Alþýðublaðið - 24.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1928, Blaðsíða 2
0 'A!LI>. ÝÐUBUAÐIÐ Olínstöðin við Skerjafjðrð. Hversvegna era geymarnlr hafðir svona stórir? Verður landíð að borga tvær miljónir króna, til pess að komast hjá afleiðingunum af tvö þúsund króna árskaupi Magnúsar Guðmundssonar? Þegar Landsverzlunin haiði einkasölu á steinolíu, bauðist enska félagið British Petroleum Co., sem hún skifti við, til þess að setja hér upp olíugeyma, svo hægt væri að selja olíuna ó'dýr- ar. Þetta var sumarið 1924. Það er kunnugt, að Magnús Guð- mundsson, sem þá var atvinnu- málaráðherra, neitaði boðinu, en hvers vegna hann neitaði því, og hvers vegna hann lét afmema einkasölu landsins á steiholíu — það er almenningi ekki kunnugt, en margir eru famir að geta sér til nú, hver orsökin hafi verið. En geymar þeir, er British Pe- tnoleum áleit nægilega stóra fyrir alla olíuverzlun lafndsms, áttu að taka 2200 smálestir, og var þó þar gert ráð fyrir vexti næstu ára. En meðal-ársnotkun stei'nolíu hér á landi eru 6500 smálestir. Það hefir því mörgum þótt ein- kennilegt, að olíugeymar þeir, sem Anglo Saxon Petroieum Co. hafa reist við Skerjafjörð (en það félag er líkiegast nú búið að „selja“ félaginu „Shell á Islandi‘“) taka samtals 8000 smálestir, auk geyma þeirra, er félagið lætur reisa hér og þar úti um land, er samtals munu taka um 2000 simá- lestir, t(ða alls á öllu landinu olíugeyma fyrir 10 þús. smá- Jestir. Nú má gera ráð fyrir að nokkur hluti af þessu rúmi geym- anna notist ekki, af því fylla þurfi á þá, á»ður en þeir tæmist, en áreijðanlegt er, að nóg er að‘ reikna 1/4 frá í þeim tilgangi. En jafnvel þó V” sé dreginn frá, verð- ur eftir meira rúm en svarar til ársnotkunar á Islandi. Mörgum hefir því orðið á að spyrja, hvers vegna félagilð hafl reist hér svona stóra geyma. (Svarijð, sem aðstandendur félags- ins hafa gefiið, hefir verið, að þa|ð væri af því, að það borgáði sig betur aið flytja olíuna hing- aið beina leið frá Ameriku í 6000 smálesta skipi. Framtílðin mun nú sýna hvort olían verður flutt hingað beint frá framleiðslustöðv- unum, en enn þá sem komiið er, hefir hér ekki komið nema eitt geyma-skip. Það var bara 3000 smálesta skip, og kom frá Lund- únum. Flest þeirra skipa, sem flytja olíu frá framleiðslustöðvunum til Noiíðurálfunnar, eru tólf til firnt- án þúsund smálesta skip, og mætti ef til vill til sanns vegar færa, aið ödýxar væri að flytja lolíuna beint, ef um svo stórar olíubirgiðir væri að ræða, að nota imættí slík skip. Geta má þess hér, að/mjög Iit- ill kostnaður er við að ferma og afferma geymaskip, og bendir flest á að langtum þægilegra sé fyrir erlenda félagið að taka ol- íuna á Englandi, sem þeir bæta á geymana hér, fremur en að flytja heila olíufarma beint til íslands frá framleiiðslustöðvunum í öðr- um heimsálfum. Því gefðu þeir þajð, þá þyrftu þeir að ákveöa. fyrirfram ferðalag skipa sinna langt fram í tímann. En við sjá- um nú til hvað margir farmar koma hingað beint frá Ameriku. Eins og kunnugt er, hefir Bri- tish Petroleum einnig reist hér geyma, og taka þeir 2200 smá- lestir. Er það sama stærð og það félag áætlaði árið 1924 að nægði allri olíuverzlun landsins og væri þó nokkuð við vexti. Eftir er- lendri reynslu nægir að hafa geyma fyrir