Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 7
Miðvikuadgur 22. maí 1957 Aigsýgublagfg 'A líðandi stund Miðvikudasúr 22. maít Virðirtj) Alþingis - Gisfikúsaskortar - „Verkfali" á þiitgi - SjálislæðisiöRRií Gerbreytiisg í bsnkamálem - N'fskípan menningarmála -- Flugmál - Kerrsna sundkeppnin - VeðríS I ÞEIM, sem leggja leið sína í áheyrenda bekki Alþingis þykja þingmenn oft sýna furðulegt tómlæti með að sitja þingfundi. Jafnvel ei fullyrt, að deildir Alþingis séu marga fundi lítt eða ekki meir en hólfskipaðar, og er enginn vafi á, að virðingu Alþingis út á við er háski búinn af þcssu virðingarleysi sumra alþingismanna við þann trúnað, er kjósendur hafa sýnt þeim ineð að velja þá til setu í seðstu stofnun þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn talar nú injög um, að störf Alþingis gangi óvenjuseint, en á sama tíma eru þingmenn hans þing- manna hirðulausastir að sitja þingfundi, sumir hverjir. Slær þó formaður flokksins, Olafur Thors, þar öll met. Hefir hann t. d. ekki sézt í þinginu það sem af er þessum mánuði. Síðastliðinn iniðvikudag var fundur í sameinuðu þingi, og voru mörg mál á dagskrá. En svo illa var mætt á þingfundin- um, eða þingmenn svo lausir við, að forseti varð að láta hvað eftir annað smala þingmönnum í þingsal, til að koma frain nauðsynlegum atkvæðagreiðsl- um, og var þó engu leift, að nægileg þátttaka næðist, sök- um fæðar viðstaddra þing- manna. Nú er þingmönnum greitt sómasamlegt þingfarakaup, jafnt þeim sem illa mæta og hinum, er vel sækja fundi Al- þingis og rækja nefndastörf. En einhverntíma hefðu það þótt óheiðarleg vinnubrögð að taka kaup fyrir enga vinnu, eins og t.d. Olafur Thors nú gerir á Alþingi, og ekki helzt verka- mennum og fátækum launþeg- um slíkt uppi. Það mun Iíka hafa komið fram sú tillaga hjá þingmönn- um, sem blöskra þessi þing- vinnusvik, að taka beri upp þann hátt, að greiða þingmönn- um ekkert þingfararkaup þá daga, sem þeir mæta ekki á þingfundum og boða ekki lög- leg forföll. Væri slíkt vissulega athugandi tilraun til að freista þess að fá sísofendurna til að vakna. bókmenntum, tónlist, mýndlist og hagnýtum lærdómi. í hinum nýju frumvörpum er einnig að finna ákvæði, sem iryggja Félagsheimilasjóði auk- ið fé, en hann hefur verið í fjárþröng. Sömuleiðis er trvggt, að Þjóðleikhús og Sinfóníu- hljómsveitin geti starfað fram- vegis, án þess að eiga yfir höfði sér sífelldar þrengingar vegna fjárskorts. Að öliu samanlögðu er hér um stórmeikan lagabálk að ræða, sem víða mun sjá stað til góðs á næstunni. Það skal tekið fram, að Morgunblaðið hefur ekki getið um þessa nýskipan í menning- armálum. Aðalritstjóri er fyrr- verandi menntamálaráðherra. 7 Sólskinsmorgun fyrir skömmu arfjarðar. Myndin sýnir ungar Hvar mjmdarskapur bæjarfé-' lagsins? Til hvers er að vera að laða ferðafólk til landsins, með- an svo er ástatt með gistihúsin hér í sjálfri höfuðborginni? GISTIHUSALAUS HÖFUÐ- BORG. Fátt er það, sem ferða- manni finnst eins tilfinnanlegt við Reykjavúk og hin mikla vöntun á sómasamlegum gisti- húsum. Senniiega er Reykja- vík gistihúsasnauðasta höfuð- borg í heimi. Þegar frá er talið Hótel Borg, er ekkert hinna 3ja hótela bæj- arins hægt að nefna 1. flokks hótel hvað húsakost snertir, og raunar er Borgin orðin gamal- dags. Verra er þó hitt, að hún er langtímum saman nær full- skipuð fastagestum eða lang- dvalargestum, m.a. þingmönn- um, og því illgerlegt að fá þar inni. Gistihúsarekstur í Stúdenta- görðunum