Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 5
ÞriSjudaguf 29. maí I9óC. AlþýðubíaöiS ■5 Guðmundur I. Guðmundsson: i SEM UMROÐSMAÐUR ALÞYÐUFLOKKSINS mótmæli ég framkominni kröfu Sjálfstæðisflokksins um, að við úthiutun uppbótarþingsæta verði miðað við samanlagðar at- kvæðatölur Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, eins og tim einn flokk væri að ræða og krefst þess, að Alþýðuflokkn- iim verði uthlutað uppbótarsæfum samkvæmt samaníögðu at- kvæðamagni þeirra manna og lista, sem flokkurinn býður fram <og skráðir eru á landslista hans. Jafnframt krefst óg þess, að' framlagður landslisti flokksins verði tekinn til greina án breyt- ínga. Sjálfstæðisflokkurinn heldur því fram, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn séu einn þingflokkur og byggir þá niðurstöðu sína á því, að þess- ír flokkar gangi til kosninga ,.um sameiginlega frambjóð- endur og sameiginlega steinu- skrá“, eins og það er orðað í framlagðri greinargerð á .grundvelli þessa er þess kraf- Izt, að við úthlutun uppbótar- þingsæta verði miðað við sam- anlagðar atkvæðatölur flokk- anna, eins og um einn flokk væri að ræða. Enda þótt grein argerð umboðsmanns Sjálf- stæðisflokksins sé alllöng, vitn ar hann hvergi til neinna laga- greina máli sínu til stuðnings og þykir mér því rétt að víkja þegar nokkuð að þeirri lilið málsins. í 27. grein kosningalaganna er fram tekið, að framboði ein staks frambjóðanda skuli fyJgja skrifleg yfiriýsing hans og með mælanda hans um það, íyrir hvern stjórnmálaflokk fram- bjóðandinn býður sig fram. Framboðslista í kjördæmum, þar sem kosið er hlutbundnum kosningum, skal fylgja skrif- leg yfirlýsing meðmælenda list ans um það fyrir hvern stjórn- málaflokk listinn sé boðinn fram. Þá er og tekið fram, ao ef yfirlýsingar þessar vantar, teljist frambjóðandí eða listi utan flokka. Samkvæmt 28. gr. kosningalaganna skal fvlgja landslista til landskjörstjórnar skrifleg skýrsla um það, hver Stjónmálaflokkur ber hann fram, undirrituð af flokks- Ktjórn, og samkvæmt annarri málsgrein 30. greinar ber að taka á landslista nöfn frami- fojóðenda flokks í kjördæmum. Loks er svo ákveðið í 126 gr. laganna, að við úthlutun upp- foótarþingsæta skuli landskjör- Stjórn telja saman atkvceði frambjóðenda og lista flokksins og úthluta samkvæmt því Lagaákvæðin eru hér skýr og ótvíræð. Yfirlýsing fram hjóðenda í kjördæmum og meðmælenda er fullkomið og endanlegt sönnunargagn um það, fyrir hvaða flokk fram boðið er. Y^irlýsing flokks- a stjórnar er nauðsynleg til a a þess að frambjóðandi verði tekinn á landslista. Enginn frambjóðandi verður talinn tilheyra öðrum flokki en þeim, sem hann sjálfur og meðmælendur hans lýsa yfir, að hann bjóði sig fram fyr- ir, og enginn verður tekinn á Iandslista, nema floklts- stjórn samþykki. Kjörstjórn- ir hafa ekkert vald til að á- kveða, að frambjóðandi til- heyri öðrum í'Iokki en þeint, sem hann sjálfur og meðmæl- endur hans lýsa yfir, að hann bjóði sig fram fyrir. Enginn ALÞYÐUBLAÐIÐ birti á, t S >—*-**>-*—*------- ^sunnudag meginatriðin úr^ j greinargerð umboðsmanns \ S Alþýðuflokksins, Guðmund- S