Alþýðublaðið - 11.01.1957, Blaðsíða 4
4
AlþýftsibfaStg
Fosíudagur 11. janúar 1937
Loftur Gudmundsson:
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Örlög Edens
ÐNjM einu sinni hefur það
komið fyrir, að tíðindi, sem
allir eiga von á, koma mönn-
um þó á óvart, þegar þau ger
ast. Svo er um afsögn Sir
Anthony Edens, forsætisráð-
herra Englands. Menn áttu
von á alvarlegum breyting-
um á stjórn íhaldsmanna í
Bretlandi, en fáir bjuggust
við, að skrefið yrði svo stórt,
sem raun ber nú vitni.
' Þennan viðburð má skoða
af tveim sjónarhólum. Ann-
ars vegar eru hin pólitísku
endalok Edens, því erfitt er
að trúa því, að hann eigi sér
uppreisnar von. Hins vegar
eru hin alvarlegu vandræði
íhaldsflokksins vegna Súez-
málsins og rnargvíslegra ann
arra vandamála heima fyrir
og erlendis.
Eden hefur óneitanlega
verið einn af glæsilegri
stjórnmálamönnum síðustu
áratuga, og hann naut á
unga aldri aðdáunar fyxir af-
stöðu sína til Hitlers. En
hann hefur aldrei náð tökum
á ernbætti forsætisráðherra
og er sýnilega betri maður í
samstarfi við sterkari hús-
bónda. í sögunni verður
hann umdeildur maður fyrir
stefnu sína í Egyptalands-
málinu, enda a. m. k. helm-
ingur brezku þjóðarinnar
andstæður honum í því máli.
Því verður ekki trúað, að
heilsufar Edens eitt hefði
nægt til að koma honum á
kné. Brezki íhaldsflokkurinn
á í hinum alvarlegustu erfið-
leikum og reynir nú að
bjarga sér á einhvern hátt',
jafnvel með því að fórna Ed-
en. Jafnaðarmenn hafa bar-
izt af mikilli hörku gegn Eg-
yptalandsstefnu íhaldsstjórn
arinnar og telja aðra stefnu,
sem verið hefði í fullu sam-
ræmi við sáttmála Samein-
uðu þjóðanna, stórum væn-
legri. Þeir halda andstöðu
sinni að sjálfsögðu áfram,
enda um margt að deila inn-
anlands, þótt ekki hefðu
komið til Súezmálin.
Það er sjálfsagt ekki af
flokkstryggð einni, sem Att-
lee jarl fullyrti fyrir nokkr-
um dögum, að jafnaðarmenn
mundu sigra, ef kosningar
færu nú fram í Englandi,
bæði vegna utanríkis- og
innanlandsmála. Gaitskell
veit og vafalaust hvað hann
syngur, 'er hann krefst kosn-
inga nú þegar.
Etiski markaðurinn
HINAR glæsilegu aflasöl-
ur togaranna í Englandi und-
anfarna daga hafa vekið
mikla og verðskuldaða at-
hygli. Mörg skipanna hafa
aflað sér verulegra og mjög
kærkominna tekna, og jafn-
vel heil bæjarfélög geta tal-
ið sér til hreins ágóða upp-
hæðir, er nema hundruðum
þúsunda.
Þetta er fullkomin rétt-
læting á þeim aðgerðum
utanríkisráðherra að leysa
. deiluna við Breta, úr því að
hann gat það án þess að
fórna nokkru af hagsmun-
um Islendinga. Togaraút-
gerðin — og þjóðin í heild
— hafa ekki ráð á að neita
sér um slíkan markað, enda
þótt liann standi aðeins
skamma hríð á ári hverju.
Hitt er svo annað mál, sem
ríkisstjórninni er fullkom-
lega ljóst, að ísfisksala til
annarra landa, hvort sem það
er Þýzkalands eða Bretlands,
má ekki draga úr atvinnu
hér heima við frystingu tog-
arafiskjar. Hefur stjórnin
sýnt það í verki, að hún vill
tryggja þetta, fyrst með
samningum um að ákveðið
magn togarafiskjar verði
sett á land heima, og nú síð-
ast með nýársráðstöfunum
sínum. Þar var styrkur til
togara, er selja ísfisk erlend-
is, minnkaður verulega, en
mjög bættur hlutur þeirra,
er heima landa.
