Alþýðublaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 4
Alþýgublaðlð Sunnudagur 19. maí 1957 Sigvaldi Hjélmarss Úr vesturför -VI LOS ANGELES í apríl. ÞAÐ ER MIKILL áhugi á kvikmyndum í heiminum og l^vikmyndasýningar eru yfir- leitt ódýrasta og algengasta skemmtun manna og dægra- stytting. Þess vegna er Holly- wood líklega éinhver víðfræg- asta borg jarðarinnar, og urm- ull rnanna kemnr þangað í heim sókn á ári hverju. Það koma margir ferðamenn til Kaiiforníu og það koma margir ferðamenn til Los Ange- les, en flestir, sem þangað koma, telja það sjálfsagt alveg óhjá- kvæmilegt að skreppa til Holly- wood, eða ráfa nokkra stund um göturnar í Beverly Hills og Bel Air, þar sem frægustu kvik myndastjörnurnar búa. Svo hef ur nefnilega farið, eins alkunn- ugt er, að kvikmyndáleikarar eru orðnir átrúnaðargoð manna og eftirlæti. Þeim vilja ungir menn og ungar konur helzt líkj ast að glæsileik í fasi og útliti og æskja sér þess auðvitað um leið að eiga framundan að lenda í svipuðum ævintýrum og þeir, annað hvort þeim ævintýrum, sem fyrir koma í kvikmyndum, ellegar hinum, sem sagt er, að j hendi leikarana siálfa í þeirra einkalífi, sem kvað raunar vart geta kallazt einkalíf. GESTIR í HOLLYWOOD. Enginn skyldi því verða undr andi, þó að ferðamannastraum- urinn til Hollywood sé mikill, enda eru líklega fáir staðir á iörðunni meira heimsóttir. Dag- lega koma þangað nefnilega um 30 þúsund manns, eða 4 mill- jónir á ári, aðeins tíundi hlut- inn hefur þangað erindi annað en það að skoða kvikmyndaver- in og reyna að koma auga á þá kvikmyndastjörnu, sem þeir hafa mest dálæti á. Við blaðamennirnir níu frá Evrópu teljumst til gestanna, sem ekki hafa brýnt erindi. Þó var okkar erindi ekki að skoða kvikmyndastjörnur, heldur skoða sviðið á bak við kvik- myndina, gægjast að tjalda Unnið að töku kvikmyndar. baki. Og nokkrir okkar lentu hjá Twentieth1 Century Fox en aðrir hjá Universal-Internation al og þeirra á rneðal undirrit- aður. MIDSTÖÐ KVIKMYNDA- IÐNAÐARINS. Miðstöð kvikmyndaiðnaðar- ins er í Hollywood, en kvik- myndaverin eru raunar fæst þar. Þau eru utan borgarinnar, því að þau þurfa stór svæði lands. Universal-International er t.d. í San Fernando dalnum, en samt heitir það alltaf að fara til Hollywood að heimsækja kvikmyndaverin. Hollywood er annar.s borg á 12 fermílna landssvæði um 10 mílur norðvestur frá miðborg I.os Angeles. Þessi borg er áföst Los Angeles og verður ferða- maður ekki var við annað en að ailt sé þetta sama borgin. Fátt sérkennir Hollywood frá Los Angeles og öðrum borgum, sem þarna eru sem samvaxnar. Svipurinn er heldur suðrænn, og borgin er fremur viðkunn- anleg, eins og flestar borgir í Kaliforníu. En kvikmyndaiðnaðurinn, sem þarna hefur miðstöð sína er ærið stórkosílegur. Sam- kvæmt upplýsingum, sem for- ráðamenn kvikmyndaiðnaðar- ins veita, fara þaðan á hverju ári 250- -275 kvikmyndir til allra landa hins frjálsa heims. ! Og áhoríendaíjöldinn er í Bandaríkjunum 55 millj. á viku en til viðbótar 150 millj. í öðr- i um löndum. | FRED OG BANDÍTARNIR. Þeir í Universal-Internation- al