Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1956, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. maí lö»6. AlþýSubiagSIS 7 (Frh. af 5. síðu.) flokksins um þetta atriði nú eru því fjarstæður einar. Þá er komið að fullyrðingum Sj álfstæðisflokksins um sam- eiginlega frambjóðendur Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Landskjörstjórn 'parí ekki annað en kynna sér fram þoð Alþýðuflokksins þar, sem hann býður fram, og framboð Framsóknarflokksins þar, sem hann býður fram, til að sann- færast um, að framboðin eru ekki sameiginleg. í öllum þeim kjördæmum, sem AiþýðiifJokk urinn býður fram í, hefur á- kvörðun um framboðin verið tekin af félögum Alþýðuflokks ins í kjördæmunum og staðfest af miðstjórn Alþýðvjflok !:s i ns sanikvæmt 'flokkslögum. Qlium. framboðunum fylgir .yfirlýs- ing frambjóðenda og meðrræl- enda um, að hér sé um tfrain ’ooð Alþýðuflokksins að ræða. A sama hátt mun þetta um fram boð Framsóknarflokksins. Þau eru ákveðin af flokksfélögum þar og miðstjórn flokksins og frambjóðendur og meðmælend Ur lýsa því yfir, að þau séu framboð Framsóknarflokksins. Þar með. er af beggja hálfu full nægt ákvæðum 27. ■ greinar kosningalaganna. Því er haldið fram, að á með- al frambjóðenda Alþýðuflokks- ins séu Framsóknarmenn og að á meðal frambjóðenda Fram- sóknarflokksins séu Alþýðu- flokksmenn. Auk þess er því haldið fram, að í 3. sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjavík hafi verið skipað eftir úrslitúm prófkosnjpga á meðal Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Hvað sem sannleiksgildi þessara full- yrðinga líður,. þá virðist hún enga þýðingu hafa fyrir málið. Kosningalögin gera enga kröfu iil þess, að frambjóðendur séu í þeim flokki, er þeir bjóða sig tfram fyrir, qg þau hreyfa eng- «rn andmælum gegn því, að frambjóðendur séu í öðrum tflokki en þeir bjóða sig tfram í.vrir. Ekki verður komizt hjá því að líta svo á, að skilyrði þess, að ákveðið framboð verði talið ákveðnum flokki og öðr- um eklci séu tæmandi upptalin i kosningalögunum. Landskjör- stjórn brestur hcimild til að bæta þar við nýjum skiiyrðum, en það myndi hún gera, ef hún gerði athugasemdir við fram- boðin á þessum gruntlvelli. Þessi athugasemd Sjálfstæðis- f.lokksins styðst því ekki við lög. Til að upplýsa hið rétta um málsatvik vil ég taka fram, að allir frambjóðendur Alþýðu- flokksins eru flokksbundnir Al- þýðuflokksmenn, nema fram- bjóðandi fiokksins á Siglufirði, sfem ekki er í neinum stjórn- máiafiokki, en hefur lýst ýfir, að hann íylgir og mun fylgja Alþýðuflokknum, auk þess eru 3., 6., 9., og 12. maður á lista Alþý ðuf lokksins í Reylcjavík eklci í Alþýðuflokknum. Mér þykir rétt að benda á, að það hefur aldrei verið talið skipta máli, hvar í flokki ein- stakir frambjóðendur væru. Það hefur ætíð verið taiið fuli- nægjandi til að taka framboð í kjördæmum og landslista gilda, að fullnægt væri ákvæö- um 27. og 28. greinar kósninga- iaganna. Eigi að hvilca frá þessu nú er verið að bæta við nýjum skilyrðum, sem enga stoð hafa í lögum og til þessa hafa eklci heyrzt. Til dæmis um, að svona liafi verið á litið, má minna á, að nú í þessum kosningum eru ýmsir menn í kjöri fyrir aðra flolcka en Alþýöuflokkinn og Framsóknarflokkinn, sem eru í öðrum flokki en þeim, er býður þá fram. Þannig er Magnis Bjarnason, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í. Árnes- sýslu, meðlimur í Alþýðufiqkks tfélagi Reykjavikur, Guðraund- ur Helgason á sama iista er í Alþýðuflqkksfélagi Seiíoss, Ingimar