Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 8
„Paradís44 listunnenda: lliunái iiilafiiSíIn í Edínborg Hamborgaróperan hefur þar sýniogar TÍUNDA aiþjóðlega tónlistar- og leiklistarhátíðin í Ed- mborg hefst á SHimudaginn kemur, Enn sem fyrr verfía þar samankomnir faerustn iistamenn hvarvetna úr heiminum, og ' ragglaust fágætt úrval góðra hljómleika og leiksýninga. Búizt er við gífuriegum fjöida ferðamanna til Edinborgar, mcðan ; Rátíðin stendur yfir. Henni lýkur 8. september. Opnunarhljómleikar verða á sunnudagsmorgun. Yerður þar flutt 9. sinfónía Beethovens. Royal Philharmonic Orchestra Edinburgh Roýal Choral Union ög einsöngvararnir Sylvia Fisher, Nan .Merrimen, Richard 1 ILewis og Finninn Kim Borg flytja verkið undir stjórn Sir Thomas Beecham. HLJOMSVEITIR OG EINLEIKARAR Auk Royal Philharmonic Iteika á hátíðinni Fílharmoníu- Biljómsveitin í Vínarborg, und- iir stjórn Josef Krips, Sinfóníu- Mjómsveitin í Boston, stjórn- endur Charles Munch og Pierre Monteux, London Mozart Play- ers, Scottish National Orchest- ya, BBC Scottish Orchestra og National Youth Qrchestra of Great Britain, stjórnandi Walt- er Siisskind. Af kunnum kamm ermúsíkflokkum rná nefna Ama deus-strengjakvartettinn, Nýja Edinborgar-kvartettinn og blás- arasveitina úr Boston sinfóníu- hljómsveitinni. Af frægum einleikurum má nefna fiðluleikarana Isaac Stern og Wolfgang Schneider- ' ham, óbóleikarann Léon Goos- ens, píanóleikarann Louis Kent ner, Robert Casadesus, Myra Hess og Carl Seeman og Gerald Moore, sem kannski er kunn- asti undirleikari, sem nú er ■uppi. SÖN GLISTIN Hamborgaróperan kemur á hátíðina og sýnir Töfraflautuna eftir Mozart, Rakarann frá Bag dad eftir Cornelius, Salome eft- ir Richard Strauss og Oedipus konung og Mavra eftir Straw- insky. Meðal stjórnenda Ham- borgaróperunnar eru Leopold Ludwig og Rudolf Kempe, og í söngvaraflokknum heimskunn- ir listamenn eins og söngkonurn ar Anneliese Rothenberger, Helga Pilarczyk og Siw Erics- I dotter (sænsk) og bandaríski barytoninn James Pease. LIEDER-SÖNGUR OG BALLETT Af kunnum ieder-söngvurum má nefna Gerard Husch og Irm gard Seefried, sem bæði hafa söngvakvöld á hátíðinni. Þá kemur Sadler Wells-ballettinn með Margot Fonteyn í broddi fylkingar; meðal viðfangsefna Svanavatnið eftir Tjaikovskij og Coppelia við tónlist Delibes. Framhald á 7. síðu. Sovélríkjunum á MOSKVA, fimmtudag (NTB). Rithöfundar frá ýmsum hlutum Sovétríkjanna hafa haldið opna flokksfundi til þess að ræða á- lyktun kommúnistaflokksins um persónudýrkun og afleiðing ar hennar, að því er segir í blaði rithöfundafélagsins Líteraturn- aja Gazeta. Á fundi þeim, sem haldinn var í ríkinu Uzbekist- an, sagði aðalræðumaðurinn, R. Fajzi, að skaðlegar afleiðingar persónudýrkunar, eins og snur- fusun raunveruleikans, mál- skrúð og lækkaðar kröfur til listræns gildis, hefðu komið fram í verkum rithöfunda í Uz- bekistan. Einn af fundarmönn- um, R. Sultanov, sagði, að per- sónu Stalins hefði verið hömlu laust hrósað í mörgum kvæð- um. Rithöfundar, sem reyndu að lýsa leiðtogum í verkum sín um, lentu í mörgum erfiðleik- um, — niðurstaðan væri ekki lifandi baráttumenn, heldur I helgimyndir. Alberí hefur fekizt að skapa mikinn r l 200 dreogir í Hafnarfirði eru nú á knatt- spyrnunámskeiði hjá Axel Andressyni MIKIL SIGURGLEÐI ríkir nú í herbuðum hrafnfirskra knattspyrnumanna eftir sigur Hafnfirðinga í fyrrakvöld í úr- slitaleiknum í 2. deild. Með því að sigra ísfirðinga unnu þeir sig upp í 1. deild. Er þetta fyrst og fremst einum manni að jþakka, Albert Guðmundssyni, okkar frægasta knattspyrnu- manni, en