Alþýðublaðið - 13.03.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.03.1957, Blaðsíða 4
4 A I þ ýÖ u bIað ;ð Miðvikudagur 13. marz 1957 Gidske Andersson: ötum í nýlendu FRANSKA ÞINGIÐ ræddi nýlega framtíð landa í Afrílcu. urðu umræður miklar og erfið- ar og mátti litiu muna, að stjórnin þyrfti ekki að óska traustsyfiiiýsingar í málinu. „Hið sameinaða og ódeilanlega franska ríki“, eins og það hef- ur heitið síðan 1789, skalf á grunni. Arásin kom frá negrun- um 40, er sæti eiga í franska þinginu sem fulltrúar landa Fi-akka í Afríku, eða ef til vill væri réttara að segja sem full- trúar 22 milljóna negra í Frönsku-Afríku. ! Baksvið þess sem gerðist á þingfundi franska þingsins er þetta. Þegar jafnaðarmaðurinn Gaston Deferre varð ráðherra landssvæðanna utan heima- andsins fyrir ári síðan tókst hann þegar á hendur að endur- bæta stjórnarhætti í Frönsku Afríku. Naut hann til þess stuðnings annars ráðherra, Afr- íkumannsins Houphouet-Boig- ny. Fólk hefur nú árum saman sagt: ef við ekki gerum eitt- hvað í Afríku, fer allt í vitleysu. Það var þetta, sem Deferre og Houphouet-Boigny vildu koma í veg fyrir. Tifðögur stjórn- arinnar í júnímánuði Í956 lögðu þeir fram frumvarp til laga, er tryggja skyldu sjálfstjórn í innanlandsmálum innfæddum mönnum mönnum á 13 frönsk- um landssvæðum í Frönsku Vestur-Afríku og Frönsku Hitabeltis-Afríku auk Mada- gaskar. Lögin voru samþykkt og næsta skrefið voru svo til- skipanirnar, er hrinda skyldu lögunum í framkvæmd. Á meðan höfðu ráðherrarnir tveir ráðizt á vandamál Togo Afnlkumenn ¥ii|a stofna Hklasamband, og Kamerún, sem ekki eru frönsk landssvæði, heldur stjórnað af Frökkum í umboði Sameinuðu þjóðanna. í des-1 ember voru haldnar kosning- ar í þessum löndum og íillög- ur stjórnarinnar um mjög aukna sjálfstjórn voru sam- þykktar af SÞ í janúar s. 1. Og ekki mun líða á löngu áður en Togo og Kamerún verða sjálfstæð ríki. í lok janúar var fjallað um hinar ýmsu tilskipanir til handa landssvæðunum 13 í viðkom- andi þingnéfnd. Framsögumað- ur nefndarinnar var Afríku- maðurinn Apathy frá Dahomey. í stjórnartilskipunum var gert ráð fyrir stjórnarráði á hverju svæði undir forsæti fransks landsstjóra sem áfram skyldi bera ábyrgð á ríkisstjórninni, þ. e. a. s. fjármálum, vörum, utanríkisþjónustu, æðri mennt- un, tollgæzlu og útvarpi. í ráð- inu skyldu eiga sæti að hálfu leyti fulltrúar kjörnir af fólk- inu og að hálfu leyti fulltrúar tilnefndir af landstjóranum. Skyldi ráðið ráða fram úr öll- um innanríkismálum. Skref fram á við Þegar þessar tillögur voru gerðar fyrir einu ári voru þær hrein bylting, en eru satt að segja ekki nema fyrsti frjóangi sjálfstjórnar, þar eð starfsemi stjórnarráðsins er mjög tak- mörkuð. Á meðan eru svo Togo og Kamerúm orðin svo til sjálf- stæð. Frakkar segja: Já, en þau eru ekki hlutar af Frakklandi. íbúar Afríku skylja ekki slíka röksemdafærslu. Landamæri svæðanna eru rönsk uppfinn- ing. Framsögumaðurinn Apathy, sem verður að hugsa um kjós- endur sína heima í Afríku, bar fram tillögur til breytinga á tilskipunum stjórnarinnar og fékk þær samþykktar í nefnd- inni. Hann vildi þvinga fram örlítið meiri sjálfstjórn. f fyrsta lagi skyldu allir fulltrúarnir í stjórnarráðinu kosnir af þingi hvers svæðis og í öðru lagi skyldu allir fulltrúarnir í stjórnarráðinu kosnir af þingi hvers svæðis og í öðru lagi skyldi sá meðlimur, er fengi flest atkvæði verða varaforseti þess, við hlið landsstjórans. All- ir ráðsmenn skyldu fá titilinn ráðherra og bera ábyrgð gagn- vart þinginu. Stjórnarráðið skyldi hafa leyfi til að segja af