Alþýðublaðið - 15.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1956, Blaðsíða 4
Ai býðuhtaörö Föstudagur 15. júní 1953. Útgefandi: Alþj'ðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.' Augiýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Þröskuldurinn frá 1938 ÞJÓÐVILJINN segir í jær, að Alþýðuflokkurinn hefði átt að vera, með í að stofna og starfrækja Alþýðu bandalagið, því að þá myndi Framsóknarflokkurinn hafa slegizt í hópinn og slíkt þýtt nýja stjórnarstefnu í land- inu. Með öðrum orðum: Framsóknarflokkurinn væri alandi og ferjandi, ef Alþýðu Clokknum tækist að fá hann lil samstarfs við kommún- ista! Þetta atriði málsins skal að öðru leyti látið liggja í láginni. Framsóknarflokkur- inn verður að gera það upp við sig sjálfur, hvort hann telur kommúnista samstarfs- hæfa, Alþýðuflokkurinn vill enga milligöngu hafa í því gfni, enda naumast hægt til slíks að ætlast. Hitt er sjálf- fagt að svara málefnalega þeirri spurningu, hvers vegna Alþýðuflokkurinn léði ekki máls á að taka höndum saman við kommúnista um stofnun og starfrækslu Al- þýðubandalagsins. Rök þeirr ar afstöðu eru í aðalatriðum þessi: Söfnuður Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Ol- geirssonar klauf sig út úr Alþýðuflokknum 1930 til að rækja hlutverk heimskom- múnismans á Islandi. Arið 1938 var reynt að sameina verkalýðsflokkana, en sú tilraun strandaði á þeirri kröfu kommúnista, að hinn nýi flokkur skyldi fyrir- fram taka í einu og öllu skilyrðislausa afstöðu með Rússlandi og valdhöfunum þar austur frá. Héðinn Valdimarsson freistaði sam starfsins við kommúnista, þrátt fyrir þetta, og öllum mun kunnugt hvernig fór fyrir honum. Alþýðuflokk- urinn veit ekki til þess, að ráðamenn Sósíalistaflokks- ins, sem einnig drottna í Alþýðubandalaginu, hafi skipt um skoðun frá 1938. Minnsta kosti liggur ekk- ert fyrir, er sanni slíkt. Þess vegna eru verkalýðs- flokkarnir tveir hér eins og hvarvetna á Vesturlöndum. Island er engin undantekn- ing í því efni. Þjóðviljinn telur réttilega, að enginn meginágreiningur Gerlst iskrlfendur blaðslns. ÁIþý@ybiað§ sé milli Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sós- íalistaflokksins um stefnuyf- irlýsingu Alþýðusambands ís lands, enda hafa nefndir flokkar og Þj óðvarnarflokk- urinn í viðbót lýst yfir fylgi sínu við aðalatriði hennar. En stefnuyfirlýsing Alþýðu- sambandsins gat ekki leitt til vinstri samfylkingar. Ágrein ingurinn er um önnur atriði, og enn fremur liggur í aug- um uppi, að mennirnir, sem hafa klofið verkalýðshreyf- inguna í aldarfjórðung, sæti tortryggni frjálslyndra lýð- ræðissinna. Til þess eru vítin að varast þau. Samstarf sósíalista og jafnaðarmanna í framtíð- inni er því aðeins hugsan- Iegt, að með þeim takist náið og öflugt samstarf á stjórnmálasviðinu og í verkalýðshreyfingunni, og hvort tveggja verður að gerast, ef árangur á að nást. En þetta er óhugsandi nema Sósíalistaflokkurinn fallist á stefnu og úrræði Alþýðuflokksins eða AI- þýðuflokkurinn sætti sig við sjónarmið og baráttu- aðferðir Sósíalistaflokksins. Alþýðuflokkurinn sér enga ástæðu til slíkrar breyting- ar af sinni hálfu. Hann hef ur ávallt verið hinn sami í fjörutíu ár og aldrei neyðst til að breiða yfir nafn og númer. Sósíalistaflokkur- inn virðist heldur ekki ljá máls á að breyta um stefnu og baráttuaðferðir. Til þess ætti þó að mega ætlast af honum. En þröskuldurinn frá 1938 virðist enn vera í vegi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og þessi afstaða á ekki að- eins við um Alþýðuflokkinn. Hún ræður einnig úrslitum þess, að Framsóknarflokkur- inn og Þjóðvarnarflokkurinn treysta sér ekki til samstarfs við kommúnista, þó að lítill eða enginn ágreiningur sé um afgreiðslu einstakra mála. Og þess vegna verður vinstra samstarf á íslandi að komast í kring án þátttöku kommúnista, svo að þróun málanna hafi vit fyrir ó- breyttum fylgismönnum þeirra. Og þess mun vonandi skammt að bíða. Laomybandalaé íbaldsnazlstanna og kommúnista — ér um aman mðinaar EFTIR ÞVÍ sem kosningarnar nálgast meir, verður það sífellt ljósara, hversu náin tengsl eða öllu heldur samstarf er milli Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista. Hvaðanæva af land- inu berast sömu fregnirnar af fundunum, að þar blaki hvorugur við öðrum, og í blöðunum er einungis málamyndaágreiningur milli þess- ara aðila. Hins vegar sameinast báðir í ofsa- legu hatri gínu á samtökum AÍþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Enda gera þeir sér ljóst, að sigur þeirra flokka er sigur lýðræðis og um- bóta í landinu almenningi til heilla. En ekkert er m'eira eitur í beinum forkólfa Sjálfstæðis- flokksins og kommúnista. Allar líkur benda til þess, að þessir flokkar hafi þegar samið um stórfellda atkvæðaverzl- un. Það er kunnugt, að frambjóðendur íhalds- ins standa mjög höllum fæti á ísafirði, Siglu- firði, Akureyri og í Hafnarfirði. Á þessum stöð- um mun þegar hafa verið samið um, að kom- múnistar láni íhaldinu atkvæði, til þess að reyna að tryggja frambjóðendum þess þingsæt- in. Launin, sem þeir eiga að fá að loknum kosn- ingum, ef sigurvonir laumubandalags þ^ssa rætast, er þátttaka í stjórn og ríkulegar veit- ingar embætta og bitlinga. Má þegar sjá merki þessa, þótt í smáu sé, á ýmsum þessara staða. Lítill vafi er á því, að Þjóðviljinn og Morg- unblaðið ásamt öllum þeirra fylgisneplum muni rjúka upp til handa og fóta við frásögn þessa og hrópa lygi, lygi. En ekki skpluð þér láta það blekkja ykkur, kjósendur góðir. Blöð þessi hafa nú um áratugi rekið svo stórfellda ósanninda- iðju, að þá munar lítið um að bæta einum ósannindunum við. Og sem betur fer eru menn hættir að trúa þeim. Allur aðdragandi kosn- inganna sýnir ótvírætt, að hér er farið með rétt mál, þótt sönnunin liggi ekki fyrir fyrri en að lokinni talningu á kjördegi. Ef málið er skoðað ofan íkjölinn, þá er þetta samband rökrétt afleiðing af starfi og stefnu þessara flokka, bæði hér á landi og erlendis. Eins og nú standa sakir örvæntir Sjálfstæðis- flokkurinn um hag sinn, en þó einkum hag Thorsarafjölskyldunnar. í hinni blindu eigin- hagsmunabaráttu þessara manna telja þeir öll brögð leyfileg. Kæran út af landslistunum og umræðurnar um hana sýna, að flokkurinn er gjörsamlega siðblindur. Hið eina lögmál og rétt- ur, sem hann þekkir, er valdastreita foringj- anna, til þess að halda þeim á toppinum er allt leyfilegt að þeirra dómi. Sönnun fyrir þessu má lesa í hverju einasta blaði Morgunblaðsins tímunum saman. Kommúnistar eru sama sinn- is. Siðlaus einræðisflokkur, sem hlýðir í blindni erlendum fyrirskipunum. Ein þeirra fyrirskip- ana er að vega sem harðast gegn öllum umbóta- flokkum, og þó einkum jafnaðarmönnum. Þess vegna er það í fullu samræmi við æðstu boð- orð þeirra að taka höndum saman við Ólaf Thors og flokk hans til þess að vinna umbóta- öflunum tjón. Einkum þegar þess er gætt, að flokkur Ólafs Thors er nægilega rúinn pólitísku siðferði, og fullkomlega ábyrgðarlaus gagnvart þjóðinni, til þess að vera hið ákjósanlegasta sálufélag kommúnista. Fram að kosningum halda þessir flokkar því frið að mestu. Ef ó- hamingju íslands verður það að vopni að Veita þeim meirihluta í þingi eftir kosningar, þá hefst samvinnan. Þá munu verða feitletraðar fyrirsagnir í Morgunblaðinu um þjóðhollustu og drengskap kommúnista, og Þjóðviljinn fyll- ir dálka sína með lofi um frjálslyndi og verka- lýðsvináttu Ólafs Thors og bræðra hans. Stjórnarfarið, sem þessir kumpánar mundu síðan leiða yfir landið, yrði sambland af stjórn- arháttum þeirra Stalins og Hitlers, enda var þar margt líkt með skyldum. Þó mun því svipa meira til Hitlers, því að nazismi hefur um lang an aldur verið draumur Bjarna Benediktsson- ar, og kommúnistar munu vissulega reiðubúnir að hiálpa honum til að láta þann draum ræt- ast, líkt og þeir beint og óbeint studdu að valda- töku Hitlers í Þýzkalandi á sinni tíð. Kommún- istarnir þýzku ruddu nasizmanum braut. Kom- múnistarnir rússnesku gerðu Hitler fært að hefja heimsstyrjöldina. Þannig hafa kommún- istar verið mestu bölvaldar mannkynsins á þessari öld. Og trúir stefnu sinni og yfirboður- um ætia kommúnistapeðin íslenzku að gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að koma á nazistísku stjórnarfari á íslandi. Laumusamtök Sjálfstæðisflokksins og kom- múnista er eitt lævíslegasta bragðið, sem unnið hefur verið íslenzkum almenningi til tjóns. Verið því vel á verði, kjósendur góðir, og hindr- ið samtök þessi með atkvæði yðar við kosning- arnar 24. júní. Orvar-Oddur. ur vann ÞRIÐJI LEIKIJR íslandsmóts ins fór fram s.l. þriðjudags- kvöld, kepptu þá Akureyringar og Valur. Leikar fóru svo, að Valur sigraði með einu marki gegn engu. Var nú allt annar svipur yfir liði Akureyringa og leik en áður, þó að þeim tækist ekki að sigra. Þeir voru harðir í horn að taka, og öll minni- máttarkennd, sem einkenndi leik þeirra við Fram á dögun- um, var víðs fjarri. Halldór Sigurðsson dæmdi leikinn og gerði það vel. Áhorf- endur voru fremur fáir. Veður var sérlega gott. Leikurinn hófst með sókn Vals, sem ^.kureyrarvörnin stöðvaði þó brátt. Skiptust síð- an á um skeið sókn og gagnsókn. Mörk beggja voru í hættu, þótt ekki tækist að skora um sinn. En þetta eina mark, sem gert var, kom á 31. mínútu, skoraði það Hilmar mi’I.erji Vals úr stuttu færi eftir loftsendingu. Akureyringar hertu sig eftir að markið kom, en framherjum þeirra tókst ekki að jafna, þrátt fyrir allmikinn sóknarþunga þeirra og tækifæri. Skotfimin er ekki þeirra sterka hlið. Þegar er síðari hálfleikur hófst tóku Akureyringar for- ystuna, og áttu tækifæri þegar á 22. mínútu til að kvitta, er miðherji þeirra skallaði snöggt á markið, en markvörður Vals, Björgvin, var vel á verði eins og endranær og bjargaði örugg- lega. Skömmu síðar bjargaði Björgvin aftur hörkuskoti, og enn slær hann yíir eftir fast skot frá h. úth. Tækifæri Akur- eyringa voru mun fleiri í þess- um hálfleik, þó að ekki tækist að kvitta, og sóknarhugur þeirra meiri en mótherjanna. Má Val- ur sannarlega vel við una að tak ast að halda marki sínu hreinu allan þennan hálfleik, og ljúka leiknum með sigri, þótt knapp- ur væri. Eins og áður segir lék lið Ak- ureyringa nú með allt öðrum hætti en áður. Hratt og ákveðjð var sótt fram og í einvígi var ekki eftirgefið fyrr en í fulla hnefana. Komst framlínan hvað eftir annað í gott skotfæri við mark mótherjanna, en þegar hleypa átti af, „klikkaði" of oft. Ef skotfimin hefði verið í sam- ræmi við aðra getu þeirra í leik þessum, hefðu úrslitin vissu lega orðið með öðrum og .hag- stæðari hætti en raun varð á. Vörnin var betri hluti liðsins, með Einar Helgason í marki, sem bæði er eldsnöggur og ör- uggur, og bætir sér upp stutt- leikann með því að stökkva hæð |sína í loft upp, þegar þess ger- Jist þörf. I Valslíðíð má segja að hafi staðið og fallið með tveim mönn um, markverðinum, Björgvin Hermannssyni, sem sýndi frá- bæran leik og varði hvað eftir annað af snilld, og Einari Halldórssyni, miðframverði, er stöðvaði framherja Akureyr- inga hvað eftir annað, er þeír komu æðandi upp að marki. Leikurinn í heild var spenn- andi, þar sem segja má, að úr- slitin fyrir Val hengju í blá- þræði og spurningunni um jafn tefli eða Akureyriskan sigur yrði svarað jákvætt þá og þeg- ar. En allharður var íeikurinn á köflum og margir úr báðum lið- um fengu ýmiss konar skrokk- skjóður, en enginn þurfti samt að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla. Markvörður Vals hlaut þó slæmt högg vegna ólöglegs áhlaups og sparks, og leit út um skeið, að varamaður hans yrði að taka við, en svo varð ekki. KR SIGRAÐI FRAM 2:0 LEIKURINN, sem fresta varð í Rvíkurmótinu milli KR og Fram frá 28. maí s.l., fór fram á miðvikudaginn var. Áður en leikurinn hófst, hafði Valur hlotið 6 stig, en KR og Fram sín 4 stigin hvort, Víkingur 2 stig, en Þróttur ekkert stig. — Jafntefli milli KR og Fram hefði því nægt Val til að bera (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.