Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 7
FiistudagUr 17. ágúst 1956 ASjaýgy blag<3 7 WfiFNABFfRÐf Rauða akurlilian eftir hinni frægu skáldsögu Baronessu D,ORCZY:S. Nú er þessi mikið umtalaða mynd nýkomin til landsins. Aðalhlutverk: Lislie Howard — Merle Oberon. Danskur skýringar texti. Sýnd kl. 7 og 9. Tökum fram nýja, mjög ódýra ■'þar á meðal heil kjólaefni; »a aðeins kr. 45,00 í kjólinn, ■ X ennfremur blússuefni, ■ ■ sirtsefni og fleira. • X Dálítið magn af góðum j j. seljast út á kr. 25,00 parið. j j" góðir í vinnu á kr. 9,00 j : parið. j n jstuttar á kr. 10,00 stykkið. j i Karlm, nærbyxnr i " ■ jstuttar á kr. 15.00 stykkið. j j Kvep-náSlkjélir j ■ ■ á kr. 48,,00 stykkið. f I H. Io!f I n * » * ; Skolavörðustsg 8. : ■'••■Jia J».íf ■■ 1 ■ fyrirliggjandi. Orkufiutningur: f % til 10 hestöfl. j NiðurfærsluhluífaH: f 10:1, 15:1, 20:1, 25:1, 30:1 j I Palkinn h.f. I ■: ■ ; Véladcild : ■ Sími 81670 ■ j Kcykjavík ; (Frh. af 4. síðu.) rússneskri verkalýðsnefnd heim til Svíþjóðar strax um sumar- ið. — Sagði Tímarit sænska Al- þýðusambandsins rækilega frá þeirri heimsókn, og þykist ég vita, að það hafi ekki farið fram hjá neinu verkalýðsblaði á Norðurlöndum. Hins er líka skylt að geta, að ekkert aftur haldsblað í Svíþjóð var svo of- stækisfullt, að það hneykslaðist á því, að vinsamlegu boði Rússa væri svarað með öðru heimboði af hendi sænskra verkalýðssam- taka í staðinn. Þá er þess enn að geta, að rússnesku verlcalýðssamtökin buðu Alþýðusambandi Noregs að senda fjölmenna verkalýðs- nefnd til Rússlands í fyrra sum ar. Er óþarft að taka það fram, að frændur okkar Norðmenn tóku boðinu auðvitað með þökk um. Þarf enginn, sem eitthvað þekkir til Norðmanna, að efast um, að fyrst boðinu var tekið, verður því svarað með heim- boði í staðinn. Þá er mönnum það enn í fersku minni, að Einar Gerhard sen forsætisráðherra Norð- manna þáði heimboð til Mosk- vu, það gerði líka Erlander, for sætisráðherra Svía, og nú sein- ast H. C. Hansen, forsætisráð- herra Dana. Allir voru þeir leystir út með dýrum gjöfum, og settu það engan veginn fyrir sig, að í Rússlandi ríkir annað stjórnarfar en í þeirra heima- löndum. Hví skyldi það þá standa í vegi fyrir gagnkvæm- um heimsóknum íslenzkra og rússneskra verkamanna, að skipan verkalýðssamtaka er sitt með hvorum hætti í þess- um löndum — auðvitað að vilja hverrar þjóðarmnar um sig. Alþýðusambandi íslands hef- ur nú verið boðið að senda einn eða fleiri fulltrúa á þing Al- þýðusambands Svíþjóðar. Auð- vitað verður því ágæta boði tek ið. Á seinasta alþýðusambands- þingi okkar voru fulltrúar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og ætlunin er að bjóða fulltrú- um alþýðusambandanna á Norð urlöndum að senda fulltrúa á Alþýðusambandsþingið í haust. — Hins vegar hafa Norðlir- landasamböndin ekki tekið upp þann hátt, að bióða til sín verka lýðssendinefndum frá íslandi. Og áreiðanlega hefði einhver nefnt bruftlunarsemi og yfir- læti, ef stjórn Alþýðusambands íslands hefði riðið á vaðið og boðið hingað á sama árinu nor- rænum vei*kalýðssendinefndum og fulltrúum á Alþýðusam- bandsþingið. En hitt þori ég að fullyrða, að stjórn Alþýðusambands íslands hefði hagað sér eins í þessu heimboðsmáli, hvaða þjóð sem í hlut ætti. Þá vil ég einnig segja það, að ég hefði getað búizt við því af Morgunblaðinu, svo sem eins og í beinu framhaldi af skeyta- sendingaherferð þess, að gera einmitt nú veður út af heim- sókn hinnar rússnesku sendi- nefndar og þegja jafnframt vandlega um forsögu málsins. En að verkalýðsblaðið, Alþýðu- blaðið, skuli sýna slíka þröng- sýni og gefa sig á vald slíku of- stæki, því hefði ég naumast trú að að óreyndu. — Eða skyldi jafnvel Morgunblaðið ætla að sýna meira víðsýni í þessu máli? Það er a. m. k. fullvíst, að þeir íslenzkir jafnaðarmenn, sem ekki vilja hafa vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir en þær einar, sem lúta sama stjórn arfari og við og hafa í einu og öllu sams konar skipulag á verkalýðssamtökum sínum og við — þeir eru orftnir á eftir tímanum og geta ekki í því efni sótt fyrirmyndir til jafnaðar- manna ó Norðurlöndum. Þeir þurfa því helzt að endurskoða afstöðu sína til alþjóðahyggju, alþjóðasamskipta