Alþýðublaðið - 31.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1956, Blaðsíða 4
4 ASþýSublagiS Fimmíudagur 31. maí 1356. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8-—10. Sigurbcindalagið FÁ MÁL munu á síðari árurn hafa vakið meiri at- hygli en sú krafa Sjálfstæð- isflokksins til landskjör- stjórnar, að Alþýðuílokkn- um og Framsóknarflokknum yrðu reiknuð uppbótarþing- sæti sem einn flbkkur væri. Kommúnistar og þjóðvarn- armenn heimskuðu sig á því að taka algerlega undir þessa kröfu. Þeir létu sér m.a. ekki nægja, að lýsa sig samþykka kröfunni, heldur lýstu um- boðsmenn þeirra því yfir, að þeir væru algerlega sam- þykkir málflutningi umboðs- manns íhaldsins, svo burð- ugur sem hann líka var. Það varð því ekki aðeins kær- andinn, þ.e. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem rassskell- inn fékk, þegar landskjör- stjórn vísaði kæruatriðun- um algerlega á bug, heldur líka kommar og Þjóðvörn. Það var landskjörstjórn, sem losaði um axlaböndin á hinum pólitísku brókum íhaldsins, en kommar og Þjóðvö|rn höfðu gert það sjálfir, og er því hlegið jafnvel ennþá meir að þeim um Iand allt. Annars er flest undarlegt í sambandi við þessa kæru- þvælu. Undanfarna mánuði hefur því verið haldið fram í Morgunblaðinu, Vísi og mánudagsblaði íhaldsins, Frjálsri þjóð, og sömuleið- is í Þjóðviljanum og mánu- dagsblaði hans, að hræðslu- bandalagið muni stórtapa í kosningunum. Því fari víðs fjarri, að það muni fá at- kvæði fyrri kjósenda Al- þýðuflokksins og Framsókn- arflokksins. Þúsundum sam- an muni kjósendur þessara flokka yfirgefa þá, einmitt vegna bandalagsins, svo að útilokað sé, að flokkarnir fái fleiri þingmenn samtals en einhvers staðar milli 16 og 20! Engum heilvita manni átti að geta dottið í hug, að flokkarnir fengju fleiri þing menn samtals en þeir hefðu haft eða 22!! En þegar kemur fyrir landskjörstjórn, þá er þessi sama hersing allt í einu orðin sammála um, að Al- þýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn geti með kosningasamstarfi sínu unn ið hreinan meirihluta á alþingi og allar horfur séu á að það muni takast, ef þeir verði ekki úrskurðaðir einn flokkur og þar með sviptir nokkrum uppbótar- þingsætum. Hvað meinar nú þessi hers ing í raun og veru? Meinar hún það, sem hún segir í blaðaáróðri sínum, eða mein ar hún hitt, sem hún segir landskj örstj órn, þegar hún gerir örvæntingarfulla tii- raun til þess að vernda að- stöðu sína? Enginn vafi er á því, að þegar hersingin eygði möguleika á því að ræna umbótaflokkana nokkr um þingsætum, þá sagði hún það, sem hún meinti, þ.e. að hún væri hrædd um, að þeir myndu fá meirihluta vegna samstarfsins. Þetta bandalag íhaldsins, komma og Þjóðvarnar um að reyna að hafa þingsæti af andstæðingunum með ólög- um hefur verið nefnt klækja bandalag. Þátttaka kommún- ista í þessu klækjabandalagi gerir heitið flóttabandalag enn meira réttnefni á fyrir- tæki þeirra, því að flóttinn úr herbúðum þeirra Einars og Hannibals vex nú óðum. En augljósara verður með hverjum deginum, áð banda- lag umbótaflokkanna verður hið mikla sigurbandalag þessara kosninga. í: Tilkynning frá Hófel Bifröst. Hótel Bifröst hefur sumarstarfsemi sína 15. júni nk. Vegna mikillar eftirspurnar er væntanlegum gest- um vinsamlega bent á að tryggja sér dvöl á staðnum sem fyrst. Pöntunum veitt móttaka í síma 7080. Gerfst áskrffendur blaðslns. Álþýðubf Samfal HANN HELDUR skégginu enn. Þessu ræktarlega