í þessum málum verður að
finna hið rétta jafnvægi. Á
sumum íímum árs veiðist að
allega fiskur, sem ekki er
hentugur til frystingar, og á
vertíðinni munu frystihús
víða á landinu ekki geta tek-
ið við togaraförmum. Þarna
eru skörð, sem sölur erlendis
geta fyllt, ekki sízt af því að
verðlag er jafnan hæst er-
lendis í byrjun árs.
Þetta mál verður og að
skoða í því ljósi, að nú er
stefnt að verulegri aukningu
togaraflotans. Þegar 15 skip
bætast við á næstu árum,
ættu íslendingar að geta afl-
að nægilegs hráefnis til að
tryggja stöðuga vinnu við
frystihúsin og selt ísfisk er-
lendis að auki. Að þessu
marki er stefnt og þessu
marki verður þjóðin að ná.
Ctorfst áskrlfendur Mirm
LEIKFÉLAG REYKJAVÍK-
UR er sextugt um þessar mund
ir. Með öðrum orðum: Það eru
liðnir sextugir árá síðan skipu
lögð leikstarfsemi hófst í höf-
uðstað landsins. Um leið og af-
mælisbarninu er innilega óskað
til hamingju, er ekki úr vegi að
athuga lítils háttar, hvar þessi
listastarfsemi stendur í höfuð-
staðnum í dag, þar sem árang-
urinn, allt það sem áunnizt hef-
ur á því sviði, er beinlínis og
óbeinlínis óþreytandi starfi og
staðfestu þessa afmælisbarns,
beint eða óbeint að þakka, —
og að við höfum ekki náð meiri
árangri er yfirleitt öðrum aðil-
um að kenna.
Þjóðleikhúsið hefur starfað í
nokkur ár, og starfað mikið,
enda þótt ósanngjarnt sé að
krefjast að starfsemi þess beri
enn ekki nokkur merki tilrauna
stigsins, — auk þess sem lifandi
list er að vissu leyti alltaf á til-
raunastigi. Leikfélagið, afmælis
barnið, er enn í fullu fjöri, —
sannast mjög á því, að starfsald-
urinn er sífellt að lengjast, —
og leggur árlega drjúgan skerf
til leikmenningar þjóðarinnar.
Fjöldi leikfélaga víðs vegar um
land vinnur mikið og gott starf,
að verulegu leyti undir hand-
leiðslu menntaðra leiklistar-
manna. Þau hafa stofnað með
Arndís Björnsdóttir og Valur Gíslason í sjónleiknum
„Gullna hliðið.“
flutt á sviði fjögur til fimm
kvöld í röð, og væri það til
dæmis franskur leikflokkur,
sem annaðist flutninginn Jyrsta
kvöldið, þýzkur annað kvöldið,
brezkur það þriðja og danskur
það fjórða, og væru allir þessir
fiokkar skipaðir beztu leikur-
um hverrar þjóðar — mundu
þeir þá ekki túlka viðfangsfenið
á sama eða mjög svipaðan hátt?
Mundi munurinn ekki eingöngu
verða persónubundinn, stafa
fyrst og fremst af ólíkri einstak-
lingsskapgerð?
Að sjálfsögðu mundi þess mis
munar gæta, en þó yrði það
fyrst og fremst annað, sem réði
því, að þessir fjórir leikflokkar
myndu túlka og tjá sama við-
fangsefnið mjög ólíkt. Hver
þjóð, þar sem leiklistin hefur
verið snar menningarþáttur um
aldaskeið, á sér sínar listerfðir á
því sviði; þar byggist nútíma
leiklist á traustum grundvelli
þjóðlegs menningararfs, mótuð
um af sögu þjóðarinnar, skap-
gerð og lífsviðhorfum, trú og
siðum. Fyrir þetta hefur leiklist
orðið þjóðleg með flestum
menningarþjóðum; ber þau sér-
kenni að með sanni má ræða
ustu ára varð sauðskinsskóaerfð
inni yfirsterkara; þegar ég hef
séð íslenzka bændur leikna ým-
ist sem værukæra og útlifaða
selskapsmenn, sem ekki kæm-
ust hjálparlaust upp á brekku-
brún, eða guðsvolaða fávita, er
ekki þekktu hrúta frá lambám í
réttardilk, — lái mér þá hver
sem vill, þótt ég hafi svarað
spurningunni neitandi. Leiklist
okkar verður ekki íslenzk leik-
list þótt leikarar okkar geti sýnt
brezka lávarða, bandaríska auð
kýfinga og franskar léttirðar-
drósir á svo raunhæfan hátt, að
samlenzkir leikarar viðkomandi
persóna mundu vart gera bet-
ur. Hún verður ekki íslenzk
fyrr en þeir geta túlkað ís-
lenzka þjóðarskapgerð, íslenzka
sögu, íslenzk lífsviðhorf, ís-
lenzk menningarsérkenni og
persónusérkenni á íslenzkan
hátt, fremur en erlend jurt verð
ur íslenzkur gróður þó hún sé
flutt út hingað í erlendum jurta
potti og erlendri mold.
