Alþýðublaðið - 20.03.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1928, Blaðsíða 4
4 *CÞ?ÐUBHA&]Ð Koddaver Sængurver 00 Mekkjuvoðir níkofflið. líklegast eru. engar nýjungar — ■' ab sildarbxaskarar í Svíþjób séu á móti því aö hér komist lag á síMarsöluna. „Morguoblaðið“ hef- ffir vafalaust pantað þetta skeyti í þeirri heimskuvon, að þetta hafi áhrif hér. Einkennilegt er, að- ekki. er sagt hvaðan skeytið er; það er bara frá „Sviþjðð“. Jarðariör séra HaraMar Níelssonar fór (.fram- í gær. Var kis.tan fyrst bor- in í Háskólann, og hélt Sigurður Sivertsen, pxófessor þar ræðu, en Stúdentakórinn söng. Síðan var kistan færð í Fríkirkjuna, sem var tjöMuð hvítu. Flutti Einar H. Kvaran þar ræðu — en það var eftir ósk hins iramliðna. Þá héit séra Friðrik ilallgrímsson ræðu og kastaði hann rekunum þegar suður í garð var komið. Lík- fylgdin var afar fjölmenn. Alpýðuflokksiundur. verður haldinn í Bárunni annað kvöld kl. 8V2. Þingmenn Alþýðu- flokksins segja þingfréttir. Bæjarbúar. ■Munið eftir Ibsenshátíðinni, sem Verður í Iðnó'1 í kvöld. Leiðrétting á íhaldsfrétt. í „Mgbl.’“ í gær var þess getið, að frá Stokkseyri hafi Buick- bifreið farið hingað til bæjarins, og jafnframt að það hafi verið hin fyrsta á þesisu ári. Ekki get- ur „Moggi“ nú, frekar en í þing- fréttum sínum, skýrt rétt frá. Bif- reiðin fór frá Eyrarbakka, og var hinn ötuli og framgjarni bifreið- árstjóri Ólafur kaupm. Helgason foringi fararinniar. Maður þessi er einn hinn helzti og bezti íhalds- maður þar eystra, og finst mér því næsta hlálegt af „Mogga“, að draga úx frægð þessa mæta manns, þar eð það er sjaldgæft að íhaldsmenn vinni slík afrek sem þetta. p. t. Rvík, 16. marz 1928. Austankarl. Hití og þetta. Eignir keisaraekkju. Karlotta, ,sem var belgisk kon- ungsdóttir og ekkja Maximilians keisara í Mexikó, sem auðvald- | AlpíðDprentsmiðjánTI Hverfisgotn 8, | tekur a3 sér alls konar tækifærisprent- j | un, svo sem erfiljóð, aðgðngnmiða, brét, ) 3 reikninga, kvittanir o. s. frv., og af- ■ I greiðir vinnuna fljótt og við réttu verðl. j Lesið MÞýðnbladið. ið þar lét skjóta árið 1867, hefir látið eftir sig landeignir í Eng- landi, sem eru ýfir 2 millj. gull- króna virði. Hress gamalmenní. í gamalmennahæli Hjálpræðis" herssins á Bute-eyju við Bretland, voru nýlega gefin saman í hjóna- band tvö gamalmenni. Var brúð- in 80 ára, en brúðguminn 74 ára’ Þauhöfðu kynst þarna á hælinu. Var hann vitlaus? Nýlega kom það fyrír í Eng- landi, að maður að nafni Thomas Brighmann gerði óskunda í höll aðalmanns eins: mölvaði spegil og velti um jurtapottum. Var kallað til lögreglunnar og komu tveir lögreglumenn á vettvang. En ein- mitt um þetta leyti voru vatnavext- irnir miklji i Englandi, og var höll- in skamt frá ánni Trent, er flæddi langt upp á bakkana. Þegar mað^ urinn varð var við lögregluna, óð hann út bakkana og að þar, sem fljötið æddi fram, og fleygði sér þar til sunds. Lögreglumennirnir ösluðu á eftir að fijótínu, og sáu þá að maðurinn sem var frábær- iega syndur, var að reyna að hafa sig úr fljótinu aftur. Tókst honum það, en töluvert neðar. „Ég segibara að þér eruðsynd- ur“ sagði annar lögregluþjónninn „Já ég hef nú aldrei komist i það að synda fyr“ svaraði maðurinn Það var farið með hann á spítala. Eldhúsáböld. KaSfikSnnnF 2,65, Pottar með loki 2,25, Skaftpottar 0,7®, Fiskspaðap 6,60, ÍESykausnp 1,25, M|ólknpbpúsap 2,25, Hitaflöskup 1,48 on mapgt Sleipa ódýpt. Sig. KlartaHssea. Laúgavegi 20 B. Sími 830 Ódýrara fiskfars að eins 0,45 pr. Va kg., kjötfars 0,85 pr. jj/a kg. Höfum 2 tegundir af hverri sort, eftir pöntunum. — Fiskmetisgerð- in, Hverfisgötu 57, sími 2212. ‘— Msnnlð eftáa* hinu fölbreyfía úrvali áf