hoku- skrauti, sem um tugi ára hef- ur sett sinn hressilega svip a danska þjóðlífsmynd. Ég hef hsitið kunningjum mínum, skopmyndaleikurun- um, því að halda skeggiru á meðan ég get talizt opinber persóna, — og það er kunna, að ef H. P. Sörensen, yfirborg- arstjóri í Kaupmannahöfn, lof ar einhverju, þá stendur það eins og stafur á bók. SKEGGIÐ OG SKÆRIN. Og því er það nú spurning hvort skærunum verði ekki þá og þegar leyft að binda enda á sögu frægasta skeggs í Ðan- mörku. H. P. Hansen hefur nefnilega kvatt garðana í Gröf sem opinber starfsmaður, þcg- ar hann hætti að gegna em- bætti yfirborgarstjóra. Og um leið gefst honum tækifæri til að kanna þá stigu, sem honum hafa verið ókunnir til þessa, — hina friðsælu veröld einkalífs- ins. í þrettán ár.var hann æðsti framkvæmdastjóri Kaup- mannahafnar. Hann sinnti því starfi af dugnaði og dagarskaúi; var eðlilegt að beita hinni kunnu dönsku fyndni, sem bæði getur verið elskuleg eins og sólklikið á sundunum við Kaupmannahöfn og nöpur eins og norðanstormurinn, þegar hann vekur þar hvítfextar bár ur af blundi. Áður en -Sörensen gerðist á- berandi ábyrgðar persóna í skipulagslífi höfuðborgarinn- ar var hann áberandi persóna í blaðakosti danskra verka- manna; — ritstjóri Social-Dem okraten, vígglaður og vígdjarf ur á orrustuvelli ritaðst máls og öflugur stuðningsmaður Staunings og Hedtofts. Hann gerði lítið að því að njóta sum arleyfa, og er honum þvi sízt láandi þótt hann hafi hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann bauðst loksins hvíld frá störfum. Fyrst og fremst hafði bann afráðið að skreppa til Ameríku. Danska Austur-Asíu félagið býður honum og konu hans ó- keypis far með einu af skíp- um sínum yfir hafið, um Pan amaskurðinn til Kaliforriíu. Konan á bróður á lífi í Los- Angeles, „sem betur fer er hann hvorki milljóneri né kvikmymdáframleiðand,i, heldur aðeins venjulegur maðux'‘, seg ir Sörensen. NORSK SAUÐALÆRI, NORSK-JOÖNSK SAMBÚO. Þann 17. maí skrapp H. P. til Oslóar, horfði á skrúðgöng ur bamanna og át sauðakjöt með bórgarstjórunum þar. Eng ar greinar og engin blaðavið- töl, sagði hann, en allt í lagi með svona fámennt kveðjusara sæti og heimspekilegar umræð ur um dansk-norska samvinnu. Norðmenn verða alltaf að iiugsa málin lengi og gaumgæfilega, en þeir eru líka viljasterkari en Danir, talsvert þráir, — en samkomulagið er engu að síð- ur gott, svona eins og í hjóna bandi þar sem andstæðurnar skapa oft hið bezta samræmi. Nei, H. P. vill ekki tala illa um Norðmenn, hefur of mikiö dálæti á þeim til þess. En nú er. ég líka búinn að drekka tvö glös af öli . . .“ ,,Þrjú“, leiðréttir kona hans. „Ég vil ekki að þú teljir of- an í mig MATINN!“ segir H. P. „Mér er óhætt þótt ég bragði á ölinu. ..Ég fer ekki að brjóta glös né diska fyrir það. Það gera ekki aðrir en Norsarar og Rússar. Við höfðum norskan stúdent í fæði á styrjaldarár- unum. Hann fékk alltaf hafra graut og mjólk á morgnana: konan sá um það. Svo va: það einn morguninn að ég átti að sjá um þetta. En ég hafði ekki hitgmynd um hvar mjólkina var að finna; hins vegar hittist JH. R. aerensen. svo vel á að ég rataði á ölið, — og lét hann hafa það með grautnum. Að máltíðinni lok- inni lýsti hann yfir því, að þeg ar hann væri orðinn hermála- ráðherra Noregs, mundi það verða sitt fyrsta verk að segja Danmörku stríð á hendur. Þessi ahrif hafði nú ölið á hann.