Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 4
4 í-*-. N S s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s s s \ s « s s b s s s s s $ s 5 s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ’í s í s s * s b s s .5 Útgefandi: Alþýðuflokkurtnn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundseon og Loftur Guðmundsson. Auglýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttlr. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, H\ erfisgötu 8—10. Myndin í smásjánni MORGUNBLAÐIÐ segir í forustugrein sinni í gær, að ísland sé undir smásjá og á við skrif erlendra blaða um stjórnarmyndunina og varn- armálin. Jafnframt sér það ástæðu til að mótmæla því, að upplýsingarnar um þessi atriði séu runnar undan þess rifjum. Sú viðleitni er þó vonlaus með öllu. Starfs- menn Morgunblaðsins eru sannir að því að senda erlend um blöðum og fréttastofnun um fullyrðingar, þar sem höfð eru endaskipti á stað- reyndum. Um þetta þarf ekki að fjölyrða, málið er brautrætt, og viðkomandi að- ilar reyna ekki að verja at- hæfi sitt. En þetta er þó að- eins önnur hliðin. Hin er sú, að Morgunblaðið stingur und jr stól sérhverri grein, þar sem satt og rétt er frá skýrt og rætt um afstöðu íslend- inga af sanngirni og skiln- ingi. Það iðkar íþrótt hálf- sannleikans. Þessa gætir í forustugreininni í gær einu sinni enn. Það, sem Morgunblaðið kallar hina nýju afstöðu Is- Iands, á að vekja mikinn ugg á Norðurlöndum og sér í lagi í Noregi. Sann- leikurinn er hins vegar sá, að áhrifamikil blöð í Nor- egi hafa skrifað um þessi mál með þeim hætti, að til fyrirmyndar getur talizt. Aðalmálgagn norska Al- þýðuflokksins og norsku ríkisstjórnarinnar, Arbeid- erbladet í Osló, hefur hvað eftir annað gert þessi mál að umræðuefni undanfarið og rakið gang þeirra af hóf semi og réttsýni, túlkað sjónarmið íslendinga drengilega og mótmælt ýmsum þeim firrum, sem birzt hafa í erlendum blöð um að frumkvæði Morgun blaðsmanna. Blað jafnaðar manna í Björgvin hefur einnig tekið í sama streng og lét svo um mælt fyrir skömmu, að afturhaldsblöð in ættu að hætta blekking- um sínum og rangfærslum varðandi afstöðu íslend- inga. Þetta finnst Morgun- blaðinu á engan hátt frétt- næmt. Það hefur heldur ekki séð ástæðu til að vitna í brezka blaðið Economist, sem telur svar Atiantshafs bandalagsins við orðsend- ingu íslenzku ríkisstjórnar- innar ófullnægjandi, þar eð óljóst sé af því, hvers vegna muni meiri þörf fyr- ir varnarlið á íslandi nú en 1949, en þetta er í megin- atriðum sama afstaða og komið hefur fram hér heima, t. d. í Alþýðublað- inu. Morgunblaðið lætur skrif þessara merku blaða víkja fyrir áróðri bóka- varðarins í Gentofte og annarra slíkra, sem mótazt hafa af kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, svo fé leg sem hún var. Þannig er sýnt og sannað, að Morgun- blaðið tínir upp blekking- arnar, sem starfsmenn þess koma á framfæri erlendis, en stinga öllu hinu undir stól. Það einblínir á sjálfs- mynd sína í erlendu smá- sjánni. íslepdingar geta ekkert haft við það að athuga, þó að skiptar skoðanir séu er- lendis um afstöðu þeirra. Hitt er hneyksli, að málstað- ur okkar sé rangtúlkaður og jafnvel