Alþýðublaðið - 16.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1928, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBIíAÐIÐ ALÞÝÐUELAÐIÐ ; kemur út á hverjum virkum degi. ; Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ■ HverfisgÖtu 8 opin frá kl. 9 árd. i til kl. 7 síðd. ■ Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9»/s — 10Va árd. og kl. 8—9 síðd. j Sinnar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuöi. Auglýsingarverðkr.0,15 ; hver mm. eindáika. ; Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ; (í sama húsi, sömu simar). AlpingS. Efri deild. Til 3. umræöu var vísað frv. um heimild hreppstjóra til þess að taka lögtak og frv. um skafct- greðislu Eimskipafélagsins. Til 2. umræðu og nefndar var vísað frumvarpinu um að nota nokk- uð af fé Strandarkirkju til sand- græðslu. Mfeðrl deild. Vökulögía. í gær afgreiddi neðtri deild frv. um aukinn hvíldartíma togarahá- seta umræö'ulaust til efri daiMair með 15 atkv. gegn 8. Fjórir þirng- menn voru ekki viðstadd&r, en tveir þeiiga greiddu áður atkv. , með frv. og tveir á móti. Vo(ru 'það Gunnar, Sig. Eggerz, Lárus og Ól. Thors. íhaldsmenn einir greiddu atkvæði gegn frv., en aíl- ir aðrijr viðstaddir með. Hákon greiddi ekki atkvæði. -4- Hvildar- aukinn á að ganga í gildi 1. júlí í sumar. Slysatryggingar. Nokkrar umbætuir munu fást samþyktar á s 1 ysatryggingarlög- unum, þótt talsvért séu minni en Héðiim Valdimarsson fór fjram á í frv. sínu. Varð samkomulag í allsherjarnefnd n. d. um millitil- •lögur, sem örugt mun um að nái fram að ganga á þessu þingi. Samþykti deildiiri' þær í gær og var frv. svo breyttu vísað til 3. umr. i frv., eins og það er nú, er ákveðið, að slysabætur hækld um 50% frá því, sem nú er. Verða þá fullar örorkubætur 6 þúsund kr., í stað 4 þúis. nú, dán- arbætur, ef slys veWur dauða ioman árs, 3 þúsund, í stað 2 þúsund nú, og að sama skapi hækka þær bætur, er greiddar eru vegna eftirliíandi barna, úr 200 og 400 kr. í 300 og 600 kr. á hvert þeirra. Allir bifreiðarstjórar skulu vera trygðir. Fleira úr frv. Héðins náði ekki fram að ganga. Þá var þvi bætt við, að styrkur ríkisins til iðgjaldagreiðslu fyrir vélbáta, sem eru minni eii 5 smá- lestir, hækki upp i SÁ° hluta ið- gjaldsins eða tíl jafns við ára- bátastyrkinn að tiltölu. Þá sé og fastákveðið, að þegar sljs hefir jorðið, skuli lögreglustjcri halda próf þar um, og einnig hvenær sem Slysatryggingin óiskar þess, svo að jafnan sé gert það sem unt er tíl ,þess að vissa fáist um það, hver var orsök slyissins. Bneytingar þessar gildi frá næstu áramótum. Landbúnaðarmál. Frv. um búfjártryggingar varð að lögum. Með þeim lögum er sveitar- og bæjar-félögum heim- ilað að stofna vátryggingarsjóði með skyMuábyrgð fyrir verðmæt- asta búpening, kýr, kynbótanaut, kynbótahesta og hrúta. Þá ,má og vátryggja í sjóðnum öll hross í þeim sveitum, sem hafa búið sig svo vel gegn voða af fóðurskorti, að trygt er að áliti Búnaðarfélags íslands og atvinnumálaráðherra. í frv. stjórnarinnar var einnig gert ráð fyrir sams konar tryggingu alls saiuðfjár, en e. d. feldi það ákvæði úr. Vátryggingarsjóður bæti gripi að a/s hlutum, en hvergi má vátryggja annars staðar þann V# hluta þeirra, sem eigi verður bættur. Þykir það nauðsynlegur varnagli. Ríkið stofni á næsta ári „endurtryggingarsjóð, er nefnist Búfjártryggingarsjóður Islands, með árlegu tillagi næstu 20 árin, eigi miinjna en 15 þús. kr. á ári, en auk þess fái hann ’/s hluta allra iðgjalda hinna einstöku vá- tryggingarsjóða, gegn því að bæta þeim þann skaða, er þeir hljóta af vanhöldum um fram meðallag. Þykir þetta nauðsyn- legt til tryggingar, því þegar svo vill 451, að óvanalega mikil van- höld eru í einstlkri sveit, gæti hlutaðeigandi vátryggingarsjóði orðið um megn, að standa straum af tryggingunum, nema þá að í- þyngja búfjáreigendum tiliinnan- lega. Aftur er ósennilegt, að end- urtryggingarsjcðu'inn verði oft fyrir stcrum útborgunum, því fá- gætt er, að óáran og heilsuleysi búfjár nái yfir mikinn hluta landsins í senn.