veggmpdnm ís- lenzkum og útlendum. Skipa- myRsdir og fl. Sporöskjurammar Freyjugötu 11, sími 2105. Myndir innrammaðar á sama stað. Hólaprentsmiðjan, Haínsi'strætl 18, prentar smekklegmst og ódýr- ast aranzaborða, erfíljóð og aha nnáprentan, siml 2170. Notið Orchidée blómaáburðinM A Witastííj 34. er gert við hjól- hesta; vönduð vinna. Sanngjarnt verð. Útsala á brauðum og kökum frá Alþýðubrauðgerðinni er á Framnesvegi 23. Ritstjóri og ábyrgðarmaðm Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan. Wiillam le Queux; Njósnarinn mikli. er fór henpi yndislega og sýndi, hve vöxtur hennar var fagur. Enga bar hún gimsteina. Föðursystir hen,nar var að venju síðbúin tii veizluhaidsins eftir því, isem hin fagra snót skýrði mér frá hlæjandi. Hún. bauð mér stól. Ég settist niður. Sagði hún mér með yndislegu brosi, a-ð • signor Lorenzo yrði mjög síöbújnn, með því að skyidur hans við herbúðimar og störf hans þar seinkuðu íyrir honum. Ég hjó eftir því, sem hún sagði um þetta. En hún staðhæfði, að svona væri því nú á- xeiðanlega var,ið. Én þetta var sérlega ei'nkennileg staðhæf- ing, því aö þann dag hæ'kkaði hann í tign- inoi í hernum og var gefin lausn frá öllum herbúðarstörfum í sex mánuði. En Lorenzo Castellani var refur í kvenna- málum. Hann var auðsæilega að draga hana á tálar. Þarf ég að leitast við að lýsa því, hvernlg ég reyndi af öllu megni að geðjast þeim, er að borði sátu, og hvernig ég reyndi að draga úr þeim viðbjóði og fyrirlitningu, sem madama Dumont sýndi mér næstum þvi upp í opið geðið á mér? Ég var hinn eini gestur að máltið, og að halda uppi borðræðum við þessa tvo kven- menn, sem voru andsta:ðar í ismekk og skoö- unúm, var ekki auðgert fyrir mig. „Ó! monsieur!“ hrópaði gamla konan. „Hvað sjálfa mig snertir, þá er ég dauð- ieið á Róihaborg og vil koimast sem allra. fyrst aftur heim til Parísar, þar sem ég á svo marga vini.“ „En þið hafið báðar fjölda af vinum hér,“ mælti- ég. Þær litu hvor á aðra. Augnaráð beggja var einkennilegt, jafnvel að mér virtist þýðing- armikið. „Já; svo má það nú heita,“ svaraði rna- dame Dumont eins og hikandi. „En þeir eru ekki vinir, heldur að eins kunningjar." I þessum orðum fólst hulin þýðing; uni það efaðist ég ekki, en hver sú þýðing var, varð mér ekki að fullu ljóst. Máltíðin var framreMd af þeirri rausn, sem hæfði stórhöfðingja eða konungbornum manni, og á meðan við spjölluðum saman undir borðum, gat ég ekki annað en brosað með sjálfum mér að því, hve mjög hún reyndi — sem rnargar aðmr höfðu áður reynt — til þess að draga athygli mína að sér, fá mig til að dást að sér, —\ vteíða. „skotinn" í sér. Báðir sessunautar mínir að boröuni vildu óvægar fá að vita um hagi mína og uro fortíð alla. Þær spurðu mig, hvort ég þekti þenna og þenna mann, þetta hús eður hitt. Hafði ég verið í Aix eða Monte Carlo ? Eyddi ég sumrinu í Svisslandi eður vlð sjávar- síðuna? Var ég vel kunnugur í Berlín, Vín eður Péturshorg? Vissuieg.a miðuðu allar hinar mörgu slungnu spurningar að því að komast að raun um, hver ég i raun og veru væri. Starf mitt sem njósnara hafði fyrir löngu kent mér að halda öllu algerlega leyndu um mína liðnu æfi. Ég gaf aldrei af fúsum vilja aðrar upplýsingar um mig en þær, sem voru eintómar blekkingar. Þannig tókst mér þrátt fyrir alls konar brögð og spurn- ingaflækjur að dylja fyrir þei'm alt uim for- tíð mína. Tjald þagnar minnar varð ekki rofið. Ég komst að þeirri niöVrsíöðu, að konur þessar votu ákaflega slungnar. Loks var máltíðin á enda. Ég leiddi Clementine til stofu þeirrar, er kaffið var veitt í. Ekki vorum við fyrr búin að ijúka úr bollunum en' dyrnar opnuðust 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.