Alþýðublaðið - 08.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1956, Blaðsíða 4
4 A 1 |i ý ð u b I a ð i 5 Föstudagur 8. júní 195® Útgefandi: Aiþýðuflokkurirm. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuðL Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. I Drengskaparbragðið ÞJÓÐVIL J IN N nefnir öðru hvoru, að Reykvíking- ar sendi Eðvarð Sigurðsson á þing í kosningunum 24. júní, og Einar Olgeirsson kvað hafa mælzt til hins sama í ræðu sinni á fundi A1 þýðubandalagsins í Austur- bæjarbíói. Ýmsir ætla, að þetta sé misheppnaður áróð- ur, þar eð Sósíalistaflokkur- inn fékk 6704 atkvæði í höf- uðstaðnum við síðustu kosn- ingar og tapaði 1429, en þyrfti allt að 10 000 nú til að fjórði maður Iistans gæti gert sér von um uppbótarþing- sæti. Tilmælin eru þess vegna hlægileg, ef skilja á þau eftir orðanna hljóðan. En málið er ekki þannig vax- ið. Kommúnistar vilja koma Eðvarð á þing með því að höggva honum braut upp eftir listanum. Og vopnaburð urinn til að ná því marki mun bitna á Alfreð Gíslasyni og kannski Hannibal Valdi- marssyni. iÞessi drengskaparaðferð er áður kunn í ísienzkri stjórnmálasögu. — Bjarni Beaeöiktsson dómsmálaráð herra beitti henni við al- þingiskosningarnar 1946 í samkeppni við Björn Ólafs son um þingsæti í Reykja- vík. Heimdellingarnir og gömlu nazistarnir í Sjálf stæðisflokknum strikuðu Björn út samkvæmt leyni- legri dagskipun Bjarna. Bragðið tókst: Björn féll, og Bjarni hlassaðist í upp- bótarþingsæti flokksins. Verkið mæltist hvarvetna illa fyrir, en sýndi hins vegar, að ódrengir geta sigrað samherja sína með þessum hætti. Og nú er þessi fyrirmynd órðin kommúnistum kær og hugstæð. Þeir halda leyni- .fund í skúmaskotum til að . æfa drengskaparbragðið, og Þjóðviljinn leggur fram sitt liðsinni með boðskapnum um, að Eðvarð Sigurðsson skuli á þing, þó að hann sé langt fyrir neðan alla kjör- von á lista Alþýðubandalags ins. Foringinn, sem æfir liðið undir læknismorðið, er Brynj ólfur Bjarnason, og tilgang- urinn helgar meðalið. Brynjólfur ætlaði Eð- varð upphaflega þriðja sætið á framboðslistanum og hafði meirihluta tif þeirrar ráðstöfúnar í hér- aðsnefndinni, sem kaus sjálfa sig. Hannibal Valdi- marsson og Alfreð Gísfa- son undu þessu stórilla, enda leikurinn til þess gerður af þeirra hálfu að hreppa þingsæti. Einar OI- geirsson var eins og milli steins og sleggju, og allt virtist í hnút um sinn. En þá slakaði Brynjólfur til allt í einu — aldrei þessu vant. Einar fékk fyrsta sæt ið, Hannibal annað, Alfreð þriðja og Eðvarð fjórða, og svo var listinn samþykktur samhljóða, þrátt fyrir á- greininginn undanfarnar vikur. Hannibal og Affreð þóttust hafa unnið mikinn persónulegan sigur, og Finnbogi Rútur fann for- ingjavaldið stíga sér til höfuðs, en Brynjólfur glotti í kampinn. Hann sá sér leik á borði. Alfreð skyldi sitja í baráttusætinu frarn ó kjördag og gegna því hlutverki að reyna að ginna vinstri sinnaða sak- leysingja til að kjósa list- ann. En Brynjólfur var eft- ir sem áður staðráðinn í að senda Eðvarð ó þing. Og ti! þess ætlar hann að beita drengskaparbragði Bjarna Benediktssonar frá 1946. Skæðar tungur herma, að Brynjólfur vilji hér slá tvær flugur í sama höggi í þeim skilningi að reka rýtinginn gegnum Alfreð bg á kaf í Hannibal, svo að báðir falli. Og víst er maðurinn til alls vís. Enga fyrirlítur hann meira en aðkomumenn á borð við Alíreð og Hannibal, þó að honum finnist sjálf- sagt að nota þá sem kosninga beitu, þegar aflinn tregðast. En hvað sem því líður er hitt augljóst, að Eðvarð Sigurðs- son á að fá þingsætið, sem Hannibal ætlar