tóku okkur með kostum og kvnjum. Og skyldum við nú fá að skyggnast bak við tjaldið, Við áttum að sjá, hvernig at- riði úr kvikmynd verður íil, en það höfðum við raunar flestir séð áður annars staoar. Fred MacMurray er a.5 fást við band- íta að því er virðist, þótt á at- riðinu einu verði ekki séð, hvort hann er bandítinn ellegar þeir. Svið.ið er tvær og' hálf hlið úr einu herbergi með g'lugga, og fyrir glugganum tjöld haglega gerð,, svo að ekki þurfi mik- ið átak til að svipta þeim frá, þegar -Fred þarf á að halda. Kvikmyndaver séð úr lofti. Annars gerist þetta allt í gríð- arstórum skála, með miklum Ijósaútbúnaði, lyftum og leik- tjöldum. Fred er með byssu og læðist um herbergið bálf flótta- legur á svip og í háttum. Hann er klæddur eins og tíðkaðist á síðustu öld, ryk er á reiðstíg- vélunum hans. Og svo tekur líf að. færast í tuskurnar. TEYG.1 UBYSSUSKYTTUNNI SKEIKAÐI Fred var með byssuhólk mik- inn og hefur hann nú skothríð út í loftið. Kemur blossi úr hlaupinu, en auðvitað ekk- ert skot. — Bandítarnir, sem ef til vill hafa ekki átt að vera neinir bandít- ar, byrja þá að svara í sama tón af engu minni ákafa, en þeir stóðu hinum meginn við hálfa vegginn á herberginu. Gerðist af þessu mikill hávaði, en til þess að; eitthvað raun- verulegt gerist þarf að brjóta rúður og lampa. Fred reif nið- ur gluggatjöldin, en í sömu andrá hleypti einn hjálpar- manna af gríðarmikilli teygju- byssu; og skyldi hann hitta olíu lampa, sem hékk í loftinu yfir þaklausu herberginu, en hon- um skeikaði, og fyrir því varð allt atriðið ónýtt. UMHVERFI KVIKMYND- ANNA. Næst skyldi skoðað það um- hverfi, sem notað er mest, þeg- ar útiatriði eru tekin. Það skipt ir ekki nokkru, hvort um er að ræða eskimóaþorp í Alaska, negrakofa í Kongo, götu í evr- ópskri borg eða hinar miklu vatnaloiðir Bandaríkjanna, allt er þetta á landi Universal- In- ternational. Og sagan skiptir ekki miklu heldur, því að hér eru svið; sem aðeins voru til fvrir öldum. En sum eru þau pökkuð saman í feiknar stórar j dvngjur. Hér eru hús, sem ekk- ert er nema framhliðin, götur, fl.jót og fljótabátur, fjöll, klett- : ar búnir til úr einhvers konar pappa og skógur úr plasti. Það «er raunar ekkert vatn í ánni, því að hún er ekki að „vinna“, o.g fjöllin eru sízt reisulegri en j húsin. T'ÆKNI OG RÓMANTÍK. ^ Það þarf ek*ki að fara til Holly wood til að sannfærast um það, að kvikmyndirnar eru ekki allt af teknar á þeim slóðum, sem kvikmyndasagan á að gerast. Það er almennt vitað og þykir ekkert tiltökumál. Og auðvitað getur kvikmyndin verið jafn- mikið listaverk fyrir því. En til eru þeir menn, sem ekki bera neina virðingu fyrir banditum:, sem þurfa á teygjubyssu að halda til að mölva lampa, og þess vegna getur verið lakara fyrir rómantíkina, ef gert er, of mikið að því að taka myndir á bak við tjöldin. En hvað sem líður rómantík og bandítum, þá er tæknin í góðu lagi. Frá sjónarmiðí tækninnar er allt í, lagi með að mölva lamþa með teygjubyssu, frá sjónarmiði tækninnar má Mississippi, Amason eða Nil vera smálæk- ur, sem verður til með því að skrúfa frá krana, og fellur um steinstevptan farveg, og frá sjónarmiði tækninnar þarf band ítinn ekki að vera bandít. Allt er gott, ef allt lítur sennilega út á tjaldinu. Þessvegna áttiþað hér ágætlega við, þegar leið- sögumaðurinn frá Universal- International tók sér í munn orðin: Ekkert er ómögulegt, það ómögulega tekur þara lengri tíma..