Alþýðublaðið - 31.05.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.05.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. maí 1958. Al&ýðufolaSia r 7 Knattspyrna 4. vika Kona læknisins Frönsk-ítölsk stórmynd. •—• Kvikmyndasagan kom sem framhaldssaga í „Sunnudagsblaðinu." Aoalhlutverk: Þrjú stærstu nöfnin í franskri kvikmyndalist: Micliele Morgan — Jean Gabin — og Daniel Gelin. Danskur skýringaTtexrti. ~r- Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Sýnd kl. 9. — Alira siftasta sinn. Allir í land Bráðfjörug og sprenghlægileg ný söngva- og gaman- mynd í litum. Ðick Hajmes, Mickey Rooney, Peggy Ryan. Sýnd klukkan 7. Laugarvatni, 28. maí 1956. Herra ritstjóri Helgi Sæmundsson, Eeykjavík. 1 25. TÖLUBLAÐl Alþýðu- blaðsins gerið þér að umræðu- efni' afskipti menntamálaráð- herra af íþróttakennaraskólan- ufii að Laugarvatni. og að mér sé- meinað að útskrifa nemend- ur, sem nú erú í skóla. Þetta atriði vil ég leiðrétta. Mennta- málaráðherra hefur falið mér að. Ijúka skóla eins og venja er, og.'sé ég settur skólastjóri fram að. þeim tíma, er eftirmaður xninn tekur til starfs í upphafi næsta skólaárs. Ég treysti yður til þess, herra ritstjóri, að birta þetta erindi í blaði ýðar við fvrsta tækifæri. Virðingarfyllst, Björn Jakobsson. ; -- -------—---------- Funriur í ÖlaSsvík (Frh. af 1. síðu.) ur hönum talaði Alexander Stéfánsson og var honum einnig mdð afbrigðuni v<*l tekið. ÐJAR.NI MÍSSIR ST.IÓRX Á SÉR. Að þessu búnu, báðu þrír insnn urn orðið. En þá hefur Bjárna Benediktssyni víst ver- ið meira en nóg boðið, og brauzt hann nú fram fyrir þá og hellti sér yí'ir þá tvo, ’ er andmælt höfðu, Ottó og Alexander. Missti dómsmálaráðherrann svo algerlega stjórn á skapsmunum sínum, að hann sagði, að hann mundi senda þessa menn á Litla-IIraun, ef hann bara hefði heimild til þess. í lok ræðu sinn ar kvaddi hann eins og varla kæmu til mála frekari umræð- ur. Töluðu þeir þrír menn, er beðið höfðu um orðið, en þar af var einn Sjálfstæðismaður, séra Magnús Guðmundsson, er lýsti enn yfir andstöðu sinni við stefnu flokks síns í varnarmál- um. Fundarboðendur notuðu aðstöðu sína mjög til að reyna að hindra mnræður og skera þær niður. Neyfendasamfök fFrh. af 8. síðaA hvar sem þeir búa á landinu. Skrifstofa samtakanna er í Að- alstræti 8. í matvælanefnd samtakanna eiga sæti: Jóhann Jakobsson, efnafræðingur, Kristjana Stein- gn'msdóttir, húsmæðrakennari, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, og Þóh. Haildórsson, mjólkur- uriðnfræðingur. Framhald af 1. síðu. og landslistum þcssum úthlut- að ujipbótarþingsætum, ef til kemur, bvorum um sig sam- kvæmt 126. grein kosninga- laga. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Sigtryggur Klemenzson og Vilhjálmur Jónsson greiddu tillögunni atkyæði með vísan tit grcinargerðar, Jón Ás- björnsson greiddi tillögunni atkvæði með vísan til greinar- gerðar sinnar, svo og með áskilnaði um tillögu, er hann muw bera fram ush lista Al- þýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsóknarflokksins í Árnessýslu. VilnniJidur Jónsson og Ein- ar B. Guðmundsson greiddu atkvæði á móti tillögunni og vísuðu tií greinargcrða sinna.