Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikuadgur 22. maí 1957 ASþýgublaSíd TþrÓTTÍr) (ÍÞROTTÍr") CÍÞRÓTTÍiQ ( ÍÞRÓTTÍRyCÍÞRÓTT ÍRy Reykjavíkurmótið: Vðfur vann KH LEIKUR þessi, sem er átt- tindi í röðinni í Reykjavíkur- mótinu, en á því hefur nú ver- ið hlé um stund, fór fram s.l. mánudagskvöld. — Úrslit urðu þaú að Valur sigraði með tveim mörkum gegn engu. Skoraði sitt markið í hvorum hálfleik. FYRRI ITÁLFLEIKUR. Þegar á fyrstu mínútum fá KR-ingar hornspyrnu á Val, en þeirri hættu er bægt frá. Á 12. mínútu skorar Valur svo fvrra mark sitt, það gerði miðherj- jnn, Björgvin. Stuttu síðar á hann annað færi en skeikar. Fjórum mínútum síðar skýtur annar innherji Vals, Hörður, 'rétt yfir slá. KR-ingar fá aðra hornspyrnu en markvörður þjargar. Er fimm mínútur voru éftir af hálfleiknum er v. út- herji Vals í góðu færi en spyrn- ir fram hjá. Mínútu síðar bjarg- ar Björgvin markvörður Vals prýðilega föstu skoti, og rétt fyrir leikslok er Hörður Felix- son KR í góðu færi, en skallar beint í fang Björgvins, sem er kominn út úr markinu á réttu augnabliki. í þessum hálfleik hefði Valur að minnsta kosti átt að bæta tveim mörkum við eftir þeim tækifærum sem buð- ust. Hinsvegar tókst KR-ingum ekki að skapa sér neina góða aðstöðu til skorunar, að undan- skildum þeim hornspyrnum, er þeir fengu og misheppnuðust, svo og skalla Harðar í lokin. Kokkur gola var og höfðu Vals- snenn nokkurn hag af henni í hálfleiknum. SEINNI HÁLFLEIKUR. Valsmenn áttu þegar á fyrstu Snínútum upplagt marktæki- færi. Gunnar sendir fyrir, Bjarna bakverði skeikar vörn- in. Matti útfamherji Vals er vel Staðsettur við sendingu Gunn- ars, en skallar framhjá. KR- ingar sækja á, eiga fast skot, en Björgvin bjargar örugglega.. Horn fá KR-ingar en það fer í glatkistuna eins og hin fyrri. Aftur er Valur í sókn og enn skallar Matti yfir, Einar stöðv- ar sókn KR, sendir fram til Matta, sem leikur á Hreiðar og sendir fyrir, en hinn hávaxni markvörður KR kemst á milli og nýtur stærðarinnar ,og bjarg- ar. Aukaspyrna á Val, sem end- ar í hornspyrnu, sem er varin. Loks á fimmtándu mínútu kemur bezti kafli leiksins, með snöggum og öruggum samleik. Frá miðju leika Valsmenn í gegnum vörn KR og skora, var það Ægir, sem skoraði með góðu skoti. KR-ingar taka nú nokk- urt viðbragð og sækja all fast á, en.eru stöðvaðir á vítateig. Þar fá þeir aukaspyrnu fyrir hindr- un, úr spyrnunni verður enn ein hornspyrna, sem þó kem- ur ekki að neinu gagni, frekar en fyrri daginn. Enn fá KR-ing- ar aukaspyrnu rétt utan víta- teigs, spyrna beint að markinu en Björgvin ver. Báðir sækja nú á um skeið, en ekkert skeður. Er fimm mínútur voru eftir á Þorbjörn fast skot frá hægri, en Björgvin varði sem áður ör- Ugglega! Loks á síðustu mínútu fá KR-ingar enn eina auka- spyrnu, sem Hörður tók og sendi á markið, en Björgvin var vel á verði og bjargaði auðveld- lega. —o— Með sigri í þessurn leik hafa Valsmenn rétt hlut sinn í mót- inu, en til sigurs í því dugar þeim ekki annað en bera sigur- orð af Fram. Til þess að svo megi verða, er eins gott fyrir þá að gera sér það ljóst, að bet- ur má ef duga skal, eftir þess- um leik að