mánaðar, til hális annars mánaðar forða, og eru geymar British Petroleum því í raun og veru nógu stórir til þess að annast þrefalda olíusölu á við alla olíusölu landsins. En geymar Shell gætu eftir sama mælikvarða annast 18 til 20 falda sölu, á við það sem ársnotkun er á steinolíu nú. Þá hefir og verið reynt að skýra stærð geymanna þannig, að þegar togararnir íslenzku færu að nota olíukyndingu (það er brenna olíu í stað kola), yrði þörf fyrir svona stóra geyma. En enn sem komið er er enginn íslenzkur togari útbúinn með olíukyndingu og enn pá er ekkert sem bendfr á, dð peim verdi breytt í pá átt, pví enn hafa engar ráðstafanir af því tæi verið gerðar. Það er því óhugsandi, a.ð það sé með togarana fyrir augum, áð olíu- geymar Shellfélagsins eru svona stórir, enda ekki sennilegt, að þó farið væri nú þegar að breyta þeim, svo að þeir gætu brent ol- íu, að sú breyting yrði komin á á öllum, togurunum fyrr en eftir 10 til 15 ár; því sennilegt er, að ekki yrði nema tveim til þrem- ur breytt á ári. En það væri hins vegar hægurinn. hjá, þó stöðin hefði verið minni, að stækka hana, þ. e. bæta við nýjum geym- um. Það, sem hér að framan er sagt, bendir þvi alt á það, að stærð geymanna sé ekki tníðud eingöngu við pörfinci hér á landi. En hver er þá tilgangurinn ? Ekki er hægt að komast nær því að skilja stærð geymanna, þegar sagt er frá að stærsti geymirinn við Skerjafjörð, sem tekur 4000 smá- lestir, eigi að vera fyrir benzín. Hvernig getur það verið arðvæn- legt að hafa hér 4000 smálesta forða af benzíni, þ. e. til 5 ára forða, því hér eru notaðar af því einar 800 smálestir á ári? Auk Shellfélagsins starfa hér tvö önnur steinolíufélög. Mun Shell hafa nú um fjórða hiuta af steinoliuverzluninni, en þó verzlun þess ætti, eftir að aukast, er ekki líklegt að Shell nái meira en helmingnum af henni, en það er sama sem að birgðir þess séu raunverulega til tveggja ára, eða, ef miðað er við stærð geyma er- lendis, 35 til 40 sinnum stærri en talið er, að þeir þurfi að vera þar. Ekki verður olíugeyma-skipið skilið, frekar en annað, er við- kemur „Shell á lslandi“, ef litið er á málið eingöngu frá verzl- unarlegu sjónarmiði. Þó gert sé ráð fyrir, að steinolíusala félags ins aukist svo að hún verði 20 þús. tunnur,*) þá fara sjálfsagt af því 5 þús. tunnur til notkunar í Reykjavík og nágrenni, og verða afhentar í mótorbáta í Reykja- vík og við Skerjafjörð. Olíu- magnið, sem geymaskipið hefir að flytja með ströndum fram, verð- ur þá að eins 15 pús. tunnur. En hver verður kostnaðurinn við þetta skip? Eftir áætlunverð- ur árskaup skipverja á því sam- tals 50 þús. kr. Kostnaðurinn við. að flytja olíuna út um land, verður því eingöngu í mannahald 3 kr. 33 aur. á tunnu. En auðvitað verður kostnaðurinn alls meiri en þetta, því hér við bætast vextir af verði skipsins, sem kostar 1/4 milljón (15 þús., ef reiknuð er 6»/o renta), fyrning og viðhald, V12 af verði skipsins, þ. e. yfir 20 þúsund á ári, enn fremur vá- trygging, smurningsolía, olía til brenzlu og skipagjöld. Virðist íekki of hátt reiknað, að allur kostnaðiír við skipið verði sam- tals 100 þúsund krónur, svo farm- gjald á hverja tunnu verði yfir hálfa sjöundu krónu. En Eim1- skipafélagið, Saroeinaða og Berg- enska félagið, hvort um sig, taka að eins 3 krónur