Sigurðsson á lista sama flokks í Reykjavík er í Alþýðu- flqkksfélaginu þar, Jón Frið- björrisson á iista sama flokks í Skugaíiröi er og í Alþýðuflokks •félagi og Ásbjörn Karjsson á lista sama flokks í Suður-Múla- sýslu er í varastjórn Aiþýðu- flokksins. Frá tfyrri kosningum má tfinna ýmis dæmi ,hins sama. Þetta nægir til að sýna fram á, að krafan um, að frambjóðandi sé í þeim flokki, ,.er hann býður sig tfram tf.yrir og ekki í öðrurn, er bæði í ósamræmi' við gild- andi lög og venjur. Fari hins vegar svo, að landskjörstjórn hyggist víkja hér tfrá fyrirmæl- um kosningalaganna og hafi eitthvað við framboð Alþýðu- flolcksins í Revkjavík að at- huga, krefst ég þess, að lands- kjörstjórn gefi um það skýr svör og gefi færi á að athuga, hvort bætt verði úr því áður en málið verður endanlega af- greitt. Þá er því haldið fram, að Al- þýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn séu að sniðganga kosningalögin og afla sér fleiri þingsæta en þeim beri með því að bjóða ekki fram hvor gegn öðrum. Þcssi undarlega fullyrð ing fellur um sjálfa sig, þegar af þeirri ástæðu, að enginn stjórnmálaílokkur getur feng- ið fleiri þingmenn en atkvæði hans í kosningum veita hon- um rétt til. Ekkert vald er til á landinu, sem getur meinað neinum stjórnmálaflokkanna að reyna að afla sér kjörfylg- is. Það sem hér er að gerast, er ekkert annað en það, að Alþýðuflokkurinn er að leitast við að fjölga lcjósendum sín- um og Framsóknarflokkurinn vill stuðla að þessu með vissu samstarfi í ákveðnum kjör- dæmum, á sama hált og Al- þýðuflokkurinn vill stuöla að aukuu kjörfyigi Framsóknar- fiokksins í öðrum kjördænj.- uni. Við þessu er vissulega ckkert að segja, og því fer víðs fjarri, að þetta sé brot á ancla stjórnarskrárinnar og kosningalaganna. Stjórnar- skrái'n og kosnmgalögm gera ráð fyrir því, að 11 þingsætum sé úthlutað milli þingfiokka til nppjöfnunar eftir atkvæða- magni. Alþýðuflokkurinn berst fyrir því að fá sem flest atkvæði í kosningum nieðal annars í þcim tilgangi að fá sem flest uppbótarþingsæti. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að þessu, .og það er vissulega ekkert í orðum laga né anda, sem mælir því í gegn. Upphótarþingsætin geta aldrei orðið fleiri en kjósend- ur vilja, og landskjörstjórn brestur allt vald til að blanda sér í það mál. Það sætir nokkurri furðu, áð Sjálfstæðisflokkurinn skuli nu telja það brot á anda stjórnár- skrárinnar og kosningalaganna; að Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn slculi bafa komið sér saman um að bjóða ekki fram hvor gegn öðrum. Á Alþingi 1953 var flutt frumvarp um kosningabandaiög, sem gerði ráð fyrir víðtækri breyt- ingu á kosningalögunum. Sjálf- stæðisflokkurinn snérist gegn þessu máli og talsmenn hans létu þá uppi álit um lögmæti kosningabandalags eins og þess, sem Alþýðuflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn nú eru í. Hér fara á eftir ummæli talsmanna Sjálfstæðisflokksins um málið: Jón Pálmason: „Hitt er eðli- lega ekkert við að athuga, þó að bandaiagsreglan, sem hér hefur oft gilt, sé áfram. Það er ekkert því tii fyrirstöðu skv. núgildandi kosningalögum og okkar stjórnarskrá, að einn flokkur bjóði eklci fram á móti öðrum eins og átti sér stað á ísafirði og VesturþSkaftafells sýslu og það bandalag er í alla staði löglegt og getur std^ izt“. Alþt. 1953 C bls. 397. Magnús Jónsson: „Það hef- ir verið á það bent hér og tekið fram t. d. af hv. þm. A- Húnav., að það væri auðvit- að eðlilegt og ekkert við því að segja, að flokkar