Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 12
vlkn ramfeian björgunarafrckiS ¥íð LáSrabJarg kojnlnn. Björn Pálsson flaug með hann yfir Látrafojarg. FRAMKVÆMDASTJÓEI þýzka slysavarnafélagsms, kapt. Berber-Credner, kom hingað til Reykjavikur s.l. íimmtudag ni.e'ð ílrímfaxa. hinni nýiu flugvél' Flugfélags íslantls, í kurt- eisisheimsókn til stjórnar SVFÍ, Það var Berber, sem lét gera eitirmynd af kvikmyndinni af björgunarafrekinu við Látra- bjarg og kom hann hingað í og með til þess að líta á hinn sögu- í'ræga strandstað við Látrabiarg. EINS og kunnugt er, háfði Alvara og sannleikur sá, sem hann- ráðgert að koma hingað, myndin hefur að færa hefur rétt fyrir jóiin um leið og þýzka I gagntekið alla þá í Þýzkalandi, | ^étta_kiausai þar sem'seiir-Tð - sem myndina hafa séð og þeir j yiirmaður NATO-herjanna hafi eru margir, serstaklega ungling , gefið yf irlu mn hernaðarástand ar, því þyzka felagið synir hana ! ið> eins og honum j^. það okeypis i öllum, sem vilja og nu fyrir sjónir útgáfan af kvikmyndinni Björg unarafrekið við Látrarbjarg var frumsýnd í Reykjavík. Beið Berber-Credner sólarhring til- foúinn á flugvellinum í Ham- foorg, en vegna afar.áhagstæðra flugskilyrða lögðust allar flug- íerðir niður og varð hann að lokum að hætta við ferðina vegna þess hvað tíminn var oiðinn naumur. MIKIL SAMSKIETI. Slysavarnafélag íslands hef- ur haft náin kynni og bréfa- skipti við Kapt. Berber-Credn- er mörg undan farin ár. Þá hef- ur þýzka félagið lánað Slysa- varnafélaginu kvikmyndir af stárfsemi sinni, er notaðar hafa verið hér til að sýna deildum félagsins, þar á meðal hafa ver- ið ágætar kvikmyndir af þýzk- um björgunarbátum, en Þjóð- verjar eru taldir byggja hin fullkomnustu björgunarskip. FENGU ÁHUG Á BJÖRG- UNINNI VIÐ LÁTRAR- BJARG. í staðinn lánaði svo Slysa- varnafélagið þýzka félaginu norskt eintak af kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrar- bjarg. Hafði eintak þetta ver- ið lánað til sýningar í Dan- mörku og orðið slitið/og leizt Þjóðverjum síður en svö á það. Það vakti forvitni Kapt Berber- Credner, svo hann spurðist fyr- ir um hvort ekki væri hægt að fá að sjá frummyndina og bauð hann í staðinn að láta taka eft- ir því góða eftirmynd handa Slysavarnafélaginu og var það boð þegið. Þó frummyndin væri þegar orðin mikið slitin af sýningum hér heima, þá sá Kapt. Berber-Credner að alveg sérstæðir og óvenjulegir kaflar voru í þessari mynd, sem nauð- synlegt væri að koma á al- manna framfæri. Fór hann því nú fram á við stjórn Slysavarna félags íslands að þýzka slysa- varnafélagið íengi að útfoúa handa sér til sýninga á sínum vegum, þýzka eftirmynd af þessu björgunarafreki og var það leyfi fúslega veitt gegn því ' að Slysavarnafélagið fengi ó- keypis nokkur eintök af þýzku útgáfunni til sinni afnota. Kapt. Berber-Credner vann nú af alhug við að útbúa þýzku útgáfuna sem bezt úr garði. Frummyndin var ekki venjuleg negativ filma og það kostaði mikla fyrirhöfn að taka eftir henni svokallaða DupJNegativ og til að komast hjá að þurfa að klippa frummyndina, lét hann taka Dup-Negativ af allri frummyndinni og lét útbúa það viðeigandi Ijósbrigðum og sjálf ur vann hann svo við það marg- ar nætur að klippa niður þetta DupJNegativ og gera úr því hina samþjöppuðu þýzku út- gáfu, sem síðan hefur hlotið mikið lof og hæstu viðurkenn- ingu sem fræðslu- og kultur film í Þýzkalandi. Sjálfur skrif- aði Kapt. Berber-Credner þýzka textann með myndinni og fékk tvo forystu útvarpsþuli Þýzkalands til að tala inn á myndina. ert látið yppi .viSræSiir " Adenauers og NorstadS', scm.