vini sínum og þjáningabróður á eyði- merkurgöngunni. Eggjun Þjóðviljans og Einars Olgeirs sonar talar sínu máli. Og glott Brynjólfs mun verða að hæðnishlátri, þegar Al- freð Gíslasyni svíður bakið eftir rýtingsstunguna. Gerfst áskrlfendur btetfsfng, Frá Sameinuðu þjóðunum: ýðubla Þrýsfiloffsvéiar HINAR öru framfarir á sviði flugmálanna síðari ár hafa það m. a. í för með sér, að gera verður mjög koscnað- arsamar endurbætur á flugvöll- um í flestum löndum. Flug- menn verða að læra meira, en þeir vita nú. Fjármagn til flug mála þarf að auka. ef menn ætla að fylgjast með tímanum í flugmálunum. Alþjóðaflug- málastofnunin, ICAO, sem er sérstök stofnun innan Samein- uðu þjóðanna, hefur bent á, að ekki sé seinna vænna, að menn geri sér ljóst, að mörg vanda- mál bíða úrlausnar á svið; flugmálanna. ICAO hefur því hoðað til alþjóðaráðstefnu um þessi mál og verður hún. hatd- in í Caracas í Venezuela í þess- um mánuði. Þiað eru ekki eingöngu tæknileg vandamál, sem komið hafa á daginn í sambandi við hinar miklu framfarir á sviði Sömu laun fyrir sömu vinnu. SOVÉTRÍKIN hafa nú gerzt aðilar að alþjóðasamþyldctínni um sömu laun fyrir sömu vinnu. Samþykkt þessi var gerð 1951 á vegum Alpjóða- vinnumálaskrifstofunnar HLO) og kveður svo á, að gveiða skuli konum jafnt sem körl- um sömu laun þegar urn sömu vinnu er að ræða hja bóð'um. Alls hafa 11 ríki gerzt að- ilar að samþykktinni. Aúk Sovétríkjanna eru eftirtöM ríki búin að undirskriía og samþykkja hana: Austurríki, Mexíkó, Frakkland, Philipps- Belgía, eyjar, Júgóslavía, Kúba, Fólland, Boniniska Búlgaría, lýðveldið. r I flug'málanna heldur og fjár- hagsleg og félagsleg að því Ieyti, að það er fyrirsjáanlegt að mikill skortur verður inn- an skamms á fluglistarsér- fræðingum. Þrýstiloftsflugvélar fram- tíðarinnar %rerða risa stórar og rnunu fljúga með gífurlegum hraða. Bæði þessi atriði vs.lda fyrirsj áanlegum erf iðleikum. Þrystiloftsf lugúélar fra n :tí ð- arinnar munu fljúga í um 12 km. hæð og með 650 km. hraða á klukkustund. Þegar slík vél er fullhlaðin vegur hún um 150 smálestir og til þess að vélin geti hafið sig til flugs þarf þriggja kílómetra flug- braut. - Alþjóðásamvinna nuuð- synleg. Álþjóðaflugmálastöfnunin bendir á, að nú þegar sé flug- umferðin á alþjóðaleiðum oið -in svo mikil, að erfitt sé að veita þá þjónustu frá land- stöðvum, sem nauðsynleg er. í framtíðinni mun flugumferð- in aukast enn t.il muna og þörfin fyrir aukna landþjón- ustu því aukast frá því sem nú er. Alþjóðasamvinna í flug- málum hefur yfirleitt verið góð og það er aldrei nauðsyr,- legra en nú og í framtíðinni að sú samvinna haldist. Gert er ráð fyrir, að ílugið verði kostað með svipuðum hætti og verið hefur, þ. e. af þeim, sem flugvélarnar nota (farþegar og þeir, sem seiida póst og vörur með flugvélum). Ennfremur er gert ráð fýrir ríi^Lsstyrk til flugfélaga eins og nú tíðkast í mörgum lónd- um. ICAO gerir sér hins vegar Ijóst, að með hinum nýju dýru flug\rélum, viðhaldi þeirra og kostnaði við landþjónustu og fltigvelli, munu marga af srr.á Slysahættan í byggingariðnaði 300 af hverjum 10 l>ús. verkamöon- um í Evrópu farast á vinnustað. (IL O) Alþjóðavinnum.