hefðu með sér bandalög við kosníngar, ef þeir ganga hreint til verks og velja ákveðinn frambjoð- anda hver í sínu kjördæmi, þeir geta skipzt á um það. Einn flokkurinn hefur fram- bjóðandann í þessu kjördæmi og annar í hinu. Það væri eðii legur máti til þess að fá fóik ið til að fylkja sér um einn ákveðinn frambjóðanda *. Alþt. 1953 C bls. 405. Magnús Jónsson: „Það verð ur aldrei gengið fram hjá því, að þetta frv. er ástæðulaust að því leyti til, að fiokkar geta nú haft með sé banda- lög með því að ganga hreint til verks og ákveða fyrir íram skiptingu frambjóðenda i ein stökum kjördæmum og styðja þar báðir eða allir sama manninn, það liggur þegar fyr ir með þeirri skipan, sem nú er, og þar er ekki verið að reyna að beita neinurn biekk ingum“. Alþt. 1953 C bls. 408. Magnús Jónsson: „Við höf um tekið slcýrt fram, að það er ekkert við því að segja þó •að tveir eða flqijý tflokkar komi sér saman um ákveðinn frambjóðanda eða frarobjóð- endur í einstöku kjördæmi og styðji þá.“ Alþt. 1953 C bls. 441. Það er grár leikur hjá Sjálf stæðisflokknum að láta tals- mcnn sína á alþingi lýsa yfir, að bandalag eins og það, sem Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarílokkurinn eru nú í, sé í alla staði löglegt, en kæra síðan yfir því til landskjör- stjórnar og ætlast til þess, að hún teiji ólöglegt það, sem er í alla staði lögum samkvæmt og allir eru sammála um að sé löguni samkvæmt, einnig Sjálfstæðisflokkurinn. En Sj álfstæðisflokkurinn hef ur ekki látið sér nægja að lýsa kosningabandalög lögmæt, hann hefut 'éinnig tfekið þátt í þeim, og landskj örstj órn hefur lagt blessun sína yfir það. Við alþingiskosningarnar 1937 var opinbert kosninga- taandalag' á milli Sjálfstæðis- flokksins og Bændaflokksins. Um þetta segir svo í skýrslu Hagstofu íslands yfir alþingis- lcosningarnar 1937: „Milli Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins var opinber samvinna um framboð í flest- um kjördæmum. í þrem af tvegg'ja manna kjördæmum buðu þeir aðeins fram einn af hvorum flokki og í 4 kjördæm um, þar sem Sjálfstæðisfloklc- urinn hafði engan frambjóð- anda ( í Ðala-, Stranda-, Vest- ur-Húnavatns- og Austur- Skaftafellssýslu) studdi hann Bændaf lokkinn* ‘. Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn hafa því áðr- ið 1937 verið í nákvæmiega samkonar bandalagi og Alþýðu- flokkurinn og F'ramsóknarflokk urinn eru nú í. í 22 kjördæm- um buðu Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn eklci fram hvor á móti öðrum. í þrem af tvímenniskj ördæmunum buðu flokkarnir fram sinn manninn hvor. í fimm kjördæmum buðu flokkarnir íram báðir vegna þess, að vitað var, að það hafði engin áhrif á kosningarnar. Til- gangur bandalagsins 1937 var auðvitað sá að ná hagkvæmari útkomu með bandalaginu en ella hefði qrðið.Tilgangurbanda lagsins 1937 var auðvitað sá að ná hagkvæmari útkomu með bandaiaginu en ella hefði orð- ið. Takmark þessa bandalags var að ná hreinum meirililuta, enda er það takmark ailra slíkra bandalaga. Engum datt í hug, að úrskurða þetta banda- lag sem einn flokk og þó skor- aði Sjálfstæðisflokkurinn á kjós endur sína í kjördæmum Bændaflokksins að kjósa Bændaflokkinn og á kjósendur Bændaflokksins í kjördæhmm Sjálístæðisflokksins að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Nú er hins vegar ætiazt til þess af lands- kjörstjórn, að hún svipti Al- þýðuflokkinn rétti tii uppbóta- sæta fyrir það eitt, að Fram- sóknarflokkurinn skorar á sitt fólk að kjósa Alþýðuflokkinn, og krafa um þetta er borin