sér, ef það teldi sig ekki njóta trausts þingsins. Og loks skyldi landsstjórinn geta látið varaforseta ráðsins sinna skyldustörfum sínum. Þjóðsagan um „hið ósksptan- lega“ lýðveldi Sem sjá má ná þessar tillög- ur dálítið lengra en tillögur stjórnarinnar, en samt er ekki um sjálfstæði að ræða. En orð- ið ráðherra hugtakið að bera ábyrgð gagnvart þinginu, rétt- urinn til að segja af sér, allt fékk þetta franska þingið til þess að æsa sig upp. Ekki var Framleiddi aðallega sfeypuslyrktarjárn og miðstöðvarofna,- stofnkostnaður 20 milljónir króna. Stáíiðjuver, með 10 þús. tonna afköstum á ári, gæti hafið starf sitt hér á iandi árið 1960, ef undirbúningur væri hafinn strax. * Verið myndi vinna úr úrgangsjárni því, sem til fellur hér- lendis. Öllu því úrgangsjárni, er til fellur fram til 1960, yrði að safna saman til þess að verið hefði nógu úr að vinna, er það hæfi starfsemi sína. Talið er, að nú falli hér til um 5 þús. tonn af úrgangsiárni á ári. Framleiðsta versins yrði einkum steypustyrktarjárns, mið- stöðvarofnar og fleiri þess háttar steyptir hlutir. * Stofnkostnaður yrði um 20 milljónir króna, miðað við verðlag síðastl. haust. Verið myndi spara 8 ro.illj. kr. í erlendum gjaldeyri á ári, roiðað við sama verðlag, en stofnkostnaður þess í erlendum gjaldeyri er talinn um 16 milljónir króna. F.rá þessu, m.a., er skýrt í greinargerð, er Iðnaðarmála- stofnun Islands gerði að beiðni Viðskiptamálaráðuneytisins á síðastliðnu hausti. Hafði ráðu- neytið æskt þess, að stofnunin rannsakaði, „hvort arðvænlegt sé að hagnýta brotajárn hér innanlands í stærri stíl en nú er gert, t.d. með því að frarn- leiða úr því steypustyrktar- járn“, eins og í bréfi ráðuneyt- isins segir. — Verða nú rakin helztu atriðin í greinargerðinni. Við rannsókn málsins var einkum lögð áherzla á athugun nokkurra meginatriða. Þannig var í fyrsta lagið athugað, hverju magni úrgangsjárns bú- ast mætti við hérlendis næstu 10—20 árin. 5 ÞÚS. TONN ÁRIÐ 1956 — 15 Þl'JS. TONN ÁRIÐ 1974. Líkur benda til þess, segir í greinargerðinni, að magn úr- gangsjárns sé nú um 5 þús. tenn á ári, en mun fara vaxandi og ná 10 þús. tonnum árið 1965 Jón Brynjólfsson, vélaverkfræðingur. Hann samdi álitsgerðina um stáliðju verið og 15 þús. tonnum árið 1974. Verði strax stöðvaður útflutn- ingur á úrgangsjárni má til áramóta 1960 safna það miklum Ibirgðum, að 10 þús. tonna stál- '■ iðjuver hefði strax úr nægilegu ihráefni að vinna. (Frh. á 11. síðu.) f RIO 'DEORO. [SfAMSKjJ ALGERIE ÍGVPT: SOUDAN / N!GER: jSUDAN TCHAD P0PtU8T ^OoimEA fOtTA.; NIGERIA (BR.) . ^iesra' .leone ; huta- b.:ns- x/a-nif' SGULL- VtíTc.J (0B.)| :G/■■■> PODN niJlMPA- SPAN5K ATLANTER- bukten GU'nea ^ ^ #f Belgisk HAVET CONGO ( SELQISK ) ;zavill£ Kortið sýnir legu 12 „ríkja“ fyrir utan Algier, Franska- Somaliland og eftirlitssvæðin Togo og Kamerun mynda hinar frönsku Afríku-lendur. það nú samt vegna þess, að menn vildu ekki lýðræði í Afr- íku, heldur vegna þess, að „lýð- veldið er sameinað og ódeilan-1 legt“, og aðeins má vera ein stjórn í franska lýðveldinu,1 annars verður að breyta stjórn- arskránni. I Niðurstaðan varð sú, að Afr- [ íkumenn fengu sínum vilja! framgengt, þó með nokkrum I breytingum. En það er ekki mergurinn málsins. Því að gerð- ar verða nýjar tillögur, nýjar umræður verða og ný skyndi- áhlaup verða gerð á hið ,,sam- einaða og ódeilanlega" franska lýðveldi og hvað gera Frakkar þá? Mergurinn málsins er þessi: Áður en langt um líður verða (Frh. á 8. síðu.) HANNES Á HORNINU VETl VATSGVR DAGSIISS íslendingasagnalestur fyrir börn og unglinga — Nýr