yfir sumarmánuðina bætir nokkuð úr þann tímann, en hvergi nærri fyllilega. Hvar er metnaður Reyk- víkinga í þessum málum? Hvar . hið lofaða einstaklingsframtak? BJARNI BENEDIKTSSON hafði í síðustu viku forystu um það, að Sjálfstæðismenn gerðu „verkfall“ í neðri deild Alþing- is. Óskaði Bjarni, sem alltaf er að skammast yfir „aðgerðar- leysi“ Alþingis, eftir því að fundur á laugardag félli niður. Þegar foiseti synjaði þeirrar bónar, varð Bjarni svo reiður, að hann og fylgifiskar hans neituðu hvað eftir annað að j taka þátt í atkvæðagreiösium, | og gekk Bjarni síðan út úr saln- i um ásamt flestum Sjálístæðis- | mönnum deildaiinnar. Voru j þeir í hliðarherbergjum og hlýddu ekki kalli til atkvæða- I greiðslu. Þessi skapvonzkutilraun Bjarna til að tefja og spilla þingsköpum er ekkert eins- dæmi. Bjarni er sí og æ raus- andi utan dagskrár um eitt og annað, oft með dylgjur og ásak- anir. Að þessu sinni ætlaðist Bjarni til, að þingið frestaði fundum sínum, svo að hann gæti sjálfur farið í pólitískum erindum norður í land! Þegar ekki var tekið tillit til þess, flutti hann þrjár dylgjuræður utan dagskrár og kallaði síðan liðsmenn sína til verkfallsins. Þannig gengur hin „harðvít- uga stjórnarandstaða“ íhalds- ins fyrir sig á Alþingf! 4 SÍÐASTLIÐINN föstudag voru lögð frarn á Alþingi þrjú stjórnarfrumvörp um skipu- lagningu bankamála í landinu. Ilelztu nýmælin í þessum frum- vörpum eru, að seðlabankinn er settur undir sérstaka stjórn og Útvegsbankinn h.f. er gerður að ríkisbanka. Jafnframt eru ýmis ákvæði um breytingar á i stjórn bankanna. var byrjað að breiða saltfisk til þerris hiá Bæiarútgerð Hafn- stúlkur við að breiða. (Ljósm. Alþbl. O. Ól.) Ríkisstjórnin hafði í upphafi, lýst því yfir, að hún mundi taka bankamálin til athugunar. j Sjálfstæðisflokkurinn hafði á undanförnum árum sölsað und- ir sig yfirstjórn bankanna, sett trúustu þjóna sína þar í stöður og notað aðstöðu sína til áhrifa og valda í þjóðfélaginu. Mis- beiting þeirra á lánsfé varð ekki þoluð lengur, ef ríkisstjórnin átti að geta unnið viðreisnar- störf sín í efnahagsmálum til nokkurrar hlítar. Voru mörg dæmi þess, að þýðingarmiklum atvinnufyrirtækjum var haldið í fiársvelti, en í gæðinga og vafasama gróðabrallsmenn var ausið fé. Þegar frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins fóru út á landsbyggðina, gátu þeir í skjóli yfirráðanna í bönkunum lofað gulli og grænum skógum í peningalegum efnum, enda var það ekki sparað, sérstak- lega ef litlu munaði milli flokk- anna. Fólst í þessu mikil póli- tísk spilling. Margt fleira mætti um mis-1 beitingu Sjálfstæðismanna íi bönkunum segja, en slíkt er al- ! þjóð svo kunnugt, að óþarft er að rekja það lengur. Stjórnar- j flokkarnir hyggjast nú hnekkja þessu óheillavaldi íhaldsins, enda ærist það nú meir en nokkru sinni fyrr, og íhalds- blöðin ganga berseksgang, síðan bankafrumvörpin komu fram. Það er góðs viti. Vinstri kjós- endur geta fagnað hverju slíku kasti. En við Sjálfstæðismenn er það eitt að segja, að þeir geta nú sjálfa sig fyrir hitt í þessum efnum. Ofstæki og misbeiting valds v^rður aldrei til lengdar þolað í lýðfrjálsu landi. SJÁLF3TÆÐISMÖNNUM leiðist Jón Pálmasson. í fyrri viku var frumvarp til laga um lax- og silungsveiði til umræðu í neðri deild al- þingis. Landbúnaðarnefnd var klofin um málið. Lagði meiri hlutinn, sem Gunnar Jóhanns- son hafði framsögu fyrir, til að frumvarpið yiði samþvkkt að mestu óbreytt eins og efri deild hafði