falsaður í áróðurs- smiðjum hér heima og sú framleiðsla gerð að útflutn- ingsvöru eins og hent hefur starfsmenn Morgunblaðsins. Það er ein sönnunin enn um siðferðisástand og menning- arstig Sjálfstæðisflokksins. Foringjar hans svífast einsk- is og vilja gera nýju ríkis- stjórnina tortryggilega í augum samstarfsþjóða okkar af því að Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hafa hrökklazt burt úr stjórnar- ráðinu. Þess vegna eru höfð endaskipti á staðreyndunum. En íslendingar vita sannleik þessa máls og láta ekki blekkjast. Morgunblaðið er undir smásjá almenningsá- (itsins, og það fordæmir áreið anlega fréttaflutning hálf- sannleikans. íslenzk stjórn- málabarátta er að sönnu hörð og óvægin, en vissulega verður ekki allt liðið, og þá er of langt gengið, þegar reynt er að skaða málstað ís- lands út á við af blindu hatri og lítilmótlegri ofstækis- hneigð. Slíkar baráttuaðferð ir verða hlutaðeigandi aðil- um einum að tjóni, til álits- hnekkis og vansæmdar. Morgunblaðið er ekki öfunds vert af slíku hlutskipti í um boði Sjálfstæðisflokksins. — Því væri sæmst að réyna að hafa vit fyrir húsbændum sínum, sem hafa misst vald á skapsmununum og halda, að málgagni þeirra muni allt samboðið. Útbreiddasta blað landsins á að fá að hafa ein- hverja sjálfsvirðingu, þó aldrei nema Morgunblaðið eigi í hlut. En það virðist svo heillum horfið, að fagna sjálfsmyndinni í erlendu smásjánni, þó að hún sé ekk- ert annað en ömurlegur vitn- isburður um slæmt siðferði og litla menningu. Alþýftublagjg Föstudagqr 17. ágúst 1956 S s s s b s s s N N S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i s s s s i b S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i \ s s s < s s s s s s s s s s NÆTURFERÐ TEL NORÐURLANÐS Hvað hugsar sá, sem vakir? „SKARPHÉÐINN Eyþórs- son, Skarphéðinn Eyþórsson! Gera svo vel að koma í sím- ann.“ Síðustu 15 mínúturnar áður en næturvagn Norður- leiðar leggur af stað norður frá vagnastæðinu við Bifreiðastöð íslands, heyrist hljómþýð kven rödd kalla þetta fjórum eða fimm sinnum í gjallarhornið, og í hvert skipti verður Skarp- héðinn að hætta störfum sín- um úti við bifreiðirnar og „gera svo vel og koma í sím- ann“. Það er í mörgu að snú- ast fyrir forstöðumann Norð- urleiðar þessar mínútur, og sjálfsagt raunar allan daginn. A vagnstæðinu er ys og þys. Fólk kemur með pinkla sína og töskur og tekur sér síðan sæti í næturvögnunum, sem eru tveir að þessu sinni. Um leið og menn eru setztir, er sem slakni á hverri taug í andlitinu, og svipur, sem áður lýsti óróleik, og ef til vill líka fumi og fáti, verður rór, því að nú fer næturhvíldin í hönd, um leið og vagninn sígur norð- ur á bóginn. SÓLBLIK OG LANGIR SKUGGAR Skuggarnir eru farnir að lengjast, þegar komið er upp í Mosfellssveit, og Flóinn er sem rauðaglóð. Furðuleg lit- brigði koma fram við snasir og í gildrögum Esjunnar. Hval- fjörður þykir sumum leiður og langur, en þar er þó að minnsta kosti margt að sjá, og þeir mörgu íslendingar, sem geta unað sér lengi við litbrigði í landslaginu, hafa þar nægilegt verkefni á sumarkvöldi, þeg- ar bjart er til vesturs. En með- an ekið er um Leirársveit og Mela gerast hinar undarlegustu