- lauk á gær. Bonn, þriðjudag, NTB-DPA. VIDRÆÐUM Adenauers kanzlara og Norstads, yfir- manns herafla NATO í Evrópu, lauk í dag og höfðu þá staðið yfir í þrjá tíma. Mikil leynd ríkir yfir viðræðunum hjá op- inberum aðilum. Hið eina, sem látið hefur verið uppi, er smá- Miðvikuadgur 22. maí 1957 i crsaw i sffr r»ni i JU.UUllii ^g hefur kappkostað að haf'a hana í skólum. BÆKLINGUR UM AFREKIÐ. Þá hefur Berber-Credner skrifað bækiíng 'iím björgunar- afrekið, prýddan 'mörgum teiknimyndum og hefur honum verið útfoýtt ókeypis í skólum í hafnaifoorgum Þýzkalands. Fram að þessu hefur þýzka Slysavarnafélagið eytt 9000 rík ismörkum í myndina, án þess að ætlast. til nokkurra tekna í staðinn, en forráðamönnum þýzka slysavarnafélagsins finnst sá boðskapur, er mynd- in flytur, gera meira en borga þeirra fjárútlát og fyrirhöfn. VILDI SJÁ STAÐINN. Kapt. Berfoer-Credner hefur tekið miklu ástfóstri við þessa kvikmynd og hann átti sér ekki til heitari ósk en að fá að koma tl íslands til að sjá staðinn, sem þetta mikla björgunaraf- rek var unnið og til að sjá þá menn, sem unnið höfðu björg- unarafrekið og ljósmyndarann, sem tekið . myndir við svona erfiða aðstöðu.'" FLAUG YFIR LÁTRA- BJARG. Stjórn Slysavarnafélagsins var því mjög ljúft að verða við þessari ósk Kapt. Berber Credn er og s. 1. sunnudag flaug Björn Pálsson með Kapt. Berber- Credner og Henry Hálfdáns- son yfir Látrabjarg í einhverju því bezta veðri, sem hugsast getur. Steypti Björn Pálsson sér niður að Flaugarnefinu og fitjaði marga hringi yfir staðn- um svo að Kapt. Berber-Credn- er fékk hið allra ákjósanlegasta tækifæri til að athuga allar að- Framhald á 3. síðu. I Bonn eru menn þsirrar skoð unar, að aðalumræðuefnið haíi verið vopnabúnaður herja NA- TO, með tiiliti til fiétta um, að Sovétríkin hafi búið, eða hyggjast búa, heri sína í Mið- og Austur-Evrópu atómvopn- um, og endurskipulagning brezkra landvarna og afleiðing- ar hennar fyrir önnur NATO- lönd. — Adenauer fer í næstu viku til Wahsington til við- j ræðna við Eisenhower og Dull-1 NalajaScnd sjáifsfæð í ágúst næsfk. London, þriðjudag. BRETLAND og krúnu- ný- lendan Malaya hafa náð sam- komulagi um öll smáatriði í væntanlegri stjórnarskrá sjálf- stæðis ríkjasambands í Malaja- löndum, að því er áreiðanlegar hemiildir í London herma. Ætl- unin er, að Malajalönd verði sjálfstætt ríki innan Brezka samveldisins frá 31. águst n. k. 1 ------^—:----------—— Jón B. Jónasson opnar sýningu. JÓN B. JÓNASSON sýnir fimm myndir í sýningahorni „Regnbogans" í Bankastræti. Jón hefur lagt stund á mál- aralist frá barnsaldri og um margra ára skeið undir hand- leiðslu ágætra kennara í Mynd- listaskólanum m. a. Kjartans Guðjónssonar og Harðar Ágústs sonar. Þá hefur Jón og tekið þátt í nokkrum samsýningum hér heima og erlendis. STJORNARFRUMVARPIÐ um Menningarsjóð og Mennta- málaráð var í gær samþykkt með 13 samhljóða atkvæ'ðum frá efri deild og voru engar breytingar gerðar á því. Kemur það fyrir neðli deild á næstunni. Fiiðjón Skarphéðinsson hafði j myndasýningum og dansleikj- f'Oi-saia aíigvngvLímtí-i ao .'.í|>.rotiar»;vyuimi la5V" heist í dag. Verða miðar seldir kl. 5—7 á Lækiartorgi. Miki'ð hefur verið spurt uin revyuna undanfarið og virðist eftirspurn ætla að verða mikil. Æfingar halda áfram af kappi. Myndin hér,að ofara var tekin af rciptogsæfiagu biaaðmanna fyrir skömmu. Hið harðsnúna lið, sem hér sést á myndinni, á að þreyta reiptogjvið einvalalið úr hópi kvenleikara. Telia blaðamenn vissara* að æfa vel undir þá þrekraun, sem reiptogið við konurnar- verður og verða úrvalsmenn sendirr fram: (Talið frá vin&tri): Karl Isfeld, Vísi, fyrrv. glímukóngur N.