Alþýðublaðið - 10.04.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.04.1957, Blaðsíða 6
6 AfþýSublagfg Miðvikudagur 10. apríl 1957 S s * s s l •s s s s s s 's s s s s s s s s s s ■» s s s s s * * s s s s s V s s s s s s s ? s s \ s s s s s s s s s s s s í ,s s s s s s s s > s s s s s s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálma-rsson. Blaðamenn: Biörgvin Guðmunddsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ricstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. S S s s , S Adeila þófaranna \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í MORGUNBLA.ÐIÐ telur það mikla fjarstæðu í Stak- steinum sínum í gær. að al- þingi, er nú situr, hafi reynzt starfsamt. Slíkt er þó stað- reynd. En Sjálfstæðisflokk- urinn unin þeim úrslitum illa. Hann reynir að þæfa sér hvert mál og draga af- greiðslu þeirra á langinn — oft og tíðum með fíflalátum. Og hann bítur sig svo fastan í þennan tilgang, að Morgun- blaðið er látið halda því fram, að viðleitnin hafi heppnazt. Hér hefur óvart verið ákveðið fyrirfram árás arefni á núverandi ríkis- stjórn og stuðningsflokka hennar. Hitt er annað mál, aö enn á þingið eftir að fjalla um ýrais stórmál. Sjálf- stæðisflokknum getur naumast komið slíkt á ó- vart. Honum færist ekki að krefjast þess, að núver- andi ríkisstjórn afgreiði í flýti stórmál, sem reyndust Sjálfstæðisflokknum of- raun, meðan Ólafur, Bjarni og Ingólfur sátu í stjórn og áttu að heiía landsfeð- ur. Þeir beygðu hjá eins og Pétur Gautur. Núverandi ríkisstjórn gengur liins vegar til verks. En auðvit- að þarf ærinn undirbúning að afgreiðslu margra stór- mála. Sú skylda hefur ekki verið vanrækt. Og hún verður grundvöllur af- greiðslu og framkvæmdar. Hitt er ósennilegt, að Sjálf stæðisflokkurinn flýti fyr- ir þróuninni. Þvert á móti mun hann hamast við þóf- ið til að reyna að kenna stjórninni og stuðnings- flokkum hennar um seina- gang þingstarfanna. En með leyfi að spyrja: Er ekki líka verkefni stjórnar- andstöðunnar að marka stefnu varðandi afgreiðslu stórmála á alþingi? Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert í því efni eftir að Ólaf- ur, Bjarni og Ingólfur flutt- ust burt úr stjórnarráðinu? Morgunblaðið ætti að reyna við tækifæri að gera viðun- anlega grein fyrir þessum at riðum. Þjóðin veit ekki um stefnu og afstöðu Sjálfstæð- isflokksins. „Stærsti flokk- ur landsins" hefur ekkert til málanna að leggja annað en vera á móti ríkisstjórninni og stuðningsflokkum henn- ar. Það er ekki stórmannlegt hlutskipti. Og svo vill Morgunblaðið að lokum hneykslast á því, að tafsamt sé að ná sam- komulagi um mál, þegar margir aðilar þurfa til að koma. Því ferst. Hver hefur verið reynsla Sjálfstæðis- flokksins í þessu efni und- anfarin ár? Hvað eftir annað hefur hann gefizt upp og kallað kák sitt bráðabirgða- ráðstafanir og neyðarúrræði. En svo finnst Morgunblað- inu, að núverandi ríkisstjórn eigi að geta áorkað á met- hraða því, sem reyndist Sjálfstæðisflokknum alger ofraun. Þetta er að þrýsta stjórnmálabaráttunni á lágt stig, enda mun enginn láta blekkjast. Morgunblaðið er aumkunarvert af því hlut- skipti, sem það velur sér eða Sjálfstæðisflokkurinn