Sar I. Guðmundssonar sýslu-S Smanns, um kæru Sjálfstæð-S Sisfiokksins til landskjör-S ó stjórnar út af láiidslistum í I Alþýðullokksins og Frarn-^ ^ sóknarflokksins. Hér birtist^ ^svo greinargerðin í heild, en-J • hún sannar glöggt og ótví-‘ ^rætt, að kæran á enga stoð- lögum og er því tilefnislaus^ ^með öllu. Er málatilbúnaður ^ ^umboðsmanns Sjálfstæðis-ý, S flokksins hrakin lið fyrír lið, j Senda sama hvernig á máliös S er litið: Kæran er ekkertS Sannað en viðleitni hræddraS Sntanna til að túlka stjórnar-S ^ skrána og kosningalögin á ^ *íþann hátt, sem íhaldinu hentí < ar, rétt eins og vilji þess eigi^ • að ráða úrslitum kosninga á- íslandi! heimild því, að er heldur til fyrir I mælaiaust sú, bætt á Iandslista flokks fram bjóðendum, sem flokkssíjóru ir neita að viðurkenna sem frambjóðanda flokksins. Þessi ákvæði eru svo skýr og ót%úræð, að ekki verður um deilt. Krafa Sjálfstæðisflokksins til landskjörstjórnar gengur í rauninni út á það, að annað- hvort úrskurði landskjörstjórn, að allir frambjoðendur Fram- sóknarflokksins skuli teljast frambjóðendur Alþýðuflokksins eða gagnstætt eða þá að lands- kjörstjórnin ákveði, að fram- bjóðendur þessara tveggja flokka tilheyri einhverjum nýj- um flokki. Til alls þessa brest- ur landkjörstjórn gersam- lega heimild. Það er vitað um alla frambjóðentíur á landslista Framsóknarflokksins, ao þeir og meðmælendur þeirra hafa lýst því yfir, að þeir bjóði sig fram fyrir Framsóknarflokkinn, Skv. 3. málsgr. 27. gr. brestur landskjörstjórn algerlega heim- ild til að telja nokkrum öðrum en Framsóknarflokknum þsssa frambjóðendur og atkvæði þeirra. Það er og vitað, að all- ir þeir frambjóðendur, sem eru landslista Alþýðuflokksins ásamt meðmælendum þeirra lýst því yfir, að framboð in séu fyrir Alþýðuflokkinn og þessvegna á Alþýðuflokkurinn heimtingu á, að honum og hon,- um einum verði talin atkvæði þeirra. Með áritun sinni á lands lista hefur stjórn Alþýðuflokks- ins staðfest skv. 28. gr. kosn- ingalaganna hverjir frambjóð- endur flokksins séu og með því að þeir fullnægja allir ákvæð- um 27. gr. laganna er það ekki á valdi iandskj örstj órnar að breyta neinu þar um. Krafa Sjálfstæðisflokksins til landskjörstjórnar er því tví- að landskjör- landskjörstjórn geti J stjórn þverbrjóti ákvæði 27. gr. kosningalaganna með því að hafa að engu yfirlýsingar fram- bjóðenda og meðmælenda og á- kvæði 28. gr. með því að taka á landslista frambjóðendur, sem flokksstjórnirnar neita að við- urkenna sem sína. Hér er til þess ætlazt, að frambjóðendur og meðmælendur séu sviptir þeim lögverndaða borgaralega rétti að ráða sjálfir fyrir hvaða flokk þeir séu í kjöri og flokks- stjórnir þeim rétti að ráða, hvaða frambjóðendur flokkur- inn viðurkennir. Að öllu þessu athuguðu er vel skiljanlegt, að umboðsmaður Sjálfstæðisflokks ins vitnar ekki í neinar laga- greinar máli sínu til stuðnings. Því er haldið fram í greinar gerð Sjálfstæðisflokksins, að i rauninni séu Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn einn flokkur í kosningunum vegna þess, að þessir flokkar gangi til kosninga „um sameig inlega stefnuskrá