“ Frv. um einkasölu ríkisins á tilbúnum áburði var rætt lengi dags og síðan vísað til 3. umr. Er frv. að vísu að eins um heim- ildarlög, en atvinnumálaráðherra (Tr. Þ.) lýsti yfir því, að heim- ildin verði notuð. Á hún að ganga í giWi 1. okt. að haustí. — Það gerðist á pesisu þingi, að Magnús dösent flutti pistíl um einokun. Var svo að heyra, sem honum þætti einokun Daná á ís- landi vera endurborin í frv., af því að íslenzka rlkið á að taka að sér söluna. Bein verzlunarsam- bönd við framleiðendur var hon- um heldur ekki mcir en svo gef- ið um og dró kosti þeirra í efa. Og fleira mælti hann í sama anda. Nú þóttist Sigurður Eggerz ekki mega láta ljós sitt standa undir mælikeri og sté í pontuna. Tók hann upp inntakið úr pistli Magnúsar og vitnaði um „frjálsa" samkeppni, t:em hann sagðist trúa a. Lárus í KlaustrL kvað einokun- arræður þeirra Magnúsar og Sig- urðar akki geta verið fluttax í alvöru, því að þeir hljótí að vera skynsamari en svo, að þeir sjái ekki, hvílík fjarstæða það er að iíkja einkasölu ríkisins við ein- okun Dana hér forðum, og væru slíkar tölur fimbulfamb eitt og leikaraskapur. Sigurði þótti Lár- us gera lítið úr ræðu sininá og kvað hana hafa verið þrungna af rökum. Hins vegar leizt áheyrend- um svo, sem hún yrði nánast táknuð í Alþíngistíðindunum með heilli blaðsíðu af upphrópunar- merkjum, en Sigurður var hinn ánægðasti og hélt víst, að þetta myndi „ganga í fólkið“. Fjármál o. fl Loks var 5 frv., sem öll eru komin frá e. d., vísað umræðu- laust til 2. umr. og nefnda. Þau voru þessi: Um stofnun síldar- bræðslustöðva á Norðurlandi. Visað til sjávarútvnd. Frv. Erl- ings Friðjónssonar um útflutn- ingsgjald af síldarlýisi og af öðr- um síldarafurðum og frv. Ingv- ars Pálmasonar um aukningu verðíolls og vörutolis. Var þeim öllum visað til fjárhagsnd. Eins og frv. um útflutnings- gjöW af síldarafurðum og af síidaírlýsi eru, ættu tekjur rík- isins samkvæmt þeim að aukast um a. m. k. 100 þús. kr.. á ári. — Samkvæmt verðtollsfrv. hækk- ar tollurinn um 50%. Gildir það frá 1. júlí í ár til ársloka 1930. Samkvæmt vöruíollsfrv. verður 3 kr. tollur af hverri smálest af kolum, í stað 1 kr. nú, og einnig nái tollurinn til tunna undir síld eða kiöt og tilsniðins efniis í þær, 1 kr. af hverjum 50 kg„ en nú eru tunnurniar tollfrjálsar. Þau lög gildi einnig frá 1. júlí. Upp- haflega var einnig í frv. þessu, að salttollurinn skyldi hækka úr 1 kr.. í 1 kr. og 50 áura af smú- lest og að 30 aura tollur kæmi á hver 50 kg. kornvöru. Fulli- trúum Alþýðuflokksins í e. d., Jóni Baldvinssyni og Erlingi FriS- jónssyni, tókst ad koina í veg fyrir kornvöruto Tnn og hœkkun salttollsins og samkvæmt tillög- um þeirra var það hvo.rt tveggja felt úr frv. — Kl. IOV2 í gærkveldi lét forseti deildarmenn greiða atkvæði um, hvort fundi skyidi enn haldið á- fram. Var það felt með 14 atkv. gegn 8, og lauk fundinum þar með. Lei'ðrétt ng. í næstsíðasta dálki þingfrétta í gær, 3. 1. a. n.., átti að standa: Hljóti því að ver'ða gengið að húsinu einna fyrst [eigna Einars M. Jónassonar]. Norski kommunistaflokk- urinn klofnar. ___ Eftir því, sem útlend jafnaðar- mannablöð herma, klofnaði kom- múnistaflokkurinn í Noregi í byrjun þessa mánaðar. Ósamlynd- ið í flokknum stafaði af því, að Sokkar, mikið úrval nýkomið. Verðið mik- ið lækkað. Sokkabúðin. Alþjóðasamband kommúnista í Moskva réðst heiftúðlega á verka- mannastjómina, sem sat að völd- um í Noregi, og kallaði hana „auðvaidsverkfæri'1. Meiri hlutínn (7 gegn 5) af stjóm norska kom- múnistaflokksins ákvað að gera slíkt hið sama, og hefir þegar hafið árásina. Ot af þessarii á- kvörðun flokksstjónnarinnar hafa svo þektustu foringjar flokksins, þau Olav Scheílo, Jeanette Olsen Og Emil Stang, sent flokksstjárn- inni bréf og lýsa yfir því, að þau geti ekki verið í flokknum leng- ur. Um leið hafa þau æskt upp- töku í norska jafnaðarmanna- flokkinn (Arbejderpartiet). Olav Scheflo var einn af þremur full- trúum kommúnista í þinginu, svo að atkvæðamagn jafnaðar- manna eykst þar, ef hann fær upptöku, sem telja má víst. Bráðlega kemur grein hér í blað- inu um norsk stjómmál. £rl©md siimslSceytlc. Khöfn, FB., 14. marz. Wahabítar og Hedjazkonungur. Frá Lundúnum er símað: Sam- kvæmt nýjustu fregnum í brezk- um blöðum, þar á meðal í Ti- mes, þá lítur út fyrir, að fregnir þær séu vafasamar, sem blöðin höfðu áður birt, þess efnis, að 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir tryggja gæði kaffibætisins. enda er hann heimsfrægur og hefur 9 sinnum hiotið gull- og silfur-metalíu vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynsian sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokk- ur annar kaffibætir. Notið að eins Vero. Það marg borsar sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.