þröngvar því til að una. Tímahœrt málefni TÍMLNN ræðir í forustu- grein sinni í gær tillöguna um árstíðabundinn iðnað og segir svo: „Aiþingi hefur nýlega sam þykkt tillögu frá nokkrum þingmönnum úr Framsóknar fiokknum og Alþýðuflokkn- um um athugun á árstíða- bundnum iðnaði, þ. e. iðnaði, sem aðeins er rekinn á þeim árstíma, þegar atvinna er minnst á viðkomandi stöð- um. Það hefu^ ýtt undir það, að þessi tillaga var sam- þykkt, að Samband ísl. sam- Vinnufélaga hefur nýlega komið upp „árstíðabundinni" verksmiðju, fataverksmiðj- unni Fífu á Húsavík. Sú til- raun virðist ætla að gefa sæmilegá raun. Það er vel, að þetta mál verður nú rannsakað betur. Margir staðir út um land hefðu rnikla þörf fyrir slíkan iðnað. Því þarf að ganga úr skugga um það, hvaða iðnað- ur kemur hér helzt til greina og hvað ríkisvaldið getur gert til þess, að hægt verði að koma honum á fót og reka hann.“ Hér hefur þörfu og tíma- bæru máli verið komið í framkvæmd. aza - ÞAÐ var svo sem jékki í fyrsta skiptið. að erlendar her- sveitir héldu inn í Gaza, þegar hinar norsku og dönsku eftir- litssveitir Sameinuðu þjóðanna settust þar að um daginn. Þetta er heldur ekki í fyrsta skiptið, að sú borg er miðdepill mikilla átaka. Síðustu þrjú þúsund árin hafa þau ríki, er háðu með sér valdabaráttu við Miðjarðarhaf, sífellt seilzt til tangarhalds á Gaza, og hafa þar því verið tíð húsbændaskipti, og sjaldnast með friðsamlegu móti. Þetta kemur fyrst og fremst af því, að borgin hefur frá ómunatíð verið á krossgötum fjölfarinna lestaleiða, annars vegar til Sýr- Iands og Austurlanda, hins veg- ar til Arabíu og Egyptalands. Þess vegna hefur líka jafnan verið þar verzlun mikil og er þar enn, meðal annars er þar nú ávaxtamarkaður mikill og járn- brautarsamband við Israel og Egyptaland. Sjálft héraðið á strandlengjunni í suðvestur Palestínu er um 250 ferkílóm. að flatarmáli og nokkur hluti þess eyðimörk, en borgin stend ur spölkorn inn í landinu, eða um þrjá kílómetra frá höfn sinni við Miðjarðarhaf. Sem hafnarborgar er Gaza þegar get- ið í ritum grískra sagnfræðings- ins Herodots, er uppi var 450 árum íyrir Krist. Annars er Gaza líka oft getið í ritningunum, einkum í Dóm- arabókunum og raunar víðar í Gamla testamentinu. Gaza var nefnilega ein af fimm mikil- vægustu borgum Fílistea, en á milli Israelsmanna og Fílistea stóðu átök og bardagar í margar aldir. Það var í borginni Gaza, sem Samson vann sín frægu af- reksverk og beið enn frægari ó- sigra. Samkvæmt heimildum var hann af kynþætti, er bjó í i.agrenni Gaza. Segir sagan, að hann ætti í stöðugum bardög- um við Filistea, sem hvað eftir I annað tóku hann til fanga; þeg- ar þeir bundu hann, sleit hann af sér fjötrana, ef þeir lokuðu hann inni, braut hann hurðir af hjörum og hélt á brott. Áður en hann fæddist hafði engill heimsótt foreldra hans, en það þýddi, að Jahve kallaði hann til að verða nasiree, — sem ekki má blanda saman við Nazarea, — en þeir fyrrnefndu voru að vissu leyti meinlætamenn, ; neyttu ekki áfengis og létu ekki | skera hár sitt, og mun bæði | Samson og Fiistear hafa trúað j því, að í þessu væri fólgið hið jmikla afl hans. Því var það, að