-Þingeyinga, Biarni Guð- mundsson blaðafullírúi, Ingólfur Kristiánsson, SiinKudágs-« blaðiiiu, Indriði G. Þorst. Tímanum og Andrés Kristjánsson. Ihn framsögu fyrir menritamála- nefnd í annarri umræðu um málið og lagði nefndin til að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt og kvaðst Priðjón vænta þess að frumvarpið fengi greiða för gegnum deildina, og sú varð raunin á. Sagði Friðjón að á sínum tíma hafi með stofnun um muni í allt nema um tveim milljónum króna á ári! Auk þess renna í sjóðinn sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni og eru þær áætlaðar um V2 milljón króna. Sjóðurinn mun því fá til ráð- stöfunar 2Vz milljón króna og þar með mun hann verða að sjóðsins verið um merkilega þýðingarmiklu liði fyrir marg- lagasetningu að ræða og að lög in hafi haft mikilvægu hlut- verki að gegna. Á síðari árum hafa þessar tvær stofnanir hins vegar ekki getað rækt ætlun- arverk sín neitt svipað því, sem þurft hefði og æskilegt hefði verið, vegna fjárskorts. Skýrði Friðjón síðan frá því að einnar og tveggja krónu gjaldið-á aðgöngumiða að kvik- víslega menningarstarfsemi í landinu. AUKIN ÚTGÁFU- STARFSEMI. Síðan ræddi Friðjón um hin ýmsu verkefni Menningarsjóðs og lagði áherzlu á að nú ætti að vera unnt að auka og vanda betur útgáfustarfsemi sjóðsins og ennfremur hefði sjóðurinn Framhald á 2. síðu. Skemmtanaskattur til umræðu: íð vill afíiaini undanþágu hæjar- m, sem verja öllum tekjum sínusn E@ininpr- og mannúSarmálo. Bókstaflega ósæmandi fyrir alþingi að veita slíkar undanþágur! sagði Sigurður Bjarnason. SIGURÐUR BJARNASON lýsti því yfir í efri deiid alþingis í gær, að hann myndi bera fram breytingartiilögu við skemmt- anaskattsfrumvarpið þess efnið, að Bæjarbíó í Hafnarirði og' Bíóhöllin á Akranesi yrðu svipt undanþágu sinni. um að þurfa að greiða skemmtanaskatt, þar sem teki.ur kvikniyndahúsanna renna til menningar- og líknarmála í bæjunum. SIGURÐUR BJARNASON bar ásamt Jóni Kjartanssyni fram breytingartillögu við frumvarp ið um skemmtanaskatt og Þjóð- leikhús, að fella skyldi niður þau ákvæði, að ráðherra sé heimilt að undanþiggja skemmtanaskatti kvikmynda- sýningar eins kvikmyndahúss, sem rekið sé af opinberum að- ila, í hverjum hinna kaupstað- anna annarra kaupstaða en Ak.aness og Hafnafjarðar, enda sé tekjum af þeim varið til menningar- og mannúðarmála, eins og segir í frumvarpinu. Kvaðst Sigurður Bjarnason vera algerlega andvígur nokk- úrri undanþágu frá skemmtana skattinum og honum hitnaði svo í hamsi er leið á umræðurn- ar aðhann gaf yfirlýsingu um að hann ætlaði að bera fiam þá breytingartillögu við þriðju umærðu um málið að engu kvikmyndahúsi 'verði veitt und anþága frá því að greiða skemmtanaskatt og alveg sama á hvern hátt tekjum sé varið. Eins og kunnugt er hafa kvik myndahúsin bæjanna í Hafnar- firði og á Akranesi verið und- anþegin skemmtanaskatti þar sem tekjur þeirra renna til sjúkrahúsa og menningarmála. Sömuleiðis Tjarnarbió í Reykja vík, sem er iekið af Háskólan- um og tekjum þess er varið til sáttmálasjóðs. Gert er ráð fyrir því í lögun- um að þessi hús haldi undan- þágunni áfram og að einnig mætti veita undanþágu öðrum kaupstöðum, ef þeir vildu reka\ slík kvikmyndahús ti'l ágóðs fyrir líknarmál eðá menningar- mála. MenntamálaiáDherrí skýrði frá því að Véstmanna- eyjabær hefði fengið í stjórnar tíð fyrrverandi menntamálaráð" herra sííka undar>!bágu fyrir væntanlegt kvikmyndahús og Framhald á 4. síðu Júiíana H<s!lanc"s« . drottning i ..opsn- berri heimsékn í Svíþjóð. Stokkhólmi, þriðjudag, NTB. JÚLÍANA Hollandsdrottning og maður hennar Bernharður prins af Niðurlöndum fengu stórkostlegar móttökur, er þau snemma í morgun hófu hina opinberu heimsókn sína í Sví- þjóð. Þúsundir manna höfðu tekið sér stöðu við götur þær, sem hjónin óku um á leið sinni til konungshallarinnar í fylgd riddaraliðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.