“ Deilan um Reykjavík m Árnessýslu. . í frásögninni af síðari fundi landskj örst j órn arinnar mánu- daginn 28. maí segir svo: „Voru nú listar einstakra flokka tekiiii til umræðu og athugunar. Jón Ásbjörnsson lýsir yfir því að hann telji, að með fram boðslisía Alþýðuflokksins í Keykjavík og framboðslista Framsóknai'flokksins í Árnes- sýslu, beri að fara sem utan- flokkalista, nema á þeim verði gerð breyting, sem hann mun skýra nánar. Lítur hann svo á, að þeir geti ekki talizt fram- boðslistar einstakra flokka eins og þeir eru nú úr garði gerðir.“ Og síðar í þessari sömu frá- sögn: „I framhaldi af framan- greindu lagði oddviti fram svofellda tillögu. Lista Alþýðuflokksins í Reykjavík og lista Framsókn- arflokksins í Árnessýslu telur landskjörstjórn utanflokka lista og megi því frambjóð- endur flokka þessara á þeim ’listum ekki standa á landslist- um fiokka þessara að fram- boðslistum þeirra í greindum kjördæmum óbreyttum. Beri að veita Alþýðuflokkn um og Framsóknarflokknum frest til úrbóta. Ella verði landslistar þcirra ekki metnir gildir. Tillagan var felld með 3 at- kvæðum gegn 2. Með tillögunni greiddu at- kvæði Jón Ásbjörnsson og Vilmundui- Jónsson, en á móti Einar B. Gíiðmundsson, Sig- iryggur Klemenzson og Vil- hjálmuv Jónsson.“ Dreipargerðimar. 1 greinargerðum landskjör- stjóimarmanna um þá kröfu, að atkvæðatölur Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins yrðu lagður saman við úthlutun upp- bótarþingsæta og þeim úthlutað uppbótarþingsætum í einu lagi, segir meðal annars: Einar B. Gaðmundsson: „Við alþingiskosningar þær, er fram eiga að fara 24. júní 1956, hafa Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnað til algers kosninga- bándalags í öllum kjördæm- um landsins. íslenzk lög hafa engin ákvæði að geyma um hvernig með skuli fara, er stjórnmálaflokkar gera með sér kosningabandalög“. Vilmundur Jónsson: „í ís- lenzkum kosningalögum eru enn engin ákvæði, sem lúta að kosningabandalögum, og hefur löggjafanum láðst að gera ráð fyrir þeim“. Jón Ásbjörnsson: „í lögum um kosningar til alþingis nr. 80, 1942, eru engin ákvæði um slík kosningabandalög sem þetta. Verður því að úrskurða um þetta atriði eftir almenn- um ákvæðum laganna. Það er að vísu lióst, að slíkt kosn- ingabandalag er, ef hvor þess- ara s iiú r n má laf lokka telst sjálfstæður þingflokkur, þegar uppbótarþingsætum er úthlut- að, til þess lagað að raska, flokkum þessum í hag, þeirri þingmannatölu, sem þeir mundu fá, ef þeir biðu nú fram til alþingis með venjuleg um hætti hvor fyrir sig. En við það eru ákvæði laga um kosningar til alþingis bersýni- lega miðuð. Hins vegar er á það að líta, að eigi liggur ann- að fvrir en að hvor flokkur- inn um sig starfi sjálfstætt hér eftir sem hingað til, að m.k. að því er varðar þau mál. sem hin sameiginlega stefnuskrá í áðurnefndri stjórnmálayfirlýs ingu tekur ekki til. Óvefengt er, að þeir hafa einnig framveg is hvor sín flokkslög og hvor sína flokksstjórn. Tel ég því, að eigi verði hjá því komizt að líta á hvorn þeirra um sig sem sjálfstæðan stjórnmála- flokk við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 24. júní n. k. En