áJa- skrifstofan í Genf, hefur látið rannsaka hve mikil brögð séu að slysum á byggingavinnu- stöðvum í Evrópulöndum. — Rannsóknin hefur m. a. leitt í ljós, að það eru þrjú prósent líkindi til þess, að ungur mað- ur, sem gerist byggingaiðn- aðarmaður, þegar hann er 18 ára, farist af slysförum á vinnustað áður en hann verð- ur 65 ára. Líkindi til þess að hann missi fót, handlegg eða auga á sama tíma eru tvö pre. í skýrslunni er þess enn- fremur getið, að á byggingar- vinnustöððvum í einu lanöi í Evrópu (sem þó er ekki nafn- greint) farist að meðaltali 2 menn daglega og 870 særist, Af hverjum 10 þúsund bygging- arverkamönnum, sem hefja vinnu í fanginu þegar þeir eru 18 ára og halda áfram að starfa munu 300 fárast af slysförum áður en þeir verða 65 ára, eða 188 missa ífót, handlegg eða auga. í skýrslu ILO er bent á. að fyrir utan naanntjónið valdi slysin í byggingariðnaðinum stórkostlegu fjártjóni. Það befur t. d. verið reiknað út, að slys á bj-ggingarstöðvum í einni hafnarborg í Evrópu kosti sem svarar byggingu 616 nýrra íbúða. Bent er á.að eng- ar hagskýrslur nái yfir þá sorg og þær hörmungar, sem hin tíðu siys valda og að nauðsyn á auknum varúðarráðsíófun- um .hafi aldrei verið jafn a3- kallandi og nú. í skýrslunni eru taldar upp ýmsar varúðarráðstafanir, sem gera megi til að fyrirbyggjá slys á vinnustað. Verkfræðing- ar og arkitektar eru hvattir ti’ að benda vinnuveitendum sín- um- á, að þau aukaútgjóul, sem fara til aukinna varúðarráð- stafana verði að skoða, sem nauðsynlegan lið í sjált’ura byggíngarkostnaðinum. þjóðunum ekki taka þát.t 1 kapphlaupinu um nýjar þrýsti loítsflugvélar heldur nota S^ær vélar áfram, sem nú erú í notkun. Blaðamönnum boí ið til að kynnas Sam. þjóðunum. BLAÐAMÖNNUM víða að úr heiminum verður bráðlega boðið að dveljast um hr.ío í áðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New • York • og í .skrif" stofum þeirra í Genf til þess að þeir fái tækifæri til að kynna sér starfsemi bandaí&gs- ins. Samkvæmt tillögum D;«g Hammarskjölds, aðalforstjóra S. Þ. verður 15—20 blaða- monnum boðið á námskeið í júlí —: ágúst. Námskeiðið verð'- ur haldið á meðan á j..;ngi Efnahags- og félagsmálaráðs S. Þ. stendur, en það verður haldið í Genf að þessu sinni. Síðar verður blaðamcnn- um boðið til New York, þar sem gert er ráð fyrir að þeir dvelji um sex mánuði. Þessir blaðamenn fá tækifæri nl a3 kynnast allri starfsemi S. Þ. og fá sömu réttindi eins og skráðir frétfaritarar þar njótu nú. Þ. e. aðgang að blaða- mannafundum, ráðstefnum og húsakynnum stofnunarinnar. Valdir verða blaðamenn frá þátttökuríkjum samtakaima. Ríkisstjórnir viðkomandi ríkja eiga að' gera tillögur um hváða blaðamönnum verður Vjoðið, en aðalforstjórinn ákveður endanlega hverjum verour boðið. Enn er ekki ákveðki hve mörgum. blaðamönnum verður hægt að bjóða. Fe.r þaó eftir því hve mikið fé verður \'eitt til heimboðsins. Þessar kynnisferðir blaða- manna til Sameinuðu þjóðánna voru samþykktar af Alisherjar þinginu. sem í liður í að auka skilning og þekkingu meðal fréttamanna í öllum löndum á starfsemi Sameinuðu þjóö- anna ,,í þeim tilgangi að efla friðínn og samvinnu meö'al þjóðanna“, eins og það er oro- að í tillögunni. á- tnanna a á art. W H O , þ. e. alþjóöa hóil- brigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna, skýrir frá því, að viðkoma flugutegundarinn- áa í hitabeltislöndunum — musca vieina — sé svo ör, að um sé að ræða allt að 26 kyn- slóðum á eínu ári. MENNINGAR- og vísináa- stofnun Sameinuðu þjóðanna ÍUNESCO), sem m. a. vinnur að gagnkvæmum skilnmgi og vináitu á rnilli þjóða, heíur á- kveðið að láta rannsakaá hverju ^menn byggja skoðanir | sínar á erlendurn þjóðum. í þeim tilgangi að kveða níður fordóma og rangar hugmynd- ir, sem ríkja víða i jjessum efnum. UNESCO mun meo skoðana- könnun rannsaka t. d. hvort 'sflþðanir manna byggjást á því er þeir hafa lært í skól- , utcí, lesa í bókum eða af kyrm- I um sínum við útlendinga. »:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.