hann hefur þjálfað Hafnfirðinga sl. ár og tekizi að koma þeim upp í 1. deild. Alþýðublaðið átti í gær tal við Albert og innti það eftir því, hvort ekki væri ætlunin að „halda upp á“ sigurinn. Sagði hann, að það yrði vafalaust gert á sinn hátt, það er með einu hinna venjulegu kaffikvölda, er hafnfirzku knattspyrnumenn- irnir hefðu efnt til af og til sl. ár. Albert sagði, að einmitt í gær væri nákvæmlega eitt ár liðið frá því, að Hafnfirðingar hefðu komið til sín og beðið sig að annast þjálfun þeirra í knatt- spyrnu. Sagðist Albert vissu- lega ánægður með árangurinn. Ekki hefði hann getað kosið neinn betri ávöxt af starfinu suður í Hafnarfirði en þann, að sjá hafnfirzka liðið færast upp í 1. deild í hóp sex beztu knatt- spyrnuliða landsins. ÁGÆT SKILYRÐI Áusíur-Þjóðverjar óska effir að laupa enn meiri ísfisk en álur Togaraeigendor vilja frekar seija fisk- inn ísvarinn erlendis en hér heima til frystingar, þar eð þeir fá hærra verð þar ; FfeAMKVÆMDASTJÓRI FÍB er fyrir nokkru kominn ' heim frá Austur-Þýzkalandi, þar sem hann ræddi vifí xV-Þjófí- verja um sölu á ísfiski héðan til A-Þýzkalands. Flutti hann ‘ FÍB þau skilaboð, að A-Þjóðverjar óskuðu enn eftir því, að ís- fiskmagnið yrði aukið. Upplýsingar þessar koma ‘ fram í fréttatilkynningu, er ‘ blaðinu hefur borizt frá FÍB. !Þar segir einnig, að viðskipta- • nefnd, er hingað hafi komið sl. haust frá Austur-Þýzkalandi, hafi óskað eftir því, að fá sem mest af ísvörðum fiski, en vegna mótmæla Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hafi ekki fengizt að semja um kaup á nema um 20 förmum. HÆRRA VERÐ FÆST FYRIR ÍSFISK FÍB bendir á, að mun hag- Jcvæmara sé fyrir togaraeigend ur að selja aflann ísvarinn í Þýzkalandi en að selja hann til frystingar innan lands, þar eð mun hærra verð fáist fyrir afl- ann erlendis en í frystihúsun- um hér. Fyrir 250 smál. (1 farm) seldar í A-Þýzkalandi fást 366 þús. kr. nettó, en fyrir 500 smál. (tvo farma) látin í frystihús hér fást aðeins 285 þús. kr., segir FÍB. Segjast tog- araeigendur ekki geta selt frystihúsunum aflann meðan verðið sé svona lágt þar, en ekki muni á því standa er verð- ið hækki. (Fréttatilkynning FÍB, sem er svar til SH, mun birtast í heild síðar í blaðinu.) Albert sagði, að hin ákjósan- legustu skilyrði til knattspyrnu iðkana hefðu nú verið sköpuð í Hafnarfirði. Völlurinn hefði verið lagfærður og upp hefði verið komið búningsklefum og böðum. Ættu hafnfirzkir knatt- spyrnumenn nú einnig talsvert af áhöldum og nokkuð fé í sjóði. VAXANDI ÁHUGI Knattspyrnuáhugi er nú orð- inn mikill í Hafnarfirði og fer vaxandi, sagði Albert. Þátttaka í æfingum hefur verið mikil. Ekki hafa æfingar verið fastar. Stundum 2 í viku, stundum á hverjum degi og t. d. á jóladag og nýársmorgun sem aðra daga. 20—40 hafa mætt á 1. flokks æfingum, en allt að 60 strákar á æfingum yngri flokkanna. 200 Á NÁMSKEIÐIHJÁ AXEL Albert kvaðst hafa ekið um Hafnarfjörð skömmu eftir að hann tók við þjálfarastarfinu og dreift um 100 boltum um bæ- inn til þess að yngri strákarnir gætu byrjað að æfa. Hefur þetta haft góðan árangur í för með sér, því að sérstaklega mikill knattspyrnuáhugi virðist nú vera meðal yngstu drengjanna. (Frh. á 7. síðu.) FöstudagUr 17. ágúst 1056 Fulltrúar eigenda togaraos og vátrygg* ingafélagsios koma hiogað UNDANFARIÐ hafa dvaiizt hér á landi W. R. Smith, einm af forstjórum St. Andrews Stream Company í Hull, sem átta brezka togavann St. Crispin, er strandaði á Meðallandsfjöria 15. marz sl. og Oliver framkvæmdastjóri vátryggingaféiags þess er togarinn var tryggður hjá. Komu þeir hingað tii þess að