og alþjóða- bræðralags. Það er í sannleika erfitt að skýra sálarástand þeirra manna, sem byggja á því lífsviðhorf sín í flestum málum, að þjóðir heims skiptist annaðhvort í engla-þjóðir eða djöfulsþjóðir. Leyfi ég mér að efast um, að jafnvel „Freud sálugi“ hefði getað fundið á því sálarástandi viðhlítandi skýringu. Það er a. m. k. kenning, sem ég hef aldrei getað tileinkað mér. Þess vegna er mér Amer- íka jafnkær og Rússland — Rússland jafnkært og Ameríka. Með þökk fyrir birtinguna. Hannibal Valdimarsson. Auglýsið f Alfcýðublaðmn it’il-ít-ttlt-a'&'fr-Cr-Crír-alt-ír-Ct i Oisahraðsla... (Frh. af 8. síðu.) HEIMTA BETRI ÖRYGGISÚTBÚNAÐ Frá Mons í suðvesturhluta Belgíu er tilkynnt, að 600 námuverkamenn hafi í dag lagt niður vinnu á námasvæð- inu í nágrenni bæjarins til þess að styðja kröfur sinar um betri öryggisútbúnað í námunum. Þeir hófu mót- mælagöngu, sem fleiri verka- menn síðan bættust í. Lög- reglan varð aft grípa í taum- ana til að koma á lögum og reglu. Milano sendir leikflokk á hátíð ina og sýnir þar leikritin Har- lekin, tveggja þjónn eftir Gol- doni og Questa sera si recita a soggietto eftir Pirandello. Strad ford Ontario Festival Company sýnir Hinrik IV. eftir Shake- speare og Oedipus Rex ei'tir So- phokles í enskri þýðingu írska skáldsins fræga, W. B. Yeats, leikstjóri Tyrone Guthrie. Leik flokkur undir stjórn Henry Sherek flytur Fannys First Play eftir Bernard Shaw og Under Milk Wood, eina leikrit hins nýlátna velska skálds By- lan Thomas. Loks sýnir Gate- way-leikhúsið í Edinborg leik- ritið The Anatomist eftir James Bridie. Heiðraðir (Frh. af 8. síðu.) þakklæti fyrir hönd björgunar- manna og kvað þá ekkert hafa gert annað en þeir teldu skyldu sína og sjálfsagt að gera hver sem í hlut ætti. Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafélags íslands, þakk aði þá viðurkenningu, sem slysa varnafélaginu og Sjörgunar- starfseminni væri sýnd með þessu og lýsti ánægjulegu sam- starfi félagsins við Geir Zoéga hvenær sem hættu bæri að höndum varðandi brezk skip og góðan skilning hans á starfi ís- lenzkra björgunarmanna. En öll þessi athöfn var mjög virðu leg og fór vel fram. FARIÐ UM SÖGUSTAÐI Á heimleiðinni var hinum brezku forstjórum sýndir ýmsir fagrir og sögufrægir staðir og láta þeir mjög vel yfir för sinni hér. Á vegum slysavarnafélags- ins voru þeim sýndar kvikmynd ir bæði af strandi togarans St. Crispin, sem Óskar Gíslason tók fyrir félagið og lánaðist mjög vel og einnig af björgunarafrek inu við Látrabjarg, sem þeim fannst mikið til koma og ein- stætt í sinni röð. Sögðu þeir að björgunarstarf íslendinga nyti mikillar viðurkenningar í Bret- landi og eftir það, sem þeir hefðu hér séð og heyrt, myndu þeir bera ísendingum enn bet- ur söguna. Llsfahátíðin Frh. af 8. síðu. Á hátíðinni sýnir einnig ind- verskur dansflokkur undir stjórn Ram Gopal ýmsar hliðar og þætti indverskrar danslistar. LEIKLIST Hið fræga Piceolo teatro di MYNDLIST Svo sem undanfarin ár, verð ur efnt til myndlistarsýningar í sambandi við hátíðina í salar- kynnum The Royal Scottish Academy. Að þessu sinni verð- ur yfirlitssýning á verkum franska málarans Braqu. Einn- ig verður sýning á höggmynd- um, búningum, skarti og öðr- um indverskum listmunum. Ber sú sýning heitið. Dansinn í indverskri list. Knattspyrnuáhugi Frh. af 8. síðu. Sem dæmi um þennan mikla á- huga má nefna, að um 200 drengir eru nú á námskeiði hjá Axel Andréssyni sendikennara, en hann er nú staddur í Hafn- arfirði. Kvaðst Albert meta mikils þetta starf Axels. Að lokum kvaðst Albert vöna að Hafnfirðingar héldu áfram að taka framförum í knatt- spyrnuíþróttinni og sagðist hann mundu vinna að því af öllum mætti. — Alþýðublaðið óskar Hafnfirðingum til ham- ngju með sigurinn. FÉLAGSLÍF Farfuglar! Ferðamenn! Farið verður um helgina aust ar undir Eyjafjöil. Á laugardag ;kið austur að Skógarfossi og gist þar í tjöldum. Á sunnudag farið að Seljalandsíossi og Paradísarhelli. Upplýsingar í skrifstofunni l Gagnfræðaskólanum við Lindargötu í kvöld kl. 8,30— .10 e. h. Karhnannaföt og frakkar Mikill afstáttur Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar Laugavegi 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.