dæma. Því hann var sannarlega ekki upp á marga fiska hjá hvorugum. Eina við- bragðið, sem bar vott um góða knattspyrnu, var er Valur skor- aði síðara mark sitt, þar var vel leikið, og sýndi að það er hægt. Meginhluti leiksins einkenndist af stórspyrnum, þar sem knött- urinn hafnaði á víxl hiá mót- herjum. Fálmið og öryggisleys- ið var mjög áberandi. Skipuleg- ar sóknir og róleg yfirvegun var oftast víðsfjarri. Baráttuhugur KR-inga var nú ekki slíkur, sem oft áður, en sóknarharka og sigurvilji hef- ur oítast skilað þeim lengst. Var engu líkara en þeir teldu leik- inn fyrirfram tapaðan. Valsmönnum var það vel Ijóst að ósigur í þessum leik þýddi það að þeir. væru a'lgjörlega slegnir út, því var ekki um ann- að að gera en falla eða sigra, jafntefli var þeim einskisvirði. Eftir tækifærunum að dæma hefði Valur átt að takast að skora að minnsta kosti 4 mörk. Bezti maður leiksins var mark- vörður Vals, Björgvin Her- mannsson, sem átti sérlega góð- an leik og hélt marki sínu hreinu. Dómari var Hannes Sigurðs- son. Hannes hefur yfirleitt átt góða leiki sem dómari, og var vissulega glöggskyggn á við- skipti Valsmanna við knatt- spyrnulögin, en skugga virtist hinsvegar bera á sjón hans á stundum, er KR-ingar áttu hlut að máli. EB Frjálsar íþrótfir erlendis NÚ eru frjálsíþróttamennirn- ir í Evrópu farnir að keppa víðast hvar. Margir þeirra hafa náð frábærum árangri strax og skulu hér nefnd helztu af- rek, sem heyrst hefur um. Tchen 15,94 m., Moens 1:49,9 mín. Rússarnir byrja oft snemma, en það bezta sem heyrst hefur frá þeim eru þrístökksafrek. Hinn kornungi Tchen stökk ný- lega 15,94 m., annar í þeirri keppni var Feodosiev 15,73 m. og þriðji Gavrilov 15,71 m. Margir álíta, að Tchen sé verð- andi heimsmethafi í þrístökki, þó að við íslendingar séum ekki alveg á sama rnáli. Ivanov hljóp 10 km. á 30:22,0 mín. Heimsmethafinn í 800 m. hlaupi, Belgíumaðurinn Roger Moens hljóp nýlega 800 m. á 1:49,9 mín. í Brussel, hann hljóp fyrri hringinn á 54,8 og þann seinni á 55,1. Frakkar byrjuðu vel, há- stökkvarinn Boulois stökk 1,95 metra, Gras stökk 4,15 m. á stöng, Sallant 7,39 m. í lang- stökki og Battista 15.10 m. í þrístökki. Will sigraði Danielsen. Nýlega kepptu heimsmethaf- inn í spjótkasti, Egil Danielsen og Þjóðverjinn Hein Will, sá síðarnefndi sigraði með 73,91 metra kasti, en Danielsen kast- aði 73,59 metra. Bandaríkja- maðurinn Bud Held hefur kast- að 77,85 metra. Mjög góður árangur hefur náðst í sleggjukasti í ár, þessir eru beztir: Tkachev, Rússlandi 64,36 m., Bezjak, Júgóslavíu 62,07., og landi hans Kopuvicia 60,55 metra. Þessir eru beztir í kringlu- kasti, það sem af er: Consolini 53,30 m.. Todorova, Búlgaríu 52,80 m., Kompaneíets, Rúss- landi hefur einnig kastað 52,80 51,76 m. og Baltunsnikas, Rúss- landi 51,61 m. Úr söngför Guðrúnar Á. Símonar: Umsagnir rússneskra tónlistar- manna eru mjög lofsamlegar PETER BROKK, hinn þekkti brezki leik- og kvikmyndastjóri, mun stiórna kvikmynd frá Hecht-Hill-Lancaster kvikmynda- félaginu, sem byggð er ó skáldsögunni „The Hitchiker“ éftir George Simenon. Þetta er melódrama um hjón, sem lenda í klóm glæpamanns. EFTIR FYRSTU