frafti eftir að talsmenn Sjálfstæðis- flokksins á alþingi hafa viður- kennt lögmæti slíkra kosninga- bandalaga, Af greinargerð Sjálfstæðis- flokksins er svo að sjá sem kröf ur hans séu að einhverju leyti grundvallaðar á því, að ákvörð- unin um kosningabandalagið hafi verið tekin af stjórnum Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins og að stjórnir þessara flokka hafi sent út hvatningar til kjósenda sinna um stuðning. Mér er spurn hver á að taka ákvörðun um kosningabanaa- iög, ef ekki flokksstjórnir, og fyrst lögmæti þeirra er viður- kennt hvernig ættu þau þá að komast á, ef flokksstjórnirnar tækju ekki ákyarðanirnar um þau? Og .enn má spyrja, hvaða tilgangur væri í að taka ákvarð anir um kosningabandalög, ef ekki mætti skýra frá því opin- berlega? Út af tilvitnun í greinargerð umboðsmanns Sjálfstæðisflokks ins í ræður Eysteins Jónssonar, Emils Jónssonar, Haraldar Guð mundssonar og Gylfa Þ. Gísla- sonar þá vil ég aðeins taka það fram, að ummælin eru eftir þeim höfð af fréttamönnum blaðanna, en ekki borin undir þá sjálfa áður en þau eru birt. Ummælunum er ætlað að tjá lesendum kjarna þess máls, sem þessir menn fluttu, en auðvit- að hefur eng'inn þeirra haldið því fram, að framboðin væru sameiginleg, því að slíkt væri rangt eins og framboðin sjálf bera með sér. Hinu hafa þessir menn haldið fram, að framboð- in nytu gagnkvæms stuðnings. Út af ummælum Gylfa Þ. Gísla- sonar á Akureyri á fundi 12. þ.m. tjáir hann mér, að þau séu rétt þannig: „að ekki færi lijá Jiví, að á næsta liingi yrðu þing- flolckar Jiessara flokka stærsta samstæða blokkin.“ Ég hef þá svarað málatilbún- aði Sjálfstæðisflolcksins að svo milclu leyti, sem tilefni virðist til. Mótmæii ég kröfum flokks ins og legg’ á það áherzlu, að landskjörstjórn segi til um þa'5, hvort hún hefur nokkuð við framboð Alþýðuflokksins að at- huga og veiti færi á að bæta úr, ef hún telur nokkra ágalla vera þar á. Reylcjavík 26. maí 1956. F.h. .Alþýðuflokksins Guðm. í. GTiSmundssosi, Kæru hafnað Framhald af 1. síðu. um til handa gefst frjúlslynd- um kjósendum, þegar þeir ganga að kjörborðinu 24. júní. Flótti er brostinn i lið andstæðingaimn, svo að Jfeir vita ekki sitt rjúkandj ráð fyrir hræðslu sakir. Nú er að reka flóttann og leggjast á eitt um glæsilegan sigur, sem markar tímamót í íslenzkri stjórnmálasögu, þokar íhald- inu og hjálpartækjum þess til hliðar og gerir djörfura og lý'ð ræðissinnuðura umhótaraönp- um fært að bjarga þjóðarskút unni og koma henni á réttaa kjöl. Úrskurðuriiin síðar. Engin tök voru á því að fá úrskurð landskjörstjórnar í gær til birtingar eða staðfesta frásögn af afgreiðslu hennar, en Alþýðublaðið veit með sanni, að hér er satt og rétt frá skýrt. Hins vegar væntir það þess, að geta komið úr- |skþrði landskjörstjórnar orð- réttum á framfæri við lesendur sína til staðfestingar því, sem hér hefur verið sagt og rakið. Alþýðuflokkurinn hefur ríka ástæðu til að fagna úrslitunum í landskjörstjórn. Þau eru tal- andi tákn þess, að sögurnar um spiliinguna í íslenzkum stjórnmálum séu ýktar. Og sú gleðifétt verður öllum sönnum Íslendingum fagnaðarefni. FÉLA6SLÍF Ferðaféfðð fslands Ferðafélag íslands fer í Heið- mörlc í kvöld og á íimmtudags kvöldið kl. 8 frá Austurvelii til að gróðursetja trjápiöntur í landi félagsins þar. Félags- menn eru beðnir um að fjöl- menna. -<»«***»•*«»«* Kven é kr. 55.09 Toledo Fischersundi. a * S ■ e * e » « s » n » a ■ • h mts m a «•< h ■ • ass n te * n »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.