, haföi hann áheyrendurna gersám- lega á sínu valdi. Honum lá djúpt og lágt rómur, en rödd in var samt blæbrigðarík. og þegar hann las upp kvæði brezkra og írskra skálda af yngri kynslóðinni, tókst hon- um að samræma hljómrænan klið þeirra efni og orðamerk- ingu, svo að upplesturinn varð um leið listræn túlkun. Eftir öllu að dæma mun hann hafa verið einhver snjallasti upp- lesari kvæða á sinni tíð. Frarn sögn hans á óbundnu máli var og snjöll, ef efnið lá v»l við skapgerð hans. VARÐ LÍTT ÚR FÉ . .. í fyrstu Bandaríkjaför sinni eignaðist hann tvær ástmej jar, og er sú frásögn í senn harm- ræn og kátbrosleg, þar sem er lýst bardaga þeirra um alger- an einkarétt yfir skáldinu. Um leið hafði Dylan Thomas þuhg ar áhyggjur af því hver lítið honum varð úr því mikla fé er honum græddist þar vestra, og öllum skuldakröfunum, er biðu hans heima í Vels, þar sem hhin ljóðelska og dug- mikla, en vanstillta kona hans, Caitlin fagra, barðist djarfn en vonlítilli baráttu fyrir heimil- inu. Það er tiltölulega auðvelt að dæma en hins vegar örðugra að skilja svo margslungin og harmræn örlagatengsl persónu andstæðna og tilfinninga, — þar mundi hins vegar ákjósan legt viðfangsefni fyrir skáld, sem komið væri í þrot mc-ð sjálfstæða sköpunargáfu. Áður en Thomas fór öðru sinni til Bandaríkjanna heim- sótti Brinnin þau hjónin í hörlegu heimili þeirra í Laug- harne í Vels, kom þangað meira að segja oft, en alltaf var Caitlin og hin margbreyttu geð skipti hennar honum jafn ó- skiljanleg ráðgáta. Hún ól með sér brjálunarkennda afbrýði- semi, ekki fyrst og fremst gagn vart ástmeyjum eiginmannsins — ef til vill sízt gagnvart þéim — heldur gagnvart kunningjum hans og aðdáendum, list hans og ferðalögum, og í reiðiköstun um reif hún hann og tætti í sundur tilfinningalega, eða hún gerði honum ókleyft að vinna með fýlu og ónotum. En þess á milli var hún svo ómótstæði- leg, að hann mátti ekki án benn ar vera. OG CAITLIN ... Lýsing höfundarins á fólki og umhverfi í Laugharne eru ekki sízt merkilegar í þessari hreinskilnislega rituðu bók. Fyrir þær verður bók su, er skáldið reit um æsku sína, stór um áuðskildari, jafnvel Ijóð hans. Þarna sameinast tveir heimar, — æskureynsla skáids- ins af umhverfinu og fólkinu cg viðhorf hans til þess, þegar hann hefur lifað lífi sínu til örvæntingar og vonleysis fyrir aldur fram. Og þung verða les endum sporin með þeim, Brinri in og skáldinu undir lokin, hvort heldur sem förin liggur um bjórknæpur Lundúna eða vínkrárnar í New York. Síð- ustu förina vestur fór Thomas aftur einn síns liðs, — honum hafði sízt orðið meira úr fé í annarri ferðinni þegar Caitlin var með honum —; og nu leyndi það sér ekki, að skáldinu varð ekki lengur við bjargað. Hann lauk samningu leikrits síns. „Under the Milkwood11, 1ifoi að sjá það viðurkennt, en féll rænulaus niður í gistihúsher- bergi sínu nokkru síðar, var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús, þar sem hann lézt nokkru síðar. Caitlin hraðaði sér vestur með flugvél, en kom of seint, og eins og til þess að botna hina hálfkveðnu lífs- stöku skáldsins á viðeigandi hátt, drakk hún sig svo óða, að setja varð hana í spanr.i- treyju. Nú birtist hún okkur í saknaðardöprum formála að harmsögu skáldsins, þar sem hún kveðst vona að fundinn verði jákvæðari sannleikur en sá, er kemur fram í bók Brinnins. Sá sannleikur er þegar fund inn, -— í kvæðum skáldsins. Og hann er ekki gagnstæður þeim sannleika, er fram kemur í bók inni, heldur gerir hann dýpri og fyllri. Séi og SifaS Júní blaðið er komið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.