breytingar á kvöldbirtunni, enda er hún nú að hörfa und- an fyrir næturhúminu, og Snæ- fellsnesfjallgarðurinn verður sem skörðótt sagarblað, sem borið er upp að rauðgulu ljósi. Síðan fölnar birtan á skammri stundu, landið verður sviplaust og grátt, og það er kominn svalur næturandvari, þegar stanzað er á Hvítárvöllum. HAMBORGARI Á KJÖRRESTAURATI Á Hvítárbökkum er kjörrest- aurant, eins og veitingastaður- inn þar er nefndur. Og þar er sannarlega nóg að gera um miðnæturskeiðið, þegar flestir íbúar byggðarinnar eru gengn- ir til náða. Hér er Hamborgari á boðstólum og te og brauð og sitthvað fleira. Veitingasalur- inn er ekki stór, enda þétt skipaður ferðafólki. Annað hvort hafa sumir ekki borðað mikinn kvöldmat ellegar þeir vilja vera öldungis vissir um að verða ekki soltnir, þó að eitthvað sérstakt kynni að halda fyrir þeim vöku alla nóttina. Og þó að hratt sé af- greitt fram á borðið, er hrað- ar étið, og stendur á höndun- um einum, unz Hamborgarinn er búinn að róa ferðafólkið. — Það kemur í ljós, að með í för- inni eru lika smábörn, sem virðast una hag sínum hið bezta. „UNDIR ÖTTUNNAR HIMNI“ Nú má ekki reykja meira, segir bílstjórinn, þegar lagt er af stað að nýju, er haldið er af stað frá Hvítárvöllum, og menn taka á sig náðir, en sá, sam vakir, hefur nóg að hugsa. Langt inni í Borgarfirði er bær skáldsins, sem orti ljóðabók- ina: „Undir óttunnar himni“, og nú, er líða tekur að óttu, er haldið nörður úr byggðum Borgarfjarðar. Himinn óttunn- ar er grár í þetta sinn, dimm ský með kuldabláum götum. Suðið í vélinni og rólegur and- ardráttur ferðafélaganna er dálítið svæfandi, og fyrir því má ekki lá þeim, sem vakir, þótt hann dotti agnarlítið, t. d. efst í Norðurárdalnum, ekki sízt ef hann skyldi nú vera van- svefta. En svo þegar vélin skipt ir um tóntegund hrekkur hann UPP> og nú veður bifreiðin næt- urþokuna upp sunnanverða Holtavörðuheiði. Þokan er hvít, eins og nýþvegin vorull. „Af léttri galdralippu, hver laut er barmafull,“ segir skáld- ið borgfirzka. Hún varpar dul- arblæ á landið. Hér hefur ein- hverntíma maður villzt og orð- ið úti, og hér er ef til vill reimt einhvers staðar í nágrenninu. ÞRÖNGAR BRÝR OG HOLÓTTIR VEGIR Eitt er það, sem spillir næt- urhvíld farþeganna nokkuð, og það eru holurnar í veginum. Vagninn hristist meira en góðu hófi gegnir, þegar hann lendir á ,,þvottabrettunum“ svo nefndu. Vegurinn er að vísu ekkert verri en hann er van- ur að vera, en hann þyrfti að vera sléttari. Brýrnar eru líka slæmar. Sumar verður bifreiða- stjórinn að aka með höfuðið út um hliðargluggann, og svo vii'ðist sem það séu engar ýkj- ur, að ekki komist sandpappír milli bifreiðar og handriðs, þó að hægt sé að koma þar venju- legum pappír. En næturferðir Frá forseta Alþýðusam- bands íslands, Hannibal Valaimarssyni félagsmúla- ráðherra, hefur Alþýðu- blaðinu borizt eftirfarandi athugasemd: MORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu haft miklar áhyggj ur af utanferðum þeirra Guð- mundar í. Guðmundssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar og Bene- dikts Gröndals. Alþýðublaðið á að vonum erfitt með að skilja ,,forundran“ Moggans út af þessu, þar eð fáir munu hafa ástundað utan- landsferðir öllu meir en ein- mitt Morgunblaðsfólk. í dag birti Alþýðublaðið for- ustugrein urn þessi furðuskrif Morgunblaðsins og lýkur henni með þessum orðum: „Freud sálugi hefði sjálfsagt ekki verið í vafa um skýring- una.