þáttur í útvarpinu — Athyglisverð formáls- orð ----- Litla-Hraun og framkvæmdirnar þar. ÉG HLUSTAÐI á formálsorð Helga Hjörvar fyrir lestri ís- lendingasagna handa börnum og unglingum. Hann flutti þau á sunnudaginn, en lestur sagnanna hófst á mánudaginn. Ég vil þakka Hjörvar fyrir formálsorð- in. Þau voru skilmerkileg og al- menningur mun áreiðanlega fallast á sjónarmið hans. Hann hefur lengi haft áhuga fyrir þessu málefni, en hann tók það fram, að þessi þáttur væri nú tekinn upp fyrir frumkvæði hins nýja formanns útvarpsráðs, Benedikts Gröndals. ÞAÐ ER ÁKVEÐIÐ að lestur sagnanna fari fram á hverjum degi klukkan 6. Ég vissi, að for- maður útvarpsráðs hafði áhuga fyrir þessu og hefur unnið að því frá því að hann tók við for- mennskunni. Það er ekki ætlun formannsins eða skrifstofustjór- ans, að sögurnar séu lesnar að öllu leyti eins og þær koma fyr- ir á pappírnum, heldur í út- drætti og nokkurri styttingu, en alltaf miðað við það, sem hæfir börnu.num. SKRIFSTOFUSTJÓRINN skýrði frá því, að það hefði kom ið í Ijós, að börn hlustuðu á til dæmis Grettissögu hjá Einari Óh Sveinssyni. Þetta er líka mín reynsla. Það kom mér á óvart að barn virtist hafa meiri áhuga fyrir Grettissögu en flestu öðru, sem útvarpið hefur ílutt í vet- ur. Þetta er enn ein sönnunin fyrir því mikla magni, sem býr í sögunum okkar. HINS VEGA.R er ekki nema eolilegt, að það þurfi að búa efnið að nokkru þegar um börn er að ræða, að sleppt sé, sem er ofvaxíð skilningi þeirra, eða get ur valdið misskilningi þeirra. Það er til dæmis alls ekki sama hvernig börnum er sagt frá vo- veiflegum atburðum. Hjörvar nefndi dæmi um það og munu menn án efa fallast á sjónarmið hans. ÉG VIL EINDREGIÐ þakka formanni útvarpsráðs svo og skrifstofustjóranum fyrir þenn- I an nýja þátt. Þetta vil ég þó taka fram: Ég held ekki að Hjörvar ætti að seilast eftir því að breyta mjög máli sagnanna. Málið sjálft er börnunum ekki erfitt til skilnings yfirleitt. EYRBEKKINGUR skrifar: „í dálkum þínum fyrir nokkru er grein eftir lögfræðing þar sem m. a. er vikið að rekstri Vinnu- hælisins að Litla-Hrauni og sagt m. a.: „Nú mun vera búið að segja upp starfsliði þar, enda ekki hægt að endurbæta með gömlu liði.“ Nú er sannleikur- inn sá, að aðeins þrír menn af þeim sjö eða átta, sem sagt hef- ur verið upp starfi, hafa unnið þar lengi eða allt að fjórtán ár- um og einn frá fyrstu dögum hælisins um 1930, og færi betur að það opinbera hefði enga lé- legri starfsmenn í sinni þjón- ustu. AUK ÞESS er enginn þessara manna gæzlumaður og gæti þess vegna gæzla fang'a og annað þess háttar gengið sæmilega. Um hina starfsmennina, sem hafa unnið þarna eítt eða eitt og hálft ár eða skemur, þarf varia að ræða sem „gamalt lið“ og á „Lög fræðingur“ varla við þá í grein sinni. En um þá og þeirra starf er Eyrbekkingum ekki eins vel kunnugt vegna þess hvað þeir hafa starfað stutt við hælið. EN VIÐ HÖFUM fylgzt með rekstri hælisins frá upphafi og vitum að það er ekki sök þess- ara manna, sem sagt hefur verið upp starfi að ástæðulausu, þó rekstri hælisins hafi á stundum verið ábótavant og einkum nú upp á síðkastið. Um ástæðuna fyrir uppsögninni skal ég ekki ræða að svo komnu máli,' en það er vel fylgzt með þessu og gefst vonandi tækifæri að ræða það nánar þegar raunveruleg ástæða er kunn. Getur verið að fleira komi þá fram en hér er drepið á. AÐ LOKOM vildi ég biðja ,,Lögfræðing“ að rita undir fuílu nafni næst þegar hann tekur að sér að rægja ákveðna starfshópa svo að þeir viti hver slíkt hefur í frammi.“ .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.