jþeir létu Dalilu blekkja hann jtil að láta skera hár sitt, oð j þraut hann þá afl, en þeir létu iblinda hann og settu hann í þrældóm í Gaza. En svo geymdu þeir að láta skerá hár hans reglulega; þegár þeir leiddu hann inn í musterið til.að hafa hann að spotti var hár hans og þrek orðið það mikið, að hann kippti máttarsúlunum undan musterinu, og fórst hann þar ásamt öllum helztu furst- um og leiðtogum Fílistea. En þeir eru fleiri frægir, sem ; beðið hafa ósigur í Gaza. As- 1 syríumenn lögðu borgina og héraðið undir sig 734 árum fyr- ir Krist og gerðu konunginn ; þar að leiguliða sínum. Þá lögðu Egyptar undir sig hérað- ið 650 árum f. Kr., síðan Baby- loníumenn og enn síðar Persar, jsem gerðu þar borgarvirki svo sterk, að það tók Alexander mikla tvo mánuði að vinna j hana, en það var 332 árum f. j Kr. Enn unnu Egyptar borgina og réðu henni til 198 f. Kr., en i þá brutu Sýrlendingar hana undir sig, veittu þeir héraðinu j og borginni nokkurt sjálfstæði undir yfirstjórn 500 manna j ráðs. Fundizt hefur mikið af gömlúm grískum og fönískum peningum á þessum slóðum, sem sýnir að borgin hefur haft ' mikla verzlun ,við Grikki, og á j annarri öld fyrir Krist mátti 1 telja borgina gríska. 96 árum f. Kr. unnu Gyðingar borgina | og lögðu að mestu leyti í rústir, j en 61 f. Kr. náði Pompeius j mikli héraðinu úr höndum þeirra og lét endurreisa borg- ! ina lítið eitt sunnar en hún hafði áður staðið; um það bil 30 árum f. Kr. settu Rómverj- ' ar Heródes skattkonung sinn yfir borgina, en að honum dauð um var héraðið innlimað í róm- i versku nýlenduna Sýrland. Á valdatíma Rómverja stóð mikið blómaskeið í Gaza, og Konstan- tin keisari gerði hafnarbæinn 1 að sjálfstæðri borg og nefndi ' Konstantínu. Ekki festi kristn- ; in rætur í Gaza fvrr en seint og | síðar meir; fjórum öldum eftir Krist stóðu þar musteri heið- I inna guða. 634 e. Kr. lögðu [Arabar spámannsins undir sig I borgina, og enn var barizt um hana í sambandi við krossferð- irnar. Eyðilagðist borgin að mestu í þeim átökum. Um 1500 féll Gaza undir tyrkneska ríkið, en árið 1799 vann Napoleon borgina, er hann var á herferð til Egyptalands, en aðeins í bili, ; og var borgin á valdi Tyrkja j fram að fyrri heimsstyrjöld, en j eftir styrjöldina fylgdi hún verndarsvæði Breta. Þegar Sameinuðu þjóðirnar skiptu þarna löndum árið 1947, ! var Gazahéraðið talið arabískt, j en með vopnahléssamningunum i milli ísraels og Egiptalands j 1949 var Egyptum fengin þar jstjórn, en þeir höfðu hernumið héraðið í bardögunum 1948. Héraðið telur eðlilega um 40 þúsund íbúa, en eftir landa- skiptinguna hefur fjöldi arab- ískra flóttamanna streymt þang að frá ísrael, og hefur við það skapazt torleyst vandamál. Og nú er það norrænu eftirlitssveit j anna að halda uppi röð og reglu á þessu agasama svæði. Bréfakassinn: MIÐVIKUDAGINN 27. marz síðastliðinn flutti Alþýðublaðið frásögn um samkomu Kvenfé- lags Alþýðuflokksins og birti viðtal við skemmtikrafta þar: Kvæðamennina Magnús Pét- ursson og Ágúst Guðjónsson. í viðtali þessu var getið um Kvæðamannafélagið Iðunni og er þar að vísu ekki sagt frá störfum þess, enda utan dag- skrár á þeim stað, en þó getið um blæ — annan blæ upp á síðkastið — og félagið sagt hafa starfað með blóma í tíð annars formanns en nú er þar rétt eins og slík blómatíð væri umliðin með öllu. Mér kemur þetta dálítið und- arlega fyrir sjónir. Þessir tveir menn hafa verið sjaldséðir á f r.ndum Iðunnar nú síðustu misseri og varla hugs- anlegt að beir þekki svo félags- starfsc; i Iðunnar, upp á síð- kastið, rð þeir séu dómbærir um þettc. mál. Ég sem þetta rita, hefi sótt íundi að ég ætla vel fyrirfarandi ár, en hvorugum þeirra náð að kynnast, sökum fjarvista þeirra. En þótt svo væri að þeir hefðu einhvers konar útvarp frá fundum og væru svo góðu vanir frá fyrri tíð að þeim þætti nú allt starf síðari tíma lítilsvert hjá því, þá má bsnda á hitt að það þarf aldeilis mynd- arlegan fjallgarð til að standa honum hyldust þoku eða öðr- um veðrum tveir stórir tind- ar. Þyki því Magnúsi og Ágúst Kvæðamannafélagið Iðunn jafn mikilúðlegur eftir ef af hafa lakazt að öllum afrokum ,upp á síðkastið11 væru það at- hugunarefni hvort það væri meira en sem svarar missinum af þeim sjálfum, því þótt Iðunn hafi einnig misst aðra menn og þá s'órágæta svo sem Björn P’riðriksson og Kjartan Ólafs- son þá hefir þar einnig aukist svo tala félagsmanna, og það starfandi og áhugasamra með- lima, að þar mætti kannski vænta að margt smátt dygði :í eitt eða tvennt stórt. Nú kynni það, sem ég hnaut um í blaðaviðtalinu að merkja annað, en mér virtist og þýða það eitt, að nú væri þrotin gleðin, sem Iðunnarfundir gáfu með raddfegurð Kjartans Ólafs sonar og vandvirkni Björns Friðrikssonar, sem og hitt að Jósef Húnfjörð væri tekinn meir að eldast en þeir óskuðu, þar í lægi breytingin á blæn- um. En er það ámælisvert þótt árgangamunur sé á röddum í hópi manna, sem allir eru und- lagðir hrörnun og dauða? Hver á víst að næstu misseri geti bætt missi beztu radda? Ég hefi ekki heyrt að maður hafi komið skilvíslega í vörm spor Carusos og var ekki heimtað af heilum heimi að hann stæði skil á jafnoka slíks söngvara, strax við missinn. En svo mætti virðast sem kvæðmannafélög þyldu hvað verst umtal um breyttan blæ. Stemmur eru ekki einasta tján- ing lifandi manna á líðan sinni og geði, heldur eru þær einnig verðmæt geymd gamallar menningar, sem ekki má breyt- ast og á að varðveitast án blæ- brigða eins og fornt handrit, eins þótt nýjar yrðu samdar, á sama hátt og enginn vill missa línu úr Sólarljóðum þótt Hall- grímur gæfi öldum og óborn- um Passíusálma, og Matthías sálm eftir ákveðinn lestur o. m. fl. Eða mun það góður siður og tíðkaður að hefja lýsingu hvers manns, sem um er rætt, með fullyrðingu um það, að önn ur séu tök hans og þá auðvitað linmennislegri bæði til líkams og sálar en hjá forföður hans Agli Skallagrímssyni? En við hann hentar fáum að reyna afl eða orðkynngi, þótt fátt hafi geymst til mats og rannsóknar. Magnús og Ágúst verða að vísu að fá að hafa sínar skoðan- ir á starfsemi Iðunnar, og það allt að einu þótt þær á prenti beri annan blæ en mín;{r skoð- anir, því mér þykir Iðunn góð. og ég efa að hún hafi nokkuru sinni verið betri eða jafnvel slík, enda væri henni skylt að Framhalcl á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.