söngskemmt un Guðrúnar Á. Símonar í Moskvu átti blaðafulltrúi í upp- lýsingadeild Sovétríkjanna, V. Demidova, samtal við nokkra þekkta þarlenda tónlistarmenn um söng listakounnar o.fl. í yf- irliti um móttökurnar segir meðal annars þetta: Anatoli Orfenov, einsöngv- ari við Bolshoióperuna, sagði m.a.: „Áheyrendum þykir ávallt mjög ánægjulegt að fá að heyra meira en þeir vænta. Það kom í ljós, er við hlustuðum á hin eftirtektarverðu lög, sem þessi gáfaða, unga konsertsöngkona söng þýðri og hljómfagurri röddu“. LISTRÆNN SMEKKUR. Guðrún Símonar og hin at- hyglisverða söngskrá, sem á voru íslenzk lög, er Moskvabú- um voru ókunn, Vöktu mjög mikla athygli tónlistarunnenda. Túlkun hennar var fersk og bar vott um listrænan smekk, einkum hinn hárfíni og áreynslulausi söngur hennar á lögum Brahms. HLJÓMFÖGUR ÍSL. LÖG. Guðrún Símonar naut sín ágætlega í íslenzku sönglögun- um. Hún lagði mikla einlægni og hlýju í túlkun á „Fuglinn i fjörunni" eftir Jón Þórarins- son, ,,Vögguljóð“ Sigurðar Þórð arsonar, „Sáuð þið hana syst- ur mína“ eftir Pál ísólfsson, og „Sortnar þú ský“ eftir Emil Thoroddsen. Þessi hljómfögru Framhald á 11. síðu. Bílar - Fasteigna- veð. Höfum til sölu nokkra bíla gegn skuldabréfum með veði í fasteign. — Hafið tal af okkur sem fyrst. Bíla- og iast- eignasalan, Vitastíg 8 A. Sími 6205. SALA - KAUP Höfum ávallt fyrirliggj- andi flestar tegundir bif- reiða. Bílasalan Hallveigarstíg 9. Sími 81038. Lakaléreft Sængurveraléreft verð frá kr. 15,30. Handklæði verð frá kr. 15.95. Þvottapokar og margt fleira. Verzl. Snét, Vesturgötu 17. KAUPUM prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verði. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Dvalarheimili aldraSra sjómanna — Minningarspjöldin fást hjá: Happdrætti D. A. S. Austurstræti 1, sími 7757 — Veiðarfæraverzl. Verð- andi,- sími 3786 •— Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sími 1915 — Jónas Berg- mann, Háteigsvegi 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Bost- on, Laugaveg 8, sími 3383 — Verzl. Laugateigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3696 — Nesbúðin, Nesvegi 39. Samúóarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land allt. í Reykjavík í Hannyrðaverzl- uninni í Bankasti;. 6, VerzL Gunnþórunnar Halldórsdótt- ur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd 1 síma 4897. Heitið á Slysavarnafé- lagið. — Það bregst ekki. — Hafnarfjörður Hefi til sölu úrval einbýl- ishúsa og einstakra íbúða. Hagkvæmt verð. eitið upplýsinga. Árni Gunnlaugsson hdl. Austurg. 10, Hafnarfirði Sími 9764 10—12 og 5—7. Hafnarfjörður HEFI JAFNAN TIL SÖLU ýmsar gerðir einbýlishúsa og íbúðarhæða. Skipti oft möguleg. Guðjón Steingrímsson hdl.. Strandgötu 31. Hafnarfirði. Sími 9960. Leiðir. allra, sem ætla að kaupa eða selja B í L liggja til okkar Bílasalan Klapparstíg 37 — Sími 82032 Húsnæðis- miðlunin, Vitastíg 8 A. Sími 6205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæði. Húseigendur önnumst ellskonar v«tn*- oa hitalagnir. Hitalagnir s,f, AknrgerVt 41. Camp Kiex B-S. P . mÉkEúmnsinsL U ViÐ AP'AfACUÓL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.