afgreitt það frá sér en minnihlutinn, Jón Pálma- son, þm. Austur-Húnvetninga, bar fram 22 breytingartillögur við frumvarpið. Svo bar við, meðan Jón gerði grein fyrir breytingartillögum sínum, að allir Sjálfstæðisþing- mennirnir hurfu úr þingsaln- um — nema þrír. 6 í SÍÐASTLIÐINNI VIKU lagði menntamálaráðherra fyrir þingið 3 írumv., sem í raun- inni miða að nýskipan í menn- ingarmálum. Er hér um að ræða eflingu Menningar sjóðs og Fé- lagsheimilasjóðs, Tryggingu á rekstri Þjóðleikhúss og Sinfón- íuhljómsveitar og stofnun Vís- indasjóðs. Stofnun Vísindasjóðs er algert nýmæli. Er gert ráð fyrir, að sjóðurinn fái 800 þús. kr. af tekjum Menninarsjóðs til styrkt ar vísindastörfum í landinu, bæði raunvísindum og hug- vísindum. Er hér á ferðinni hið mesta nauðsynjamál, svo mjög sem þjóðinni ríður á vísinda- ránnsóknum í atvinnuhátt- um og hvers konar greinum öðrum. Má fyllilega gera ráð fyrir, að Vísindasjóður þyki hið happamesta spor í menningar- átt, er stundir líða. ■ I 1. gr. frumvarpsins um Menningarsjóð segir svo „Hlut- verk Menningarsjóðs er að styðja íslenzka menningu með því að efla listir og vísindi". Þetta er hið veglegasta hlut- verk, og engin von á öðru en finna verði sjóðnum nýjar tekj- ur, svo hann geti rækt það sómasamlega. Er nú gert ráð fyrir, að tekjur hans verði 2,5 milljónir kr. Mestum hluta þess ara tekna er ráðgert að afla með 1 eða 2 kr. gjaldi á að- göngumiða að dans- og kvik- myndahúsum. Er þannig tryggt, að sjóðurinn geti rækt hið merka menningarhlutverk að efla listir og vísindi og látið til sín taka í öllum greinum, ÞRIÐJA samnorræna sunci- keppnin hófst í síðustu viku og stendur yfir sumarmánuðina. Þessari keppni í sundi milli Norðurlandanna er fyrst og fremst komið á til að örva áhuga fólks fyrir sundíþrótt- inni. Þess vegna er hún heii- brigð og gagnleg. Sund er holl íþrótt og fögur. Hún eykur hreinlæti og góða umgengni, ef vel er á haldið, stælir líkamann og styrkir þol. En hún er ekki síður gagnleg. Islendingum er nauðsyn að kunna sund, eins og mörg dæmi sanna. Það er því full ástæða til að örva alla til þátttöku í asm- norrænu sundkeppninni. Hún er í rauninni ekki íþrótta- keppni í þröngri merkingu þess orðs, heldur leið til að fá fólk til að læra holla og nyt- sarna iþrótt, örva það til að iðka hana og njóta hennar. 8 NYLEGA bættust íslenzka flugflotanum tvær flugvélar af mjög vinsælli gerð, þær Gull- faxi og Hrímfaxi Flugfélags ís- lands. Verða þær að teljast ís- lenzkum samgöngum mikill fengur. Þær stytta leiðina til annarra landa til mikilla muna, og var þó skammt orðið áður. Ekki verður því heldur sleppt að Loftleiðir eru að eignast tvær nýjar vélar einnig, svo að skammt er á milli stórra tíð- inda í flugmálum þjóðarinnar nú. Breytingarnar á samgöngu- málum íslendinga hafa verið miklar og ærið stórstígar síð- asta áratug, og aldrei fyrr slík- ar. Nú er ísland í þjóðbraut, og fljótar farið til Kaupmanna- hafnar, Lundúna, Ósló eða Stokkhólms, en áður var í bií- reiðum milli Reykjavíkur og Norðurlands. Þetta eru miklar og merkar breytingar, sem minnzt verður í sögunni ser/. stórra tímamóta. En það er ein:i ig önnur breyting orðinn á með tilkomu flugvélanna, breyting, sem stundum er gleymt, þega/ flugmál eru rædd. Flugsan:- göngur hafa gert landið ekld síður lítið en það hefur mjókh- að hin breiðu höf, sem áðu-r skildu hólmann frá umheimir - um. Hann er ekki lengur ein- Framhalcl á 11. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.