— Og ef einhver skyldi vera að hugsa um list í þessu sambandi, þá nægir að þenda á, ,að ímyndunaraflið get- ur vafalaust fengið menn til að gleyma þessu með teygjuþyss- una. SAMTININGUR i:’ BRÚÐUHEIMILIÐ * LEIKIÐ Á ESPER- í! ANTÓ. Brúðuheimilið eftir 'norska stórskáldið Ibsen hefur verið þýtt á esperanto, og var það sett á svið og leikið á því tungumáli í Prag í vor. Frum- sýning var 20. apríl. Það er þó ekki í fyrsta sinn, að sjón- leikur er leikinn þar á þessu tungumáli; Hefur m. a. Pyg- malion eftir Shaw verið tekið þar til meðferðar á því tungu- máli. í! !S M-ENN í DANMÖRKU S! <! FYRIR 75 ÞÚSUND v. !' ÁHUM. Józkur lögreglufulltrúi, sem gaman hefur af fornfræði og stundar hana mjög í tóm- stundum, hlaut nýlega æðstu orðu danskra forfræðirann- sókna og 3.000 d. kr. að auki. Ilann hafði fundið verkfæri, scm sýna, að Ðanmörk hefur verið býggð fólki fyrir 75 þús. árum. Lögreglufulltrúinn hafði fundið leifar af fíl, risa- hirti, nashyrningi, dádýri, krónhirti, bjór og úruxa í mal- arlagí. En hann hefur einnig fundið steináhöíd, sem sér- fræðingar telja, að séu 75 þús. ára gömul. !;i EINRENNILEGUR * S! SJÚKDÓMUR. Maður nokkur stóð í þeirri meiningu, að hann væri veik- ur, alvarlega veikur, og fór hvað eftir annað til læknis til að skýra honum frá veikind- um sínum. Læknirinn sagði, er maður- inn hafði komið til hans alloft: Athugaðu nú kunningi. Þessi sjúkdómur er þannig, að mað- ur getur aklrei verið viss um, hvort maður hefur liann eða ekki. Hann hefur nefnilega engar þjáningar í för með sér, og manni finnst hann vera fullkomlega heilbrigður. — Alveg rétt, svaraði mað- urinn. Þannig er það með mig. Bókmenntatímaritið „The Saturday Review“ efndi fvrir nokkru til bókmenntáskoðunar meðal'28 ritstjóra helztu blaða í Bandaríkjunum. Skoðunin var í þyí fólgin, að ritstjórarnir .áttu að. nefna sexúækur, sem.g.efn- ar voru út á s.I. ári og þeir álitu að falla myndu kröfuhörðum insendum í geð. Alls komu til gréina 80 bækur. . :. „The Letters of Thomas Vvoife“, ei' Elizabeth Nowéll bjó , uridir prentun,. hlaut sjö atkvæði. Næstar komu eftir- taldar bækur: „Bernard 8haw“ eftir St. John Ervine, sex at- kvæði; „Richard the Third“ eftir Paul Murray Kendall, sex atkvæði; ,,The New World“, annað bindi bókarinnar „A History of the English Speak- , ing Peoples“, eftir Winston S. j Churchill, sex atkvæði; „This jHalIowed Ground“ eftir Bruce I Catton, sex atkvæði; „With Love from Grace“ eftir fyrrver- andi eiginkonu Sinclaire Lewis, Grace Hegger Lewis, og fjallar bókin um hjónaband þeirra. sex atkvæði. Fimm atkvæði liver hlutu bækurnar „The Nun’s Story“ eftir Kathryn Hulme og „The Tribe That Lost Its Head“ eftir Nicholas Monsarrat.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.