og sameigin- lega frambjóðendur“. Þetta cr alrangt. Alþýðuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn eru háðir um þessar mundir 40 ára gaml ir. Hvor flokkurinn um sig hefur sín lög, sína stjóru og sína stefnuskrá. Á milli þess ara flokka eru engin skipulags leg tengsli og stefnuskrár þeirra eru gjörólíkar. Fram- sóknarflokkurinn afneitar stefnuskrá Alþýðuflokksins í veigamiklum atriðum og AI- þýðuflokkurinn hefur ætíð verið og er enn á sama hátt andvígur stefnuskrá Fram- sóknarflokksins. Hér er því vissulega um tvo flokka að ræða, bæði skipulagslega og málefnalega. Hitt er annað mál, að stjórnmálaleg nnuð- syn hefur oft knúið þessa flokka til að leysa saman ým is varidamál. Alþýðuflokkurinn og Franir sóknarflokkurinn unnu þann- ig um 20 ára skeið eða fram til 1938 mikið saman á alþingi og stóðu um tíma. saman að rík isstjórn. Eftir þann tíma hafa þessir flokkar einnig staðið að ríkisstjórn saman oftar en cinu sinni, en það hefur aldrei hvarflað að neinum að tala um þessa flokka sem einn flokk. Nú bregður hins vegar svo við, ag Sjálfstæðisflokkurinn ætlast til þess af landskjörstjórn, að hún geri einn flokk úr þessum tveimur flokkum og það ein- göngu vegna kosningasteínu- skrárinnar og framboðanna í kosningunum í sumar. Skal ég því víkja nokkuð að þessum at- riðum. Sú áherzla, sem Sjálfstæðis- flokkurinn leggur á stefnu- skrána, er óneitanlega dálitið barnaleg í augum þeirra, sem nokkuð þekkja til í íslenzkum stjórnmálum. Allir landsmenn vita, að um áratugi hefur eng- inn einn stjórnmálaflokkur á landinu haft hreinan meiri- hluta á alþingi. Allan þennan tíma hafa því samsteypustjórn ir tveggja eða, fleiri flokka far ið með völdin í landinu. Þessar samsteypustjórnir eru orðnar margar, en það er sameiginlegt með þeim öllum, aó aður en þær voru myndaðar hafa flokk- ar þeir, er að þeim stóðu, gert MARGT er athyglisvert og minnisstætt af því, sem fram hefur komið í sambandi við kæruþvælu íhaldsins til landskjörstjórnar út af landslistum Alþýðuflokksins og Framsóknarfloldcsins. Að þessu sinni viíl Alþýðu- blaðið minna & tvö meginatriði, sem sýna mætavel hversu hér er að unnið: Frjáls þjóð skýrði frá því í síðasta tötuhlaði sínu, að allir andstöðuflokkar hræðslubanclalagsins hefðu náð samkomuíagi um að kæra landslista Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins til Iandskjörstjórn- ar. En þegar kæran var lögð fram, réyndist hún hins vegar flutt af Sjálfstæðisflokknum ein'um. Al- þýðubandalagið og Þjóðvörn tóku híns vegar undir víð þvæluna, þegar málflutningurinn hófst fyrir lands kjörstjórn. Morgunblaðið birti á laugarcíag hluta af grein- argerð umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem reynt var af átakanlegum ancllegum vanefnum að rökstyðja kæruþvæluna. Þjóðviljinn kunní hins veg- ar murt betur að meta þetta afkvæmi íhaldsins. — Kommúnistablaðið flutti greinargerðína í heild og var þannig sýnu hrifnari af henni en Morgunblaðið! Hér er með öðrum orðum mun fremur um að ræða blóðbönd en Ieyniþráð. Ihaldið hefur lagt hönd sína á glókollana í Alþýðubandalaginu og .