“ í dag er líka grein í Alþýðu- blaðinu — rammagrein á 1. síðu — þar sem látin er í Ijós mikil undrun yfir því, að Al- þýðusamband íslands hafi boð- ið heim verkamannasendinefnd frá Sovétríkjunum. Þetta þyrfti þó ekki að vera þeim, sem Alþýðublaðinu ráða, Svo mikið undrunarefni. Blaðinu er áreiðanlega kunn- ugt um, að verkalýðssamtök Sovétríkjanna hafa tvisvar sinn eru ekki einasta þarfar, heldur nauðsynlegar. Það sannar að- sóknin, og væru vegirnir dá- lítið betri, mundu áreiðanlega fleiri vilja fara til Norðurlands með næturferð en dagferð- um. Þær spara tíma fyrir önn- um kafna menn, og sá, sem vill láta flytja sig en ekki ferðast, getur sofið og þarf ekki að láta sér leiðast. Vagnarnir eru ágætir og bifreiðastjórarn- ir þræða krókóttan veginn af hreinu listfengi. BÍLFREYJULAUS NÓTT Sá, sem vakir, hugsaði sér að fara næturferð til Norður- lands, eftir að auglýst var sú nýbreytni, að ungar blómarós- ir vektu yfir farþegunum í næt- urvagninum. Auðvitað hafði hann ekki hugsað sér að sofna, og hann verður að standa við þá ákvörðun þótt svo illa tæk- ist til, að bílfreyjan forfallað- ist og ekki reyndist mögulegt að fá aðra í staðinn. En á baka léiðinni hlýtur bílfreyjan að verða með. Það fer ekki hjá því að bílfreyjurnarr auki vin- sældir næturferðanna. Fólki hlýtur að finnast ósköp nota- legt að vita af því, að ung blómarós vakir yfir því tilbú- in til að stjana við það, ef það þarf eða vill. MORGUNN í HÚNAÞINGI Með döguninni tekur landið aftur miklum svipbreytingum. En það er skýjað þennan morg- un í Húnaþingi. Byggðin mók- ir, en fjallahlíðarnar eru sem nýrisnar úr baði. En þó að morgunninn sé mildur og kyrr eru árnar kaldar eftir nætur- svalann fyrir þann, sem ætlar að vaða. S. H. um boðið Alþýðusambandinu að senda fimm manna verkalýðs- sendinefnd til Rússlands. í bæði skiptin var boðinu þakksamlega tekið, og var eng inn ágreiningur um það í sam- bandsstjórn. — Öllu því fólki, sem samkvæmt þessu heimsóttu Rússland, ber saman um, að því hafi verið forkunnarvel tekið og því sýnd frábær gestrisni. Ekki sýndi Alþýðusamband íslands þann höfðingsskap eftir fyrra boðið að bjóða rússneskri sendinefnd til íslands. En er við höfðum notið þeirrar vinsemd- ar tvisvar, þótti öllum sam- bandsstjórnarmönnum það bók- staflega vera brot á almennum mannasiðum, ef við ekki byð- um hinum ágætu gestgjöfum okkar heim í staðinn. — Og þess vegna er nú fjögurra manna verkalýðsnefnd frá Rúss landi væntanleg hingað til að kynnast íslenzku -atvinnulífi og íslenzkum verkalýðssamtökum. Og ég veit fyrir víst, að allt sæmilega víðsýnt fólk í verka- lýðssamtökunum mun taka þessum gestum okkar opnum örmum. Á sama tíma og fyrri sendi- nefnd Alþýðusambandsins fór til Rússlands, var þar líka sendi nefnd frá Alþýðusambandi Sví- skylt að geta, að ekktrt aftur- á Svíum og okkur, að þeir buðu Framhald á 7. ciQu. Bræðralag o§

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.