Þetta er ofur skiljanlegt.
Flestir þeir leikendur, sem nú
eru í fullu fjöri, hafa sótt list-
menntun sína í erlenda skóla,
án þess að vera búnir að heim-
Soffía Guðlaugsdóttir —
Dísa í „Galdra-Lofti.“
sér landssamband, sem vinnur
þarft og gott skipulagsstarf.
Flokkar valdra leikara úr höf-
uðstaðnum ferðast um byggðir
landsins á sumrum og sýna val-
in leikrit. Vikulega eru svo flutt
leikrit í ríkisútvarpið, og leik-
arar lesa upp og flytja ljóð og
sögur, bæði í útvarp og á
skemmtunum. Ungt og efnilegt
fólk, sem hug hefur á leiklist, á
þess völ að nema frumatriði
listarinnar í einkaskólum,
halda lengra á þeirri námsbraut
í skóla Þjóðleikhússins, og síð-
an erlendis, enda er hér risin
allfjölmenn stétt ungra leiklist-
armanna, sem stundað hefur
nám innlendis og erlendis.
Flestir munu því telja að nú
standi leiklistin með miklum
blóma hér á landi, og að braut-
ryðjendastarf Leikfél. Reykja-
víkur hafi mikinn ávöxt borið
og glæsilegan.
En hvernig er það með ís-
lenzka leiklist?
Mörgum mun þykja fávís-
lega spurt eftir framansagt. ís-
lenzk Ieiklist, — er hún ekki
einmitt þetta, sem lýst hefur
verið?
Ef við ættum þess kost að sjá
og heyra eitthvert hinna sí-
gildu, alþjóðlegu leiksviðsverka
um brezka leiklist, þýzka leik-
list og franska, enda þótt leik-
listin eins og aðrar listir sé al-
þjóðleg í meginatriðum.
En er unnt að ræða um ís-
lenzka leiklist? Þjóðlega, ís-
lenzka leiklist?
Starfs míns vegna hef ég und
anfarinn tug ára átt þess kost,
— eða ef til vill gæti ég líka
sagt að starfs míns vegna hefði
ég ekki átt annars kost, en að
sjá flest þau leikrit, erlend og
innlend, sem flutt hafa verið á
sviði hér í höfuðborginni. Af
sömu orsökum hef ég og alltaf
orðið að skoða þau frá sjónar-
miði gagnrýnandans, og að sýn-
ingu lokinni beðið mín vökunótt
við að semja „leikdóminn“, —
oftast án þess að mér hefði gef-
izt tóm til að vinna úr áhrifun-
um eða kryfja flutninginn til
mergjar. Eftir á hafa svo vakn-
að með mér ýmsar spurningar,
sem mér hefur ekki gefizt tæki-
færi til að ræða nánar, — með-
al annars þessi, hvort unnt væri
að tala um islenzka leiklist.
Eftir að ég hef verið viðstadd
ur sýningar á íslenzkum sjón-
leikjum, þar sem íslenzkir
bændasynir hafa talað með
greinilegum brezkum málhreim
og borið sig eins og stælgæjar á
sjoppu, íslenzkar heimasætur
trítlað um sviðið eins og þær
gengju á japönskum il-,,töffl-
um“, þar eð háhælauppeldi síð-
an vegarnesi þjóðlegra erfða.
Þeir hafa því flutt hingað aftur
erlenda leiklist, sem að vísu hef
ur tekið á sig nokkurn þjóðleg-
an blæ þegar frá leið, en þó
aldrei oiðið fyllilega íslenzk.
Brynjólfur Jóhannesson —
Sigvaldi í „Maður og kona.“
Um eldri leikendur gegndi þó
öðru máli að því leyti að þeir
stóðu í nánum tengslum við ís-
lenzkt þjóðlíf, höfðu margir
hverjir tekið þátt í atvinnubar-
áttu þjóðar sinnar á sjó og landi
og hlýtt á frásagnir foreldra
sinná, ömmu og afa, af enn
meira striti, stríði, fórnum og
(Frh. e 7. tíCu.j