af þessu leiðir, að hvor þeirra um sig hefur rétt til að bera fram sjálfstæð an Iandslista við þær kosn- ingar sbr. d-lið 31. greinar stjórnarskrárinnar og 30. grein laga um kosningar til alþingis“. Sigtryggur Klemenzson og Villijálmur Jónsson: „Hvorki lagaáltvæði né efnisrök liggja til þess að úthluta uppbótar- þingsætum, ef til kemur, til þessara flokka svo sem um einn flokk sé að ræða, enda kosningasamstarf það, sem fyrirhugað er þeirra á milli, hvergi bannað í lögum og fyllilega lögmætt. Eru og skýr fordæmi fyrir slíku samstarfi milli flokka sbr. t.d. kosninga- bandalag Bændaflokksins og Sjálfstæðisflokksins við alþing iskosningarnar 1937. Viður- Framhald af 1. síðu. um og hylltu gestgjaía sína ma3 hressilegu húrrahrópi. !>ÝZKA LIÐID. Þjálfari liðsins, sem hingaf kemur, er mjög þekktur knatt- spyrnumaður í Þýzkalandi, hef- ur hann-til dæmis leikið í 10 landsleikjum. Hann kynnti fyr- ir blaðamönnum liðið, sem kepp> ir í kvöld. Piltarnir eru allir mjög ungir, á aldrinum 19—2$ ára, meðalaldur liðsins er 21 ár. Þetta er ekki sterkasta lið, sem hægt væri að velja úr Vestur- Berlín, en 5 liðsmannamia hafa leikið í A-liði borgarinnar, sagðl þjálfarinn. Þýzka liðið verður þannig skipað, talið frá mark« manni til vinsúi útherja: Wolíf, Schimmöller, Rudolph, Janzon, Zöllner, Schmiege, Lange, Fae- der, Taube, Klein, Köning. Me3 al þeirra fimm, sem leikið hafa í A-liðinu, eru Rudolph, Langa qg Faeder. Þjálfari þýzka liðsins sá síð- ustu leiki íslendinga í Þýzka- landi og lét svo um mælt í gær, að helzt hefði vantáð meiri sam leik í íslenzka liðið, en hraði og leiktækni hefði verið góð.. Það verður fróðlegt að heyra hvaé þjálfarinn segir að loknum ,leik| unum næstu daga. LÍÐ FRAM VEltÐUR STYRKT. Ríkarður Jónsson og Gunn- ar Guðmannsson leika með Fram í kvöld, og verður liðið þannig skipað: Karl Karlsson, Gunnar Leósson, Guðmunduí Guðmundsson, Marion Dalberg, Haukur Bjarnason, Reynir Karlsson, Karl Bergmann, Rík- arður Jónsson, Dagbjartur Grínisson, Guðmundur Óskars- son, og Gunnar Guðmannsson. Varamenn: Halldór Lúðvíksson, Hinrik Lárusson og Skúli Niel- sen. íþróttanámskeið ! (Frh. aí 8. s!?hi.) KOSTNAÐUR. Vonir munu standa til, að Stórstúka íslands taki að sár nokkurn hluta kostnaðarins a£ þessum námskeiðum og sqmu- leiðis, að íþróttanefnd rikisins veiti einnig styrk, af áfraxn- hald verði á þessu. En að þessu sinni munu félögin sjá um 25 prósent af kostnaðinum eg bandalagið um 75 prósent, Þess skal getið, að nám- skeiðin eru öllum unglingum á fyrrgreindum aldri opin, — hvort sem þeir eru í einhverju félagi eða ekki. Sömuleiðis geta þeir farið á þann vö.U. er næstur verður heimili þeirra. þó að þeir séu í öðru félagý cn því, sem rekur völlinn. kenndi iandskjörstjórn þá at- hugasemdalaust landslista beggja flokkanna, án þess að geta gert sér þess grein fyrir- fram, hvort flokkarnir annar eða báðir myndu hljóta rétt til uppbótarþingsæta“. KSÍ Fram KRR Fyrsti lelkur Þjóíverjanna er í kvöSd kl. 8. — Pá keppa r Dómari: Þorlákur Þórðarson, Þá sjáið þið göðan, spennandi, skemmtiiegan leik. Fylgist með fjöldanum á vöHinn. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.