“ RITFÆRIN MEÐ í FÖRINNI. H.P. segist ekki munu hverfa aftur að ritstörfunum. „Undan farin þrettán ár hef ég' orðið að skrifa nafnið mitt mórg hundruð sinnum á dag, — og nú er það orðið hið eina, sem ég get skrifað- Engu að síöur kveðst hann munu hafa ein- hver ritfæri með sér á hinni löngu ferð yfir hafið. Ef til vill megum við eiga von á skemmti legri og hreinskilinni ferða- sögu, eða þetta verður upphaf- ið á sjálfævisögu,, — væntan- legri metsölubók á norrænum bókamarkaði. H. P. er hins veg ar svo tillitssamur við samferða menn sína, að hætt er við að hann láti ýmislegt ósagt, scm hann veit, og svo yfirlætislaus, að hætt er við, að hann láti ýmisslegt ósagt um sjálfan sig, sem þó væri vel þess virði að koma fyjrir almenningssjónir. Til dæmis varðandi þátt hans í hinni einstæðu hetjusögu, sem danskir frelsisunnendur rituðu blóði sínu og djörfum ráðum á hernámsárunum. Þá var það eitt sinn að náinn samstarfsmað ur spurði hann, hvort hann vildi sams konar skálmöld og ríkti í Noregi. „Já!“ sagðx H. P. og það með þungri áherzlu. SKIN EFTIR SKÚR. Enginn er samt sáttfúsari :en H. P. Eftir hverja reiðiskúr skín sól friðar og gamanstmi skærara en nokkru sinni fyrr. ,,Það sem ég hef lært á langri ævi, er jafn mikilvægt og það er hversdagslegt. Fólk er mun betra en það er sagt . . . “ Og nú er hann lagður af stað vestur. Ef til vill kemur haiin skegglaus aftur, en það breytir engu. HINN TVÍTUGI konungur Jórdaníu, Hussein ibn Talal, á einhvern næstu daga að taka örlagaríka ákvörðun, en getur á eftir að gera út um stríð eða frið í Mið-Austurlöndum. Hussein varð sem sé nýlega, sökum ákafrar beiöni frá arab- iskum þjóðernissinnum, að víkja John Bagot Glubb úr stöðu sinni sem ýfirmaður arab- isku herdeildarinnar! Og núhef ur fólk gengið á lagið og krefst þess af konungi, að hann slíti Öll önnur sambönd Jórdaníu vfi Bretland, en það er fvrst og fremst varnarsamningur frá 1948. Auð þess hefur England tvo flugvelli í Jórdaníu ásamt rétti til að hafa herlið í suður- hluta landsins. Egyptaland, Sýrland og Saudi Arabía reyna nú hvað þau mega að fá Jórdaníu til.að sam- einast sér með tilliti til þess að ségja ísrael stríð á hendur. Glubb hafði gert það sem í hans valdi stóð til að forðast þetta stríð og einmitt þess vegna orðið fyrir óvinsældum frá þjóðernissinnunum. ÆSKA OG MENNTUN. Æsku sinni evddi Husseín, eins og svo margir verðandi þjóðhöfðingjar innan brezka samveldisins, í Bretlandi. Hann gekk á enska skóla, m.a. Har- row og á herskólann í Sand- hurst og allt benti til þess að Hussein fengi að ljúka námi sínu í ró og næði. En í júlí 1951 var konungur Jórdaníu Abdul- lah, afi Husseins, myrtur af til- ræðusmanni einum, er hann heimsóttí Omar Moskeen í Jer- úsalem. Abdullah, sem verið hafði tryggur Englandsvinur í Austurlöndum nær, hafði á prjónunum miklar áætlanir um arabiska samvinnu. , Voru því nokkuð margir, sem höfðu , á- huga. fyrir að ryðja honum úr vegi. Sonur Abdullah, Talal, tók nú við völdum, en skortur hans á geðfestu stappaði brjál- æði næst. VINUR VESTURSINS. Andbrezkir áhrifamenn not- færðu sér veiklun hans þar -til þingið sá sér ekki annáð fært-en setja hann af. Drottning hans, Zain, átti ekki svo lítinn þátt í að hann var settur af, en hún var þekkt fyrir vináttu sína við Breta. 11. ágúst 1952 v£rð svo Hussein konungur og 2. rpaí 1953 varð hann mymdugur ,og íók við ríkisstjórn. Hussein var (Frh. á 2. síðu.) Odýru herranáft- komin aftur. Toledö Fischesundi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.