heiðra Meðallendinga fyrir björgun skipverjanna af St, Crispin. Blaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá SVFÍ: FÆRÐAR G.TAFIR Síðastliðinn laugardag voru Meðallendingar þeir í björgun- arsveit slysavarnafélagsins þar, sem unnu að björgun skipverja af brezka togaranum St. Cris- pin, er strandaði í Meðallands- fjöru 15. marz sl. heiðraðir með heimsókn og veglegum gjöfum af hinum brezku eigendum tog arans og vátryggingarfélagsins, en undanfarið hafa verið hér á ferðalagi W. R. Smith, einn af forstjórum St. Andrews Steam ship Company í Hull, er átti togarann og commander Oliver framkvæmdastjóri The Hull Steam trawlers owners Mutual Insurance and Protecting Com- pany, sem togarinn var vá- tryggður hjá. Tilgangur þeirra með förinni hingað var að heiðra Meðal- lendinga þá í björgunarsveit slysavarnafélagsins, sem stóðu að björguninni á mönnunum, en flestir tóku þeir og einnig þátt í björgun skípsins eftir á. ATHÖFN í MEÐALLANÐI Athöfn þessi fór fram í sam- komuhúsinu í Meðallandi að viðstöddum flestum byggðar- manna. Geir Zoega forstjóri, umboðsmaður vátryggingarfé- lagsins hér, hafði þarna mjög veglegt boð fyrir Meðallend- ingana, hina erlendu gesti og ýmsa fleiri. Viðstaddir voru og forseti slysavarnafélagsins og framkvæmdastjóri þess, einnig formenn nálægari slysavarna- deilda. Við þetta tækifæri af- hentu hinir brezku forstjórar björgunarmönnunum hverjum og einum vandað ágrafið vind- lingahylki úr silfri, en björgun- armennirnir voru samtals 28 að meðtöldum lækninum á Kirkju bæjarklaustir og Valdimar Lár- ussyni símastjóra, sem einnig starfrækir loftskeyta- og radio- miðunarstöð slysavarnafélags- ins þar á staðnum, en Geir Zo- éga ávarpaði hann þarna sem hinn árvakra vökumann suður- strandarinnar. Þá var og fjór- um húsmæðrum í Meðallandi af hentir vandaðir og áletraðir silf urbakkar fyrir góðar móttökur og umönnun á skipbrotsmönn- unum. Fulltrúi brezka sendi- ráðsins, sem þarna var, og báð- ir hinir erlendu gestir fluttta þarna erindi og lýstu þakklæti sínu og hrifningu fyrir hina á- gætu og vasklegu björgun á- hafnarinnar og liðsinni við hana. Sigurgeir Jóhannsson, form, björgunarsveitarinnar, flutti (Frh. á 7. síðu.) Oísahræðsla greip grannnámu þeirrar, 600 verkamenn á öðru námasvæði lögðii; niður vinnu. Heimta meira öryggi MARCINELLE, fimmtudag. Ailir námumennirnir í stórri kolanámu, ,sem liggur við hlið námu þeirrar. er lokaðist af sprenginu í sl. viku„ þustu að útganginum úr námunni í morg un, er þeir óttuðust, að gasefni, sem getur valdið sprenginu, hefði borizt inn í námuna frá grannnámunni, ,þar sem búizf er við, að 176 verkamenn hafi farizt. Yfirverkfræðingurinn við námuna fór sjálfur niður í göng in til þess að ganga úr skugga um hvort hættulegt væri að vinna í námunni. Þegar hann kom upp aftur, hélt hann því fram, að ekki fyndist gas í nám unni og verkamennirnir hefðu verið gripnir ofsahræðslu. BJÖRGUNARSTÖRF IIALDA ÁFRAM Björgunarstörfum er haldið áfram í námunni, þar sem slys- ið varð. Nýtt eldhaf kom um tíma í veg fyrir að hægt væri að grafa, en brátt var hægt að halda starfinu áfram. Einn af björgunarmönnunum missti meðvitund í dag og var í skyndi fluttur á sjúkrahús, Hann er fjórði verkamaðurinn, sem borinn er út úr námunni, síðan björgunarstarfið hófst. ÍTALIR SÆKJA HEIM Talsmaður ítalska sendiráðs- ins skýrði frá því í dag, að ó- venjulegur fjöldi ítalskra verka manna hefði síðustu daga sótt um vegabréf til þess að fara heim til ítalíu. Sendiráðið hef- ur fengið 176 slíkar umsóknir 4 einum degi. (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.