á hverja stein- olíutunnu út um land, á hvaða viðkomustað skipanna sem er! En svo sem áður er sagt, at- vinnufyrirtæki verður olíu-strand- ferðaskipið ekki, frekar en sjálf ölíustöð „Shellfélagsins“ við Skerjafjörð. Sá, sem athugar allar þær stað- reyndir, sem nefndar eru hér á undan, getur ekki varjst að spyrja sjálfan sig að því, hver sé til- gangurinn með því, að hafa geymana svona stóra og birgð- irnar svona miklar. Því allir sjá, að tilgangurinn hlýtur að vera einhver annar en sá, að reka olíuverzlun við ís- lendinga á sem hagkvæmastan hátt. En hver getur tilgangurinn þá verið annar en sá, að hér sé um ráðstöfun í sambandi við hemað- *) 1000 smálestir eru 6600 tn. arhugleiðingar einhvers stórveld- is að ræða? Móti því hefir verið sagt, að þó að geymarnir séu hrikalegir, miðað við okkar notk- un, þá séu þeir sama og ekkert, miðað við hernaðarnotkun, og að( höfnin við Skerjafjörð sé ekki nothæf fyrir herskip. Gegn fyrri mótbárunni er það að segja, að benzínbirgðirnar benda á, að stöðin sé ætluð flugvélunj! eða kafbátum, en miðað við þessi farartæki er hér um töluverðar birgðir að ræða. Eftir alþjóðareglum mega her- skip ófriðarþjóða ekki birgja sig að vistum, eldsneyti né öðru í höfnum hlutlausra þjóða. Hins vegar mega þau taka við eids- neyti o. þv. 1. úr skipum utan við landhelgi. En hvemig færi nú, ef eitthverf annað stórveldi kvartaði undan því að íslenzkt skip (olíugeyma- skipið) léti kafbátum övinaþjóða þess eldsneyti í té? Hvernig ætt- um við að geta bannað að þaiðl verði? Geymaskipið gæti tekið hér þessar 165 smálestir, er það hefir rúm fyrir, látið 10 smá- Iestir- af benzíni í kafbát úti I flóa, 40 smálestir í annan, 50 f þann þriðja og 60 í þann fjórða; farið svo með 5 smálestir upp á Skaga og dælt þeim í 300 smá- lesta geyminn þar (sem stenduí á lóð konu Haralds Böðvarsison- ar) og sagst hafa farið þangað með allar 165 smálestirnar. Hver skyldi svo sem fá að sjá í geym- inn þar, og hver getur vitað hve miklu (eða litlu) geymaskipið hef- Sr dælt þar í land? Því miður bendir margt á, að í næstu styrjöld verði alþjóða1- lög virt enn þá minna en í ó- friðnum, sem oss er minnis'stæð- astur. Vilji hernaðarþjóð brjóta hlutleysi okkar með því að láta. kafbáta sína taka olíu við Skerja- fjörö, pá er hafhleysið par, flesta daga ársins, ekki pví til fyriA- stöðu, enda má gera ráð fyrir„ að með góðu skipulagi mættí koma svona 50 til 100 kafbátum fyrir á Fossvogi og Kópavogi1, hinum tveim smáfjörðum, sem ganga inn af Skerjafirði. Og hver veit, nema einhverjir útlendir séu þegar búnir að reikna út, hve mörgum mætti þar fyrir korna? Þá má og nefna, að á Fossvogti, Kópavogi, Lambhúsatjörn og Bessastaðatjörn mætti hafa svo margar sæ-flugvéliar, að ekkert stórveldi á enn svo margar, að þær kæmust ekki allar þar fyrir.' Enginn þarf að efa, að hér er um sjálfstæðismál að ræða, þ.. e. mál, sem getur orðið sjálfstæði okkar hættulegt, ef við höfum augun ekki opin. En jafnframt er bersýnilegt, að hér hefði aldr- ei orðið neitt óvenjulegt á ferð- ' ánni, ef landið hefði haldiö stein- olíueinkasölunni, og bendir það jafnframt á, i hvaða átt halda skal, til' þess að komaSt hjá vandræðum. En þar sem erlend félög hafa nú sett hér upp dýra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.