Þjóðvarnarflokknum og alið þá upp á svipstundu til hlýðni við sig og aðdáun- ar á ofríki og einræði íhaldsisjs. Yerði drengjunum að góðu! með sér málefnasamning um, hvernig landinu skuli stjórn- að. Þessir málefnasamningar hafa einkennzt af því tvennú, að flokkar þeir. sem að þeim hafa staðið, hafa ætíð orðið að slá nokkuð af stefnumálum sín um og kröfum og málefnasaimi ingarnir hafa aðeins fjallaci um málin í stórum. dráttum, en samstarfsflokkarnir hafa siðan orðið að greiða fram úr einstök um atriðum með samningum sín á milli. Stjórnmálaflokkar þeir, sem að ríkisstjórnum haf.a staðið síðustu 20 árin og þessa málefnasamninga hafa gert, hafa aldrei lagt þessa samninga sína fvrir kjósendur við al- þingiskosningar. Samningar þessir hafa ætíð verið gerðir eftir kosningar. Það, sem gerzt hefur nú í samskíptum AlþýSuflokkins og Framsóknarflokksins, er það eitt, að þessir tveir flokk ar hafa nú FYRIR kosníngar stjórnarsamstarf og stjórnar- stefnu, ef þeir fá til þess þing fylgi, í stað þess að gera samn ingana EFTIR kosningar. Mál- efnasamningur Alþýðuflokks- ins og Framsóknarfl. ein- kennist, eins og allir málefna samningar síðustu áratugma, af því, að báðir flokkar slá nokkuð af stefnu sinní og af því að um málefnin er fjallað í stórum drátíum, en að flokk arnir verða, ef til kemur, að semja nánar um einstök at- ríði og útfærslu samningsins. Hér hefur því ekkert gerzc annað en það, að samntngur sem venjulega er gerður eftir kosningar er gerður fyrir þær. Því. hefur aldrei verið hald- ið fram, að stjórnmálaflokkar, sem eftir kosningar hafa gert með sér samning um ríkis- stjórn, væru þar með orðnir aö einum flokki. Ég býst t. d ekki við. að umboðsmaður Sjálístæð isflokksins telji, að flokkur hans og Sósíalistaflokkurinn hafi orðið að einum þingflokki við stjórnarsamninginn ’44, eða Sjálfstæðisfjokkurinn, Alþýðu flokkurinn og Framsóknarflokk: urinn orðið að einum þing-i flokki við stjórnarsamninginn 1947 eða að Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkannn hafi verið einn þingflokkur síö an 1950 vegna samningsins um stjórnarstefnu. Eftir er þá að svara þeirri spurningu, hvern ig getur samningur gerður fyrir kosningar um stjórnarstarf aö loknum kosningum gert tvo flokka að einum þingflokki, eí nákvæmlega sami samningur- inn er gerður eftir kosningar getur það ekki. Ég býst við, aö það standi í Sjálfstæðisflokkn um að svara þessari spurningu, ef hann ætlar að halda fast viö kenningu sína um þýðingu málefnasamnings Alþýðuilokk-. ins og Framsóknarflokksins. Hið rétta í þessu máli er auðvitað það, að málefnasamnv ingur Framsóknar og Alþýður flokksins nú hefur nákvsem? lega sömu verkanir og slíkir samningar hafa ætíð haft. BáÖ ir flokkarnir slá í bili nok.kuð af stefnu sinni, og samningur- inn er ekkert annað en gnmd-. völlur, sem byggja þarf á með> samningum um einstök og ótal atriði í framkvæmd hans. flokkarnir eru jafnsjálfstæð- ir og óháðir hvor öðrum og allir flokkar hafa verið, er tukiö hafa þátt í samstarfi við aðra flokka um ríkisstjóm um ára tugi. Kenningar Sjálfstæðis- Framhald é 7. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.